Alþýðublaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 3
Aukinn Belaaher til Ruanda-Urundi Elizabethville, New York, 19. jan. — NTB-Reuter. Belgar hafa sent tvær fallhlífa liersveitir til umráðasvæðisins Ruanda-Urundi og hafa þær fengið skipun um að ráðast til inngöngu í Kivu-héraðið í Kongó, ef SÞ-hernum þar tekst ekki að veita hvítum •mönnum þar nægilega vernd. Fréttir er borizt hafa til Lon- 'don segja, að fullkomið stjórn •leysi 'riki nú í Kivu. Belgarnir komu til Ruanda Urundi á miðvikudag og hafa þeir meðferðis jeppa er skotið geta eldflaugum. Indónesískir SÞ-hermenn gera allt sem þeir getg til; að hindra að Belgirnir fari inn í Kivu. — Flutningaflugvélarnar („Globe master“) sem Belgirnir komu með bíða og eru reiðubúnir að flytja burt hvíta menn frá Ki- vu. ef þess gérizt þörf. Orsökin fyrir hinum skyndi legu loftflutningum Belga til Ruanda-Urundi er sögð gerð til verndar hvítum mönnum. í I.eopoldville er þó talið að SÞ herinn geti veitt þá vernd full vel. Þó er enginn vafi á stjórn- leysinu í Kivu. Brezkur kons- úll er þar staddur og hefur ekki heyrzt frá honum um langa hríð. Fréttir frá Kivu herma að Kongóhermennirnir hlýði ekki yfirmönnum sínum og láti orð þeirra sem vind um eyrun þjóta. Sovézka sendinefndin hjá SÞ skýrði frá því í dág, að Zorin aðalfulltrúi hjá SÞ-Og varautanríkisráðhérra hefði gengið á fund Dag Hammar- skjölds og krafizt þess, að hann gengi persónulega í það að fá Lumumba lausann úr fangelsi auk þeirra samstarfsmanna hans er þar sitja. Talið er að í kjölfar kröfu þessarar muni Rússar heimta fund í Öryggis- ráðinu. SAMMALA UM EFTIRLITSNEFND LONDON, 19. jan. (NTB- REUTER). Viðræðunum í Wash ington milli Breta og Banda- Ilnnsetningu i; útvarpað || BANDARÍSKA útvarps- ;! stöðin Voice of America !; mun í dag útvarpa lýs- <; ingu á innsetningarathöfn ! inni, er Kenncdy tekur 1; við cmbætti Bandaríkja- ;! forscta. Útvarpssending- j! in hefst kl. 15,45 eftir ísl. <; tíma með eins konar for- ;! mála, en síðan verður út- !; varpað beint frá þinghús ;! inu og liefst athöfnin þar ;! kl. 16. <! í Reykjavík og ná- ;! grenni má heyra send- !; inguna á þessum bylgju- <; lengdum kílórið í svig- j! um): 16 m 17830), 13 m !; (21505), 19 m (15235), <! 31 m (9615, 9520 og 9635), !; | 75 m (3980), 251 m (1196), ;• <; 1734 m (173) og 49 m j! | (6185). !; !> Hljóðritun af athöfn- ;! ;! inni verður útvarpað á !• ;! sörnu bylgjulengdum kl. <; ? 16,30 á laugardag. j! MMIHMMMmmvmMMWW ríkjamanna um það, hvort til- tækilegt sé að kalla saman al- þjóðlegu eftirlitsnefndina fyrir Laos, er nú lokið mcð jákvæð- um árangri. Góð brezk heimild segir, að nú muni snúið sér til Rússa og stungið upp á, að nefndin verði kölluð saman þegar í stað. Brezka stjórnin er þeirrar skoðunar, að nefndin, sem Randaamenn, Indverjar og Pólverjar eiga sæti í, eigi að hefja aftur störf sín í Laos, Bretar og Rússar höfðu for- eins fljótt og auðið er. sæti á ráðstefnunni í Genf árið 1954, sem náði samkomulagi um vopnahlé í ríkjum þeim, sem áður hétu franska Indó- Kína. Brezka stjórnin hefur^ síðan fyrir jól. reynt að ná fram lausn á alþjóðlegum vettvangi, er orð ið gæti til þess, að eftirlits- nefndin hæfi störf að nýju. Bæði Indverjar og Rússar hafa lagt til, að nefndin yrði köll- uð saman, en ýmis vandkvæði hafa orðið á því, m. a. hver af meðlimum nefndarinnar skuli hafa forgöngu um endurnýjuð i störf hennar. Eitt af atriðum þeim, sem rædd hafa verið í Washington, er það að taka upp diplómatísk samskipti við kon- unginn í Laos. tMMMMMMMMMMMMMMMMI IHERRA I FORSETI Demokratinn Jolin F. ;! Kennedy tekur við for- !! setaembætti Bandaríkj- !! anna í dag. Hann og j! „Jackie“ konan lians j! flytja, í Hvíta húsið; Eis- j! enhowertímabilinu er <! lokið. Kennedy er yngsti ; | kjöriii frambjóðandinn í <| sögu Bandaríkjanna. Hann < [ er 43 ára. !; OGFRÚ Ferhat Abbas skammar Frakka Djakarta, Túnis, 19. jan. (NTB-AFP). Forsætisráðherra útlagastjórnar Serkja, Ferhat Abbas, réðst í dag mjög hvass- lega að Frökkum fyrir að hafa ekki viðurkennt sjálfstæði Al- sír. Flutti liann ræðu þessa í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, en þar er hann í opinberri heim sókn. Kveðst liann vera að afla Serkjum siðferðilegs stuðnings þar. Abbas hélt því fram, að Frakkar hefðu 800 þús. manna her í Alsír. Væru þeir studdir af NATO. 50 hershöfðingjar væru yfir þessum mikla her og rúmlega 600 ofurstar. Allt þetta lið kvað hann berjast við 100 þúsund serkneska föðurlands- vini, en fyrir þeim væru 5 of- urstar. — Um svipað leyti og Abbas flutti ræðu sína sendi upplýsingaþjónusta Serkja út yfirlýsingu um að rangt væri að Abbas hefði átt tal við frétta stofuna Belga í Kairo á leið sinni til Indónesíu. Átti hann þar að hafa sagt, að allur fransk ur her yrði að fara úr Alsír áð- ur en þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um framtíð landsins. í París er nú sagt, að franska stjórnin hafi lagt á hilluna á- ætlun um að setja skjótlega á laggirnar framkvæmdanefnd fyrir Alsír. Stofnsetning slíkrar nefndar var eitt af því er þjóð- aratkvæðagreiðslan um daginn snerizt um. Hins vegar hefur útlagastjórnin sett sig á móti þessari áætlun. í París er einn- ig sagt, að serkneska útlaga- stjórnin muni í hinum leyni- legu viðræðum ekki aðeins ræða um skilyrði fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu í Alsír um framtíð landsins, 'heldur vilji hún einnig að ræddir verði ná- kvæmlega þeir möguleikar á stjórnarfari í Alsír er de Gaulle vill að Alsírmenn greiði at- kvæði um. Er þar um að ræða fullt sjálfstæði, sameining við Frakkland og laust samband við Frakkland. MÁNUDAGINN 16. janúar var dregið í 1. fflbfeki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregn ir voru 700 vinningar að fjár- hæð 1.700.000 krónur. Hæsti vinningurinn, háif milljón krónur, kom á hálf- miða númer 47680. Voru báðix hálfmiðarnir seldir í umboð- inu á Selfossi. 100.000 krónur kcm á heil- miða númer 15425, sem seldur var í umboðí Amdísar Þor- valdsdóttur, Vesturgötu 10. — 20. jan. 1961 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.