Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 18.10.1996, Qupperneq 8

Lögberg-Heimskringla - 18.10.1996, Qupperneq 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 18, október 1996 Baldýrað, saumað og kniplað I Hornstofunni við Laufásveg Gudbjörg Inga Hrafnsdóttir að knipla. Við hlid hennar stendur Asrún Ágústsdóttir og fylgist með. Gudrún Einarsdóttir baldýrar á svartan flauelsborða, sem festur er á upphultinn. Á dögunum var sýning á isiendskum Þjóðbúningum i Hornstofunni við Laufásveg. Síðastliðinn vetur og í sumar hefur verið staðið fyrir kynningu á handverki og handverksfólki víðs vegar af landinu, í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags íslands í Reykjavík. Sex daga sýning var haldin á íslenskum þjóðbúningum og gerð ýmissa hluta sem fylgja þeim, eins og til dæmis kniplingum og baldýruðum upphlutsborðum. Blaðamaður Daglegs lífs var einn fjölmargra gesta til að líta við á sýningunni og ræða við þær konur sem þar sýndu iðju sína. Tilgangurinn var að kynnast handverki þeirra og fræðast eilitið meir um þjóðbúninga íslenskra kvenna. Ekki er setið auðum höndum í Hornstofunni þegar blaðamann ber að garði. Tvær konur eru niðursokknar við að knipla og daldýra á meðan nokkrar standa innar í stofunni og sýna gestum hvernig laga og bæta megi gamlan upphlut. Nú á dögum eru notaðar fjórar gerðir af íslenskum þjóðbúningum kvenna og nefnast þeir búningar: upphlutur, peysuföt, skautbúningur og kyrtill. Þremur hinna fyrst nefndu svipar til þeirra búninga sem íslenskar konur notuðu fyrr á öldum, en kyrtillinn var hins vegar hannaður af Sigurði Guðmundssyni, málara, árið 1870 og hafði hann miðaldakyrtil kvenna sem fyrirmynd. Upphlutur er nú vinsælastur íslenskra þjóðbúninga og dregur nafn sitt af ermalausa og reimaða bolnum, Peysufötin draga hins vegar nafn sitt af svartri nærskorinni og langerma peysu. Pilsin á þessum tveimur búningum eru eins, en þau eru úr svörtu ullarefni eða satíni og ná niður fyrir ökkla. Þá dregur skautbúningurinn nafn sitt af höfuðbúnaðinum, skautinu, sem við hann er borinn. Ein handverkskvennanna á sýn- ingunni er Guðbjörg Inga Hrafnsdóttir, en hún fæst við það að knipla kniplinga á íslenska þjóðbúninga bæði fyrir börn og fullorðna. Aftan á upphlutunum eru bak og axlaleggingar sem kallast kniplingar og eru þeir oftast kniplaðir úr gylltum eða silfruðum vírþráðum. Guðbjörg kann að knipla sex mismunandi mynstur, sem hún hefur lært af Önnu Sigurðardóttur, kniplkennara hjá Heimilisiðnað- arskólanum. Anna hefur aftur á móti fengið mynstrin frá gömlum þjóð- bóningum á þjóðminjasafninu. Það að knipla er mikið nákvæmnisverk og tekur langan tíma. Það getur til dæmis tekið tíu tíma að knipla kniplinga fyrir einn þjóðbúning. Á næsta borði við Guðbjörgu situr Guðrún Einarsdóttir við vinnu sína, en hún er að baldýra upphlutsborða. “Framan á upphlutunum eru svartir flauelsborðar með gylltri eða silfurlitaðri baldýringu, en það er einmitt sá hluti þjóðbúningsins sem ég er að vinna í,” segir Guðrún. “Stundum er þó sett víravirki eða annað borðaskraut smíðað úr silfri á flauelsborðann í stað þess að hafa baldýringu.” Guðrún segir að baldýring sé ekkert annað en þolinmæðisvinna og æfing. “Það hefur ekki verið vanda- laust fyrir konurnar í gamla daga að baldýra áður en rafmagnsljós kom til sögunnar,” segir hún ennfremur. Guðrún álítur að mikilvægt sé að týna ekki niður þeirri list að bladýra, því það hafi fylgt upphlutnum og skautbúningnum alla tíð. “Alls konar mynstur eru til af bladýringu, en þó verður að fylgja ákveðinni hefð í þeim efnum,” segir hún ennfremur. Konurnarí Hornstofunni segja að mikið hafi verið um það að fólk hafi grafið upp úr hirslum sínum gamla upphluti, skotthúfur eða aðra fylgihluti þjö ðbúninganna og komið með á sýninguna. “En markmið okkar er einmitt að veita fólki upplýsingar og ráðgjöf um það hvernig eigi að endurnýja gamla þjóðbúninga eða sauma nýja,” segja þær og sitja greinilega ekki við orðin tóm, því í enda Hornstofunnar er Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari hjá Heimilisiðnaðarskólanum, að sýna tveimur konum hvernig þær geti snyrt skúf á gamalli skotthúfu. Guðbjörg og Guðrún benda á að sífellt sé að verða vinsælla meðal íslenskra kvenna að klæðast þjóð- búningnum við hátíðleg tækifæri. Ekki aðeins við söguleg tímamót eins og til dæmis lýðveldisafmæi íslands, heldur einnig við fermingar eða við brautskráningar úr skólum. Þær segja einnig að mikilvægt sé að fólk varðveti þá hluti sem fylgt hafa gömlum þjóðbúningum, því aldrei sé að vita nema hægt sé’að nota þá á nýjan búning. Með þau orð í huga kveður blaðamaður konurnar í Hornstof- unnni, og er jafnframt staðráðinn í því að kanna nánar hirslur formæð- ranna. Því hver veit nema þar leynist gömul baldýring, skotthúfa eða upphlutur! □

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.