Lögberg-Heimskringla - 14.06.1991, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 14.06.1991, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringta • Föstudagur 14. juní 1991 Eftir Guörúnu H. Finnsdóttur Framhaíd Aldrei hafði hún gefið neitt sjálf, að undantekinni einni altaristöflu, er hún kom með úr einni Evrópuferð sinni; fylgdi það sögunni, að myndin hafi verið stórkostlega fögur, og upp frá því hafi hún oft sést í kirkju með manni sínum. En það var einmitt þessi altaristafla, er síðar varð að misklíðarefni. Löngu síðar, eftir að þau voru bæði dáin, kom það upp úr kafinu, að myndin í altaristöflunni var eftir málara, er þá var orðinn heimsfrægur fyrir listaverk sín. Keptust öll listasöfn og auðmenn um verk hans og buðu stórfé fyrir. — En það lánaðist engum að ná þessari mynd. Eftir mikið stagl, þrætur og ófrið, var að lokum samþykt að selja myndina, en sama kvöldið og það var gert, kviknaði í kirkjunni rétt hjá altarinu. Allir unnu að því með einum hug að slökkva, en þegar það að lokum tókst, og farið var að líta eftir skemdunum var Maríumyndin brunnin. Að líkindum hefir kviknað í út frá kertunum á altarinu. Samt varð aldrei með vissu sagt um upptök eldsins. Sumir héldu, að einhver hefði stolið myndinni og kveikt í kirkjunni, til að dylja ódæðisverk sitt. En aðrir, og þeir voru langflestir, trúðu því, að þetta væri refsing frá drotni, fyrir ágirndina og virðingarleysið fyrir altaristöflunni. Sá orðrómur lagðist svo a, að kirkjan væri dæmd. Hjátrúin á því varð svo sterk, að kirkjan lagðist í eyði. — En svo, eftir æði tíma, var hún dubbuð upp fyrir skriflabúð, og það hefir hún verið ætíð síðan.“ Þegar gamla konan hafði lokið máli sínu, þögðum við öll stundarkorn. Það var eins og enginn vildi verða fyrstur til að rjúfa þögning. Áhrif sögunnar, tunglsljósið og rökkrið hafði hjálpast að, að setja okkur eins og inn í annan heim. — Gamla konan stóð á fætur og kveikti, og við rönkuðum þá öll við okkur, risum úr sætunum og kvöddum í skyndi, því að það var orðið áliðið kvelds. Á leiðinni heim flaug mér margt í hug, eins og vant var, er ég kom úr þessu húsi. — Undarlegt er það, hvað maður getur mist og orðið gersneyddur allri hugsun í samtali og samveru með sumu fólki, en aftur vekja, skerpa og örva aðrir hugsun, og með þeim er maður til með að þenja út vængina og láta hugsanimar fljúga út yfir ókunn lönd, láta þær fara eins langt og þær komast og unt er. — Já, það rótaði í deyfðinni og hugsanamollunni að heimsækja þessi gömlu hjón. En hafði hana nú dreymt þetta í raun og veru, eða var hún að gefa okkur bendingu? Þeirra spumingu hefi ég aldrei getað svarað. En oft hefir mér dottið til hugar draumurinn, karlinn og skriflabúðin, einkumþegaréghefiverið stöddíkirkju. MATTHÍAS JOCHUMSSON Til Vestur-íslendinga -BROT- m Bragarbót Sé ég hendur manna mynda meginþráð yfir höfm bráðu, þann er lönd og lýði bindur lifandi orði suður og norður. Meira tákn og miklu stærra meginband hefur guðinn dregið, sveiflað og fest með sólarafli, sálu fyllt og guðsmáli, — máli, sem hefur mátt að þola meinin flest, er skyn má greina: ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða. Málið fræga söngs og sögu, sýnu betra guðavíni, — mál, er fyllir svimandi sælu sál og æð, þótt hjartanu blæði. Það hefur voða þungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst viðhungri’ ogþorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin, hennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur, fréttaþráður af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda. Sturla kvað yfir styijarhjarli, Snorri sjálfur á feigðarþorra. Ljóð frá auði lyfti Lofti, Lilja spratt í villikyljum. Arason mót exi sneri andans sterka vígabrandi, Hallgrímur kvað í heljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. — Hvað er tungan? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði. — Hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir Iandsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum Ijóði vígðum — geymir í sjóði. Matthías Jochumsson, 1835-1920, var prestur í Odda á Rangárvöllum og á Akureyri. Hann var bæði trúarskáld og eitt helzta skáld rómantísku stefnunnar á íslandi. Bréf Frá íslandi Kæri ritstjóri, Ég er 36 ára gömul húsmóðir frá íslandi og mig langar að komast í samband við spilasafnara sem vilja skiptast á spilum. Ég get látið flest þau spil sem hafa verið gefín út á íslandi. Ég skrifa á íslensku og ensku. Með fyrirfram þökk. Geirdís Guðmundsdóttir Háengi 10 800 Selfoss ísland Þetta bréffékkPaulA. Sigurdson frá Magnúsi Kristjánssyni á Djúpavogi. Magnús litli safnar spilum og hafdi Paul sent honum nokkur. fstaðinn sendi svo Magnús Paul spil og mynd af sér og systur sinni. Sæll og blessaður! Ég varð mjög hamingjusamur þegar ég fékk bréfið og spilin frá þér. Nú á ég um eitt þúsund spil, svo fékk ég bréf og spil frá konu í U.S.A. í gær, en hún er líka íslensk eins og þú. Éinu sinni voru tuttugu manns frá Kanada (Vestur-íslendingar) að vinna hér í mínum bæ í fiski en eru nú allir famir aftur heim. Mamma segir að það hafi verið mjög gott fólk. Nú er að koma sumar hér og ég er búinn í skólanum en þetta var fyrsti skólaveturinn minn. Pabbi minn er sjómaður, en mamma er bara húsmóðir og hún skrifar öll bréf fyrir mig, því ég er svo ungur. Ég sendi þér póstkort af bænum mínum sem heitir D j úpivogur og íslensk spil Ég og Ragnhíldur systir mín. ICELfiNDIC EXERCISE 1) Where'sthat rag of ajacketyou stuffed the drain-pipe with, Láki? e-jfú/r /fteéa (7. SK 2) Where are the boots you said were ruined, Sæli? © 3) Where's the cap we put under ( LOKIQ V/9 umft 'ÚÖTT- ÓTAl s—*' the cat, Tóta? © sem ég vona að þú verðir ánægður með. Með kæru þakklæti fyrir skemmtilegt bréf. Kveðja, Þinn litli vinur Magnús Kristjánsson Vörðu 10 765 Djúpavogi ísland GENGISSKRÁIMING Nr. 98 28. maí 1991 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 60,21000 60,37000 61,66000 Sterlp. 104.25400 104,53100 103.52700 Kan. dollari 52,49100 52,63100 53,50300 Dönsk kr. 9.1994Q 9,22380 9,14160 Norsk kr. 9,03380 9.05780 8,97790 Sænsk kr. 9,82940 9,85500 9,82940 Fi. mark 14.78820 14.82750 15,02620 Fr. franki 10,37030 10,39790 10,33910 Belg. franki 1,71220 1,71680 1,69720 Sv. franki 41,40990 41,51990 41,50790 Holl. gyllini 31,28690 31,37000 30,97010 • Þýskt mark 35,24040 35,33410 34,87060 ít. líra 0,04738 0,04751 0.04724 Austurr. sch. 5,01060 5,02390 4,95400 Port. escudo 0,40340 0,40450 0,40520 Sp. peseti 0,56820 0,56970 0,56650 Jap. yen 0,43585 0,43701 0,44592 írskt pund 94,34000 94,59100 93,33800 SDR (Sérst.) 81.02580 81,24110 80,92390 ECU, evr.m. 72,33030 72,52250 71,97260 Tollgengl fynr maí er sölugengi 29. apríl simsvari gengisskráningar er 62 32 70. Sjálfvirkur 4) Isn't it here where you turn in your income tax form?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.