Alþýðublaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 2
4rt»tjórar: Gisll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Lrröndal. — Fulltrúar rlt-
*J6mar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri
Wörgvtn Guðmimd n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 90«. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis
götu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í iausasölu kr. 3,00 eint
^tgtfancL: AlþýCuilok. urinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson
Handritadeilan
! ANDSTAÐA gegn frumvarpi dönsku stjórnar
innar um afhendingu handritanna hefur orðið
miklu meiri en íslendingar almennt bjuggust við.
Þó kemur gangur málsins þeim ekki eins á óvart,
sem bezt þekkja til há skóla- og menntalífs Dana
og hafa gert sér ljóst hversu annt mörgum Dön-
um er um þessa dýrgripi.
Enda þótt trú íslendinga á hinum siðferðislega
rétti til handritanna sé óhagganleg, getur þjóðin
vel skilið ýmsar þær tiifinningar og skoðanir,
sem fram hafa komið í Danmörku- Hins vegar
verður andstaða stúdenta, vísindamanna og ann
arra aðila til þess að Íslendingar læra enn betur
en áður að meta hug og starf þeirra baráttu-
manna, sem hafa haft forustu um afhendingu
handritanna og komið málinu það áleiðis, sem
raun ber vitni. Færi svo, sem danskir stúdentar
heimta á kröfuspjöldum sínum, að Danir sendu
okkur Jörgensen menntamálaráðherra en ekki
handritin, mundi hann fá hér hinar beztu móttök
ur. Það hlýjar Íslendingum og um hjartarætur að
heyra um málsókn manna eins og Bjarna M.
Gíslasonar, Bétil Korih, Alsing Andersens á þingi,
og allra annárra liðsmanna.
Það þarf raunar engum að koma á óvart, þótt
handritamálið- leysist ekki án nokkurrar fyrir-
ferðar og baráttu. Slíkt sýnir enn betur en áður,
hversu stórbrotið málið er, enda mundi afhend
ing handritanna verða einstæður viðburður í
menningarsögu heimsins og Dönum til sérstaks
sóma.
Sinfónían
HÉR hehna höfum við deilt um annað menn-
ingarmál undanfarnar vikur, okkar ágætu Sinfón
íuhljómsveit. Þær deilur hafa þó alls ekki verið
um tilveru hlj órnsveitarinnar. Nú heyrist varla
sú rödd, sem vill að þjóðin neiti sér um slíkt
menningarfyrMæki, og er það fyrst og fremst
vitnisburður um hinn mikla listræna árangur,
sem hljómsveitin hefur náð síðustu árin.
Hljómsveitin hefur ekki verið í raunverulegri
lífshættu, þar sem fyrir liggur vJlji ríkis, bæjar,
útvarps og þjóðleikhúss til að greiða það fé, sem
talið er þurfa til að hún geti starfað áfram. Deil
an hefur staðið um hitt, hvort hljómsveitin á að
starfa sem sjálfstæð stofnun í samvinnu við út
varp og leikhús, en njóta margvíslegs stuðnihgs
og framtaks einstaklinga og félaga tónlistarunn-
enda, — eða verða deild í Ríkisútvarpinu. Sú
d'eila verður væntanlega leyst um sinn með mála
miðlun, en framtíðarákvörðun um málið verður
tekin fyrir 1. marz næstkomandi.
2 6. maí 1961 —
Sendiráð mótmælir
ÞÝZKA sendiráðið í Reykja-
vik visar hér með mjög ein-
dregið á bug rakalausum pól-
itískum ásökunum í leiðara
Þjóðviljans h. 29. 4. í garð
sendiráðsins hér og stjórnar
Sambandslýðveldisins í sam-
bandi við heimsóka íslenzkrar
sendinefndar á þýzkutn hress-
ingar- og baðstöðum.
Að því varðar þetta ferðalag,
er hér aðeins um það að ræða
að gefa hinni íslenzku sendi-
nefnd kost á að ítynna sér mik-
ilvægi þýzkra hressingar- og
baðstaða fyrir lieilsurækt al-
mennings og athuga möguleika
á að koma á fót hressingar- og
baðstað á íslandi.
Síðan árið 1957 hafa íslend-
ingar boðið 9 þýzkum iækn-
um og öðrum vísindamönnum
í rannsóknarferðalög til Islands
sem staðið hafa yfir 1 nokkrar
vikur. Hinir þýzku gestir hafa
að afloknum þessum ferðalög-
um unnið að álitsgerðum um
möguleika og mikilvægi nýting
ar heitra lauga á íslandi til
lækninga svo og um aðrar að-
stæður hér á landi, loftslags-
fræðilegs og baðiækrjinga-
fræðilegs eðlis, en þær álits-
gerðir hafa síðan,verið lagðar
fyrir þá aðila á I dandi, sem
áhuga hafa á þessum málum.
Stjórn Sambandsiýðveld'.sí as
hefur nú um ulllangt skeið tai-
ið sér skylt að bjóða sama
fjölda íslenzkra manna til Sam
bandslýðveldisins.
Þar sem fyrrgreindir !• Þjóð
verjar komu hingað til lands
í boði forstjór-i eliiheimilanna
í Reykjavík og Hveragerðí,
herra Gísla Sigurbjörnssonar,
taldi sendiráðið af málefnaleg-
um ástæðum rétt. að hann an.n-
aðist um val í hina íslenzku
sendinefnd í samráði við 's-
lenzk yfirvöld og færi ;ne3
henni til Þýzkalands sem far-
arstjóri.
Það er ekki rétt, að Þjóðv 'j-
inn einn hafi eigi átt fuli' ' a
í sendinefndinni. Einnig v: r
og allmörgum íslenzkum v:' -
blöðum var ekki unnt að b ; a
að senda fulltrúa, vegna ’ 3
hve meðlimafjöldi nefndai: a
ar var takmarkaður,
Forustugrein Þjóðviljan- r á
29 4. hlýtur að vera r. 3-
skilningi byggð, þar sem b r :r
alls ekki um landkynn ■ i,
heldur eingöngu um alg ,a
ópólitiska kynningarfe: 1
Sambandslýðveldisins aé - a
í því augnamiði að efla h . s i-
rækt almennings.
H a n n es
á h o r n i n u
■fc Annar bíógestur skrif
ar um hneykslismynd-
ina-
•fe Þakkir til ókunnugs
bílstjóra.
■fc Vandalismi í kirkju-
garðinum.
að borga þar fyrir hana, sem
ekki þurfti, en söm var hans
gerð. Að því loknu ók hann telp
unni heim, en hún þakkaði að-
eins fyrir sig, en spurði ekki um
nafn hans. Nú vil ég biðja þig
að bera fram kærar þakklr til
þeissa ókunna velgérðarmanns
telpunnar, frá fjölskyldu hennar.
Og vona ég að hann sjái þessi
prð mín“.
ANNAR bíógestur skrifar:
„Bíógestur skrifar þér bréf, sem
þú birtir á fimmtudag og hneyksl
ast hann á kvikmynd þeirri, sem
sýnd er, í Laugarássbíói. Mig
furðar á þessari viðlcvæmnl, og
ég fullyrði, að annað eins hefur
sézt hér í kvikmyndum. Annars
hef ég heyrt, að kært hat’i verið
yfir þessari kvikmynd. Sarnt hef
ur hún bæði sloppið vio bönn
kvikmyndaeftirlitsins erlendis og
hér. Vitanlega á að hafa strangt
eftirlit með kvikmyndum og oft
finnst mér. að þa'ð sé ekki nógu
strangt þegar sýnd er hrottaskap
ur og illmennska“.
BRÉFIÐ var nokkru lengra,
en óþarfi að mæla fleirt að þessu
sinni. Ég vil taka það fram, að
ég hef ekki séð kvikmyndina í
Laugarásbíói. Ég taldi sjálfsagt,
að birta bréfið, sem er frá kunn-
um borgara og vel fram sett.
I. S. SKRIFAR: Mig langar að
færa ókunnum manni þakkir.
Oft er þess getið, sem illa er
gert, en sjaldan þess, sem vel
er. — Fyrir nokkrum dögum
meiddist lítil frænka mi.n illa.
Hún steyptist af reiðhjóli og
slasaðist. Leigubílstjóra bar
þarna að og tók hann telpuna og
ók henni í Slysavarðslofuna.
Þar beið hann meðan gert var
■ að sárum hennar og bauðst til
ÉG FLÝ á náðir þínar með
þessar fáu línur, ef vera mætti
að fieiri hefðu sömu sögu að
segja. Ég á, eins og fjöldi fólks,
leiði ástvina minna í Sólvalla-
kirkjugarði. Nú þegar veðrið er
svona dásamlegt og hlýtt, eins
og undanfarið, hugsaði ég mér
að nú gæti ég snemma sett sum-
arblómin niður, lagað til og
hreinsað eftir veturinn. Eins og
við öll vitum var 1. maí dásam-
legur dagur með milt og gott
veður, ég tók mig því til og lag-
aði til, keypti 50 sumarplöntur'
og setti á leiðið.
ÉG ÆTLA EKKI að reyna að
lýsa hve mikill unaður cr að
hlynna að og fegra leiði ástvina
sinna, því það vita allir er reynt
hafa, að minnsta kosti e" mér
þessi reitur helgastur blettur á
jörðunni. Ég var ánægð og þreytt
er verkinu var lokið. Nú í dag,
2. maí, datt mér í hug, þar sem
pent veður með sólskini hefur
verið, að þá mundi vera réttara
að vökva plönturnar, og fer suð-
ur í garð, en er ég kem að reitn
um blasir við mér hryggileg sjón,
meira en helmingur af plöntun-
um voru rifnar upp og kastað í
götuna.
EKKI ætla ég að reyna að lýsa
tilfinningum mínum, en ég spyr:
hvaða tilgangi þjónar svona ó-
náttúra? Hverslags andleg • a
skapningar eru þeir sem a
slíkt? Fyrir nokkrum ár; , ,r
tekinn vasi með blómi
þessu sama leiði, hann v ■ 'tj '1-
ur af rósum, en það af rr -n
sem var byrjað að láta á ■ i v ir
pakkað inn og skilið eíl ■ 'g
kom að leiðinu á hlýjum r' ;g
fylgdist þess vegna vel 3
þessu. Eitt vorið var klipp o a
af öllum páskaliljunum e 3
jafnótt og þær sprungu v .:,a
eru lágar hvatir sem ’-ia
gerðum þessa fólks og ;r I-
mennska á háu stigi.
ER ÞESSU FÓLKT r{
heilagt eða kært? Svo n.i_
ingu þetta: hvernig er "■■ ' aa
í kirkjugörðunum? Þ ' >rga
allir á hverju ári kir’ ’ r.ða
gjald, hvað fáum við fy- - '155?
Er of mikið að ætlast :i' við
fáum að liafa leiði ástv ikk-
ar í friði, og þau séu hv-^gfcl
rænd né svívirí?
ÉG VARÐ, vægast sar' ’ ' a,
er blöðin sögðu frá því a
sumar, að menn fluttu .- og
borð út í kirkjugarð og . ■■ st
spila á spil. Þá hefur einn' - -- r«
ið sagt frá fullum mönnu - s m
gistu í Sólvallagarðinum. t ' vfj
verið daglegur gestur í k' -'- 1-
garðinum og mundi ég ek - 'ia
að sá óþverri fyrirfirmcu bar,
ef einhver hefði sagt m- sern
ég hefi séð sjálf Ég leyfi • r a3
fullyrða að þvílíkt athr "' scna
frarn fer hér í kirkjugö"' num,
'mundi hvergi viðgang .:.t hj§
menningarþjóð“.
■waMwwwwrarasswsiBiwawwsnjiwB
S . :
■ KLUBBURINM
í !
* Opið í hádeginu. — ■
s
Kalt borð — einnig úr-J
ival fjölda sérrétta
s ;
f KLÚBBURINN J
iLækjarteig 2 - Sími 35355j
S !
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Alþýðublaðið