Alþýðublaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 7
MANNTAL2Ð 1703 nefnist hefti af Hagskýrslum íslands, sem Hagstofan gaf út skömmu fyrir jól, stórfróðlegt rit um íslendinga, fjölda þeirra, kyn- ferSi, þldsur, hjúskaparstétt, atvinmi, heimili og þurfa- menn í landinu auk annarra upplýsinga um landsfóikið skömmu eftir aldamótin 1700. I inngangsorðum segir frá því, að manntalið 1703 hafi verið fyrsta manntalið á ís- landi, tekið að tilhlutan Arna Magnússonar prófessors og Páls Vídalíns varalögmanns, sem árið áður höfðu verið skip aðir til þess að rannsaka ná- kvæmlega hagi landsfólksins og gera tillögur til umbóta á ástanainu. í manntali þessu eru tilgreindir allir lands- menn með nafni, getið aldurs þeirra og stöðu á heimili, svo að slíka nákvæmni í manntali gat tæpast í heiminum fyrr en komið var fram á 19. öld, — Manntal þetta mun þó ekki hafa verið eins dæmi í sögu þess tíma, því að svipað mann tal hafði %rerið tekið í Nýja Frakklandi 1 Kanada árið 1666 og éndurtekið oft eftir það. Þess ber þó að geta, að þessi franska nýlenda var þá tæpast mannfleiri en ein væn sýsla á íslandi. í Evrópu mun ekki vera kunnugt um al- mennt manntal svo víðtækt sem hið íslenzka, er sé eldra. Tekið var manntal í Englandi og Wales árið 1695, þar sem átt hefur að geta allra lands- manna, en megnið af þeirn skýrslum mun vera glatað. Þá voru tekin manntöl í Noregi árin 1664—66 og árið 1701, en þau náðu aðeins til sveiíanna utan kaupstaða, og slepptu þar að auki öllu. kvenfólki, nema ekkjum, sem stóðu fyrir búi. Þar á ofan er mikið af mann taislistunum glatað. íslenzka manntalið frá 1703 nær a.Ctur á móti til allra ladsmanna og hefur geymzt svo veh að ekki vannar einn einasta hrepp seg ir í inngangsorðum yfirlits Hagstofunnar. Manrífjöldi á öllu landinu 1703 telst vera 50.358, eftir að gerðar hafa verið lagfæringar á því vegna tvítalninga, eða fleirtalninga, sem m. a. stafa af því. að manntalið var ekki tekið a'.lt á sama degi. Flakk- arar voru taldir sérstaklega aftan við manntalið, en skyldu þar að auki taldir í framfærslu sveit sinní. Reyndust þeir vera rúmlega 460 talsins, en aðeins 70 þeirra fundust taldir í sjálfu manntalinu, enda mun samband þeirra við fram- færslusveitir sínar hafa verið orðið nokkuð laust sumra hverra. Alls munu 567 nöfn hafa verið felld niður úr mann talinu vegna endurtekninga, svo að nákvæmnin virðist hafa verið allgóð. Þá segir orðrétt í bæklingi Hagstofunnar: ,,Mannfjöld- inn á öllu landinu 1703 hefur verið réttur þriðjungur af því sem hann yar 250 árum síðar, eða árið 1953, en þá var hann rúmlega 150.000. Mannfjöld- in 1703 var svipaður og mann- fjöldinn 1953 í sveitum lands- ins, að meðtöldum kauptúnum og þorpum með færri íbúum en 800 manns, en öll aukníng mannfjöldans síðan 1703 hef- ur lent í kaupstöðum og stærri kauptúnum. Reyndar er sú íjölgun öll til komin á síðari helmingi þess tímabils, bví að öll sú mannfjölgun, sem varð á 18. öldinni, nægði hvergi nærri til þess að vega upp á móti þeirri mannfækkun, sem stafaði af drepsóttum, eldgos- um, hafísum og öðrum harð- indum. Það var því ekki fyrr en sköpamu eftir 1820, — að mannfjöldinn komst aftur upp úr 50 000.“ Eftirfarandi tafla, sem gerð er eftir útreikningum Arn- ljóts Ólafssonar á mannfjöida á íslandi, er birt í heftinu: 1703 ............. 50.358 1734 ............. 43.377 1751 ............. 48.799 1755 ............. 48.298 1759 ............. 42.822 1778 ............ 49.863 1783 ............. 48.884 1786 ............. 38.363 1801 ............. 47.852 1805 ............. . 46.197 1811 ............ 48.808 1816 ............. 47.691 1823 ............. 50.088 Mest varð fækkunin á 3ja ára tímabilinu 1784—1786, er hún varð 10.521, eða 3.507 að meðaltali árlega. Hins vegar varð manfjölgun mest á 15 ára tímabilinu 1787—1801 eða 9.489, þ. e. a. s. 633 að meðal- tali á ári. KYNFERÐI. Við manntalið 1703 voru karlar 22.481 talsins, en kon- ur 27.491. Voru konur þann- ig 4.624 eða rúmlega fimm- tungi fleiri en karlar. Hafa konur löngum verið i meiri- hluta hér á landi, segir í skýrsl unni. 1703 voru 1202 konur á móti 1000 körlum, en 1801 voru 1192 konur á móti hverj- um, 1000 körlum. Síðan hefur munurinn farið minnkandi, þar til árið 1950, að konur voru komnar í minnihluta, 993 á móti hverjum 1000 körlum. Að jafnaði fæðast fleiri sveinbörn en meybörn og er því venjan, að karlar séu fleiri en konur í yngstu aldursflokk unura, en með aldrinum kom- ast þær í meirihluta vegna meiri dauðsfalla meðal karla. Árið 1703 var kvenfólk hins vegar í meirihluta í öllum ald ursflokkum, jafnvel þegar á fyrstu aldursárunum. Virðist barnadauði því hafa verið mjög mikill, svo mikill, að umframtala sveinbama hafi horfið þegar í stað. ATVINNA. í manntalinu 1703 ,er getið hinna ýmsu starfa manna, sem þá voru langt frá því a 5 vera eins fjölbreytt og þau eru nú. Bændum er skipt niður í þrjá flokka: þá, sem lifa af landbúnaði eingöngu (69 Sé), landbúnaði og nokkrum sjáv- arútvegi (15%) og loks þá, sem eingöngu teljast sjávar- bændur, þ. e. sjávaraflinn vrer- ið meginstoð búsins, en þeir eru þá aðeins 16%. 24 tegunda starfa er getið meðal karla, en 5 tegunda meðal kvenna, Fjölmennastir voru hreppstjórar, 670, enauk þeirra eru 43 lögréttumenn í landinu auk 25 sýslumanna og annarra valdsmanna og 7 böðla. Prestar voru taldir 245, að meðtöldum 14 próföstum, svo að komið hefur llá prest- ur á hvern hrepp í landínu. Kennarar og skólalærðir menn eru taldir 32 og skóla- piltar 76. í verzlunarstétt eru taldir aðeins 5 menn, en hins vegar eru 6 fálkafangarar. — Fjöldi er af smiðum, alls 108, en aðrir iðnaðarmenn ekki, ut an tveir bókbindarar. Segir í skýrslunni,'að ékki muni hafa verið fylgt sömu reglum alls staðar um, hvemig telja skyldi T. d. eru 70 smiðir í Þingeyjarsýslu, 16 á Snæfells- nesi, en aðeins 22 í öðrum sýslum,' og í .12 sýslum ekki talinn neinn smiður. Auk.fyrr Hólmfríður Kolbrún París, 16. desember. ÚTI fyrir , Ijósskreyttu vöruhúsinu leikur betlar- inn Heims um ból, — og jól in eru að koma. Pappírseskimóar með bómullarskegg renna sér á skautum í búðargluggun- um. og börnin þrýsta nef- inu upp að rúðunum. Hér virðast jólin vera nokkurs konar verzlunar- mannahelgi. Alls staðar em auglýsingar frá ferðafélög- um, járnbrautafélögum og hótelum um ódýrar ferðir, ódýra dvöl, góðan snjó! — ,,Jól í snjó, jól í snjó“ . . . er skrifað með stórum stöf- um á auglýsingarnar. Hér í húsinu býr húsa- meistari með frú sína og fjóra syni, Þau eiga gamlar myndir og mikið af spegl- um, (en í París eru marg- ir speglar), — t. d. eru tveir stórir speglar í setustof- unni .En það, sem einkum og sér í lagi varpar þó Ijóma á allt saman, er afinn í húsinu, — sem að vísu dó fyrir þrem árum, en var á sínum tíma frægur í París —T^gott ef ekki var í Frakk- landi öllu, — oghafði feng- ið verðlaun frá Skóla hinna fögm lista. Auk þess býr hér í hús- inu óáæilandi fjöldi gam- alla kvenna, sem að vísu eru misjafniega feitar éða horaðar, en að litlu frá- brugðnar hvorri annarri að öðru leyti. Hér minnist enginn á að skúra loft og veggi á bæn- um fyrir jólin, — aukin heldur að minnzt sé á að baka til jólanna svo mikið sem. jólaköku eða kleinur, — að ég nú ekki tali um hálfmána eða gyðingakök- ur. Hér hafa þeir heldur enga jólasveina ,.einn og átta“, sem „ofan koma af fjöllunum“,bara einn, ,,föð - ur jólanna“, sem klöngrast niður um skorsteininn á jólanótt og lætur eitthvað fallegt í skó barnanna, sem þau hafa látið fyrir framan arininn. Á aðfangadagskvöld er víst heldur lítið um dýrðir, — nema hvað sumir halda svokallaða „vöku“ og vaka við að borða og drekka á jólanótt. Margir fara lika kirkju um miðnætti. Á jóladaginn er hin eig- inlega hátíð. Þá er mikið borðað, mikið drukkið og jólanótt. Margir fara líka í kruss í heimsóknir. Á annan í jólum er draumurinn búinn. — Þá hefst hversdagurinn á ný, verzlanir opnar, og fólkið heldur heim úr svæitinni og snjónum. Um áramótin er sagt, að meira sé um að vera. Á gamlárskvöld gerir fólk það, sem því þykir allra skemmtilegast, þ. e. a. s.: borðar, dansar, drekkur og á nýársdag síciptist full- orðna fólkið á „jólagjöf- um“. Nýársfagnaðurinn er hátíð hinna fullorðnu, — jólin eru bara fyrir börnin. Hjónin hér í húsinu ætla með mig upp í sveit. — Ég veit ekki hvert. nei'ndra starfsgreina er einn maður talinn skáld, Guðmund ur Bergþórsson, húsmaður, vrisinn, 46 ára í Brandshlíð hjá Arnarstapa, en annar medicus et artifex (læknir og listamað- ur), Hjálmar Erlendsson, bóndi á Nefsstöðum í Stíflu, 77 ára að aldri. Þau störf eða stéttir karl- manna, sem talin eru í marn - talinu, eru: lögmenn, lands- skrifari, • lögréttumenn, sýslu- menn, hreppsstjórar, umboðs- og klausturhaldarar, biskupar, prestar, djáknar, skólameist- arar og kennarar, skólalærðir, skólapiltar, fyrrverandi em- bættismenn, kaupmannsfull- mektugir og eftirlegumenn, fálkafangarar, sihiðir, bók- bindarar, brytar, þjónustu- menn, hestasveinar, smalar vikapiltar, höðlar, próventu- menn. Meðal kvenfólksms er að finna eítirtaldar stéttir: þjónustustúlkur, barnfóstrur, vikasúlkur, smalastúlkur og lærðra manna ekkjur. Jólaeyjar Framhald af 4 síðu. á sokknu fjalli og ströndm er brött cg þar ber mest á á buröar v erksmi ft j um. Ekki er vitað hvrenær cyj an fannst, en hennar verð- ur vart á hollenzkum kort- um á seytjándu öld, en Bret ar náðu henni undir sig ár- ið 1888. IVIyndirnar eru teknar á Stóru Jóiaey ,konurnar eru að daglegum störfum, en setuliðið virðist komið í te. Alþýðublaðið — 4. janúar 1961 ’J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.