Alþýðublaðið - 25.03.1961, Page 15

Alþýðublaðið - 25.03.1961, Page 15
út fyrir að vera svona katt- liðug. Þú ert ..Hann iþagnaði. „Hvað ætlaðírðu að segja? Að ég liti voðalega út?“ . „Nei,“ svaraði hann. „Það ætlaði ég ekki.“ Mohamed sat við bálið og mókti. Hann gekk út til að söðla asnana og setja skíðin þeirra aftur upp á. „Það er víst enginn vafi lengur á því að kaffið er í rauða brús anum. Ég er með smui't brauð með kjúklingi ofan á, en þú skalt ekki vonast til of mikils. Það er sennilega seig hæna. Þegar við erum búin að bcrða skulum við leggj aftur af stað.“ ,,Já, við verðum víst að gera það,“ svaraði hún hrygg. „Það er .verst að ég skuli ekki fá að sjá Hara- mok fyrst við erum komin svona langi.“ Hún leit út um dyrnar. „Getum við ekki farið aðra leið heim?“ „Satt að segja er vel hægt að fara ytfir Balu Nal. En Mohamed verður að fara með dýrin sömu leið til baka, þva sú leið hentar eklci ferfætlingum. Hvernig lízt þér á það? Ertu of þreytt til að ganga?“ „Nei, alls ekki. Mig lang- ar til þess.“ „Og þu ert lekki hrædd við að fara með mér? Hvað ef ég færi nú með þig niður í hyldýpi einhvers staðar?“ „Nei, ég er ekki hrædd,“ sagöi hún rólega. Hann leit niður í bollann sinn, svo leit hann aftur á hana. „Eg held að þú sért ekki hrædd við neitt, Clare. Þú gefur mér aftur trú mína á mannkynið.“ Þau fóru í nofðvestur eftir litlum stíg í fjallshlíð inni. .Sólin var farin að lækka á lofti, það var tölu- vert kaldara og vindurinn var meiri. „Ej- þér kalt?“ spurði Gil. „Sjóðheitt alls staðar nema á þessari hendi.“ „Komdu með hana.“ Hann dró hönd hennar undirhand legg sér. Hún fann hvernig stíekktist á vöðvum hans þegar hann studdi hana upp erfiðari hluta vegarins. Þau ‘klifu hærra og hærra. Stór örn flaug yfir snæviþakinn tindinn. ,J>etta er hima- layskur öm,“ sagði Gil og leit í áttina sem fuglinn flaug í_ „Þú elskar þessi fjöll,“ 'sagði hún lágt. „Já.“ „Finnst þér þau aldrei — bera þig ofurliði?“ ,,Ég skil við hvað þú átt. Mennirnir eru svo smáir og vesælir borið sman við þau. En þeir eru það ekki, Clare. Mannsandinn er það stór- kostlegasta, sem jörðin hef- ur alið. Fjöllin eru stór og mikil, en mennirnir mæta þeim óhræddir og sigra þau.“ „Finnst þér það mjög þýð ingarmikið að standast allar áskoranir, Gil?“ „Já, mér finnst það.“ Hann hugsaði sig ögn um. „Ég hef víst sagt það áður þannig — VOGUN VINN- UR, VOGUN TAPAR — þú sérð það bezt sjálf. Þú lhjópst ekki á brott, heldur leizt í augun á Walton þeg- ar hann kom afur og sigr- aðir svo eftirminnilega, að ég hef alltaf dáðst að þér Ifyrir það.“ Hún roðnaði. „En Julie segir að aUir séu hræddir við eitthvað — til dæmis köngulær. Hræðslu, sem ekki er unnt að sigrast á.“ „Ég get ekki annað en endurtekið fyrri orð mm, Það er eðlilegt að óttast. En að vera hi'æddur og láta óttann stjórna sér — þá missir bæði þú sjálf og aðr ir virðingu fyrir þér.“ ,,Þú gerir miklar kröfur- Gil.“ Hann leit á hana. „Þú Iheldur víst að þetta sé nokkurs konar mar á mér. En ég hef séð hve þýðingar mikið það er. Ég hef séð að hægt % að horfast í augu við hvaða erfiðleika sem leru. Ég hef verið vitni að því.“ „Gil,“ sagðj hún lágt og nam staðar „Ég skij við hvað þú átt — þér finnst víst að ég hafi verið mjög hugrökk hvað Walton við- kom ekki satt? En þú verð ur að skilja að tilfinningar þær, sem ég ber til Wal- tons, eru ekki öðruvísi en þær hafa alltaf verið ...“ „Heldurðu að ég dáist minna að þér fyrir það? Slíkt tekur sinn tíma, Clare. En við erum víst orðin nokk uð hátíðleg,“ hló hann. „Við skulum halda áfram. Við eigum langa leið fyrir ihöndum.“ Henni fannst það bæði skeirýntilegt og sorglegt í senn að hún skyldi ekki hafa fengið tækifæri til að segja honum hverjar tilfinningar hennar til Waltons væru í raun og veru. Brátt komu þau til Balu Nal, sem var bratt gil og neðst í því ólg- uðu fossandi fjallalækir fuUir steina og ísflagna. „Hvernig komumst við yfir?“ „Við förum yfir brúna þarna.“ Hún elti hann meðan hún leit umhverfis sig eftir steinbrú eins og niður í dalnum. En þegar Gii nam staðar og ætlaði að vísa henni leið varð hún dauð- hrædd. ,.Brúin“ var mjó spýta, mjög kvistótt og ekkert annað sem handfesta en smá kaðalspotti, sem strengdur var meðfram henni. „Þú — þú átt þó ekki við að við förum yfir hana?“ „Jú, svo sannarlega. Hundruð manna nota hana.“ Hann hafði tekið um hand- legg hennar, en hún sleit sig lausæ „Ég get ekki gert það, Gil.“ „Hvers vegna ekki?“ „Ég gæti runnið til ag fallið 1 vatnið.“ „Vitleysa. Þú kemst auð- veldlega yfir.“ „Ég missi jáfnvægið.11 „Þú getur haldið þér í kaðalinn. Komdu nú. Clare. Það er ekki eins erfitt og iþað lítur út fyrir að vera.“ Hann lagði aðra höndina á kaðalinn og gekk út á spýt- xma. Þegar hann var kominn rúmlega hálfa leið, sneri (hann við og gekk rólega til baka. „Er engin önnur brú, Gil?“ „Nei, aðeins þessi. Ef við förum ekki yfir hér, verð- um við að snúa við og fara sömu leið og asnamir til Pottablóm! Pottahlóm! Hafið þið athugað að pottablóm er það ódýrasta og fegursta sem hægt' er að fá í allskonar vinargjafir og ekkert prýðir heimilið meir en pottablóm fúá Groðurhúsi Paul Míchelseti Hveragerði. baka. Svo það er ekki um annð að velja.“ „En Gil — það eru meira en tuttugu metrar til botns.“ „Hvað með það? Ekki ferð þú þangað. Líttu aldrei niður, þá gengur allt vel. Komdu nú, Clare.“ Hann stóð úti á biúnni og rétti fram höndina. Clare titraði, greip um hönd hans og gekk tvö skref í áttina til hans. Hann hopaði til að víkja fyrir henni og þar með var draumurinn búinn. Hún leit niður á fætur hans vegna þess að hún óttaðist að þung ir skíðaskórnir rynnu tii á hálri spýtunni. Allt í einu fannst henni sem lækirnir flytu gegn henni og henni fannst hún finna líkama sinn slást við steinana. Allt hringsnerist fyrir augum hennar og hún fann hvernig dpýtan skalf um leið og hún greip í kaðalinn Það hvein fyrir eyrum hennar. „Nei,“ veinaði hún og hentí sér aftur á bak að bakkanum, sem hún var komin frá. Hún fann jörð- ina undir baki sér og greip dauðalialdi í grasstráin og svitinn bogaði af andliti hennar. 'Eftir smástund heyrði hún að Gil talaði til henn- ar. „Þetta er ekki hættu- legt, Clare. Veru nú róleg. I>ú hetfðir ekki átt að líta niður. Hættu þessu, vina mín. Þetta er aðeins loft- hræðsla. Reyndu að standa á fætur — svona, já, nú genctur það betur.“ Hún settist upp og starði á hann. „Þetta var voðalegt," hváslaði hún. „Ííugsaðu ekki meira um það. Þetta var loflhræðsla og það ier eins með hana og sjóveikj, við henni er ekkert að gera. En hún gengur yf- ir. Hvernig hefurðu það? Retur?“ ,,Já, mér liður vel núna.“ En bað var eklci satt. Munn ur hennar var burr og það suðaði enn fyrir eyrum hennar. „Ertu aVeg viss?“ ,,Já.“ Það var fremur satt núna. Hún andaði diúnt og fann hevmig óvleðin hvarf. „Fvrirffrfðu að ég var svona heimsk." „Það er mér að kenna. Ég J hugsaði ekki einu sinni unr j brúna.“ „Hefurðu farið yfir hana fvrr?“ Oft.“ „Og aðrir? Þú sagðir a'ð - hundruð manna færu yfir hana árlega.“ „Á hverju sumri. Þeir neyðast til þess til að þeir þurfi ekki að bera vörur sínar umhverfis fjallið. Svona nú, Clare. Geti Kash mirskar konur farið hér yf- Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa Aðalstræti 18. Símar 19740 — 16573. Odýr blóm Blóma- og grænmetis- markaðurinn Laugaveg; 63. r . i t< t Blómaskáiinn v. Kársnesbraut og Nýbýlaveg, Opið daglega 10—10. RÓSIR Túlipanar Páskaliljur Pottaplöntur Pottamold Pottar Pottagrindur. Sendum heim! Gróðrastöðin við Miklatorg. Sárnar 22 3 22 — 19 7 75. Alþýðublaðið — 25. marz 1961 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.