Lögberg-Heimskringla - 13.11.1992, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 13.11.1992, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 13. nóvember 1992 Reka fslenska fiskverkunarstöð og fiskbúð í hjarta Lúxemborgar EKKI langt frá flugvellinum í Lúxemborg er fiskbúð og það sem einkennir hana frá öðrum fiskbúðum I Lúxemborg er að nafnið FISKBÚÐ stendur á húsinu stórum stöf- um, á íslensku og þar er hægt að kaupa íslenskan fisk í matinn, þorskalýsi og Ora- baunir ef þannig stendur á. Þetta er alvöru íslensk fiskbúð, um það ber ilmurinn líka vitni þegar inn er komið og þeir landar sem leið eiga um þetta svæði og eru komnir með snert af heimþrá ættu endilega að reka inn nefið. .Eigandinn heitir Páll Axelsson sem eftir að hafa búið í Keflavík í 54 ár hleypti heimdraganum og fluttist til Lúxemborgar. Auk fískbúðarinnar rekur hann ásamt eigin- konu sinni, Dagnýju Hermannsdóttur, físk- verkunarstöðina Arctic Fish. „Það hafði blundað með mér í nokkum tíma að breyta til og þegar við hjónin vorum hér á ferðalagi fyrir nokkrum árum líkaði okkur vel við staðinn og fannst samfélagið mátulega stórt í sniðum til að setjast að,“ segir Páll. Hann rak húsgagnaverslunina Útskála í Reykjavík og Keflavík og var um árabil með útgerð og fiskverkun frá Kefla- vík. „Ég hafði töluverða reynslu af því að flytja físk að heiman með beinu flugi og við ákváðum þvPað halda okkur við það og,sett- um á stofn þetta fyrirtæki héma, Arctic físh.“ - Páll segir Lúxemborg líka hafa orðið fyrir valinu því landið er miðsvæðis og flugsam- göngur góðar frá íslandi. „Okkur líður ákaf- lega vel héma og ég vona að við getum eytt þeim starfsámm sem við eigum eftir héma.“ Þau koma samt heim reglulega, bæðí í viðskiptaerindum og svo era líka böm og bamaböm heima á íslandi. Páll segir að það sé mun auðveldara að standa að atvinnurekstri í Lúxemborg en heima. „ísland er besta land í heimi, en landinu er illa stjómað. Rekstrarskilyrði era með ólíkum hætti hér í Luxemburg og á íslandi. Sjóðir og fyrirgreiðsla úr þeim þekkist ekki hér og sé mönnum á annað borð tekið í banka sér viðkomandi við- skiptabanki um alla peningalega fyrir- greiðslu hvort sem er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki." Hann tekur líka fram að tekju- og eignaskatt- ur sé verulega lægri en þekkist á íslandi. Páll og Dagný era með 6-10 manns í vinnu í fiskverkunar- stöðinni og um rekstur fískbúð- arinnar sér franskur matreiðslumeistari sem býr til hina gimilegustu fískrétti í fiskborð- ið. Þar er því bæði hægt að fá keyptan físk í soðið og tilbúna rétti beint í ofninn eða á pönnuna. Páll verslar við ýmis fyrirtæki á Islandi og selur meðal annars lýsi, Ora-nið- ursuðuvörar og reyktan og grafínn lax. „í fískverkunarstöðinni fáum við fískinn með beinu flugi, umpökkum hann og ísum. Páll Axelsson og Dagný Hermannsdóttir. Fiskbúðin í Lúxemborg. Það sem af er árínu hefur Páll keypt á fjórða hundrað tonn af físki frá íslandi, en hann kaupir einnig físk frá öðrum löndum. Nokkuð hefur verið um flökun fyrir fasta aðila og eitthvað er saltað á hveiju ári.“ Páll segir síðan fískinn seldan til ýmissa landa, Lúxemborgar, Spánar, Belgíu, Þýska- lands, Frakklands og víðar. Viðskiptin hafa undanfarið aukist mikið við Belga og Þjóð- veija og það sem af er árinu hefur Páll flútt inn á fjórða hundrað tonn af fiski frá ís- landi en hann kaupir líka fískinn annars stað- ar frá eins og Suður-Afríku og Kanada. Hvað kostar síðan kílóið af ýsuflökum í fískbúðinni hans í Lúxemborg? „Fyrir fáeinum áram var fískur fæða fá- tæka mannsins héma en í dag er þessu öfugt farið og fískur er dýr. Þorskur og karfí selj- ast best í fískbúðinni og kílóið út úr búðinni hjá mér er um 390 frankar eða sem samsvar- ar á áttunda hundrað krónum." ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir lcelandic Content We came across this article in Morgunblaðið from October 23rd. Iast. The article tclls of the business venture of husband and wife, Páll Axelsson and Dagný Hermannsdóttir from Keflavík. They moved to Luxemburg not to long ago and operate a fish store and fish processing plant therc for markets in Luxemburg, Spain, Belgium, Germany, Francc and elsewheré in Europe. Over the doors of their store is written FISKBÚÐ in a true Icelandic fashion, attracting attention by all not least the number of Icelanders who live there. The owners are very pleased with the way the opera- tion is going, claiming that operating a business in Luxemburg is made easier by lower taxes and banks helpful hands in making all transactions smooth. Búgir

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.