Alþýðublaðið - 02.02.1961, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.02.1961, Qupperneq 1
Hvað ertu að möndla Mobútú ? Margir spyrja að því nú Geturðu ei liðið Lúmúm- bú ? Langar þig kannski í hans £rú ? Þjóðviljinn í fyrradag: 7. síða, HÚN gerist víðreist for- síðustúlkan okkar í dag. — Myndirnar eru af Öldu Guðmundsdóttur, reykvísku stúlkunni, sem sagði upp í Landsbankanum í fyrravor og réðist flugfreyja til Pan American. Sú stærrf er tek- fn í einni af afgreiðslum félagsins, og Alda hjálpar því að gera garðinn frægan með því að bregða sér í ís- lenzkan búning. Mfnni myndin er tekin í flugvélar- dyrum. íslenzka flugfreyjan, sem vinnur hjá bandaríska flugfélaginu, er búsett í New York. Hér eru nokkrir stað- ir, sem hún flýgur til: London — París Dusseldorf, — Tyrldand íran — Carax-hi á Indlandi Hongkong — Bangkok. Önnur íslenzk stúlka, Val- gerður Jónsdóttir, varð flug- freyja hjá Pan American um svipað leyti og Alda. Þær leigja saman íbúð í New York. Þegar síðast fréttfst, höfðu þær sést nákvæmlega einu sinni! Það var um jól- in, þegar flugvél annarrar tafðist vegna veðurs. WWWWWWWWWWWWWWWWWWIWWWWWWWWMWWIMWWWWIHWW MILLJONATAP YJAMANNA ALLT atvinnulíf má nú heita lamað í Vestmanna eyjum vegna verkfalla. Bátarnir liggja bundnir við bryggju ög mikil verð mæti fara í súginn. Hefur verkfallið 'þegar kostað Vestmannaeyinga og þjóð arbúið milljónir króna. Um 60 bátar munu nú vera tilbúnir til línuveiða í Vest- mannaeyjum og bíða þess eins að samkomulag náist til þess að þeir geti hafið veiðar. Ef reiknað er með 6 tonna afla á lag hjá hverjum bát til jafnað- ar nemur aflatjónið hjá hverj- um bát 17—19 þús. krónum, að vísu nokkuð mismunandi eftir því hvernig aflinn mundi flokk ast eftir gæðum. Verður afla- tjónið hjá öllum 60 bátunum þá rúm milljón á dag. í raun- inni tapast þó að sjálfsögðu mun meiri verðmæti, þar eð hér er aðeins talað um það verð, er útgerðin og sjómenn fá greitt fyrir aflann. Síðan fer aflinn í vinnslu og verður enn verðmæt ari. í Vestmannaeyjum hafa ekki aðeins sjómenn og útgerð armenn tapað stórfé á verkföll- unum, heldur einnig landverka fólkið, sem hefði haft vinnu við aflann. Eru menn í Vestmanna eyjum nú orðnir mjög uggandi um ástandið þar, linni verkföll unum ekki fljótlega. HLERAÐ Blaðið hefur hleratl —* AÐ Vestur-Þjóðverjinn Frank Franken verði fluttur lierm á -þýzka eftirlitsskipinu á ís- landsmiðuni, verði hann framseldur. „Tóbakið“ sameinað ,,áfenginu“ MWWWWWWWWIWIWW 42. árg. — Fimmtudagur 2. febrúar 1961 — 27. tbl. FRUMVARP ti 1 laga um sameinrng rekstrar Afengis- verzlunar ríkisins og Tóbaks- einkasölu ríkisins var lagt fram á alþingi í gær. Gert er ráð fyrir, að eftir sameininguna skulu fyrirtækin' rekin undir heitinu „Áfengis og tóbaks- verzlun ríkisins,“ en rcikning- um hvorrar tegundar reksturs ins haldið aðskildum í bók- lialdi. Fjármálaráðherra skipar framkvæmdastjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins og ákveður laun hans. Um leið og lög þessi öðlast gildi eru lagð- ar niður stöður forstjóra Á- fengisverzlunar ríkisins og Tó- bakseinkasölu ríkisins. ' Lög um einkasölu á áfengi, ásamt síðari bi’eytingum, lög um einkasölu á tóbaki, með síðari breytingum, svo og lög um einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír, gilda fram- vegis eftir því, sem þau eiga við með þeim breytingum, sem leiða af þessum lögum. Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um framkvæmd laganna. Greinargerð: „Á undanförnum árum hef- ur oft verið um það rætt að samejina í Sparnaðarskyni rekstur Áfengisverzlunar rík- isins og Tóbakseinkasölu rík- isins. Hafa tvisvar sinnum ver ið lögð frumvörp fyrir alþingi um þetta efni, árið 1943 og ár ið 1950, en í hvorugt skiptið hlutu frumvörpin afgreiðslu. Athugun, sem fram hefur fram á vegum fjármálaráðu- neytisins, hefur leitt í ljós, að sameining á rekstri þessara tveggja stofnana muni geta leitt til verulegs sparnaðar, bæði um mannahald og annan reksturskostnað. Þykir því ein sætt að gera hið fyrsta ráðstaf anir til þess að úr sameining- unni geti orðið.“ INNANLANDSFLUG gckk saemilega í gær. Flogið var að mestu eftir áætlun. Ein flug- vél fór til Vestmannaeyja, en þegar hún ætlaði að leggja af stað þaðan aftur, kom í ljós, brlun á öðrum hreyfli flugvél arinnar. Vonir stóðu til að haegt yrði að gera við vélina, þannig, að hún kæmist til Reykjavíkur þá um kvöldið, í gærdag fór Hekla 'til Græn lands eftir að hafa verið hér í nokkurra daga skoðun. Ný á- höfn fór með vélinni. Sólfaxr mun fara til Grænlands á föstudag. Grímur Thoraren- sen ráðinn GRÍMUR Thorarensen, son- ur Egils Thorarensen, var ráð- inn í gærdag kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Árnesinga. Grímur var ráðinn á fundi stjórnar kaupfélagsins, sem naldrnn var í gær. Hann hefur starfað við kaupfélagið um margra ára skeið og gegnt starfi kaupfélagsstjóra í for- föllum föður síns.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.