Lögberg-Heimskringla - 04.10.1991, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 4. október 1991
Hulda Karen Daníelsdóttlr
Einu sinni þegar ég var á gangi um
almenningsgarð í Winnipeg, þá kom ég
að dálítilli hæð sem er frekar sjaldgæft
hér á flatneskjunni. Ég bjóst við að þegar
upp væri komið myndi við mér blasa
landslagið allt niður á við. Ég kleif
brattann, en það eina sem bar fyrir sjónir
var marflatur nýplægður brúnn akur.
Samfylgdarmaður minn spurði hvort ég
væri veik því ég hefði snöggfölnað. Mér
leið mjög illa og þegar ég hugsaði um
þetta atvik seinna meir, þá kom mér í
huga sagan um sterka manninn.
Sterki maðurinn var alltaf að sína
krafta sína. Einu sinni skoruðu
bátsfélagar hans á hann að lyfta stórri
kistu fullri afsteinum. Þeirhöfðu reyndar
tæmt kistuna, en það vissi ekki sterki
maðurinn. Líkamlega og andlega bjó
hann sig undir níðþunga kistu. Hann
tók því á öllu sem hann átti og lyfti
laufléttri kistunni. Sjokkið var slíkt að
hann hreinlega valt út af og dó.
Eitthvað þessu líkt henti mig þegar ég
leit yfir akurinn. Ég bjóst við einhverju
kunnuglegu úr íslenskri náttúru —
sjálfráða og ósjálfráða taugakerfi'og öll
meðvituð og ómeðvituð viðbrögð voru
undir það búin. Þegar ég svo loks hélt
heim til íslands, árið 1984, eftir sjö ára
dvöl í Kanada, þá voru öll mín
skilningarvit í fínu jafnvægi og ekki
nokkur fölvi á kinn. Rok og rigning í
fang, björt nótt og blámi alstaðar var allt
eins og það átti að vera.
Þó að íslenska náttúran og fólkið
hafi undir eins fallið eins og flís við rass,
þá var nú samt sumt sem ég þurfti að
læra upp á nýtt.
Einn daginn lá ég í sólbaði á svölum
blokkar við Háaleitisbrautina. Þar var
funhiti og fiskiflugnasuð, en synir mínir
vildu óðir og uppvasgir endilega fara
niður í bæ að kaupa alíslenskar pylsur
með öllu. Þangað héldum við íklædd
stutter mabolum og stuttbuxum.
Á meðan við biðum eftir strætó
hugsaði ég: Ég er bara eins og venjuleg
íslensk kona á leiðinni niður í bæ.
„Strákar mínir, taliði nú bara íslensku
við mig,“ sagði ég við synina til að leika
leikinn enn betur. Þegar ég ætlaði að
setja pening í strætóbaukinn kallaði
vagnstjórinn upp: „Hvað ertu að gera
manneskja? Þetta eru allt of mikilir
peningar sem þú ert að borga.“ Ástæðan
fyrir þessu var að ég kunni ekkert á þessa
glænýju íslensku peninga enda bara búin
að vera í landinu í einn dag. Ég týndi í
baukinn alla mína smámynt, en það
nægði ekki til. Vagnstjórinn sagði að
það dygði í þetta sinn. Hann var nú
ósköp almennilegur greyið.
Á leiðinni talaði ég bara íslensku viö
drengina og áminnti þá
meðaugnaráðinu hvemig
þeir ættu að hegða sér.
Þegar við vorum rétt að
koma niður á Torg,
sprettur þá ekki eldri
sonur minn upp úr sæti
— baðandi út öllum
örmum í miklum æsingi.
„Mamma, sjáðu“ sagði
hann og á ensku auðvitað.
,,Þarna er Hekla“ og
benti á heiðbláa Esjuna.
Hann hafði unnið að
skólaverkefni um Heklu
veturinn áður og auðvitað
er hvert fjallið öðru líkt í augum
sléttubams.
Eftir hálftíma dvöl í bænum vorum
við að drepast úr kulda því ég var
nefnilega alveg búin að gleyma
hafgolunni. Skrítið að geta gleymt slíku
eftir að hafa svo oft gripið andann á lofti
þegar hlaupið var fyrir hom — úr skjóli
í sárkaldan norðangarrann.
Þegar ég var að alast upp þá fór aldrei
neinn einn í bíó. Það var talið meiriháttar
hallærislegt. Þegar ég svo byrjaði í
menntaskóla þá kynntis ég stúlku sem
sagðist alltaf fara ein. Ég bar mikla
virðingu fyrir henni og þótti hún ákaflega
kjarkmikil. Það varð nú samtaldrei neitt
úr því að ég færi ein. Sjálfsagt hefur þetta
félagslega—það að hitta fólk og annað í
hléum átt sinn þátt í þessum bamaskap.
Árið 1984 var verið að sýna
Atómstöðina og aðrar íslenskar myndir
í bíóhöllum borgarinnar. Ég vissi að þetta
væri ei n a tæki færið fyri r mig að sjá þessar
myndir því það virðist næstum
yfimáttúrulega erfitt að fá þessar myndir
hingað út. Allir mínir ættingjar og vinir
vom að vinna svo ég hélt, í fyrsta skipti,
ein í bíó. Mér fannst ég svo ósköp
hallærisleg enda í fötum sem voru löngu
komin úr tísku á íslandi þó þau þættu
,Mamma þarna er Hekla," sagði sonur mlnn og benti á heiðbláa Esjuna.
bara nokkuð þokkaleg í Winnipegboig.
Mig langaði að narta í eitthvað og bað
afgreiðslustúlkunaumvöfflustöng. „Ha,
hvað viltu,“ spurði hún. Égendurtók og
benti um leið. „Ó, þú meinar staur“
sagði hún. Það var ekki nóg með að það
væri búið að breyta íslensku peningunum
heldur líka nöfnunum á sælgætinu. Mig
langaði líka í hríspoka en þorði ekki fyrir
mitt litla líf að spyrja, því ef til vill héti
hrís kornflekskúiur eða eitthvað álíka.
Ég benti bara og bað um einn poka af
þessu. Ég var samt betur stödd en synir
mínir sem báðu alltaf um fimm af öllu því
sem þeir keyptu sér gott í munn. „Af
hverju þurfið þið alltaf að kaupa svona
mikið af öllu?“ spurði ég þá. Þeir sögðust
alltaf ruglast í þessu einn lakkrís, tvær
kúlur þrjú súkkulaði — en fimm er og
væri nú alltaf bara fimm.
Framhald í næsta blaöi
GENGISSKRANING
Nr. 174 13. september 1991
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala Gengi
Dollari 59,89000 60,05000 61,67000
Sterlp. 103,53500 103,81100 103,35000
Kan. dollari 52.67600 52,82700 54,02800
Dönsk kr. 9,17080 9,19530 9,11270
Norsk kr. 9.04140 9.06550 8.99440
Sænsk kr. 9,72870 9,75470 9,68890
Fi. mark 14,49590 14.53470 14,42070
Fr. franki 10,40300 10,43080 10,34730
Belg. franki 1,71780 1,72240 1,70740
Sv. franki 40.38440 40,49220 40,38640
Holl. gyllini 31,40620 31.49010 31,17720
Þýskt mark 35,40230 35,49680 35,1 1260
ít. líra 0,04729 0,04741 0,04711
Austurr. sch. 5,03040 5,04390 4,98950
Port. escudo 0.41200 0,41310 0,41050
Sp. peseti 0,56430 0,56580 0,56460
Jap. jen 0,44621 0,44740 0,44997
írskt pund 94,55100 94,80400 93,89300
SDR (Sérst.) 81,21260 81,42960 82,15990
ECU, evr.m. 72,52980 72,72360 72,19400
Tollgengi fyrir september er sölugengi 28. ágúst. Sjálf-
virkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
ICELfiNDIC EXERCISE
The Man From Snæfellsnes A 2 Hour CBC Radio “Stereo Drama”
Written by: W.D. Valgardi 5on
FM Radio: Sunday, October 6th, Part: Sunday, October I3th, Part 1- 7:05 p.m. 2- 7:05 p.m.
AM Radio: Sunday, October 13th, Part Sunday, October 2Öth, Part 1 -1:05 p.m. 2 -1:05 p.m.
Canada is a land of immígrants forced to conf ront memories of his
and, yet, in public policy, in educa- upbringing in New Iceland, Mani-
tion, in social programs, the realities toba. Here, in of ímmigration are largely jgnored. In iandic immigrs W.D. VaJgardson’s drama The Man with the quest: From Snæfeilsnes, the author ex- Icelandic, not r\ln r<->c tTir> moaníno í rr» rvi, the heartland of Ice- ttion, he has struggled ion of who he is. Not Canadian, according -iuí™ tj:,.r ~:i„:,i„„
tu mouy öiutum íUUL öguc lUCU- Although the central character, Axel tity is tested by an invitation to retum Borgfjord, is a member of the Icelan- to the land of his forefathers. dic-Canadian community, his strug- The second act begins with Axel in gle to come to terms with his identity Iceland. He brings with him all re-
avjlu ^uiuauuuo axici xua tuiccoiui o bCuUIlClUb, all Ulc oliKcr^ali UlCrCjvC" left Icelandfor Canada is a struggle to tion, all the love, which has been
I which immigrants from all ethníc passed down the generations. He 1
1 groups can reiate. The first act deals meets Fjóla, an icelandic woman 1
with the effects of an unexpected whose job it ; invitation to retum, as an honoured Repeatedly, ht euest to Iceland This is not the same /mH nr<>«p ís to act as a guide. : must confront both nt Pnrl fin/1 ca*yiú tirílTr
*v*,*M*lM' *iiy i uíV/ Ouiiiv/ fJdöv CUIU UlCuC. as having a winning ticket for a cruise of reconciiing t or a trip ío Hawaii. The invitation Icelandic Luth ill dllu linu bOmc Wdy hem.Thevaluesofhis eran heritage and his
unearths family and commimity con- pagan Viking 1 flicts ofloyalty, identity, rejection and nored, spríng t betrayal which he must now resolve. between them in the first act of The Man From resolution. Snæfellsnes, Axel Borgfj ord has been Submittcd by íeritage, both long ig- o life and the struggle leads to a surprising r Bob Ásgeirsson
efe/ir- óf/s’éa (7. /f&féér-s’S’o/t
'ýú mm 49 vrn tmnx5 mvm,}
mWMONAMW
mviGViM/
5ex-
06 *>jö vyRM? m
fXVÁiu m
UOáúOtfJONtM
/V49 Wt) \W-
vf/rrw
1) Vou must be quite hardened, Ms. criminal woman, since they make you break
rocks....Got seven years in sixty seven for smashinq windows usinq policemen.
, 'tiv V4 tftro
L'ÖN&ti
2) But then you have served long ago!
3) That ís exactly what l'm always tryíng
4) to slam ínto their heads!