Alþýðublaðið - 29.10.1961, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.10.1961, Qupperneq 4
(WV%WWWWVmWVWWWWWW%W%WVWH%MWWM I Biðjið um ÍSABELLA sokka Margra ára reynsla hefur staðfest gæðin. ÍSABELLA kwensokkar eiga meiri vinsældum að fagna um allt land en nokkur önnur sokkategund. Þessar vinsældir byggjast á hóflegu verði, mikilli endingu og fallegu útliti, Fást i tízkulitum í verzlunum um allt land. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. %%%%WWW%M»VWW%WM%%MWW%WWW%VW%WWMW GÓLFTEPPI stærð 3V2 x 4Y2 Gamalt verð. — Hagkvæmir greiðsluskil-1 málar. HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR Skólavörðustíg 16. Sími 24620. AÐALSTEINN EIRlKSSON -SEXTUGUR - ÞAÐ þóttu tíðindi vestra fyr* ir nær þrjátíu árum, er það fréttist að ungur kennari úr Reykjavík hyggðist vinna að því að koma upp skólasetri í Reykjanesi við isafjarðar- djúp. Þótt hugmyndin þætti furðuleg vakti þó fram- kvæmd hennar enn meiri undrun. Þessi ungi maður virtist með ólíkindum laginn á að vinna stórmenni til fylg- is við nýtízkulegar hugmynd ir sínar í skólamálum. — Fræðslumálastjórnin veitti honum fulltingi ,sitt, bæjar- stjórn ísafjarðarkaupstaðar og sýslunefnd Norður- ísa- fjarðarsýslu komu til móts við har.n, og bændur í héraði gengu fúsir til samstarfs við hann. Á skömmum tíma risu upp miklar byggingar í Reykja- nesi og skólinn tók til starfa. Það fór mikið orð af stofn- anda skólans fyrir hagsýni og fjármálavit. Þá var starf- semi skólans með nýju sniði. Hann var heimavistarbarna- skóli fyrir tvo hreppa. Yar það fyrsta tilraun, sem gerð vár, til þess að sameina sveita félög um heimavistarbarna- skóla. Auk þess var skólinn héraðsskóli, sem veitti nokkra bóklega fræðslu og bjó vel að nemendum sínum til l'kamsmenntunar og verk- legr.ar þjálfunar. Skólinn vanrt sér fljótt orð og skóla- stjórinn og stofnandi hans, Aðalsteinn Eiríksson, varð þjóðkunnur maður. Aðalsteinn Eiríksson kom í Reykjanes að sunnan, en hann er Þingeyingur að upp- runa. Hann er fæddur í Krossavík í Þistilfirði þar.n 30. oklóber 1901. Hann er af þingeyskum bændum kom- inn, annars vegar harðskeytt- um athafnamönnum, en á hins vegar ætttengsl við listelska menningarfrömuði. Gætir þeirra beggja ættar- erfða í fari hans. Ungur að árum sturdaði Aðalsteinn nám í Eiðaskóla undir skóla- stjórn Ásmundar Guðmunds sonar, síðar biskups. Eftir skólavistina á Eiðum var Að- alsteinn við ker.nslu einn vet- ur heima í héraði, en fór svo í Kennaraskólann og tók það- an kennarapróf vorið 1924, eftir tveggja vetra nám. —■ Seinni veturinn í Kennara- skólanum var hann jafn- framt náminu kennari við barnaskólann í Reykjávík. Fyrstu kennsluár sín lagði hann mikla stund á söng- kennslu, enda unnandi söngs og hljómlistar. Slrax og Aðalsteinn hafði lokið kemaraprófi fór hann á námskeið til Norðurlanda, en dvaldist mest í Noregi. — Tíu árum seinna fór hann öðru sinni til Norðurlanda, en lagði þá mesta rækt við að kynnast skólum höfuðborg anna, jafnframt því, er hann aflaði gagna til norrænr.ar skólasýningar í Reykjavík. Þegar Áðalsteinn fluttist vestur í Reykjanes, hafði hann mikið íhugað skólamál sveitanna og hvaða leiðir mundu líklegastar til þess að koma þeim í það form, er bezt hæfði. Skólinn í Reykja- nesi átti að vera tilraun um framtíðar skólaform fyrir sveitirnar, og óneitanlega berti allt til þess að rétt væri stefnt í höfuð dráttum. Aðal- steinn hafði þá og setið nokk- ur ár í stjórn kennarasam- bandsins og sat þar enn um hríð eftir að hann flultist vestur. Stjórn Kennarasam- bandsins var á fjórða ára- tugnum skipað ýmsum ágæt- ustu mönnum kennarastétt- arinriar. Þeir lögðu kapp á að gera veg stéttarinnar sem mestan og stóðu fast að rétt- indum hernar og skyldum. Meðan Aðalsteinn átti þar sæti, mun hann hafa látið að sér kveða. Hann var mikill málafylgjumaður og heill í liðveizlu sinni við þann mál- stað, er hann taldi réttan vera. Með skólaslarfi sínu í Reykjanesi aflaði Aðalsteinn sér mikilla vinsælda og frama. Þótti ýmsum þar vestra, að hann ætti sér fáa líka. Einstaka manni mun þó hafa þótt nóg um uppgang hans og grunaði hann um að hann mundi ætla sér að nota vinsældir sínar sér til annar- legs frama. Árið 1937 gaf Aðalsteinn út fjölritaðan bækling, sem hann nefndi: „Tillögur um skólamál sveitanna". Gerði hann þar grein fyrir tillögum sínum og áliti um framtíðar- skipulag skólafræðslunn ar í sveitum landsins. Margt var nýstárlegt í tillögum þessum, og ýmislegt af því mátti vita- skuld gagnrýna. En í megin- atriðum voru tillögurnar sam hljóma því. er nú hefur mest kapp verið lagt á, en það er að sameina sveitarfélög um heimavistarbarnaskóla. Fyrir einhver undarlegheit voru tillögur Aðalsteins af- fluttar. Á Kennaraþingi voru þær fordæmdar og Aðalsteinn settur í eirs konar útlagaað- stöðu á þinginu.Mun þar hafa verið um of horft á aukaatriði og emstaka góður skólamað- ur óttast að með tillögunum væri gengið á hlut skóla f fjöl býlinu, hvernig sem sú skoð- un hefur mátt fram koma. — Aðalsteini mun hafa fallið þunglega meðferð þingsins á málinu, en hann kunni að taka ósigri. Þegar Jakob Kristir.sson, fræðslumálastjóri. kom á námsljórn barnafræðslunnar 1941, fékk hann Aðalstein til þess að tak.a að sér námseftir lit á Vesturlandi. Aðalsteina gegndi því starfi aðeins eitt ár, en hvarf þá aftur að skóla stjórnir.ni. Eftir tíu ára skólastjórn í Reykjanesi mun Aðalsteinn hafa álitið að starfsemi skól- ans' væri komin í svo fast form, að öruggt væri um fram tíð hans. Hann fluttist þá aft- ur til Reykjavíkur og gerðist fulltrúi á fræðslumálaskrif- stofunni. Þótti mikil eftirsjá að honum úr héraði. Ekki sleppti harn með öllu hendi af skólanum. heldur hefur as síðan haft náið samband við hann og fylgzt með starfsemi hans. Átti hann meðal ann- ars þátt í að breyta héraðs- skólanum í verknámsskóla. Hefur það gefið góða raun. Árið 1949 varð Aðalsteinn námstjóri héraðs — og gagn- fræðaskólanna, og um svipað leyti var honum falin athug- un á fjárhagslegri fram- kvæmd hinna nýju fræðslu- laga. Með fræðslulögunum 1946 varð alger bylting í viðskipt- um ríkis og sveitafélaga í fjármálum skóla. Með lögun- um var ríkissjóður gerður meiri þátttakandi í stofnkostn aði skóla en áður, og til við- bótar skyldi hann nú eiga margþælta aðild að viðhalds- og rekstrarkostnaði skól- anna. Yfirstjórn fræðslumál- anna gerði sér tæplega nógu ljóst í upphafi, hversu marg- þætt og vandmeðfarin þessi fjármálaviðskipli yrðu. Um ótal atriði var vant skýrra ákvæða og fjölda regla þurfti að móta til þess að koma fullu og öruggu skipulagi á þessi viðskipti. Athuganir Aðalsteinsi leiddu meðal annars til þess, að þáverandi menntamála- ráðherra, Bjarni Benedikts- son, gekksl fyrir því, að á al- þingi 1955 voru samþykkt ný lög um fjármál skóla. Eitt af mörgum ákvæðum þeirra var, að settur skyldi fjármála eftirlitsmaður skóla. Það emb ætti hefur Aðalsteinn skipað síðan. Starfið hefur verið vandasamt og ekki líklegt til þess að verða þakklátt, en ó- hætt mun að fullyrða að Aðal steinn hafi þar unnið sér traust og trúrað allra þeirra, sem góð störf kunna að meta. Honum hefur verið það kapps mál .að á engan væri hallað og hver fengi það, er honum bæri. Aðalsteinn Eiríksson á að baki ntrkið og merkilegt starf í skólamálum okkar. Hann hefur hlotið traust og vin- ■sældir margra ágætra manna, franiliald á 10. síðu. 4 29. okt. 1961 — Alþýðublaðtð

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.