Alþýðublaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 7
AIÞýöuflokkurinn Friamahld af 5. síSu. í grannlöndum okkar í Vest- ur-Evrópu með góðum árangri fyrir alþýðu þeirra landa: Sí batnandi lífskjörum, vaxandi öryggi og tryggu frelsi ein- staklingsins. Þessi víðtæka tilraun stendur nú yfir. Á síðasta skeiði íslenzkra stjórnmála hefur það gerzt í umheáminum, að átök hafa magnazt um heim allan milli ófrelsis, einræðis og kommún isma annars vegar, en frelsis og framfara hins vegar. Al- þýðuflokkurinn sér og skilur, að grundvallaratriði í því þjóð félagi, sem hann stefnir að, írelsi og lýðræði, byggist á sigri hins frjálsa heims yfir kommúnismanum. Þess vegna hefur flokkurinn, eins og jafn aðarmannaflokkar allra lan’da, lagt höfuðáherzlu á þessa bar áttu og mótað fasta og óhagg anlega stefnu, sem ekki að- eins staðifesítir djúpið milli hans og kommúnista, heldur skilur Alþýðuflokkurinn frá skammsýnum stundarfyrir- brigðum eins og Þjóðvarnar- flokknum og tækifærissinnuð um og grunnhyggnum flokk í heimsmálum eins og Flram- sókn er. Þessi viðhorf eru ann- ar hornsteinn núverandi stjórnarsamstarfs og gera að verkum, að Framsókn útilok ar sig algerlega frá þátttöku í ríkisstjórn, meðan hún reyn ár að standa báðum megin ár ínnar. * * * Alþýðuflokkurinn er nú að endurskóða þær leiðir, sem fara þarf til að komast nær hinu gamla takmarki flokks- ins. Ýms atriði þeirrar endur skoðunar hafa þegar séð dags ins ljós og fundið víðtækan hljómgrunn hjá þjóðinni, ekki sizt hinni uppvaxandi kynslóð. Flokkurinn lítur í stórum dráttum á verkefni næstu framtíðar á þessa leið: 1) íslendingar verða að skapa fesfu í efnahagslíf sitt, svo að hver vinningur alþýð- unnar í kjaramálum verði ekki. á skömmum tíma aftur tekinn af henni, og hún njóti ávaxta þeirrar miklu fjárfest íngar, sem gerð hefur verið og mun verða. Þegar slík festa er fengin, þarf að endurskoða tekjuskiptingu þióðarinnar frá grunni til rishæðar, en fyrr er slikt stárf tilgangs- laust. 2) Halda verður áfram að endurbæta tryggingakerfið og hina miklu tekjujöfnun, sem í því felst svo og tryggja það, sem unnizt hefur. 3) Auka vérður skinulag í framkvt'indum og fiárfest- ingu þjóðárinnar, meðal ann ars rmð áætlunarbúskap. Þetta atriði hefur verið á stefnuskrám hvérrar ríkis- stjórnar á fætur annari, án þess að verða framkvæmt. Núverandi ríkisstjórn er að stíga fyrsta skrefið með und irbúningi h-eildaráætlunar um framkvæmdir, sem er annar höfuðþáttur áætlunar- búskapar og sá, sem vafa- laust á að koma fyrst á ís- landi. Sérfræðingar norsku ríkisstjórnarinnar í þessum málum munu í vor byggja þetta kerfi með beztu mönn- um okkar sjálfra. 4) Endurskoða verður lýð- ræði efnahagslífsins, athuga leiðir til að tryggja vinnandi fólki aukna þátttöku í stjórn þess og hlút í arði. Setja verð ur löggjöf um starfsemi stór félaga og hiridra myndun ein- okunarhringa. 5) Vinna þarf gegn hinni út breiddu spilíingu á mörgum sviðum þjóðlífsins og auka virðingu fyrir lögum og rétti, taka upp opinbera saksækj- endur og rétta hlut lítilmagn ans gegn þeim, sem tryggja sér skattfrjáls gæði og tekj, ur ,meðan aðrir bera fjárhags byrgðar þjóðfélagsins. 6) Halda verður áfram að hyggja upp skólakerfi þjóðar innar og tryggja henni það tæknimenntaða fólk ,sem þjóð félag kjamorkualdar kemst ekki hjá að eiga. Tækifæri til menntunar verða að vera öll um opin, menning og list al- menningseign. 7) Á grundvelli heilsteyptra og sterkara þjóðfélags, sem þessi atriði og mörg önnur eiga að skapa, þarf þjóðin að sækja fram til uppbyggingar traustra, fjölbreyttra og arð- vænlegra atvinnuvega, sem tryggja beztu lífskjör fyrir vaxandi þjóð. Hér er ekki um tæmandi stefnuskrá að ræða, og mörg um málum, bæði dægurmálum og framtíðarmálum sleppt, frá landgrunni til kjarnorku- vera. Allt það mun koma fram í nýrri, heilsteyptri stefnu- skrá, sem Alþýðuflokkurinn nú vinnur að og birt verður þjóðinni eftir endanlega, lýð- ræðislega samþykkt í flokkn um. Alþýðuflokkurinn hefur á 45 árum unnið mikið starf og heillaríkt fyrir þjóðþia. Samt hefur hann orðið fyrir mikl- um áföllum, sem valda því að hann hefur ekki það þjóðfylgi, sem stefna hans nýtur. Auk þess framlags, sem stefna flokksins hefur verið í raun, getur þjóðin þakkað hinum trausta kjarna óbreytta liðs- manna jafnt sem forustu- manna þessa flokks, að komm únisminn hefur ekki 30-40% atkvæða í landinu og hvar væru íslendingar staddir, ef svo hefði farið? Alþýðuflokksmenn og kon ur horfa biartsýn til framtíð arinnar. Flokkurinn stendur föstum- fótum og hugsar til nýrra-átaka, þjóðinni til góðs, eftir leiðum jafnaðarstefn- unnar. Hornsteinn lagður að Forseti Islands tðgöi hornsteininnf FORSETI ÍSLANDS lagðí í gær hornstein. að byggingu bændasamtakanna við Haga- torg. Athöfnin hófst klukkan tvö að viðstöddu fjölmenni. Lúðrasveit lék á undan athöfn- inni, en fyrstur falaði Þor- steinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags Islands og bauð hann gesti velkomna. Næst flutti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, á- varp. Seingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri las siðan af skjali því, sem .lagt var í hornsteininn. Eftir að forsetinn hafði lagt horstein- inn. flutti Irigólfur Jónsson í með hverju landbúnaðafráðherra ávarp. Að lokum lýsti Sæmundur Frið riksson, framkvæmdast jóri bændasamidkanna. afci byggi ingunni. Fer lýsing hans hér á eftir nokkuð stýtt: Aðalbygging hússins ei' 73 m á lengd ög 14 m á breidd. Grunnflötur húss ins er 1400 ma og 42 þús. íri3. Anddyrið eða bogabyggingin er 400 m-, tvær hæðir óg kjailari. Húsið er að mestu byggt' a súlúm. Á 1. hæð verð ur stetustofa inn af bogabygg ingunni. Á miðhluta hæðar- iriar verðúr s j álfsaf gr eiðslu matsala. Syðst á þeirri hæð Reykjavík UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík, piltar og stúlk ur, eru hvattir til að koma í féíagsheimilið að Stór- bolti 1 nú um helgina. — Margt þarf að gera og margar hendur vinna létt verk. Kornið strax upp úr há- degi í dag! Akranes SPILAKVÖLD FUJ á Akranesi verður í Hótel Akranesi kl. 8,30 £ kvöld, sunnudag. Góð kvöldverðlaun og 5 kvölda verðlaunin afhent. Mnnið hin glæsilegu loka- verðlaun! h| irbergi. Aiþr verða 90 hótelberbergi í húfi- ínu og er gert ráð fyrir, að f þeim verði rúm fyrir 150 manns. 60 herbergjanna er 2- manna og 30 1-manna. Hverju herbergt fylgir snyrtihee-- bergi, sími og útvarp. Efsta hæðin og sú 8. verðm* eins konar glerhús, þ. e. veit ingasalur, sem tekur . 10D mahris. Þar verður einnig lit- il setustofa, og útsýni frá þess um sal verður mjög gott. I kjallará hússins verður hárgreiðslustofa, rakarastofa, gufubaðstofa, stór fafagejrm- sla, ketilhús’og þar verður ö’ll tæknileg þjónusta, svo sem: sím'amiðstöð, rafmagnsmið- stöð óg sþennistöð, þar verða eínnig geymslur fyrir hótelíð verða’ syo þrjár verzlanir, auk þess sem 5’ smáverzlanir eru í bogábyggingunni auk ferða skrifstofu og bankaútibús. i og verzlanirnar. Tveir inngangar verða í hús- j í húsinu verða 5 lyftur og ið af 1. hæð. stigahús, .m. a. ein eldtraust. i-Bygging hússins hefur nú kost að 2Ú milljónir, þ. e. 500 kr. Á 2. hæð vérður aðaivieit- ingasálurinn, ' sém tekúr um 500 manns í sæti. Nær hanri yfir alla bogabyggiguna og nyrzta hluta aðalálmunnar. Á miðhluta 2. hæðar verða 4 fundarsalír, 1 stór og 3 litlir. Þessa sgli er hægt að sámeina í einh, sem tekur um 200 manns í sæti. ÞeSsir salir verða notaðir til fundahalda, m. a. fyrir búnaðarþing og aðra fundi samtakana. Syðst á 2. hæð verða 4 stór skrif- stofuherbergi. 3. hæð verður aðalskrif- stofuhæð samtakana. Á þriðju og 4. hæð verða í allt 60 skrif stcfuherbergi, en 4.. hæð verð ur leigð út til að byrja með. Á 5. og 6. hæð verða hótel- herbergi, 30 á hvorri hæð. 7. 'hæð e'r svo" nokkru minni, eðá inndregiri með svölum allt um kring. Á þeirri hæð verða 30 lítil herbergi, og verða svalir hver kúbikmeter. Talið e'r áð- það verði fullbyggt eftir 2 ár, Það var árið 1941 að Bún- aðarþing gerði ályktun un áð- heiSa bændahús í Reykjavik fyrir búnaðarsamtökin í lanct- inu. Átti það að vera skrif- stofu og gistiheimili. Árið 1947 var kosin fyrsta bygging arnefndin, og hinn • 26. okt. 1948 veitti þáverandi borgár- stjóri Gunnar Thoroddsen^ lóðarleyfið. 11. iúlí 1956 vár stungin fyrsta stunga að grunni byggingarinnar, og það gerði Steinrímur Steinþórssorv landbúnaðarráðherra. Byggingarnefnd skipa: Þorsteinn Sigurðsson form., Pétur Ottesen, Gunnar Þórðar son, Ólafur Bjarnason, Bjarni Bjarnasori, Ásmundur Frið- riksson og er hann jafnframt framkvæmdastjóri að bygging. unni. Alþýðublaðið -— 12. marz 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.