Alþýðublaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 5
nsel Lund
kennir söng
tónlistarskólinn í
Reykjavík hefur nú ákveSið að
efna til 3 mánaSa námskeiða
fyrir ungt söngfólk, sem langar
til að Iæra að syngja, eða kanna
sönghæfni sína. Verður nám-
skeiö þetta opið öllum þeim,
sem hafa áhuga fyrir söng,
hvort sem þeir hafa lært meira
eða minna. Kennsla mun fara
fram í flokkum og einkatímum.
Hin heimskunna söngkona
Engel Lund mun veita þessum
námskeiðum forstöðu, og ann-
ast kennslu. Náðist samkomu-
lag við söngkonuna í fyn-a er
ihún var hér á ferð, að hún tæki
að sér kennslu á þessum nám-
skeiðum.
&■■■■■■■■■■■■■ ■.■■■■■■■■■■(>■*■■■■■■>
33 þús. hafa
séð Kardi-
mo mmubæinn
Kardemommubærinn
var sýndur í 51. sinn í
Þjóðleikhúsinu í gær.
Uppselt hefur verið á
ölliun sýningum fram að
þessu og hafa þá um 33
þús. leikhúsgestir séð
sýninguna. Þetta mun
veia algert met hvað að-
sókn snertir hér á landi á
barnaleikriti.
Allt útlit er á að Ieik-
urinn gangi enn um lang-
an tíma.
Myndin er af Jóni Að-
ils í hlutverki Tobba
gamla. Næsta sýning
verður svo nk. sunnud.
í blaðaviðtali, sem haldið var
í gær, sagði Páll ísólfsson m.
a.: Engel Lund þarf ekki að
kynna hér. Hún er hámenntuð
kona í sönglist, og raunar tón-
list almennt, sem og á öðrum
sviðum. Hún hefur mjög dýr-
mæta og margþætta reynslu,
sem söngkennari.
Sjálf sagði söngkonan, að hún
vildi með þessari kennslu sinni
miðla af reynsu sinni, sem söng
kona og söngkennari, og hjálpa
nemandanum að notfæra sér
hið „andlega“, sem þarf að
koma fram í söngnum, túlkun,
framburð og annað sem gerir
sönginn lifandi, en ekki að
dauðri ljóðlínu.
Þessi fyrrnefndu námskeið
munu hefjast innan skamms,
og fara þau fram í Tónlistar-
skólanum.
Flokks-
fundur í
Rrðinum
Alþýðuflokksfélag Hafnar-
fjarðar heldur félagsfund
nk. sunnudag og hefst hann
kl. 4 e. h. Fundurinn verð-
ur í Alþýðuhúsinu þar. Til
umræðu verður fjárhags-
áætlun Kafna^fjarðarbæjar
og einnig verða önnur mál
rædd, ef tími er til og á-
stæða þykir. Kétt er að
minna alla félaga á, að fjöl-
menna til fundarins og
mæta stundvíslega.
Dr. Ramsay
erkibiskup af
Kantaraborg
LONDON, 19. jan, Dr. Ram-
say hefur verið útnefndur erki- |
biskup af Kantaraborg í stað :
Geoffrey Fisher, sem nýverið j
hefur látið af því starfi. Dr.
Ramsaj- er talinn hófsamur í
skoðunum og hefur varið mikl
um tíma og krafti til að berjast
fyrir einingu hánuar kristnu
kirkju. Hann er sagður hafa þá
skoðun á fjölgandi hjónaskiln-
uðum í Bretlandi, að fólk gangi
með lokuð augu út í hjóna-
bandiðt hafi mjög rómantískar
hugmyndir þar um en reki sig
síðan óþyrmilega á.
Bodið
vestur
MYNDIN er af ungum
menntaskólanema frá
Reykjavík, tekin við komu
hans til New York, en
honum var boðið til
Bandaríkjanua á vegum
stórblaðsins New York
Herald Tribune. Hann
heitir Sverrir Hólmars-
on.
Sverrir er nemandi í
V. bekk MR og mnn hann
dvelja um 3 mánaða skeið
vestra. Blaðið býður og
22 öðrum piltum og stúlk-
um til Bandaríkjanna,
einum frá hverju landi.
Foreldrar Sverris eru
hjónin Hólmar Magnús-
son og Oddný Þorvalds-
dóttir, Miklubraut 62.
WWMMmWWMHMWWIWW
Afhugasemd
Blaðið hefur verið beðið að
geta þess í sambi.ndi við á-
reksturinn, er varð á Voga-
stapa fyrir nokkru, að bifreið-
in, er ekið var á, hafi staðið
kyrr á veginum og verið Ijós-
laus. Skemmdist bifreið þessi
það mikið, að hún má heita ó-
nýt. Hin bifreiðin skemmdist
að vísu mikið, en það mun þó
unnt að gera við hana. Ekki
meiddust mennimir mjög
mikið.
Beðið eftir úr-
skurði Hæsta-
rétfar
í FYRRADAG hélt áfram
munnlegur málflutningur
fyrir Hæstarétti í „morð-
bréfamálinu“. Síðastliðinn
mánudag hafði verjanda
Magnúsar Guðmundsson
ar, Guðlaugi Einarssyni,
verið gefinn eins .dags
frestur til að vinna að og
leggja fyrir réttinn nöfn
þeirra manna, sem hann
vildi leiða sem vitni
vegna málsins. Og eins að
leggja fram þær spurning-
ar, sem hann vildi láta
spyrja vitnin.
Málflutningur hófst klukkan
tíu, og lauk verjandinn máli
Siínu klukkan þrjú og lagði
. það fyrir dóm. Síðan flútti
sækjandinn, Páll S. Pálsson,
mál sitt.
Verjndinn bar það fyrir rétt
inum, að hann teldi miklar
líkur á því, að nafngreindur
geðveikur piltur hefði skrifað
„morðbréfin“ svonefndu. Pilt-
ur þessi hefur aldrei komið
fyrir rétt, og taldi verjandinn
hann ekki svo sjúkan, að hann
gæti ekki komið fyrir réttinn.
Piltur þessi' mun vera sannur
að þv£ að hafa skrifað ýmsum
mönnum bréf, fuil af þvætt-
ingi og vitleysu.
Sækjandi málsins, Páll S.
Pálsson, óskaði eftir, að úr-
skurður undirréttar yrði stað-
festur, og skírskotaði til 138.
I gr. laga nr. 27 um að hraða
skuli gangi opinberra málía
eftir föngum, og að dómar-
inn ráði gangi málsins.
í máli sínu benti sækjand-
inn á borgarábréf, sem birtist
í dagblaðinu Tíminn. og var
dagsett 14. sept. 1958, en eiiv
mitt þann sama dag 'hafði
Magnús verið á vakt í stjóm-
arráðshúsinu, og mun saman-
burður hafa .leitt í ljós, að
bréfið hafði verið skrifað á
eina af rivtélum stjórnarráðs-
ins. Taldi sækjandinn það fu’il
komlega sannað að Magnúa
hafi skrifað fyrrnefnt bréf.
| Einnig benti sækjandinn á
; atriði, sem hann taldi mjö-g
I veikamikið. Er það í sam-
bandi við ssinna hótunarbréf-
I ið, sem lögreglustjóranura
I barst. Taldi sækjandinn það
mikilsvnrt atriði, þar sem það
hefði sannast, að bréfið hefði
verið skrifað á ritvél hjá fyr-
irtækinu Sólidó, og til þéss
notað bréfsefni, sem fyrirýæk-
ið hafði, en Magnús kom oft á
þessa skrifstofu, og vann þar í
frístundum.
Þegar flutningur málsins fór
fram á miðvi'kudag, V'ar margt
manna á áheyrendapöllum,
enda hefur þetta mál vakið
mikla a'thygli. Þykir þó sum-
um málið farið að verða noldr
uð langdregið, og sum atriðíy
sem borin hafa verið fram I
réttinum nokkuð langsótt.
Er nú beðið eftir úrskiurði
Hæstaréttar hvort halda skuli
,,morðbréfamálinu“ áfram, er»
úrskurður mun ekki koma fy: r
en eftir helgi.
Vantar mat fyrir
300 jbt/s. Baluba-
menn í Kongó
í KONGÓ-söfnun Rauða
krossins hafa nú safnast 130
þús. kr. úr Reykjavík, og utan
af landi hafa borizt rúmar 10
þús. ltr. Einnig var tilkynnt til
Rauða krossins í gær, að vænt-
anlegar væru 12,200 krónur
frá ísfirðingum.
Rauða kross íslands barst í
gær skeyti frá framkvæmda-
stjóra Alþjóða Rauða krossins,
Henrik Beer, sem er nýlega
kominn úr ferð til Kasaihéraðs,
og ræddi jafnframt við yfir-
stjóm Sameinuðu þjóðanna í
Kongó.
Sameinuðu þjóðirnar haia
snúið sér til ríkisstjórna og al
mennings og beðið um hjálp
til þess að fæða 300 þúsund.
Baluba-menn f sex mánuði, og
er talið að um helmingur
þessa fólks eða um 150 þús-
und þurfi á skjótri hjálp að
halda. Þau rnatvæli, sem beðið
er um, eru maísmjöl, hrís-
grjón. skreið og pálmolía, en
til eru nægar birgðir af þurrlr
aðri mjólk tll nokkurra mán-
aða.
Kongó-söfnuninni lýkur á
Framhalcl á 11. síðu.
Alþýðublaðið — 20. jan. 1961