Lögberg-Heimskringla - 11.09.1992, Side 8
8 • LSgberg-Heimskringla • Föstudagur 11. september 1992
Innsetningarávarp forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, í Alþingishúsinu:
Auðlindir eru ekki einungis í djúpi hafs
og víðáttu lands
Hér fer á eftir ávarp forseta
íslands, frú Vigdísar Finnboga-
dóttur, eftir að hún hafði verið
sett inn í embætti fjórða sinni:
Góðir íslendingar.
in dýrmætasta gjöf sem hægt
er að hljóta er traust þjóðar.
Sá sem þiggur á að vera í senn
auðmjúkur og þakklátur og honum
ber að eiga þá ósk heitasta að geta
endurgoldið slíka gjöf. Mér hefur nú
verið færð sú gjöf í fjórða sinn og bið
forsjónina um styrk til að endurgjalda
hana eftir mætti.
Hver örfleyg stund er áður en varir
horfin í tímanna safn. Þegar skyggnst
er fram á við virðist eitt ár óralangur
tími. Sé litið um öxl er sem árin hafi
flogið hjá á ógnarhraða, - inn í
tímann, sem aldrei lætur á sér standa.
Tímann sem ögrar til afreka því hann
endist skammt og hegnir án miskun-
nar fyrir hangs og tómlæti.
Við erum ein þjóð, íslendingar, -
ein fjölskylda. Til þess finnum við á
stundum sorgar og gleði; annars vegar
er eitthvað bjátar á, hins vegar á
dögum sigra og velgengni.
Fjölmörgum hefur okkur verið falið
að fara með umboð þjóðarinnar í
margvíslegum málefnum er varða
hana miklu. Og skylda okkar hlýtur
það ætið að vera að líta framhjá
einkahagsmunum, en gæta að
hagsmunum heildarinnar, - íslendin-
ga sem þjóðar. Starf okkar er þó til
lítils ef sérhver þegn þessa lands leg-
gur ekki sitt af mörkum til þess að
þjóðinni þoki fram á við. Það sem við
hvert og eitt gerum í þágu heildarin-
nar kemur okkur sjálfum að gagni.
Við íslendingar erum frjáls þjóð í
góðu landi. Sú kynslóð sem nú vex úr
grasi telur frelsið sjálft jafn sjálfsagt
og loftið sem við öndum að okkur.
Frelsisbarátta þjóða í heimshluta
okkar hefur engu að síður minnt alla
á að ekkert sem íslensk þjóð hefur
öðlast er sjálfgefið né heldur víst að
við höfum það í hendi er fram líða
stundir. Enginn veit á hvem veg forla-
gahjól okkar snýst né hvemig okkur
vegnar á þjóðliífsins braut.
íslenskt lýðveldi hefur aðeins lifað
tæpa hálfa öld. Mælt á kvarða
heimssögunnar er það því eins og
kornabarn. Það þarf alúð og aðgát.
Það þarf stoð og það þarf styrk. Að
því þarf að hlynna af dómgreind og
styðja það af ástúð. Það er fjöregg
okkar.
Til þess að varðveita þetta fjöregg
er okkur falin sú skylda að kenna
sem best þeirri kynslóð sem mun erfa
landið. Sem siðmenntarðri þjóð ber
okkur þar að leggja áherslu á
varðveislu og vemdun umhverfis og
virðingu og verndun umhverfis og
virðingu og rækt við sögu og men-
ningu. Á okkar tímum, þegar fjar-
lægðir nálgast fyrir tilverknað margs
konar tækni, og erlendar tungur
ferðast skilríkjalaust yfir landamæri
og álfur, verður það keppikefli
sérhverrar sjálfstæðrar þjóðar að
varðveita og hlúa að móðurmáli sínu
og menningu. Menntun bama okkar
og þroska má aldrei fórna fyrir
hagsmni hraðfleygrar stundar. Þeirra
er framtíðin, þeirra vegna eigum við í
amstri dagsins og þeirra vegna ber
okkur að ávaxta menningu hugar og
handa.
Við erum á það minnt nú, þegar
afla brestur, hversu djúptæk áhrif
sveiflur í náttúrunni hafa á líf
íslendinga og hve vandamikið reynist
að taka ákvarðanir um nýtingu
auðlinda okkar. En auðlindir eru
ekki einungis í djúpi hafs og víðáttum
lands. Fá verðmæti munu skipta jafn
miklum sköpum þegar fram líða
stundir og mannvit okkar, menntun
og kunnátta.
Framhald í næsta blaði
Bakkabræður
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Með myndum eftirEggert Guðmundsson.
Brúnka
Eftir þetta héldu þeir bræður til
lands, bjuggu um lík karls og bundu
það upp á brúna meri, sem hann átti,
ráku hana síðan af stað og létu hana
ráða hvert hún færi, því að þeir sögðu,
að hún Brúnka gamla myndi rata.
Seinna fundu þeir Brúnku berba-
kaða og bandlausa í högum sínum og
vissu þá, að hún hafði ratað, en ekki
skyggndust þeir neitt eftir því, hvað
hún hefði gert af karlinum.
Þeir bræður bjuggu nú eftir föður
sinn á Bakka og voru kenndir við
bæinn og kallaðir ýmist Bakkabræður
eða Bakkaflón. Þeir erfðu Brúnku eftir
karlinn og létu sér mjög annt um
hana.
Fráfall Guðmundar gamla stúdents
Hálfstolið og hálffrjálst
Gamlárskveldið var indælt
vetrarkveld, veðrið notalegt eins og
vorblíða, en andrúmsloftið léttara og
hreinna; andvarinn frá jöklinum lék
um mann eins og fjörgandi ylur,
manni jafnvel fannst, að snjórinn
sjálfur myndi hlýr og voðfelldur eins
og mjúk og hrein dúnsæng. Birta
tungls og stjarna var mildari en
nokkurt sólskin, þó hún væri ekki
eins skær. Hálfþíður úthaginn blasti
við manni, snivinn eða auður, eins og
jólahlákan hefði gert hann að trygg-
um sáttmála milli sumar-sólbruna og
vetrarharðinda.
Gamlárskveldið var bjart og blítt.
Framhalds
Stephan G. Stephansson var fæddur árið 1853 að Kirkjuhóli í
Skagafírði. Hann flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna árið 1873.
Hann settist fyrst að í Wisconsin fylkinu frá 1874 - 80, en þá flutti hann til
Norður Dakota fylkisins og síðan tii Markeville í Alberta fylkinu í Kanada
árið 1889 og bjó þar til æviloka. Stephan er bezt þekktur fyrir hin snilldar-
legu kvæði sín, en á árunum 1894 -1901 birtust í Heimskringlu uppdrættir
af smásögum eftir hann sem kallast Ar. Hér á eftir og í næstu eintökum
Lögbergs-Heimskringlu mun birtast ein af þessum sögum, bæði á íslenzku
og í enskri þýðingu, Guðmundur gamli stúdent. íslenzki textinn er tekin úr
bókinni “Bréf og ritgerðir”, Reykjavík 1948, tekin saman af Þorkatli
Jóhannssyni. Enska þýðingin er tekin úr bókinni "Westem leelandic Short
Stories” (þýðingar gerðu Kirsten Wolf & Árný Hjaltadóttir), með
góðfúslegu leyfí útgefandans, Universify of Manitoba Press.
Stephan G. Stephansson was born in 1853 at Kirkjuhóll, Skagafírði. He
moved with his parents to the Uníted States in 1873. He settled first in
Wisconsin from 1874 - 80, but then he moved to North Dakota and later
in 1889 to Markeville, Alberta, Canada where he lived for the rest of his
life. Stephan is best known for his ingenious poems, but between 1894 -
1901 a few sketches which he called Ar (Motes in a Sunbeam) appeared in
Heimskringla. One of these short stories called “The Death of Old
Guðmundur the Student” will appear both in Icelandic and in Engiish
translation, in the next few issues of Lögberg-Heimskringla. The Icelandic
text is taken from the book “Bréf og Ritgerðir”, Reykjavík 1948, compiled
by Þorkell Jóhannsson. The Englísh translation is taken from the book
”Westem Icelandic Short Stories”, (translated by Kírsten Wolf & Ámý
Hjaltadóttir), the courtesy of the University of Manitoba Press.
Hefði maður átt að velja um það og
fegursta sumardaginn, sem maður
mundi eftir, og ekki getað hreppt
nema annað hvort, myndi maður
helzt hafa dregið um þau blindandi.
Enginn veðumæmur mannshugur gat
gert mun þeirra öðmvísi.
Séra Hákon fann það líka á sér;
hann var hress og léttur í spori, þó
hann væri orðinn hálfsjötugur.
Bæjarleiðin frá Garði ofan að Gerði
var örstutt, enda óaði honum ekki
við henni, þó nótt væri komin og
hann einn saman. Hann þurfti heldur
ekki að prédika í Garðskirkju að
morgni. Sveinbjörn, aðstoðari hans,
átti að gera það; því var hann líka
feginn, uppgefínn og úttæmdur eins
og hann var, á fjörutíu ára
prédikunum, öllum um sama efni.
Jafnvel meðalskynsemi fellst á, að
það myndi vera þreytandi að kveða
sömu vísuna alla ævi, ef ekkert mætti
skipta um nema róminn, þó maður
tryði, að hún væri. allra vísna falleg-
ust.
Framhald í næsta blaði
The Death of Old Guðmundur the Student:
Half-stolen and Half-created
New Year’s Eve was a delightful
winter evening. The weather was as
pleasant as a mild spring, but the
atmosphere lighter and cleaner. The
breeze from the glacier played
around one with vitalizing warmth,
and one even had the feeling that the
snow itself would be warm and soft
like a soft, clean, downy quilt. The
light from the moon and the stars
was milder than any sunshine, and
not as bright. The half-thawed pas-
ture opened before one’s eyes, cov-
ered with snow in some spots and
clear of it in others, as if the
Christmas thaw had made it into a
trusty covenant between summer-
suntan and winter severity.
New Year’s Eve was bright and
mild. If one had to choose between
this evening and the most beautiful
summer day one could remember,
and one could only have one of
them, one would have to draw straws
for them. No human mind, having a
keen sense for weather changes,
could decide between than any other
way.
Reverend Hákon also felt it in his
bones. He was in good spirits and
light-of-foot, though he was by now
sixfy-five. The distance between the
farms, Garður and Gerði, was very
short, and he didn’t mind it, even
though night had fallen and he was
alone. He didn’t have to preach in
the church at Garður in the moming.
Sveinbjörn, his assistant, was to do
that. Consequently, he was relieved,
exhausted and depleted as he was
from forty years of preaching, all
about the same subject matter. Even
a man of average intelligence will
agree that it must be tiresome to
recite the same verse for a whole life-
time, even though it be the most
beautiful of all verses, if nothing
could be changed but the voice.
Continued next week