Lögberg-Heimskringla - 22.05.1998, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 22.05.1998, Blaðsíða 7
Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 22, mai 1998 • 7 A 19th Century New Icelander writes home... Continued from the last issue... Ég hvarf frá lífinu á Mamtoban, svo hét skipið okkar frá Glasgow og til Québec. Við tókum land í Québec 25. sama mánuð, þaðan fórum við a damp- vögnum til Toronto, sem er höfuðstaður fylkisins Ontario, sem við eru í. Svo héldum við lengra norður í landið og til þess staðar sem heitir Rosseau. Það er lítill bær, en þó er búið að byggja hús handa vesturförum. í þvi húsi vorum við nokkurn tíma og höfðum frítt húsnæði og frítt fæði í 3 daga. Svo tók pabbi land, 200 ekrur, 5 mílur lengra austur frá Rosseau. Svo fékk hann húsnæði hjá Davíð nokkrum frá Bakkaseli í Þingeyjarsýslu, sem keypti hér Iand með húsi á. Það land liggur að pabba landi á aðra hlið. Svo hefur hann og Ásgeir höggvið talsvert á landi sínu í vetur, og í vor hefur hann í áformi að byggja sér hús sem hann geti dvalið i framvegis. Síðan við komum hér í Davíðs hús hefur aukist einu við tölu okkar systkina það er piltur sem fæddist 8. nóvember sama ár. Hann er nefndur Óli Pétur, það eiga að vera nöfn séra Ólafs Thorbergs og Péturs sáluga á Svertingjastöðum. Mömmu gekk með erfiðara móti, en eftir fæðinguna heilsaðist henni mætavel og hefur verið frísk síðan. Óli litli er mikið stór og efnilegur og hefur verið heilsugóður til þessa. Hann er vel kátur og öllum til ánægju í húsinu. Ekki get ég lýst honum meira fyrir þér, nema hann hefur ljósbrúnt hár sem nær niður á hálsklút svo það gljáir f á silkimjúkan blessaðan kollinn. Eg held máski að Helgu þinni hefði þótt gaman að taka litla frænda ef hún hefði verið nær. Við höfum öll verið nokkurn veginn frísk síðan við komum í þennan nýja Suksctlbe Notol The perfect investment in your lcelandic heritage — your weekly lcelandic Newspaper — 44 issues a year! • □ New □Gift □Ftenew [ □ Manitoba $39.90/year (incl GST & PST) J □ Elsewhere in Canada $37.45/year (incl GST) □ United States $44/year □ lceland $44 US/year □ Donation in addition to subscription (Charitable No. 0582 817-22-21 'Remit in Canadian or U.S. funds.) ■ Name__________________________________ • Address_______________________________ [ City/town_____________________________ J Prov/State______Post/Zip Code_________ ! PhoneNo.______________________________ J Mail cheque or money order to: Lögberg-Heimskringla Inc. 699 Carter Ave., Winnipeg, MB R3M 2C3 [ Tel: (204) 284-5686 Fax: (204) 284-3870 L--------------------------------------- 1 heim, nema hvað sumir hafa fundið nokkuð til magaveiki við fæðisbreyt- inguna við erum hér öll heima núna af því við gátum ekki fengið vistir sem okkur líkuðu. Ég að sönnu hef verið í vist í 11 vikur og fékk 5 dollara um mánuðinn, en ég hafði svo mikið að gjöra að ég ekki gat neytt matar míns fyrir þreytu, og sjaldan hafði ég meira en þriggja tíma svefn á nóttunni. Ég var orðin mjög mögur og fann ég hafði ei heilsu að þræla svo lengur, en gat þá ekki fengið aðra vist en fór svo heim. En ef mér býðst vist þá fer ég á stað aftur. Þetta var á mjög stóru gestgjafahúsi þar sem var milli 20 og 30 heimilisfast og stundum borðuðu nær 40 ferðamenn. En ég var ein að gera allt nema unglingsstelpa sem einungis passaði börnin, sem voru 4 ung, og Mad- ame sjálf, sem komin var að falli. Ekki skuluð þið nú miða vistirnar í Vestur- heimi eftir þessri, því þetta var orðlagt hús fyrir vinnuhörku og einkum fyrir geðvonsku húsmóðurinnar (hún er líka þysk). Nei, hér eru margar visit mikið góðar og aldrei hefi ég haft líkt því eins gott fæði fyrr, eins og ég hafði þar, ef ég hefði getað notið þess. Ingunn hefur nú verið lengi nokkuð í vist og líður bærilega, en ekki veit ég hvort hún verður þar í vetur. Það er nær 30 mílur enskum héðan. Ég er nú búin að rugla talsvert við þig, en þér mun nú þykja það gagnslítið. En ekki get ég lýst kostum og göllum Ameríku fyrir þér, því ekki er ég orðin svo kunnug hér að ég viti svo sem neitt af þeim. Ég vil einungis segja þér hvað væri gott að flytja með þér ef þú kemur. Þú skalt ekki farga miklu af fötum þínum, því hér getur þú brúkað þau, nema lífstykki varðandi pils, því þau eru þung þegar maður er oftast inni í húsum. En aftur er gott að flytja dökkleitt léreftspils eður kjóla, sem hér er mikið tíðkað. Gott er að flytja sem mest af nærfatnaði og sokkafötum, gott er líka að flytja rúmfatnað, því fiður er hér dýrt, eins og líka allt tau og allt léreft. Og allt sem til fata heyrir er hér fremur dýrt. Við söknum margs sem við seldum, en þó einkum smíðatóla pabba. Gott er fyrir pilta að flytja sterk föt til slits í skógunum, og einir vetlingar eru ekki lengi að slitna. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Pastor Ingthor I. Isfeld 10:30 a.m. The Service First Lutheran Church 580 Vlctor St., Winnipeg R3G 1R2 Ph. 772-7444 En ekki get ég skrifað þér meira í þetta sinn, en ég bið þig að segja Soffíu frænku minni það sem þér þykir markverðast og bið hana að fyrirgefa þó ég skrifi henni ekki. Ég hugsa líka að Ingunn geri það. Eins bið ég þig að skrifa Iíðan okkar að Svertingsstöðum því ekki skrifum við þangað og er það samt minnnkunnarvert. Ég bið þig bera ástarkveðju okkar allra til vina vorra og vandamanna og allt mitt fólk yfir höfuð biður ástsamlega að heilsa þér, en ég kveð þig með ósk um alla Guðsblessunar um tíma og eilífð. Þín elskandi ættsystir. Friðrika S. Baldvinsdóttir Continuedfrom the last issue... I left life at Mamtoban, as the ship which took us from Glasgow to Quebéc was called. We landed in Québec on the 25th of the same month; and from there we went on a steam train to Toronto, the capital of the province of Ontario where we are located. Then we continued on fur- ther north to a place called Rosseau. It is a small town, yet they have built a house for the westfarers. We stayed in that house for some time and were given free room and board for three days. After that dad took 200 acres of land east of Rosseau. A cer- tain Davíð írom Bakkasel in Þingeyjarsýsla, who bought some land here with a house on it, provided dad with housing. Davíð’s land borders on dad’s land on one side. Davíð and Ásgeir have cut quite a bit of trees on Davíð’s land, and this spring he plans to build his future home there. One more sibling has been added to our family since we moved into Davíð’s house; a boy was bom on November 8th this year. His name is Óli Pétur; he was named for Pastor Ólafur Thorbergs and the late Pétur from Svertingsstaðir. This was one of mother’s more difficult births, but she has been in good health since the birth. Little ÓIi is big and promising and he has been well. He is pretty cheerful and everyone’s joy. I cannot describe him better to you, except that he has light brown hair reaching down to his shoul- der scarf; this makes his blessed head silky soft and shining. I think perhaps your Helga would have liked to keep her little cousin, had she been closer. We have all been in fairly good health since we arrived in this new world, except for some stomach illness caused by the change in diet. We are all at home now as we have been unable get placement (domestic work). Actually, I was hired for 11 weeks, receiving $5.00 a month, but I worked very hard and was too tired to eat. I rarely got more than three hours’ sleep a night. I was getting very thin and felt I could not carry on slaving like this. Being unable to ftnd another place, I went back home. If I get another job, I will go again. The last job was at a large guest house where about 20-30 people lived with up to 40 boarders at times. I was alone with all the work, except for a young girl who looked after the children —there were four young children — the madame herself was about to give birth. Now you should not think that all the do- mestic placements here in the West are like this one, as this place is notorious for hard work and particularly the house- wife’s bad temper. No, many places here are very good and I have never before had as good food, if I could have enjoyed it. Ingunn has now been in domestic work for some time and she is fairly content, but I don’t know whether she will stay for the winter. She lives about 30 Eng- lish miles from here. I have now rambled on quite a lot, and you may find it useless. I cannot de- scribe the pros and cons of America to you, as I am not yet familiar with it. I only want to tell you what would be good to bring with you, if you come. You should not destroy many of your clothes, as you can use them here, except for stays for skirts as they are heavy when work- ing indoors. However, it is good to bring dark cotton skirts or dresses, which are common here. It would come in handy to bring a lot of underwear and stockings; also to bring bedding, as feathers are ex- pensive here; the same goes for cloth and linen. Everything to do with clothing is expensive here. We miss many things we sold, particularly dad’s carpentry tools. It is good for boys to bring durable clothes to wear in the woods, and a pair of mitts wears out quickly. I don’t have more to write you this time, but I ask you to tell my cousin Soffía what you fmd important and ask her to foigive me for not writing to her. I think Ingunn will write her. I also ask you to write to Svertingsstaðir and tell them news of us, as we will not write there, although it is a shame. I ask you to bring loving greeting to all our friends and ielatives. All our fam- ily sends greetings of love to our friends and relatives. I greet you and wish you all God’s blessings now and always. Your loving relative, Friðrika S. Baldvinsdóttir □

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.