Alþýðublaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 2
I Œitstjórar: Gisii J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ^ «tjómar: indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — ' Bhnar: 14 900 — - * 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýöu- \ 4búsið. — Prentsmiðja AlþýÖublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald j fc. 55.0C í mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Í! Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. . Hann vill reyna aftur RÉTT ER >að unna Lúðvík Jósefssyni þess sann rnælis, að hann taldi í útvarpsræðu isinni frá al- : þingi upp lallmörg stefnumál, sem 'hann telur, að )tiý „vinstristjórn44 ætti að beita sér fyrir, ef svo álíklega tækist til, að slík stjórn kæmist á laggirn , ar. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að í~ ‘ fcuga, hversu mikinn áhuga Lúðvík hafði á þess • nuim sömu stefnumálum, þegar hann var sjálfur . ráðherra fyrir skömmu síðan. Hér fara á eft- 1 íir nokkur þessara mála: : 1. Herinn úr landi og hlutleysi íslands. — Lúðvík nefndi eklci orði í 2 ár, sem hann sat á ráðherra stól, að herinn þyrfti að fara eða ísland að verða hlutlaust. ■ 2. Vinsamlegt samstarf við launastéttirnar um lausn efnahagsmála. — Var ekki slíkt samstarf í tíð vinstri stjórnarinnar — og þó skildi hún við efnahagsmálin í öngþveiti? 3. Stórfyrirtæki í opinberri eigu. — Þegar Lúðvík var ráðherra, fór lítið fyrir tillögum hans um j þjóðnýtt fyrirtæki. 4. Landhelgin sé endurheimt fyrir íslendinga eina. — Hiin hefur verið stækkuð frá því Lúðvík skildi við hana. • 3. Kaup vinnustéttanna sé hækkað. — 1956 sagði Lúðvík, þá ráðherra, að lögbinding á kaup væri • beinlínis kjarabót fyrir alþýðuna. ; G. Rætt fyrirkomulag afurðasölunnar. — Af hverju kom Lúðvík því ekki á, þegar hann var sjávar | útvegsmálaráðherra? Þá gerði hann ekkert, nema setja eina nefnd til að koma kommum á ríkisjötuna. . Nýtt ríkisvátryggingakerfi fiskiskipa. — Af hverju kom Lúðvík því ekki á, þegar hann var sjávarútvegsmálaráðherra? Lét hann ekki ríkið oorga inestallar tryggingar útgerðarmanna — 1 með isvindli og spillingu? i 8. Lækkun flutningsgjalda. — Þegar Lúðvík stóð að bjargráðunum, sem voru dulbúin gengislækk un hjá vinstri stjórninni, HÆKKUÐU farm gjöld verulega. 9. Nýtt skipulag á sölu og dreifingu olíu. — Þegar Lúðvík 'var ráðherra lét hann ekki aðeins olíufé j lögin í friði, heldur tók að borga niður olíu úr ríkissjóði fyrir þau. Það hefur enginn annar ráðherra gert fyrr né síðar. ! '16. Verðlagseftirlit og lækkun milliliðagróða. — Þegar Lúðvík var viðskiptamálaráðherra, leyfði hann stórfellda HÆKKUN á álagningu, sem allri var velt yfir á neytendur. Þannig er hin nýja stefna, og þannig fram ikvæmdi Lúðvík hana, þegar hann hafði vald til. Er ástæða til að gefa þessum manni annað tæki færi? Kristján Guð- ! mundsson, Eyrar- bakka, látinn EINN af elztu og kunnustu brautryðjendum verkalýðs- hreyfingarlnnar og Alþýðu- flokksins, Kristján Guðmunds- son á Eyrarbakka, lézt í fyrri- nótt í svefni að heimili sínu á Eyrarbrkka, Krlstján gekk í verkamannafé'.agið Báran þeg- ar við stofnuri þess 1904, en það félag var ein af deildum Bárufélaganna, sem stofnuð voru hér í Reykjavík af sjó- mönnum. Upp frá því var ICrist ján ótrauður félagi og baráttu maður. Hann átti oft sæti í stjórn Bárunnar og gegndi lengi formannsstörfum f félag- inu. Hann sat flest þing Al- þýðusambandsms og A'þýðu- flokksins. Kristjáns Guðmunds sonar verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 4 — 6. Bifreiðadeild. „AUSTIN SJÖ“ STÆRSTA LITLA FJÖLSKYLDU- BIFREIÐIN ER KOMIN. — LÍTIÐ INN. HANNES Á HORNINU Í? Nýr vegur við Ölfusár brú. i? Um áburðarverk- smiðjuna og áburðar- söluna. Bréf frá bónda. 'jíf Kennarar kynna sig ekki fyrir nemendum. NÝR VEGUR hefur verið lagð ur að Ölfusárbrú norðanverðri, og gaml; vegurinn með öllum sínum hlykkjum og beygjum lagður- niður. Nýi vegurinn er hár og breiður og hinn myndar- legasti. Hann hefur verið lagð- ur svo að segja á árbakkann, og beljar áin straumþung rétt fyr- ir neðan. Þar er iðan hörð og fáum undankomu auðið ef í fer. Vonandi verður örugglega geng 'ð frá vegbrúninni svo að ekki hljótist slys af. GAMALL bóndi skrLfar: — ,,Hvað er verið að rannsaka? Lítil rammagrein með þessari fyrirsögn birtist í Tímanum í gær 21/10-’61 Það kvað vera nokkurt umtal um það utan Áburðarverksmiðjunnar og inn- an að fyrirtækinu sé ekki sem bezt stjórnað. EINN kunnasti verkfræðing- ur verksmiðjunnar, kvað hafa gefið verksmiðjustjórninni skýrslu um rekstur verksmiðj- unnar á s. 1. aðalfundi, en þó víst ekki drepið á nema það stærsta, enn nóg til þess, að kosin var nefnd til að rannsaka málið, meira hefur ekki heyrzt. Maður hefur lesið x blöðum að í ráði sé að Áburðarsala ríkis- ins verði lögð undir Áburðar- verksmiðjuna og landbúnaðar- ráðhe^ra jhafi allaraiðu borið fram frumvarp í því sky.ni é yf- irstandandi þingi. HÉR VIRÐIST eitthvað ekki sem bezt í pottinn búið. Því að vera að leggja niður það eina ríkisfyrirtæki , sem að allra dómi hefur verið vel stjórnað frá byrjun og gefa í hendur fyr irtæki, sem hefur orð á sér fyr- ir að hafa verið miður vel stjórnað frá byrjun, er fráleitt. MÉR FINNST það ætti að gegnumlýsa betur stjórn Áburð- arverksmiðjunnar, áður en horf ið verður að því ráði að fá henni áburðarinnflutning í hendur. ■— V.ð tölum mikið um frjálsa verzlun og sem minnst innflutn ingshöft o. s. frv. Ef ríkið vill leggja áburðarsöluna nlður, þá liggur beinast við að gefa inn- flutning á áburði frjálsan, það< er í samræmi við stefnu núver- andi ríkisstjórnar. a KÆRI V.S.V.: Ég þakka þér fyr r þína góðu, smáu pistla, þó þeir stundum komi við suma, er það ekki nema eins og það á að vera, enn sérstaklega þakka ég þér ritdóminn um Stromp- leikinn hans Laxness, liann var mjög saungjarn og sá bezti, sem ég hef séð, það er svo sem eng- in furða þó sumir leggi kollhúf- ur, þegar þeir sjá sjálfa sig, þar sem ekkert er ekta, jafnvel ekki hundurinn eða blómin.“ ÁHORFANDI skrifar: ,’Ég hef haft spurnij- af tveimi skólum — annar er framhaldsskóli, hinn sérskóli í Reykjavík. Við báða þessa skóla starfa margir kenn- arar. Tveir drengir — sinn ® hvorum skólanum, hafa sagt þeim, er þetta ritar, að aðeins einn kennari í hvorum skólanumi hafi greint nafn sitt í fyrstu kennslustund í bekknum, aðrir kennarar ekki. Verða þá krakk- arnir að fara krókaleiðir t.f aS vita nöfn kennara sinna, en upp burðarlítil börn fá fyrst upp nöfn kennaranna seint og siðar- meir. í ÞETTA er ósiður hjá kcnnur- Um eða hirðuleysi. Ættu skóla- stjórar allra skóla að gefa kennurum fyrirmæli um, að þeir í byrjun hvers skólaára kynni sig fyrir nýjum nemend- um. Þetta er ekki veigamikiS atriði, en þó full nauðsyn, þv£ það e'r leiðinlegt fyrir börnin, eða unglingana að vlta ekki nafn á kennurum sinum“. Ilannes á horninu. Jbrjár bækur frá ísafold ÍSAFOLI) sendi frá sér 3 bækur í gær, ’Gullæðið' eftit Jack Londoxi, ’Næturgestir', skáldsaga eftir Sigurð A. Magnússon, og ’lslenzk frí- merki’. ’Næturgestir’ er 6. bók Sig- urðar og fyrsla skáldsaga hans. Hún er 167 síður. ’Gullæðið’ er 215 síður; —- Geir Jónasson bjó til prent- unar. Þýðandi er ekki nefnd- ur, en sagan birlist fyrst í Vísi árið 1917. ’íslenzk frímerki’ er mynd- skreytt frímerkjaskrá, sená Sigurður H. Þorsteinsson hef- ur tekið saman. Þetta et fimmta úlgáfa. Lýsingar merkj anna eru á íslenzku og ensku. g 27. okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.