Alþýðublaðið - 07.01.1962, Side 4
líefSvíkircgar — Suðurnesjamenn
B I N G Ó
í Ungmennafélagshúsinu Keflavík í kvöld
kl. 9.
Margir glæsilegir vinningar meðal annars
ihitnn vinsæli Sindrastóll, útvarpslborð, stand
lampi o. fl. o. fi.
Aðgangur ókeypis. — Húsið opnað kl. 8.
Í.B.K.
Ingólfs-Café
BINGÓ í dag kl. 3.
Meðal vinninga:
12 manna maatarstell — 12 manna kaffistill,
gólflampi o. fl.
Borðpantanir í síma 12826.
Ingólfs-Café
GÖMLU DANS/LRKIR í kvöld kl. 9.
Dansstjóri Sigurður Runólfsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Sími 12826.
Dansskóli
Rigmor
Hansson
— Sími 13159 —
samkvæmisdans-
KENNSLA
(Nýju og nýjustu dansarnir)
Hefst núna í vikunni í öllum flokkum.
Fyrir unglinga — fullorðna — börn' — byrjendur_
framhald.
Upplýsingar og innritun í súna 13159 í dag og
þriðjudaginn.
PANSSKÓLI RIGMOR HANSSON, sími 13159.
alþýðublaðið
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif
enda í þessum hverfum:
Söriaskjóli
Högunum
Freyjugötu
Afgreiðsla Alþýðublaðsins, sími 14901.
Auglýslngasími blaðsins er 1490»
ER VIÐREISNIN íhalds- og
afturhaldsstefna, sem mótast
af sérhagsmunum auðmanna,
gerir hina ríku ríkari og hina
fátseku fátækari? Er -Alþýðu-
flokkurinn orðinn svo aftur
haldssamur, að hann vinni
aðeins fyrir auðmenn þjóð-
félagsins?
Slíkar spurningar vakna við
lestur Tímans eða Þjóðvilj-
ans, þar sem þessu er haldið
fram nálega dag hvern. Að
vísu er veimegun þjóðarinn-
ar nokkur sönnun um hið
gagnstæða, svo og vinstri
stefna eins og aukning trygg-
inga, sem Alþýðufokkurinn
gat aldrei komið fram í sam-
vinnu við framsókn og
komma. En við skulum kanna
málið betur.
Á sama tíma sem framsókn
armenn fordæma Alþýðu-
flokkinn á íslandi bera þeir
jafnan lof á alþýðuflokka ann
arra landa, sérstaklega í Nor-
égi. Engum lesanda Tímans
getur dulizt, að norski Verka-
mannaflokkurinn sé vinstri
flokkur, sannur alþýðuflokk-
ur.
Allt er þetta hverju orði
sannara. Þess vegna vona ég,
að framsóknarmenn leggi
eyrun við, því ég hef aflað
nokkurra upplýsinga um
stjórn efnahagsmála í Noregi
til samanburðar við það, sem
Alþýðuflokkurinn hér heima
hefur gert með þátttöku í við
reisninni. Þessar upplýsingar
eru frá hlutlausum aðila,
teknar úr bókinni ,,The Prob-
lem of Rising Prices“, sem
byggð er á sameiginlegri rann
sókn sex frægra hagfræðinga.
Einn kaflinn er hrein upptaln
ing á efnahagsráðstöfunum*
hinna ýmsu þjóða í Vestur-1
Evrópu og Norður-Ameríku,
og þar skulum við athuga,
hvað jafnaðarmannasljórnin
norska, viðurkennd vinstri-
stjórn, hefur aðhafzt síðustu
átta ár.
Eitt höfuðéinkenni viðreisn
arinnar er föst yfirstjórn á út-
lánum bankanna og takmörk
un bankalána, en það hafa
framsóknarmenn talið hvað
svívirðilegasta íhaldsráðstöf-
un stjórnarinnar. Einmitt .
þetta er þó sú stefna, sem
norska stjórnin hefur notað
mest til að halda jafnvægi í
efnahagsmálum. í desember
1953 var bönkum og trygg-
ingafélögum í Noregi falið að
draga úr lánastarfsemi. í jan-
úar 1954 var sett hámark á
útlán ríkisbankanna og gildir
það enn í dag. í janúar 1955
voru gefnar út nýjar og enn
strangari reglur um útlán
einkabanka og sparisjóða.
Bönkum var falið að draga úr
lánum til fjárfestingar, sér-
slaklega innflutnings fjárfest
ingarvöru, svo og til afborg-
unarsölu. í febrúar 1955 voru
settar reglur um lágmarks
inneignir banka og sparisjóða
hjá seðlabanka, sem Eysteinn
kallar „frystingu sparifjár“
og þykja mikil firn á íslandi.
í desember 1955 var gert sam
komulag við bankana um að
takmarka enn útlán næstu
tvö ár. Ef sparifé ykist skyldi
kauoa fyrir það ríkisskulda
bréf, en ekki lána það út.
Tryggingafélög voru lálin
kaupa ríkisskuldabréf. Spari-
sjóðir beðnir að fara varlega í
byggingalán. f febrúar 1957
og janúar 1959 gerðist enn
hið sama, og í janúar 1960
voru enn gerðar svipaðar ráð
stafanir, og skyldu sparisjóð-
ir nú kaupa ríkisskuldabréf
fyrir 15% af aukningu spari-
fjár, en tryggingafélög fyrir
115 milljónir.
Þessi upptalning sýnir,
hvernig hin vinstrisinnaða al-
þýðuflokksstjórn í Noregi,sem
enginn hefur nokkru sinni á-
kært um kyrrstöðu eða aftur-
hald, hefur notað yfirstjórn
bankakerfisins til að halda
efnahagslífinu í böndurn og
missa ekki sljórn þess út í
ógöngur, eins og Hermann
stóð andspænis, er hann gafst
upp á hengifluginu 1958 —
Betra að Hermann hefði fyrr
lært eitthvað af Gerhardsen!
Þá hefur hækkun vaxta til
að fyrirbyggja ofþenslu í efna
hagskerfinu hér verið gagn-
rýnd. Þessi aðferð er þó notuð
um allan heim. I Noregi hafa
vextir á síðustu 8 árum verið
hækkaðir tvisvar sinnum, og
nam hækkunin samtals 60%.
Svíar gerðu á þessu tímabili
fimm vaxtabreytingar og
Danir fjórar, flestallar til
hækkunar. Kanadamenn
hækkuðu vexti á tveim árum
sex sinnum, samtals yfir
100 % Af þessu má glögglega
sjá, að jafnvel viðurkenndir
vinstrhnenn eins og Gerhard
sen, Erlander og H. C. Han-
sen eru sekir um það, sem
Eysteinn kallar „vaxtaokur“
og íhaldsstefnu. Skyldi ekki
hitt vera sönnu nær, að þeir
hafi stefnu, sem er fjárhags-
lega heilbrigð og mun liag
stæðari fyrir almenning en
stjórnlaust efnahagskerfi,
sem endar á hengiflugi?
Verzlunarfrelsi það, sem við
reisnin hefur komið á, er
varla nefnt nú á dögum, og
sýnir það bezt, hversu vel það
gengur. í Noregi hefur sömu
stefnu verið fylgt, nema hvað
norska alþýðuflokksstjórnin
byrjaði fyrr og losaði um höft
in í áföngum á nokkrum ár-
um.
Þá hefur verðlagseftirlit
Framhald á 13. síðu.
Hafnarfjörður Hafnarfjörður
HRAUNPRÝÐI
'heldur aðalfund þriðjudag 9. jan. kl. 8,30 í
S j álf stæðishúsinu.
Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.
Skemmtiatrði: Upplestur, spurningaþáttur o. fl.
Konur eru hvattar til að mæta.
Stjórnin.
41 7. janúar 1962 — Alþýðublaðið