Lögberg-Heimskringla - 28.04.1995, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 28.04.1995, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 28. apríl 1995 Fi5lan og byssan Jón Sen er fæddur á eyjunni Amoy í Iíína og ólst þar upp til þrettán ára aldurs. Faðir hans Kwei Ting Sen var þar háskólaprófessor. Kona hans og móðir Jóns var Oddný Erlendsdóttir frá Breiðaból- stöðum á Alftanesi. Hún tók sig upp haustið 1909 og hélt til Skotlands til móts við sérken- nileg örlög sín. Hún starfaði sem bókari í Leith en fékk jafnframt leyfi til þess að stun- da nám við háskólann í Edinborg meðfram starfí sínu. Þar kynntist hún Kwei Ting Sen. Þau giftu sig árið 1917 og eignuðust fljótlega son sem Erlendur hét. Árið 1922 fluttu þau með drenginn sinn til Kína. Skömmu eftir komuna þangað beit óður hundur Erlend litla og tókst ekki að bjarga lífi hans. Árið 1924 fæddist Sen-hjó- nunum annar sonur sem þau gáfu nafnið Jón. Fjórum árum seinna eignuðust þau svo dót- tur sem Signý heitir og er Iögfræðingur að mennt. “Við vorum allvel efnum búin, áttum stórt hús og mamma hafði margt þjónustufólk,” segir Jón þegar talið berst að lífi þeirra í Kína. Það er fjarskalega fallegt í Amoy og loftslagið milt og yndislegt. “Pabbi hafði verið rektor háskólans í Amoy um tíma og fékk síðan starf í Shanghai. Líf okkar leið rólega fram þar til dag einn að það fréttist að Japanir hefðu gert innrás í Kína, það var árið 1937. Þeir byrjuðu á að taka allar hafnar- borgir en við fréttum að þeir kæmu senn til Amoy. Pabbi sagði okkur að taka allt dót sem hægt væri og pakka því niður og stinga af meðan hægt væri. Mamma pakkaði niður en var að öðru leyti ekki búin að gera neinar rástafanir hvemig við ættum að komast burtu þegar stórt fraktskip kom til Amoy. Svo merkilega vildi til að norsk kona sem var farþegi með þessu yfirfulla slcipi var svo sjóveik að hún treysti sér ekki til að halda ferð sinni áfram. Mamma fékk hennar pláss og gat haft okkur hjá sér. Við fórum með skipinu til Hong Kong. Þaðan komust við með japönsku skipi á brott. Það blessaðist þótt við værum öll með kínversk vegabréf. Við þræddum strön- dina og fórum gegnum Súez- skurðinn yfir Miðjarðarhafið og léttum eldd ferðinni fyrr en í London. Þetta var löng og mikil feð en ég var ekki sjóveikur, þetta var stórt sldp, byggt sem skemmtiferðaskip. En eitt leiðir af öru í þessu lífi. Niðurstaða margvíslegra atburða varð sú að við komum aldrei aftur til Kína. Pabbi og mamma hittust aldrei framar þau þrettán ár sem þau voru eftir þetta í hjónabandi. Eftir að Japanir drógu sig í hlé hófst gangan milda með Maó í fararbroddi. Svo var það heimstyrjöldin. Kína varð lokað land. Það var varla hægt að skrifa þangað bréf, þau voru öll tekin og lesin og komust sum aldrei á áfanga- stað. Þegar borgarstyrjöldin í Kína var loks á enda, og nýja stjómin komst til valda og var viðurkennd barst okkur sú fregn að pabbi væri látinn, það var árið 1952. Ég hafði mjög gaman af að koma til íslands. En fljótlega fór mér þó að leiðast loftsla- gið. Ég man að fyrsta veturinn fraus Skerjafjörðurinn alveg. Auðvitað söknuðum við Kína og gerum enn. Mig langaði alltaf þangað út aftur. Amoy er á 23. gráðu breiddar og þess vegna sést hvergi skuggi á sumrin þegar sól er hæst á lofti, það liðu aðeins fimm mínótur frá því birtu fór að bregða og þar til komið var kolsvart myrkur. The Violin and the Gun: Jón Sen was bom on the island of Amoy in China and lived there until the age of 13. His father Kwei Ting Sen was a university professor there. His wife and Jón’s mother was Oddný Erlendsdóttir from Breiðabólstaður at Álftanes. In 1909 she went to Scotland and there she met her destiny. She worked as a librarian in Leith, and took some courses at the University of Edinbourg along with her work. There she met Kwei Ting Sen. They were married in 1917 and soon had a son whom they named Erlendur. In 1922 they moved to China with the boy. Shortly after arriving there Erlendur was bitten by a mad dog, and his life could not be saved. In 1924 the Sen’s had another boy whom they named Jón. Four years later they had a daughter, named Signý; she is a lawyer by edu- cation. “We were fairly well off, had a large house and mother had many servants”. It is very beautiful in Amoy and the climate is mild and won- derful. “Father had been a rec- tor at the university in Amoy for a while and later got a position in Shanghai. Life was rather uneventful until one day the news arrived that the Japanese had invaded China; that was in 1937. They began to occupy the cities along the coast and we heard that they F. V. Karl Zeise, Jón Sen, George Humphrey og Björn Ólafsson. would soon come to Amoy. Father advised us to take what we could and get out of there. Mother began packing, but had not made any plans on how to get away, when a large freighter arrived in Amoy. As luck would have it a Norwegian woman who was a passenger on this over-crowd- ed ship was so sea-sick that she was unable to continue the voyage. Mother got her place and was able to take us children with her. We sailed to Hong Kong. There we got onto .a Japanese ship, even though we only had Chinese passports. We sailed along the coast and through the Suez-canal, crossed the Mediterranian and did not stop until we arrived in London, England. This was a long trip, but I was not sea- sick. It was a big ship, built as a cruise ship. But one thing follows another in this life. The out- come was that we never went back to China. Father and mother never met again in the thirteen years that remained of their marriage. After the Japanese left, the long march with Mao began. The World- War followed. China was a closed country. You could hardly write a letter, they were all opened and read and some never got to their destination. When the civil war finally ended in China and the new party was in power, we received news that father had died - that was in 1952. I was happy to come to Iceland, but I soon tired of the climate. I remember during the first winter the Skerjafjörður froze solid. Of course we were homesick for China and we still are. I always wanted to go back there. Amoy is at the 23. degree latitude and there are no shadows to be seen in summer when the sun is high in the sky, and only five min- utes passed from dusk until it was pitch black. To be continued. Translated by Gunnur Isfeld Landsbókasafn íslands & Háskólabókasafn The National Library of lceland The University Library We have now merged as a new institution in a new building. Our new name and address are: Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn The National and University Library of lceland Arngrímsgötu 3, IS-107 Reykjavík, Tel. (354) 563 5600, Fax: (354) 563 5615. E-Mail; lbs@bok.hi.is National Librarian: Einar Sigurðsson The new library assumes all duties and obligations of the original libraries and all mailing lists should be changed accordingly. Lögberg-Heimskringla er eina blaðiö í Norður-Ameríku sem ritað er bæði á íslensku og ensku máli. Slyðjið blaðið með því að gerast áskrifendur eða að endurnýja áskriftina. Um leið slyðjið þið íslensk þjóðernismál í Norður-Ameríku. MorgunblaOiö

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.