Alþýðublaðið - 04.02.1961, Page 14

Alþýðublaðið - 04.02.1961, Page 14
IHesteyrarkirkja Framhald af 4. síðu. bjarga helgidómi Hesteyr- inga. — Er þetta nú vel at- hugað? Nei, ég held ekki. — Fyrst og fremst er Súðavík hnignandi þorp, fólkinu fækk ar þar eins og víða annars staðar og gæti hugsast að eft- ir áratug yrði sömu sögu að segja um Súðavík og Hest- eyri, að þar yrði ekki búsett fólk. — Til hvers var þá ver- ið að rífa niður Hesteyrar- kirkju til að byggja hana upp í Súðavík? Flestum aðilum aðeins til leiðinda. Svæ getur líka verið, að fólk eigi eftir að flytja til Hesteyrar til að búa þar. Þetta er það, sem enginn veit nú. Það er enginn svo lærður að hann geti vitað og séð hina ókomnu framtíð. Það eru heldur ekki svo mörg ár síðan fólk fluttist þaðan, nánar tiltekið um átta ár. — Hvers vegna mátti kirkjan ekki standa þar áfram, í það minnsta þar til hægt væri að segja, að Hestevri væri gjör- samlega eyðistaður. — Hest- eyri er komin í eyði á þann hátt, að þar er ekki starfandi sókn og sveitarfélag, en helm ingurinn af húsum þorpsins eru þar ennþá. og margt fleira hægt að segja í sam- bandi við það. Meðan svona er skyldu menn ætla, að Hest- eyrarkirkja ætti fullan rétt til að standa og ÞANN rétt áttu fyrrver^ndi sóknarbörn Hesteyrarsóknar tvímæla- laust, að þeim hefði verið sýnd sú kurteisi, að við þá hefði verið talað, áður en verknaðurinn var framinn. Ég gat ekki trúað því í fyrstu, þegar mér var sagt það, að Hesteyrarkirkja væri farin. Ég hélt, að það gæti aldrei komið fyrir, að 'hún fengi ekki að vera á sínum stað þar sem hún var byggð. En það sannast hér hið gamla máltæki, að „fátt er það, sem fulltreysta má“. Það hefur komið fratn, að þetta hefur verið gjört að fengnu áliti prófastsins á ísa- firði. — Með öðrum orðum hefði HANN álitið, að ekki ætti að taka Hesteyrarkirkju, ]oá hefði hún ekki verið tek- in. Einn maður getur gjört mikið, hvort sem er til hins verra eða betra. En þarna hefur það orðið til hins verra. Ég álít samt að þessi kjörni drottins þjónn hafi ekki gjört það af mannvonzku eða af heimsku, heldur virð- ist mér þar fljótfærni og fyr- irhyggjuleysi 'hafa ráðið, án nokkurrar umhugsunar um sársauka og leiðindi viðkom- andi aðila. Það getur öllum mönnum yfirsést í hvaða stöðu, sem þeir eru, en þá er að bæta og græða, og væri óskandi að okkur sóknar- börnum Hesteyrarkirkju verði bættur og græddur sárs auki okkar, þar sem okkur hefur verið misboðið. Minningar minar eru marg- ar um Hesteyrarkirkju. Ég minnist þess fyrst, að for- eldrar mínir leiddu mig með sér til messu og £g sem lítið smábarn varð svo hrifin af prestinum í öllum sínum skrúða, ljósadýrðinni og stóru fallegu myndinni yfir altarinu, þar sem Jesús geng ur á vatninu til móts við lærisveina sína í bátnum. Ég varð hrifin sem smábarn, einn ig sem fullorðin kona og ætíð síðan. Hvar er nú þetta dá- samlega, ófáanlega málverk, altaristaflan? Mér finnst synd að taka svona listaverk úr sínu Guðshúsi, nema því aðeins að tryggð sé varð- veizla þess. Það hefur verið spurt um altaristöfluna, en sá sem flutti hana á brott, hefur ekki svarað ennþá. Ör- uggasti staðurinn hefði verið á sínum rétta stað í örmum sinnar móður, Hesteyrar- kirkju. Ég man eftir fermingar- degi mínum, fögrum sólrík- um maídegi. Það var fagur og mikill dagur, þegar ég og fleiri börn stóðum fyrir altari drottins og unnum okkar skírnarheit. Hin fagra altar- istafla blasti þá við okkur, og kirkjan var yfirfull af fólki svo að sumir urðu frá að hverfa. Ég sé fyrir mér aðfanga- dagskvöldin og gamlárs- kvöldin, þegar fólk kom lang ar leiðir til aftansöngs, og allir í þorpinu fóru í kirkju. Það er yndislegt að rifja upp minningar um klukkna- hringingar, sem hljómuðu yfir þorpið í heiðskíru veðri, og fjörðurinn fagri, tindrandi stjörnur og norðurljós og mán inn lýstu upp himinhvolfið en jörð snævi þakin. Einnig á sumrin kom fólk langar leiðir til kirkju og mér er minnisstætt, þegar frændur okkar Norðmenn sátu með sálmabækur sínar og Biblíur við messugjörð. Þetta er aðeins lítið brot af minningunum, ég er held- ur ekki ein um þær. Allir úr byggðalaginu eiga sínar minningar um kirkjuna okk- ar. Þær getur enginn tekið frá mér eða öðrum. Það fyrsta, sem blasti við, þegar komið var til Hesteyr- ar hvort heldur frá sjó eða landi var kirkjan, sem gnæfði yfir allt sem viti. Kirkjan blasir ekki lengur við mér, nema í minningum og dagdraumum. — Lesandi góður, sem lest þetta, viltu sem snöggvast fylgjast með mér í minningunum og að lokum að brotnum rústum Hesteyrarkirkju. Ég held að kirkja, sem er vígt Guðshús hvar sem hún er, þótt sé á eyðifjalli eða eyðiey verði alltaf til bless- unar. Það er hulið afl þar að baki, sem við sjáum ekki. Ég held því fram, að Hest- 14 4. febr. 1961 —• Alþýðublaðið eyrarkirkja hefði orðið ein- hverjum til blessunar þótt hún hefði staðið áfram á sín- um stað. Hesteyrarkirkja er farin. — Fátt er það, sem fulltreysta má. Soffía Vagnsdóttir, frá Hesteyri. Áfengismál Framhald af 2. síðu. Stefna flokksins var áður skýr og afdráttaríaus í þess um efnurn, eindreginn stuðn ingur við bindindi í land- inu, og forsvarsmenn hans cg verkalýðshreyfingarinnar hin ir ötulustu talsmenn gegn á- fengisbölinu á opinberum vettvangi. Alþýðu manna stafar í dag sama hættan af áfenginu og áður. Því verður hagsmun- um alþýðunnar og þjóðarinn ar bezt þjónað, að allir ábyi'g ir menn vinni hver á sínum vettvangi að útrýmingu á- fengisins úr íslenzku þjóð- lífi. Megi sú viðreisn sem fyrst takast, þjóðfélaginu til ómetanlegs gagns. Hafnarfirði, 29. janúar 1961. Arni Gunnlaugsso«. ÍÞRÓTTIR Frgmhald af 10. síðu. Vogelsang, Sviss 7.024 Freudenthal, USA 7.021 Anderson, USA 7.018 Timme, Noregur 6.992 Storozhenko, Rússland 6.981 Lagutin, Rússland 6.950 YVaddelI, USA 6.945 Möhring, Þýzkaland 6.932 Mclntire, USA 6.926 Lobanov, Rússland 6.926 Aun, Rússland 6.919 Brodnik, Júgóslavía 6.918 Frá Ferðafé- lagi fslands Ferðafélag íslands heldur Kjalarkvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu þriðjudag- inn 7. þ.m. Húsið opnað kl 8. FUNDAREFNI- 1. Jón Eyiþórsson veðurfræð- ingur talar um Kjöl og Kjalveg cg sýnir litskugga- ■myndir. 2. Kvæðalestur. 3. Jóhannes úr Kötlum: Minn ingar frá Kili. 4. Hallgrímur Jónasson kenn- ari: Vísur og frásagnir. 5. Myndagetraun, verðlaun veitt. 6. Dans til kl. 24. (Ath. breyttan skemmtana- tíma.) Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlunum Sigfúsar Ey. mundssonar og ísafoldar. — Verð kr. 35,00. laiigardagur SLYSAVARÐSTOFAN er OJV- ln allan sólarhringinn. — Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Aust- fjörðum á suður- leið, Esja er vænt anleg til Rvk í kvöld að vestan úr hringferð. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvk. Þyrill fór frá Rvk 2. þ. m. áleiðis til Man- chester. Skjaldbreið fór frá Rvk í gær vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fer frá Rvk á hádegi í dag vestur um land í hringferð. MESSUR Dómkirkjan: Messað kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. — Messa kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma í Tjarnarbíói. Séra Óskar J. Þorláksson. Fríkirkjan: Messað kl. 2. Séra Jón Kr. ísfeld prédikar. — Séra Þorsteinn Björnsson. Hallgrímsprestakall: Barna- guðsþjónusta kl. 10 f.h. — Messa kl. 11 f.h. Séra Sig- urjón Árnason. Messa kl. 2 e. h. Séra Bragi Friðriks- son. Langholtsprestakall: Barna- guðsþjónusta í safnaðar- heimilinu við Sólheima kl. 10,30 og messa á sama stað kl. 2. — Séra Árelíus Ní- elsson. Neskirkja: — Barnasamkoma kl. 10,30 og almenn guðs- þjónusta kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Háteigsprestakall: Barnasam- koma í hátíðasal Sjómanna skóalns kl. 10,30. Messað kl. 2 (Bibliudagurinn). — Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja: Messað kl. 2 e. h. (Biblíudagurinn). — Barnaguðsþjónusta kl. 10, 15 f.h. Séra Garðar Svav- arsson. Kópavogssókn: Messa í Kópa vogsskóla kl. 2. Barnasam- -koma kl. 10,30 f.h. í félags- heimilinu. Séra Gunnar Árnason. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Messað kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson. Bessastaðir: Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. — Börn, sem eiga að fermast í Hafnarfjarðarkirkju ár 1962 eru beðin að koma til viðtals í kirkjunni í dag, (laugardag) kl. 2. — Séra Garðar Þorsteinsson. Aðventkirkjan: Séra C. D. Watson frá London talar kl. 5 síðd. á morgun, og sýnir litskuggamyndir frá Afríku. — Keflavík: Séra C. D. Watson frá London talar kl. 20,30 á morgun í Tjarnar- lundi, og sýnir litskugga- myndir frá Afríku. Hafnarfjörður: Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins held- ur aðalfund sinn þriðjudags kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhús- inu. Konur mætið vel. Dansk kvindeklub: — Aðal- fundur verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar í Grófin 1 kl. 8,30 e. h. jmMjjja •ÍMÍ'.í Flugfélag íslands h.f.: ........ Millilandaflug: || g Hrímfaxi fer bæmá tilOsloKmh. og Hamborgar kl. 08,30 í dag. Væntanleg aft' ur til Rvk kl. 15,50 á morg- un. — Innan- landsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Húsavíkur, ísafjarðar, jS§SsfíSí&?x-S: Sauðárkróks og Vestmanna- eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Loftleiðir, h.f.: Leifur Eiríksson er vænt- anlegur frá Helsingfors, K- mh. og Oslo kl. 21,30. Fer til New York kl. 23,00. Minningarspjöld í Minningar- sjóði dr. Þorkels Jóhanne9- sonar fást í dag kl. 1-5 1 bókasölu stúdenta í Háskól- anum, sími 15959 og á að- alskrifstofu Happdræítia Háskóla íslands í Tjarnar- götu 4, símj 14365, og auk þess kl. 9-1 í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og hjá Menningarsjóði, Hverf- isgötu 21. Laugardagur 4. febrúar: 12,50 Óskalög sjúklinga. 14,30 Laugardagslög in. 15,20 Skák- þát'tur. 16,05 Bridgeþáttur — 16,30 Dans kennsla. 17,00 Lög unga fólks- ins. 18,00 Út- varpssaga barn- anna: „Átta börn og amma þeirra í skóginum. 10. lestur. 18,30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 20,00 Leikrit: — „Sverð og bagall“ eftir Indr- iða Einarsson. Leikstj.: Hild- ur Kalman. 22,10 Passíusálm- ar (6). 22,20 Danslög. 24,00 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.