Alþýðublaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 2
ðttstjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — rulltrúl rlt- íSJómar: Indriðl G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Bimar: 14 900 — 14 90* — 14 90? Aug'ýsingasími 14 908. — Aðsetur: Alþýðu- | fcísið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald te. ! i,00 á mánuði. I lausasöiu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkuriim. — Fra vsemdastjórl Sverrir Kjartansson. Auðvitaö fær gamla fóikið sína hækkuu S | GAMLA FÓLKIÐ fær vissulega hækkun á elli t Mfeyri sínum. Núverandi ríkisstjórn byrjaði á að : jliækka stórlega þennan lífeyri, sem hafði orðið á ) eftir í tíð vinstri stjórnarinnar. Nú hafa enn orðið Jþaear breyíingar á verðlagi og kaupgjaldi, að þennan Mfeyri elztu borgaranna verður að hækka. Og það mun gert. Tíminn sagði frá því með allmiklum bægsla- gangi í fyrradag, að gamla fólkið fengi enga hækk un — aðeins gengislækkunina. í gær velti blaðið ;>ér upp úr þessari lygi, sýnilega ánægt yfir í- i jnyndaðri mannvonzku stjórnarflokkanna. Ekki þótti Tímanum ástæða til að spyrja ráð- ilierra eða Tryggingastofnun ríkisins um þetta mál. Það hefði eyðilagt rosafréttina. Blaðið treysti lóetur þeirri staðreynd, að lýgin komist norður á Juanganes, áður en sannleikurinn nær Elliðaám. Raunar er furðuleg þessi umhyggja Fram- ;;ókna)rmanna fyrir þeim. ;sem njóta góðs af al mannatryggingum. Enginn flokkur hefur verið í~ Maldssamari og áhugalausari um tryggingamál en JFramsóknarflokkurinn hin síðari ár. Það er ó- gleymanlegt minnismerki um afturhald framsókn armanna, þegar einn öldungur stóð upp á alþingi úr þeirra hóp og greiddi atkvæði með stóraukn- ííngu tryggingakerfisins — en allir aðrir þingmenn ílokksins sátu sem fastast. Og enn muna íslend Jingar þá staðreynd, að innan vinstri stjórnarinnar gat Alþýðuflokkurinn enga samstöðu fengið við íramsókn og kommúnista um aukningu trygging anna. Það var ekki fyrr en þeir flokkar voru farn íir úr ríkisstjórn, sem skriður komst á málið. Kommúnistar sýndu tryggingunum áhugaleysi af því, að þeir voru undir niðri á móti félagslegum og öðrum umbótum á lýðræðislegu þjóðfélagi. Slíkar framfarir og betri hagur fólksins tefja í þeirra augum fyrir upplausn og óánægju, sem skapar þeim aðstæður til að koma á kommúnist ísku þjóðskipulagi. Samkvæmt þeirra kenningum eiga kjör alþýðunnar að fara sífellt versnandi, unz &án gerir byltingu og tekur upp kommúnisma. Framsóknarmenn eru áhugalausir um alþýðu- íryggingar af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru í eðli sínu afturhaldssamur sérhagsmunaflokkur. Sexfugur í dag: SIGURJÖN JÖNSSON múrarameistari í Hafnarfirði SIGURJÓN JÓNSSON múr- arameistari í Hafnarfirði er sextugur í dag. Hann er fædd- ur að Brúnavöllum á Skeiðum, sonur hjónanna Jóns Þorleifs- sonar og Sigurveigar Þórarins- dóttur er þar bjuggu, en var bráðungur íekirm i fostur að Kolsholti í Flóa, tii hjónanna Sigurðar Jónssonar og Guðrún- ar Vigfúsdóttur og ólst þar upp fram undir fermingaraldur — Frá Kolsholti fluttist svo Sig- urjón til sonar fósturforeldra sinna, séra Ingvars Sigurðsson- ar, að Desjarmýri, Borgarfirði eystra, og dvaldist hjá honum fram á fullorðinsár. Sigurjón var snemma táp- mikili og harðduglegur til allra verka, útsjónarsamur og hagsýnn og fórst allt vel úr hendi. Skólavist hefur Sigurjón ekki haft langa, en tileinkað sér þeim mun betur það sem lífið sjálft hefor kennt honum_ Hann hefur jafnan haft augu og eyru vel opin fyrir öllu sem gerðist í kringum hann og er nú fyrir löngu orðir.n margfróður í öllu veraldar- vafstri. og óhætt að segja miklu betur að sér en margir, scm lengur hafa setið á skóla'oekk. Þegar Sigurjón. var orðinn fulltíða maður settíst hann að í Neskaupstað og bjó þar um langt árabil allt pangað til hann fluttist til Hafnarfjarðar fyrir um það bil 20 áruna þar sem hann hefur búið síðan. Hann jagði fyrir sig múraraiðn, og hefur sem slíkur verið eft- irsóttur tii þeirra starfa fyrir sakir vandvirkni, samvizku- semi og frábærs dugnaðar. Þeir, sem einu sinni kynntust verkum Sigurjóns vildu um- fram allt fá hann aftur ef þeir þurftu á manni að halda til slíkrar vinnu. Þó að Sigurjón sé ekki eldri en þetta hefur hann gengið svo nærri sér viö hið erfiða múrara starf að lækr.ar hans munu hafa ráðlagt lionum að leggja það á hilluna að mestu, og það hefur hann gert. Hann er nú umsjónarmaður hjá ríkisspitöl- unum, og sér um viðgerðif og rekstur bygginga o fl., sena skylt er, hans fyrra sfarfi. —. Þrátt fyrir þetta er hann þó enn röskur í fasi, snar í snún- ingum og hefur ekki látið á sjá hið ytra. Sigurjón er glaðvær og kát- ur, léttur í lund og skemmti- legur félagi Hann er h.iálp- samur og greiðvikinn og vill hvers manns vanda leysa. —■ Hann liefur ekki tekið mikinn þátt í opinberum málum, en hefur sínar ákveðnu skoðanir; og fer ekki dult með þær —. Hann hefur af alhug haft áhuga fyrir því að hinir veiku og hinir smáu í þjóðfélaginu værui styrktir til sæmilegrar lífsaf- komu og á þessu sviði og öðr- um stutt og styrkt Alþýðuflokk inn í sinni viðleitni. Sigurjón er kvæntur Vil- borgu Pálsdóttur sem á allan hátt hefur stutt mann sinn og verið honum samhent í hví- vetna. Þau eiga 6 mannvænleg börn uppkomin. Ég óska Sigurjóni, konu hans og fjö.lskyldu allra heilla á þessu merkisafmæli hans, og vona að hann eigi enr. langt líf fyvir böndum og margt. starfið eftir að vinna til hagsbóta fyr- ir sjálfan sig og aðra. Emil Jónsson. Sigríður Kjartansdóttir - f. 31. ágúst 1861 - d. 29. júní 1947 ÞAÐ HEFUR löngum ver- ið hljótt um íslenzkar alþýðu konur, sem unnið hafa störf sín innan. veggja heimilis síns, oft við fátækt og aðrar erfiðar aðslæður. Ein af mörgum þessara kvenna var móðir fimm systkina, frú Sigríður Kjartansdóttir. Hún var fædd samkvæmt hennai' sögn og annara kunnugra á Stað f Aðalvík 31. ágúst 1861 (en samkvæmt hinum brunnu kirkjubókum Stað- arkirkju er hún sögð f 1862). Foreldrar hennar voru hjón- in Kjartan Ólafsson og Ingi- björg Sakarásardóltir. Móðir Sigríðar, Ingibjörg var hálf- systir Sigurðar Gíslasonar á Látrum og Rósu Gísladóttur, Hesteyri, svo ég nefni eitt- hvað af því mæla fólki, sem að henni stóð. Sigríður Kjart- ansdóttir ólst að nokkru upp hjá móðursystur sinni, frú Rósu Gísladótlur á Hesleyri, eða frá 10 ára aldri og fram yfir fermingu. Sigríður átti 9 systkini, þau dóu flest í æsku, þau sem upp komust voru auk hennar: Guðrún Kjartansdóttir, Mýrum í Dýrafirði, sem giftist Sigurði Halldórssyn á sama stað, hún dó á miðjum aldri, vel látin og elskuleg kona, svo var það Guðni Kjartansson; kvæntist hann Hjálmfríði ís- leifsdóttur. Þau bjuggu í Hælavík eða Heljarvík eins og sumir kalla- Hann var merkur á margan hátt og á marga afkomer.dur. Sigríður var nett, snyrti- leg, fremur fríð sínum, vel vaxin, í minna meðallagi á Framhald á 10. síðu. Sigríður Kjartansdóttir 2 3. sept. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.