Alþýðublaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 13
Minningarorð JÓHANN Þ. JÓSEFSSON fyrrverandi ráSherra Fætldur 17. júní 1886. Dáinn 16. maí 1961. HlNN 16. þ. m. barst mér í útvarpsfregnum lát Jóhanns Þ. Jósefssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra og alþingis- manns, sem hafði verið á ferða- lagi erlendis, en veiktist skyndilega á heimleiðinni, og lauk hann þar með langri, starfsamri og gæfuríkri ævi á erlendri grund, nánar tiltekið, í Hamborg. Með fráfalli þessa mæta manns er skarð fyrir skildi. Einn af mætustu sonum þjóðar okkar á þessari öld er horfinn okkur af sjónarsviðinu. Leiðir olrkar lágu saman fyr- ir rúmum 23 árum. Síðan höf- um við starfað saman að ýms- um málum. Fyrst nokkur ár sem fulltrúar í Síldarútvegs- nefnd, í Nýbyggingarráði með- an það starfaði, en hann var formaður þeirrar sofnunar. Þá störfuðum við saman 1 Samlagi skreiðarframleiðenda, en hann var framkvæmdastjóri þess frá stofnun þess til síðastliðinna áramóta. Þá lágu leiðir okkar mikið saman, er hann var fjár- málaráðherra í stjórn Stefáns J. Stefánssonar. Þykir mér því rétt að minnast hans hér í fá- um orðum að skilnaði. Jóhann var gæddur alveg sérsökum gáfum, algerlega sjálfmenntaður. Þekkti alla þætti atvinnu- og viðskiptalífs- ins, en þó bezt allt það, er að sjávarútvegi laut, enda sjómað- ur á æskuárum á þeim stað, þar sem sjómennska er enginn barnaleikur og sízt á þeim ár- um. í hinu langa samstarfi okkar, varð ég oft undrandi á hinni djúpstæðu og framúrskarandi þekkingu hans á hinum víð- feðmu sviðum atvinnulífsins og viðskiptamála. Verð ég að segja að slíkir menn eru því miður of fáir okkar á meðal. Ég man sérstaklega eftir samstarfi okkar í Nýbygging- arráði, þar sem mjög ólík sjónarmið hinna pólitísku flokka í landinu trönuðu hátt, og fulltrúarnir höfðu oft ólík- ar skoðanir á þeim verkefnum, sem þar þurfi að leysa, og hvei-su alltaf formanninum, Jóhanni, tókst að fella saman sjónarmiðin og leiða málin til farsællegra lykta að lokum. Ég varð þar alveg sérstaklega var við, að þar mat hann alltaf meira þjóðfélagslega heill mál- anna, en hirti minna um hina pólitísku togstreitu, sem of oft vill stinga upp kollinum í slík- um stofnunum. Þar kynn+ist ég líka hinni frábæru þekkingu hans á svo að segja öllum sviðum atvinnu- lífsins, í bæ og sveit og á höf- um úti Hann varð strax á fyrsta ári Samlags skreiðarframleiðenda framkvæmdas+jóri þess, eins og fyrr segir og var með að byggja farsællega grundvöll að þeirri stofnun, sem öðrum síðar er ætlað að byggja við. Vann hann þar eins og jafnan störf sín af trúmennsku og þeirri getu er heilsan leyfði, en þá fór heilsan að bila og hennar vegna lét hann þar af störfum um síðastliðin áramót. Þessi störf, sem ég hef hér á minnzt eru lítili þáttur úr ævistarfi þessa atorkumikla, þjóðkunna manns. Á hinni löngu þingmannsævi sinni beitti hann sér fyrir fjölmörg- um framfaramálum þjóðarinn- ar. Munu aðrir annarsstaðar greina þar frá, sem því eru frekar kunnugir, en sá, er þetta ritar. En það man ég, áð Jó- hann heitinn sagði mér oft að fyrstu þingsetuár sín hefði hann lagt sig mikið eftir því að nema þingmennsku af hinum beztu mönnum þingsins. Man ég að hann sagði að einn, nú löngu látinn, þingskörungur, hefði sagt sér, að jafnan skyldi leita að kjarnanum í hverju máli og fylgja því einu fram er samvizkan fyrir legði. Vanda mál í ræðum, gera and- stæðingum ekki rangt til og flytja mál sin ávallt með festu og prúðmennsku. Ég heyrði Jóhann flytja margar ræður, bæði á alþingi og við fjölmörg önnur tæki- færi. Hygg ég að hann hafi til- einkað sér alveg sérlega vel þessar fögru dyggðir ræðu- mannsins Hann var sérstak- lega vandlátur á að rétt væri farið með móðurmálið, hvort sem var í ræðu eða við allar bókanir á fundum. Er þetta því m'erkilegra, þar sem hann sleit aldrei spjörum sínum á skóla- bekkjum. Hann nam sín fræði í skóla lífsins, við langa lífs- reynslu. Að sjálfsögðu hlóðust á Jó- hann ýmis trúnaðarstörf, bæði meðan hann átti heima í Vest- mannaeyjum og þá ekki síður eftir að hann varð búsettur í Rey.kjavík, Heima í Eyjum, — eins og hann jafnan sagði, er hann minntizt á Vestmannaeyjar, — vann hann mikið að félagsmál- um. Finnst mér bera þar hæst hið mikla starf, er hann vann fyrir björgunarfélag þeirra Eyjamanna. sem var forboði slysavarna á íslandi. Hann var fremstur í fararbroddi að stofna Lifrarsamlagið þar og formaður þess alla tíð til dauðadags, auk þess sem hann vann mikið starf fyrir bæjar- félag þeirra Eyjamanna, bæði fyrr og síðar. Þetta, sem hér hefur verið sagt um störf Jóhanns, er að- eins ófullkomin mynd af hans mörgu og þjóðnýtu störfum. Hans verður víðar minnst og, þar gert betri skil af þeim, er þar kunna betur frá að segja. En ég get ekki stillt mig um að minnast á hina daglegu framkomu Jóhanns. Prúður, glaður, miðlaði öðrum af fróð- leik sínum, var sérstaklega lag- inn að segja vel frá, gat hann þá fléttað inn í frásagnir sínar meinlaust spaug, þannig að maður gleymdi um stund grá- um hversdagsleikanum. Jafn alúðlegur í framkom-u við æðri sem lægri, og ekkert var fjær skapi hans en gera mun á per- sónum, og hinn elskulegasti húsbóndi þeirra, er hann hafði yfir að segja. En hann hafði stórt skap, og beitti því aldrei í okkar löngu samveru, nema hann teldi þess fulla þörf og þá gat hann verið fastur fyrir. En nú er skeiðið runnið á enda. Nú breiðir móðir jörð hið græna vorskrúð yfir hinar jarðnesku leyfar hans. Á vori hinnar gróandi, íslenzku nátt- úru flytur hann heim úr fjar- lægu landi, heim, þar sem hann vann sitt mikla ævistarf. En hér gildir hið ævaforna lögmál, að duftið hverfur aftur til jarð- arinnar, en andinn fer til þess guðs, er gaf hann. Þar bíða hans eflaust stærri verkefni, svo tækifærið verður fyrir hendi: Meira að starfa guðs um geim. Jóhann Þ. Jósefsson var tví- kvæntur, fyrri konu sína, Svanihildi Ólafsdóttur, missti hann eftir örstutta sambúð. Lézt hún árið 1916. Setinni kona hans, frú Magnea Þórðar- dóttir, lifir mann sinn. Eignuð- ust þau þrjú börn, Ólafur, sem var flugstjóri að mennt og fórst í flugslysi hér við land fyrir nokkrum árum. Tvær dætur þeirra eru á lífi, Svana Guðrún, gift kona í Vestur- heimi og Ágústa, gift ísleifi Pálssyni fulltrúa, búsett í Reykjavík. Auk þess átti Jó- hann eina dóttur fyrir hið fyrra hjónaband, Unnur að nafni, sem dvaldi áratug á heimili þeirra Jóhanns og Magneu. Hún lézt 19 ára að aldri. Ynd- isleg stúlka, sem var heimilis- yndi beggja, bæði föður og stjúpmóður meðan hún lifði. Að lokum flyt ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sjálfur geymi ég hugljúfar minningar frá samveru okkar frá liðnum árum. Mynd sú, er skír, hann er í huga mínum Framhalf* ó ’ síðu. 1. MAÍ OG UTVARPSÐ Herra rittsjóri. MÆTTI ég biðja yður að ljá eftirfarandi línum rúm í blaði yðar. í Alþýðublaðinu föstudaginn 19. maj s. 1. segir í forsíðu- grein: „Innan Ríkisútvarpsins og ut- an þess sitja kommúnistar á svikráðum við þá stofnun til að misnota hana í þágu flokksins Grófar póhtískar áróðursgreinar eru lesnar upp í nafni rithöfundafélaga og kallaðar skáldskapur. Fréttir útvarpsins segja ekki frá 1. maí hátíðahöldum neins stað- ar utanlands nema i Rúss- landi og Austur-Berlín. Og þannig mætti lengi telja“. Þarna er fyrst fullyrt, að innan Ríkisútvarpsins sitji kom múnistar á svikráðum við þá stofnun til að misnota hana í þágu flokksins, en siðan eru tekin dæmi, sem hljóta að eiga að renna stoðum undir þá stað- hæfingu. Annað þeirra er um fréttir útvarpsins. Þeirri ómak- legu og einkar illkvittnu að- dróttun, sem í þessu felst, m.ót- mæli ég fyrir hönd starfs- manna fréttastofu útvarpsins. Þær fréttir, sem sagðar voru í úvarpinu af 1. maí hátiðahöld- um erlendis ,voru þær, sem hvarvetna voru hafðar á odd- inum í útvarpi og blöðum á Vesturlöndum þennan dag. Væntanlega á greinarhöfund ur við, að það sé kommúnismi að segja frá hátíðahöldum í Moskvu og Austur-Berlín, tn ekki t. d. í Oslo, Brússel eða Róm. Auðvitað eru hátíðahöld í tugum landa þennan dag og óhugsandi að segja frá þeim öllum. Fréttastofnanír velja úr það, sem lielzt þykir tiðind- um sæta Þennan dag náði fréttamaður erlendra frétta í fréttastofu útv. ekki Norð- urlandahlustun og engin skeyti bárust frá fréttariturum úl- varpsins á Norðurlöndum. All- ar erlendar fréttir þann dag voru frá fréttastofu Reuters og BBC, og að vísu var sagt frá 1. maí samkomum á fleiri stöð- um en greinarhöfundur Alþýðu blaðsins fullyrðir, en það er aukaatriði. Aðalatriðið er það, að hér eru sagðar þær fréttir af margnefndum hátíðahöld- um, sem fyrrnefndar frétta- stofnanir töldu helzt tii tíð- inda. Af hverju skyldu þær hafa sagt frá hersýningu og ræðuhöldum í Moskvu, hersýn- ingu í Austur-Berlín og mann- fjölda í Peking? Munu frétta- ritarar þeirra „sitja á syikráð- um“ við stofnanir sínar? — Ég legg hér með afrit af kvöld- fréttum útvarpsins 1. maí s. 1. (kl. 19,30), þeim sem íjölluðu um 1. maí hátíðahöld erlendis, ef yður, herra ritstjóri, þætti henta að birta þær, svo að les- endur Alþýðublaðsins sjái, hver slægur kommúnistum er í þeim. Jón Magnússon, fréttastjóri útvarpsins. ATHUGASEMD BLAÐSINS: Það er óþarfi að fjölyrða um þetta mál, því landsmenn hlusta flestir á fréttir útvarps- ins og geta myndað sér skoðan- ir á þeim. Hitt er óneitanlega réttmætt efni til umkvartana, að Ríkisútvarpið skuli ekiki segja orð um 1. maí á Norður- löndum, og stóðu þó yfir þar vinnudeilur, sem gerðu daginn fréttnæmari en ella. Sagt er frá Austur-Berlín en ekki mörg hundruð þúsunda útifundi í Vestur-Berlín og mætti svo á- fram telja um allan hinn frjálsa heim. Það er því ekki að undra þótt útvarpshlusténdur hér eigi bágt með að skilja, hvers vegna útvarpið nefnir ekki aðra 1. maí hátíð en austan tjalds. Erlend blsð, sem vissu- lega segja frá hátíðahöldunum eystra, höfðu margt aö segja, um daginn vestan tjalds, hvað sem líður BBC og Reuter. Her- maðurinn Framhald af 4. síðu. Er lögregluliðinu óx fiskur um hrygg og varð að her, hækkuðu hinir ungu foringjar hratt í tign. Chang, hershöfð- ingi, lagði einkum stund á njósnastarfsemi og varð sér- lega fær um að meta uppiýsing ar, sem bárust suður yfir 39. breiddarbauginn, landamæri Norður og Suður-Kóreu. Eftir árás Norður-Kóreu- manna, þegar niðurbrotinn her Suður-Kóreumanna var endur- skipulagður síðla sumars 1950, var Chang setiur yfir herdeild og síðar varð hann yfirrnaður annars herfylkis Suöur-Kóreu- manna. Við lok stríðsins var Chang skipaður varaforseti herráðsins. í lok marz s. 1. tók hann svo við af Choi Kyong Rok, hershöfðingja, sem yfir- maður herráðsins, og gegnir þeirri stöðu enn. Chang er þekktur fyrir var- færnislega og þrákelnislega af- stöðu til starfa sinna Hann og kona hans, sem er læknir í Se- oul, sjást sjaldan í veizlum. — Þau eiga þrjú börn. Alþýðublaðið — 25. maí 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.