Lögberg-Heimskringla - 24.01.1997, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 24.01.1997, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 24, januar 1997 Búmenn sem bjarga sér Helgi er dverghagur hœði á járn og tré. Nýjasta smíði Helga er handsög til að saga timhur, kjöt og jleira. s bænum Vestri- Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi hafa tækni og þægindi nútímans ekki verið látin sigla hjá. Þar búa bræðurnir Helgi og Jón Ivarssynir félagsbúi með kýr, hesta og fleira. Þó báðir séu komnir yfir sjötugt eru þeir sívakandi fyrir tækninýjungum og öllu sem tengist búskapnum. Meðalholtsbræður eru miklir búmenn og ávallt sjálfum sér nógir um flesta hluti enda oft hugsað meira um vit en strit á þeim bænum. Helgi er líklega einn af þeim er teljast dverghagir bæði á járn og tré. “Það hefur margt verið baukað og mismerkilegt,” sagði Helgi af sunn- lenskri hógværð í spjalli nýlega. Fyrir daga rafmagns fannst honum lýjandi til lengdar að handdæla vatni úr brunni inni í fjósið. “Við útbjuggum því vindmyllu sem var tengd handdælunni og dældi hún vatni í tunnu sem var höfð uppí rjálfri fjóssins. Þetta gekk nokkuð vel og jafnvel svo að tunnan var stundum barmafull og flæddi úr henni þegar komið var í fjósið,” sagði Helgi og kímdi. Hins vegar kvað hann þetta lítið hafa gagnastí logni. Það þurfti öfluga standborvél á járn og tré og þá var hún bara smíðuð. “Það er nú ekki falleg smíð en hún hefur gert sitt gagn og verið mikið notuð,” sagði Helgi. Þeir bræður heyja allt í rúllur. Rúllurnar geta vegið 500 kíló og stundum meira. Til að létta gjöfina í fjósinu handa nautgripunum útbjó Helgi spil til að draga til rúllur í hlö ðunni og á fóðurgangi. Þar var litlu til kostað. Grindin smíðuð úr vinkiljárni. Mótorinn úr heydreyfikerfi og vírinn á spilinu úr flórsköfu í fjósinu. I útihúsunum má sjá sterklegar lamir og lokur á hurðum, hvorttveggja ættað úr smiðju Helga. Nýjasta smíðin hjá Helga er bandsög til að saga timbur, kjöt og fleira. Sagarblaðið snyst á tveim bílfelgum. Þó Helgi sé með hálfgerða tækjadellu fyrir því nýjasta er hinu gamla sómi sýndur. Deutz-dráttarvél afárgerðinni 1955,11 hestafla og eins strokks, er vel gangfær inni i skemmu. Hún er enn með sláttugreiðuna og er enn notuð á sumrin til að slá kringum útihúsin og bæinn. Þeir Helgi og Jón eru ekkert einsdami. En líklega eru þeir and- stæðan við einbúana sem stundum er spjallað við í fjölmiðlum, sáttir ennþá við gamla tímann í verklagi og hugsanagangi. Meðalholtsbræður virðast jafnvígtir í hvort tveggja. □ Self-suffieient Farmers Modem technology and the convenience it brings has been welcomed on the Meðalholt farm at Gaulverjabæjar District. The brothers Helgi og Jón ívarssons live and farm there with cows, horses, etc. Although both are past 70 their minds are open to new inventions in farm technology. The brothers are excellent farmers and self-sufficient in most ways and their mind works as hard as the body. Helgi is one of those who can be considered “skillful as a dwarf.” “We have tinkered with many things, some worthy, others not,” said Helgi with humility in a recent interview with Morgunblaðið. Before the time of electricity he found it tiring to hand- pump water from a well into the cow- shed. “We then made a wind-powered pump which pumped water into a barrel up at the rafters in the cow-shed. This worked fairly well even to the extent that the barrel overflowed when we entered the shed,” Helgi said with a smile. “However, the pump was useless in calm weather. We needed a powerful wood and metal drill which we then made. It is not a beauty but it has been useful,” said Helgi. The brothers bind their hay into rolls, each weighing 500 kg.or more. In order to make feeding in the cow- stable easier, Helgi made a winch to pull the rolls. It was not expensive; the frame was made from steel bars, the motor taken from a hay blower and the wire taken from a manure rake. Doors on sheds and storehouses have strong hinges and closures, all made in Helgi’s smithy. Helgi’s newest creation is a timber and metal saw. The blade tums on two car rims. Helgi is a bit fascinated with modem machines, but he has respect for the old as well. A one cylinder, 11 horse power Deutz-tractor, model 1955, is still in good condition in the machine shed. It has got the same old swather attached ti it and is used every summer to mow the grass around the sheds and the farm. The Meðalholts brothers are not content to get left behind in the old times, rather they adopt the new as well. □ Translated by Gunnur Isfeld Manitoba Speci al Olympics Almost 1,400 athletes, 1,300 volunteers and 500 coaches make "Special O" a success 365 days a year! VVk?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.