Alþýðublaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 4
FALSARAR kommúnista hafa verið mjög athafnasam- ir á undanförnum árum og virðist ekki draga neitt úr að- gerðum þeirra.Þeir framleiða hvers kyns skjöl og bréf, ailt frá ástabréfum upp í hin leynilegustu ’top secret’ skjöl. Fyrir skemmstu kom það fram í amerískri þingnefnd, að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefði fundið 34 fölsuð skjöl á undanförnum fjórum árum, sem vafalaust er aðeins örlítill hluti þeirra ,skjala” sem fölsuð hafa verið, en kann ao vera megnið af svo kölluðum leyndarskjölum. — Fram til þessa hefur obbinn af ”skjöluin” þessum verið ”amerískur”, en nú fyrir skemmstu þurfti brezka sljórnin að mótmæla þessum fölsunum, er fyrsta fölsun á brezku skjali kom fram í dags ljósið. Skjal þetta var ”leyndar- skjal frá brezku ríkisstjórn- inni” um Afríku, sem átíi að sýna hvernig brezka verka- lýðshreyíingin, undir yfirum sjón brezku stjórnarinnar, væri að reyna að ná yfirráð- um yfir verkalýðshreyfingu Afríku og reyndi jafnframt að útiloka Bandaríkjamenn frá áhrifum þar. Afritum af skjali þessu var dreift á verka lýðsráðstefnunni { Casa- blanca 25. maí ,sl., eftir að jarðvegurinn hafði verið und- irbúinn með grein í rússn- eska blaðinu Trud daginn áð- ur. Eftir því sem brezk blöð segja, mun hver Breti hafa getag séð þegar í stað, að skjalið gat með engu móti ver ið brezkt stjórnarskjal og ekki einu sinni skrifað af Breta. Hins vegar er enginn efi á því, að skjalið hefur ver ið nógu vel gert til þess að blekkja venjulega Afríku- menn, ekki sízt vegna þess, að þeir eru alltaf reiðubúnir til að trúa öllu illu um nýlendu- veldin. Og það hefur litla þýðingu að neita slíkum ásök- unum eftir á. Þetta falsaða ”brezka” skjal er gott dsemi um hinn tvöfalda tilgang slíkra skjala. Annar er ,sá að skapa grun- semdir, hvort sem það er í garð fyrrverandi nýlendu- velda í Afríku eða Banda- ríkjamanna í Japan eða Ad- enauers í Þýzkalandi, og hinn er sá, að ala á grunsemdum bandamanna í vestri hvers í annars garð. Það skal tekið fram, að í V-Þýzkalandi mið- ar herferð þessi fyrst og fremst að því að grafa undan siðferðisþreki manna, eink- um í hernum, og kemur mest af slíkum áróðri gegnum V- Berlín, eða beinið í hálsi Krústjovs. Nokkur þessara skjala hafa áður komið við fréttir og því allvel þekkt. Til dæmis má taka skjalið, ,sem átti að vera frá Dr. Frank Berry, fyrrver andi aðstoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, til Mc- Elroy, er þá var varnarmála- ráðherra, þar sem sagði, að flestir flugmenn og navígator ar ameríska sprengjuflugvéla flotans væru hættulega tauga veiklaðir. Þá kom fram í dags ljósið fyrir um ári bréf, sem átti að vera frá ameríska sendiráðinu í Tokíó til stjórn- arinnar í Washington, þar sem mælt var með því að U-2 flugvélarnar, sem fluttar höfðu verið frá Japan, skyldu fluttar þangað aftur með leynd. Þessi tvö dæmi eru góð um eina tegund slíkra falsana, þ. e. a. s. tilraun til að nota á hverjum tíma eitt- hvert alriði, sem deilum veld ur, til að skapa meirj úlfð.. Ef við snúum okkur hins vegar að Þýzkalandi, þá sjáum við aðra hlið á þessari her- ferð. Þar er ekki um að ræða einstök skjöl, eins og fyrr get ur um, heldur stöðugt flóð hvers kyns falsaðra gagna. — V-Þjóðverjar telja, að um 3 milljónir eintaka af hvers konar bæklingum og fölsuð- um skjölum flæði á mánuoi hverjum inn í V-Þýzkaland, aðallega gegnum 'V-Berlín, — eins og fyrr getur. Meðal annars er þar um að ræða fölsuð herskyldubréf um að menn séu lausir úr herþjón- ustu, bréf frá veslur-þýzka hernum, fölsuð skjöl og skrár, bréf frá aðalstöðvum NATO og ástabréf, rituð á ilmandi bréfsefni, sem miða að því, að koma af stað heimiliserj- um. Þá má líka geta hinna miklu bréfaskrifta, sem sann- anlega fara fram fyrir at- beina ”flokksins,” t. d. til að mótmæla því, að vestur-þýzki herinn fái atómvopn. Lítill vafi er á því, að bréfa herferðir þessar og falsanir á skjölum eru skipulagðar í smáatriðum og taldar borga sig. Það er þó sennilegra, að ætlunin sé fremur sú, að koma vesturveldunum í klípu en að talið sé, að beinn árangur sé mjög mikill. Þarna liggur sjálf sagt á bak við sú eldgamla hugsun rógberans, að eitthvað loði alltaf við, ef nógu er log ið. Það er alltaf erfiðara að bera slíkt af sér en koma sög unum á kreik. Einn Ijós punktur virðist þó vera í þessu fyrir vesturveldin. Því oftar sem kommúnistar kalla ”úlfur, úlfur” því erfiðara verður fyrir þá að nota ófölsuð skjöl, er illa gætu komið sér, ef þeir einhvern tíma kæmust yfir þau. En allt um það tala baráttuaðferoirnar sínu máli. NÚTÍMAMAÐURINN les gíf urlega mikið, blöð, tímarit, bækur, en talið er, að almennt lesi menn allmiklu hægar en þeim er mögulegt, Bandarískir sérfræðingar segja, að með 30 'klukkutíma æfingu geti hver og einn aukið leshraða sinn um helming. Hér er átt við þá sem eru meðalgreindir, og ráða yfir talsverðum orðaforða. Sumir kennarar segja, að til séu menn, sem lesi allt að 15.000 orð á mínútu, en það er sennilega á misskilningi byggt. En á því er enginn vafi, að allt venjulegt fólk getur stóraukið leshraða sinn. Hér eru nokkrar leiðbeining Framhald á 10 síðu. HMMMWMmWMMMMMUMW Stóri köii- urinn inn upp Nei, það er ekki verið að temja tígrisdýrið. Við það noía þeir svipur. Bezt gætum við trúað að nú ætti að fara að skera það upp við magasári. Þeir eru sem sagt að svæfa það. Og það er hreint ekki heiglum hent, að svæfa tigrisdýr. Þetta dýr er í dýragarði í Þýzkalandi, en það veiktisí skyndi- lega af innvortismeini, og ekki um anuað að gera en skera það upp. Fyrst komu þeir deyfandi sprautu í annan framfót þess, en síðan settu þeir þennan svefnúðara upp í ltjaft þess, en hann er all voldugur og rígbundinn eins og myndin sýnir. Ekki er annað vitað en uppskurðurinn hafj tek- izt vel og tigrisdýrið sé nú við beztu hcilsu. Hitt er annað mál, að það mun næsta óvcnjulegt að villi dýr séu lögð á skurðar- borðið. 4 2. júlí 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.