Alþýðublaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 14
faiigardagur HLYSAVARÐSTOFAN er 0> tu allan BÓlartaringinn. — Læknavörðnr íyrir vitjanta or á aana staS kl. 18—S Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvk síðd. í dag vestur um land í hring- ferð. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vestimannaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvk. Þyrill er vænt anlegur til Rvk í kvötd frá Norðurlandshöfnum. Skjald- breið er á Vestfjörðum á suð urleið. Herðubreið er væntan teg til Rvk í dag að vestan úr nt'ingferð. A-ðventkirkjan, Reykjavík: Á morgun kl. 5 síðd. talar Svein B. Johansen, og efni hans er: Getur nútíma mað urinn trúað á sköpun? — Tjarnarlundur, Keflavík: Á morgun kl. 20,30 talar Svein B. Johnsen og nefn- ist erindið: Að baki dauð- ans. Hvað skeður þegar líf inu lýkur? Fi-íkirkjan: Messa kl. 2. Safn aðarfundur kl. 3. Séra Þor- isteinn Björnsson. Bústaðasókn: Messa í Háa- gerðisskóla kl 2. Séra Sig urður Pálsson messar. — Barnasamkoma kl. 10,30 á sama stað. Séra Gunnar Árnason. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteins son. Hallgrímskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 10. Messa kl. 11; Séra Stefán Lárusson, prédikar, séra Jakob Jóns- son þjónar fyrir altari. — Messa kl. 2. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Neskirkja: Barnamessa kl. 10,30. Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Rómkirkjan: Messa kl. 11. — Séra Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 5, Séra Jón Auð- uns, Barnasamkoma kl. 11 í Tjarnarbíói. Séra Jón Auð uns. Kirkja Óháða safnaðarins: — Messa kl. 2. Séra Björn Magnússon. Háteigsprestakail: Messa í há tíðasal Sjómannaskólans kl. 2. Barnasamkoma kl. 10,30 árd. Séra Jón Þor- varðarson. EOiheimilið: Guðsþj ónusta kl. 2. Séra Jón Skagan, — Heimilispresturinn/ Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. (Upphaf æsku lýðsviku KFUM og K, en jafnframt dagur aldraða fólksins af hálfu kvenfél. BÓknarinnar). Barnaguðs- þjónusta kl. 10,15. Séra Garðar Svavarsson. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8,30 f. h. Hámessa og prédikun kl. 10 f. h. Flugfélag íslands h.f.: Innanlands- flug: í dag' er áætlað að fljúga til Akur eyrar (2 ferð- ■ ir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísa fjarðar, Sauð- árkróks og Vestmanna- eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Tæknibókasafn IMSÍ: títlán: kl. 1—7 e. h. mánudaga til föstudaga og kl. 1—3 e. h. laugardaga. Lesstofa safns. ins er opin á vanalegum skrifstofutíma og útláns- tíma. Félag Frímerkjasafnara: Her bergi félagsins að Amt- mannsstíg 2, II hæð, er op- ið félagsmönnum mánudaga og miðvikudaga kl. 20—22 og laugardaga kl. 16—18. Upplýsingar og tilsögn um frímerki og frímerkjasöfn- un veittar almenningi ókeyp is miðvikudaga kl. 20—22. Minningargjafasjóður Land- spítalans: Minningarspjöld sjóðsins fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Óculus, Aust turstræti 7, Verzl. Vík, Laúg arvegi 52 og hjá Sigríði Bachmann forstöðukonu, Landspítalanum. Samúðar- skeyti sjóðsins afgreiðir Landssíminn. Laugardagur 11. marz: 12,00 Hádegisút varp. 12,50 Óska lög sjúklinga. 14,00 Lagður hornsteinn að hinni nýju bún- aðarbyggingu í Reykjavík. •— 14,30 Laugar- dagslögin. 15,20 Skákþáttur. 16, 05 Bridgeþátt- ur. 16,30 Dans- kennsla (Heiðar Ástvaldsson) 17,00 Lög unga fólksins (Jak ob Möller). 18,00 Útvarps- saga barnanna: „Skemmtileg ar dagur“ III. 18,30 Tóm- stundaþáttur barna og ungl- inga. 20,00 „Kvöld í Vínar- borg“: R. Stolz og hljómsveit hans leika létt lög, 20,30 Leik rit: „Vöf“ eftir G.uðmund Kamban. — Leikstjóri: Bald viin Halldórsson. 22,00 Frétt- ir. 22,10 Passíusálmur (35). 22,20 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jónasson). 22,55 Dans lög. — 24,00 Dagskrárlok. Athugasemd Framhald af 4. síðu. var þá í fylgd með honum eigandi bílsins, en það skal tekið fram, að ihann ók ekki bíl sínum, er slysið varð. Lögreglumaðurinn og eig- andinn settust upp í bílinn til mín og spurði és eigand- ann um ferðir hans um eft- irmiðdaginn og kvöldið. Að þeim upplýsingum fengnum sem ég fékk síðar um kvöld ið staðfestar annarg staðar frá, ókum við lögreglumenn irnir í burtu. Er við ókum af stað áttum við tal um 'bifreið þessa og sagði lög- reglumaðurinn. sem er Björn Jóhannsson, mér, að Ihann hefði ekki fundið neitt athugavert við b'ílinn. Ekki minntist hann einu orði á það við mig, að framrúða bílsins Ihefði verið brotin. Eg hafði enga ástæðu till að ætla annað en lögreglumað- urinn hefði skoðað þennan bíl, eins og aðra, sem hann skoðaði einn þetta kvöld, en sjálfur leit ég aldrei á bíl- inn og var með öllu ókunn- ugt um ástand hans, þar til 16. janúar, að hafðist upp á ökumanni hans. Er yfirlögregluþjónninn spurði mig í viðurvist ann- arra lögreglumanna á varð- stofunni 2 dögum síðar um árangur af leit okkar Björns Jóhannssonar, os þ. á m„ hvort bifreiðin Ö—385 hefði Verið skoðuð, svaraði ég því játandi, jafnt varðandi þennan bíl eins og aðra, sem Björn Jóhannsson thafði skoðað einn um kvöldið, en Björn var fjarverandi þegar ég var spurður um þetta. Að ég hafi verið að dylja eins leða neiris í sambandi vjð þetta er fjarstæða. Ég skýrði leit okkar Björns f. h. okkar beggja og þá að sjálfsögðu í fullu trausti þess, að hann hefð'i sagt mér satt um sinn þátt í skoðun bílanna. Yfirlýsing eiganda bílsins, sem hér birtist fyrir aftan, tekur af allan vafa um, að hafi einhverju verið leynt í sambandi við ástand bíls hans, þá hafi það verið ann ar en ég, sem gerði það. Áminnstar biaðagreinar bera það glögglega með sér, að annarlegar ástæður eru fyrir því, að nú allt, í einu — 2 mánuðum eftir slysið — er þetta gert að árásar- efni á mig og einnig reynt á Iævíslegan hátt að blanda störfum mínum fyrir bæj- arfógetann undanfarna daga inn í þetta mál. Er í því sambandi talað um, að bæjarfógetinn hafi falið mér aukin trúnaðar- störf og ég annist fyrir hann störf á skrifstofunni, sem mikill leynd sé yfir. Á þetta að heita laun til mín frá honum fyrir að ég vildi ekki ljá nafn mitt undir kæru 5 félaga minna og eiga samstöðu með þeim um hin- ar hóflausu árásir á hann. Bera greinar þessar þess ljósan vott, að nú eigi hins vegar að „Iauna“ mér, að ég kaus að vera utan smataka þeirra um kærumálin. Störf rriín fyrir bæjarfó- getaembættið undanfarna daga hefur ekki verið neinn leyndardómuir. Svo „leynd arhjúpnum“ sé svipt af, skal ég upplýsa, að bæjar- fógeti hefur óskað eftir, að ég yrði á daginn viðloðandi í skrifstofu hans til að annast boðanir manna til viðtals á skrifstofuna, bæði fyrir ihann sjálfan, fulltrúa 'hans og inriheimtuna á alm. skrif stofunni. Er ekkert dular- fullt við þetta starf. Trúnaðarstarf það, sem bæjarfógeti hefur falið mér nú, er i því fólgið, að telja saman aukavinnutíma og staðnar næturstundir lög- reglunnar eftir hvern mán uð. Starf þetta, sem í eðli sínu heyrir beint undir varð stjóra, hafði ég áður lengi með höndum. Þessu starfi fylgja engar aukagreiðslur fen ástæðan fyrir því, að ibæjarfógeti tók það nú úr höndum þess, sem með það hefur farið undanfarið, er mér ókunnugt og óviðkom- andi. Það eru alvarlegar sakir, sem á mig eru bornar í á- minnstum blaðagreinum og og mun ég gera ráðstafan ir til að leita réttar míns gagnvart blöðum þeim, sem ibirt hafa greinar þessar. Keflavík, 7. marz 1961. Jens Þórðarson, lögregluvarðstjóri, Keflavík. YFIRLÝSING. Að gefnu tilefni vottast hér með, að miðvikudags- Ikvöldið 11. janúar síða'stlið inn um kl. 21:30 var ég staddur á heimili föðursyst ur minnar, að Hringbraut 83 hér í Keflavík. Bifreið mín Ö-385, sem olli bana slysinu á Faxabraut fyrr um kvöldið stóð í sundinu við húsið fyrir framan bílskúr- inn. Barið var að dyrum og var þar kominn Björn Jó- hannsson, lögregluþjónn nr. 4 í Keflavík, og spurði eftir mér. Er ég kom að tali við hann, bað hann mig að koma út í bíl og tala við ! sig. Er við gengum fram hjá bíl mínum Ö-385 spurði hann mig með þessum orð um: „Er nokkuð að hjá þér Svabbi minn;?“ Ég þóttist vita, að hann væri að meina bílinn og svaraði ég þá, að framrúðan væri brotinn og væri það vegna steinkasts. Ekki spurði hann mis frek- ar um þetta, en fór með mig út í bíl Jens Þórðarsonar, varðstjóra, sem var á göt- unni og sat Jens inn í bíln um undir stýri. Settumst við Björn inn í bílinn til Jens cg spurði Jens mig þá um ferðir mín iar um eftirmiðdaginn. Er ég hafði svarað spurningum þeirra, fór ég út úr bílnum, en þeir óku í burtu. Hvort Björn Jóhannsson hefur sjálfur skoðað bílinn áður en hann barði að dyr um, get ég ekki borið um, en hann gerði það ekki eftir að ég kom út. Keflavík, 7. marz 1961 Svavar Geir Tjörvason. Hringbraut 85, Keflavík. EFTIRFARANDI athuga- semd verður Alþýðublaðið að gera við greinina hér efra: 1. Alþýðublaðið neitar því lað hafa birt ,,grein“ um ofan- ritað Keflavíkui'mál. Það birti frétt um málið. 2. Athugasemdirnar hér efra eru að því leyti alls ó- skyldar Alþýðuhlaðsfréttinni, að lítið sem ekki er vikið iað helstu atriðum hennar, svo- sem að uppdráttur af slysstaðn um hafi verið gerður tveimur dögum eftir að slysið varð, en dagsettur slysdaginn; og fleira mætti til tína. 3. Það er mikill misskilning- ur, að frétt Alþýðublaðsins liafi haft þann megintilgang að erta eða egna eða jafnvel níða bæjarfógetann í Kefla- vík. Þetta er óvönduð fullyi'ð ing, þegar þess er gætt, að fréttin sagði frá meintum af- glöpum í sambandi við rann- sókn á liörmulegu slysi. — Hvergi í frétt Alþýðublaðsins var vikið að fógetanum; að- dróttun er gjörsamlega til- efnislaus. 4. Alþýðublaðið treysti heim ildum sínum og gerir það enn. Ritstj. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi INGIMUNDUR EINARSSON sem andaðist 4. þ. m. verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, mánudaginn 13. marz kl. IV2 e.h. Blóm afbeðin. Jóhanna Egilsdóttir, hörn, tengdabörn og baranbörn. |_4 11. marz 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.