Alþýðublaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 2
íBHtjírar. Olsll J. Ástþórsæn (áb.) og Benedlkt Grí'ndal. — FuUtrOar rtt- ; *j6rnar: Slgvaldl HJílaaursson og IndriSI G. Þorstelnsson. — Fréttastjón; SJSrgvin GuBmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýslngaslná: — Aðsetur: AlþýSuhúsið. — PrentsmiSja AlþyaublaSsins. Hveríia- .JBte 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 6 mánuBl. í lausasMu kr. 3,00 eint jjtesíandl: AiþýSullokkurinn. — FramkvœrodasUórl: Sverrlr KJartansson. Skrýtið blað T ÓLAFUR THORS forsætisráðherra skýrði frá ^ því í nj'ársræðu sinni, að vegna verðhruns og : aflaskorts vantaði um 500 milljónir til þess, að '■ gjaldeyristekjur síðastliðins árs væru eðlilegar, • hvað þá meiri. Þetta atriði í ræðu hans hefur sér ' stakiega farið í taugarnar á Tímanum, sem kall- • ar á Bismark til vitnis um, að logið sé með tölum, 1 telur Ólaf sekan um misnotkun útvarpsins, ó- 1 sæmilegan áróður, ‘blekkingu, óheiðarleik og ó- ! hreinskilni. Minna telja ritstjórar Tímans ekki : duga til að hnekkja ræðu forsætisráðherra. Það má mikið vera, ef lesendur Tímans vita ', ekki betur en ritstjórar blaðsins. Skyldu þeir ekki ; hafa heyrt aflatölur togaranna síðustu mánuði, 1 oft innan við 100 lestir eftir hálfs mánaðar veið ’ ar? Skyldu þeir ekki hafa rekizt á síldarsjómenn, j sem gátu frætt þá um síldarleysi, þrátt fyrir : gífurlegan tilkostnað í veiðarfærum og tækjum? Skyldu lesendur blaðsins efast um þá staðreynd, að lýsi og mjöl hafi stórlækkað á markaðnum? Og skyldi ekki hvaða lesandi Tímans sem er skilja, að þrjú slík áföll á einu ári hljóti að hafa áhrif á gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar? I Þegar borið er saman við fyrri ár, verður að taka tillit til breyttra aðstæðna. Þjóðinni fjölgar ört, og því verður heildarframleiðsla að aukast jafnvel til að halda afkomu óbreyttri. Til hvers höfum við keypt hinn gífurlega fjölda fiskiskipa og nýrra veiðarfæra, ef ekki til að auka fram- leiðsluna? Afborgarnir og vextir af þeirri fjár- festingunema tugum ef ekki hundruðum milljóna í erlendum gjaideyri. Öllu þessu sleppir Tímihn gersamlega, en lesendur hans skilja það án efa : vel. Forsætisráðherra mun reynast auðvelt að færa : tölum sínum stað, enda heiðarlega og hreinskilnis lega með þær farið. Hitt er athyglisverðara að mál ! gagn Framsóknarflokksins skuli skrifa grein eftir grein og halda fram, að það sé allt í lagi fyrir þjóðina, þótt síldveiði bregðist, þótt togarafli sé ! mánuðum saman innan við 100 lestir í veiðiferð ! og verð hrynji á lýsi og mjöli. Það er merkilegt, að blað þess flokks, sem telur sig málsvara upp- foygginga- og framleiðslustefnu, skuli ekki sjá 1 neitt athugavert við það, að tugir nýrra vélbáta, ! tappatogara og 1000 lesta togara með ný og full- komin veiðafæri skuli ekki skila aflaaukningu á land. Það er eitthvað bogið við flokk og blað, sem þannig hugsa. 2 4. janúar 1961 — Alþýðublaðið Hannes á h o r n i n u ýV Það vantar álfadans leik. að efna til álfadansleiks. Ef til vill er fresturinn of stuttur nú en þet'ta er þá upp á næsta ár. skammar. Er engu líkara ea þingmenn og ríkisstjórn brestj kjark tiL þess að reisa hér nægi- leg fangelsi sem séu siðuðu þjóð félagi samboðin. Hér er ekki fé- leysi um að kenna, því hundruð- um milljóna króna er varið í alla konar ráðleysi, og mest annað- hvort á vegum ríkisins, eða þá á þess ábyrgð, þó látið sé heita að einstaklingar standi að brask inu. Ríkið borgar brúsann ef illa fer, en braskararnir hirða ágóð- ann, ef liann gefst. , -fe Laugadalsvöllurinn til valinn. ýj- Um skattsvik og smygl. 'fe Lögregla og fangelsi. GAMALL ÁLFUR skrifar mér á þessa leið: „Álfadansleik- ir fyrrum voru góðir siðir, enda urðu þeir eftirminnilegir. Það cr gott að efnt hefur verði til margra álfabrenna á gamlárs kvöld, en mikið þykjr mér vanta þegar ekki fylgir álfa- dansleikur. Nú vil ég leggja til að íþróttafélögin efni til sam- taka um þaff, aff hafa álfadans- leik á þróttavellinum nýja x Laugardal. Hann er alveg tilval- inn fyrir mikinn mannfjölda í sætunum umhverfis völlinn og selja má affgöngumiðana. Hygg ég að margir myndu sækja slíka hátíð. EN VEL ÞARF að vanda til, því að margs er að gæta. Það verður að velja álfakóng og áifadrottningu og svo alls kon- ar álfa og bezt er að allt sé þetta gott söngfólk, sérstaklega bó kóngurinn og drottningin. Þá þyrfti að undirbúa þetta þann:g, að álfarnir kæmu út um hamra- dyr svo að allt sé gert sem eðli legast. Ég skora á íþróttamenn PÉTUR skrifar: „Leynivín- sala er að sögn stunduð æði mik ið, ekki aðeins hér í bænum, — heldur víðsvegar um land. — Bílstjórar á leigubílum eru taid ir einna ötulastir við þessa iðju. Almenningur fordæmir þennan verknað og lögreglan gerir sér far um að hafa hendur í hári þeirra seku. Þessir vínsalar fara ekkert leynt með iðju sína, því á föstudögum og laugardags- morgnum er jafnan fjöldi leigu- bíla við útsölur Áfengisverzlun- ar ríkisins og þá sennilega i því augnamiði að ná sér í birgðir til sölu yfir helgina. Sjálfsagt hef- ur lögreglan auga með þessu, ■— því það ætti að auðvelda að hafa upp á sökudólgum, þegar þeir hefja söluna. MARGIR ásaka lögregiuna fyrir slælegt eftirlit. En hafa menn lxugleitt það, að hér á landi er lögreglan svo fárnenn að slík finnast engin dæmj ann ars staðar hjá siðuðum þjóðum, sem þó hafa allar her, sem hægt er að grípa til, ef nauðsyn kref- ur. Ef allt réttarfar óg löggæzla á ekkí að fara úr böndunum, verður að fjölga löggæslumönn- um stórkostlega, og áður en það er alt um seinan. Þá verður einnig að hraða endurbótum á fangelssismálum landsins. Þau :ru vægast sagt þjóðinni til SMYGLIÐ FÆRIST óðum J vöxt'. Eftir því sem tollar hækka; á ,,lúxusvörum“, því meiri verð- ur freistingin fyrir fégráðugt fólk. Hinar öru samgöngur viðl útlönd auðvelda smyglurunura iðju sína, en torvelda tollþjón- um eftirlitið. Tollliðið er fá- mennt, eins og lögregluliðið, em það má kalla aðdáunarvert hvað því hefur orðið ágengt vegna fá- mennis og líklega lxirðuleysis. Hefir ekki átt sér stað sú til- færsla tollmainna, sem víða ann- arsstaðar er talin nauðsynleg I ÉG VEIT EKKI lxvort almenn. ingur gerir sér Ijóst, hversu al- varlegur glæpur er framinri gegn hverjum einasta skattgreið anda í landinu, þegar hátolla- vörum er smyglað inn í landið. Allur sá tollur, sem með smygl- inu er svikinn af ríkissjóði bitn- ar á skat'tgreiðendum með sí- hækkuðum tollum á þann varn- ing sem löglega er fluttur inn. Ef til vill segja einhverjir að hér geti ekki verið um svo mik- ið smygl að ræða, að það valdi ríkissjóði verulegu tjóni. Þessu eru margir ósammáia, því þeir sem mest hafa hugleitt þessi mál, álíta að það sem uppvist verður um smygl, sé ekki nema örlítið brot af því vörumagni, sem smyglað er án þess að upp komist“. ssíl Flýja út í sveit undan skemmtanaskatti ÝMSIPw ágallar eru á flestri skattheimtu ríkisins, og þá ekki hvað sízt viðkom andi skemmtanaskattinum. Flestir, sem til þekkja, munu viðurkenna að knýjandi nauð syn beri til að fram fari sem fyrst gagngerð endurskoð- un á þeirri löggjöf, er miði að því að afnema það óvið- unandi óréttlæti, sem þar rík ir, en skemmtanaskatturinn hvílir aðeins á íbúum kaup- staðanna. Þó eru þar á þær undantekningar, að ýmiss fé- lagasamtök og fyrirtæki kaup staðanna eru undanþegin skattgreiðslunni og, sem sum hagnýta þannig, að ámælis- vert verður að teljast; sérstak lega þegar það er haft í huga, að barizt er gegn sam j keppnisaðilum, er hundnir 'j leru í báða skóg af miskunnar j lausri ofsköttun. I ’Staðreynir sýna, að svo ? langt hefur ríkisvaldið gengið J í innheimtu skemmtanaskatts •m ins, að um algera ofsköttun er að ræða . Þessi ofsköttun hefir leitt til þess í æ ríkari mæli, að félagssamtök í kaup stöðunum eru farin að flýja með fjáröflunarsamkomur sínar, t. d. dansleiki, undan skattheimtumönnum ríkisins út í dreifbýlið, en þar eru þai> laus við hengingaról skattpíningarinnar, Félögunum er vorkunn, þau eru peningalítil en öll starfsemi þeirra kostnaðar- söm. ‘ Ef þau, t. d. halda dans- leik innan takmarka kaup- staðarins verða þau að greiða a.m.k. 27 ‘ýo af „brutto-tekj- 'Um í skemmtanaskatt, 2 kr. af hverjum aðgöngumiða til Menningarsjóðs og 3 c/o í sölu skatt. Einnig verða þau að kosta dyravörzlu sem lögreglú- stjóri viðurkenni og á m. a. að sjá um að ekki sé svikizt undan fullri skattgreiðslu. Ef félögin aftur á móti fara til næstu sveitar eða þorps, sem þó er innan sama lögsagnarumdæmis, þurfa þau engan skemmtanaskatt a5 greiða, innheimtan til Menn ingarsjóðs vægast sagt ann' að hvort engin eða mjög lé- leg og æði oft „slumpað“ á söluskattinn, enda ekkert eft irlit með dyravörzlu eða því, hve tekjurnar eru miklar. Þessi öfugþróun, sem ér hein afleiðing ranglætis og of sköttunar, e,r ekki æskileg; sízt sé þess gætt, að þessir dansleikir, þar sem lögreglu eftirlit er óþekkt með öllu, eru hinir menningarsnauð- ustu og óþverralegustu um flest, því þar finnst ungling unum, já, jafnvel börnum á fermingaraldri, að þeir séu ‘fullkomlega „frjálsir’j, þeir séu „upp í sveit“ og megi því láta og leika sér að vild, enda er drykkjuskapur þeirra á þessum dansleikj um í yfirfullum samkomuhúsum sveita og iþorpa, þjóðar- Framhald á 11. síffu, }

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.