Alþýðublaðið - 20.01.1962, Síða 2
tlíBtJórar: Gísli J. Ástþonsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjón:
Bförgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml
14 906. — ABsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
•—lo. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andl: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
Eru þeir saklausir
‘ÞESSI at'hyglisverða setning eftir Einar Olgeirs
spn stóð í ritstjórnargrein Þjóðviljans í gær:
„ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT FYRIR AFTUR-
HALDIÐ AÐ KOMA ÁBYRGÐINNI AF ÖLLU
SEM MISFARAST KANN í LÖNDUM ÞESS-
UM YFIR Á SÓSÍALISTAFLOKKINN ÍS-
LENZKA“.
IÞama er Þjóðviljinn að reyna að losa sig við öll
tsngsl við þá atburði, ,sem stöðugt gerast í löndum
kommúnismans, en ekki geta samrýmzt hugsunar
liiætti og lýðræðiskennd íslendinga. Blaðið er að
reyna að hreinsa sig af dómsmorðunum í Sovét
nikjunum og meðferðiinni á Stalín. Það neitar á
feyrgð á kúgun, ^angabúðum, aftökum og öðru
fíví, sem upplýst hefur verið um kommúnista
löndin.
Svona getur Þjóðviljipn ekki sloppið. Svona
geta íslenzkir kommúnistaforingjar ekki þvegið
hendur sínar.
Af því að þeir hafa alla tíð varið og vegsamað
síjórnarfar kommúnistaríkjanna, en aldrei gagn
rýnt neitt, sem þar hefur gerzt.
Af því að þeir tóku svaril Stalíns, þegar aftök
•urnar miklu voru í Sovétríkjunum fyrir stríð, og
svívirtu Alþýðublaðið, riitstjóra þess ag aðra, sem
gagnrýndu aðfarirnar í Rússlandi.
Af því að Þjóðviljinn hefur alla tíð kallað það
„Rússagaldur“ og ofstæki. sem Alþýðublaðið hef
ur sagt um aðfarir kommúnistaforingja úti í lönd
um, en mest af því hefur nú verið viðurkennt
■rétt í ræðum Krústjovs.
Það sýnilr furðulega ósvífni, ef íslenzkir komm
'únistaforingjar halda, að þeir geti bjargað sér á
svona einfaldan hátt. Þegar upplýst er af æðstu
valdamönnum Sovétríkjanna, að Þjóðviljinn og
ðnnur kommúnistamálgögn hafi logið í 25 ár, veg
samað glæpamenn sem bjargvætti heimsins, hylm
að yfir manndráp og óréttlæti, ættu íslenzkir
'kommúnistar að hafa manndóm til að viðurkenna
mistök sín undanbragðalaust. Það sýnir rag-
' mennsku að segja eftir allt, sem á undan er
•gengið: Við styðjum bara það, sem er gott í sósía
•lismanum, við berum enga ábyrgð á því illa, sem
Ifommúnistar hafa gert.
■ Kjarni málsins er þessi: íslenzkir kommúnista
•foringjar hafa logið að íslendihgum um þessi mál
•125 ár. Þeir hafa aldrei efazt. aldrei hikað, aldrei
gagnrýnt neitt í Sovétríkjunum. Af þessu geta
'.þeir aldrei hreinsað sig.
FLÖ.K K URl N N
r..
i STOFNFUNDUR Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins
, á Vesturlandi verður haldinn í Borgarnesi næst-
r i komandi sunnudag 21. janúar kl. 2 e. h.
Miðstjóm Alþýðuflokksins.
20. jan. 1962 — Alþýðnblaðið
BSB2
IIM UPPBQD Á SJÁLFUM SÉR
MENN eru misjafnlega
naskir á það hvað séu fréttir
og hvað ekki fréttir. Þetta fer
ekki alltaf eftir því, hvort
menn geti skrifað fréttir eða
ekki. Eg hef þekkt góða blaða
menn, það er góða fréttamenn,
sem ekki gátu skrifað sjálfir,
eða réttara sagt, áttu ákaflega
erfitt með það. Það virðist vera
kominn dálítill hópur manna
á blöðin, sem álítur það ágæt-
ar fréttir, hvorf þeir sjálfir
gangi milli blaða eða ekki. —
Varla getur lélegri frétta-
mennsku.
VÍSIR hefur nýlega riðið
á vaðið með skrif um þetta —
og talar mjög um einn blaða-
mann, en minnist og á fleiri.
Segir hann jafnvel, að ritstjóri
Alþýðublaðsins sé að fara frá
Alþýðublaðinu, en það eru
getsakir. — Þá gefur hann í
skyn, að ákveðinn blaðamaður,
sem vann hjá Tímanum, fór
til Alþýðublaðsins og síðan
aftur til Tímans, hafi átt mest-
an þátíinn í því að gera þær
útlitsbreytingar, sem urðu á
Alþýðublaðinu fyrir nokkrum
árum.
sitt blað og hlutverk þess, þá
verður starf hans utan gátta.
ANNARS eru þessi skrif
blaðamanna um uppboð á sjálf-
um sér, flæking þeirra núlli
blaða, snilld þeirra eða klaufa
cpörk, þeim til lítils sóma, —
og það eru undarlega gerðir
menn, sem skrifa hver um
annan — og jafnvel alltaf á
höttunum með það, að fá slík
skrif um sjálfa sig. Mér finnst
þetta vera fyrir neðan virð-
ingu þeirra. Þeir ættu að hætta
því.
ANNARS LANGAR MIG «1
að bæta nokkrum orðum við
um blaðamennsku almennt
fyrst ég fór að minnast.á þetta:
Blaðamennska er sérstakur
hæfileiki. Það er ekki hægt að
taka mann og „gera hann að
blaðamanni.“ Aratuga reynsla
hefur sannað mér þetta. Mað-
ur, sem skrifar vel, hefur góð-
an stíl, getur verið alveg óhæf-
ur blaðamaður. Annar, sem á
erfitt með að skrifa, getur ver
ið mjög góður blaðamaður. —
Þegar það fer saman, að mað-
, ur hefur glöggt auga fyrir
fréttagildi — og hann getur
skrifað vel, þá er hann fyrsta
flokks blaðamaður.
ÉG HEF ALLTAF álitið, a5
það sé skilyrði fyrir að vera
góður blaðamaður, aft viðkom*
andi hafi haft hug á bók*
menntaafrekum. Skyldleikinn
er miög náinn milli blaða-
mennsku og listrænnar löng*
unar. Þá kemur flýtir og mjög
við sögu. Og fleira kemur til
greina. Eg sagði einu sinni við
iingan mann, sem var aft byrja,
blaðamennsku: „Þú verður aŒ
Veva ákaflega aðgangsfrekur
og framúrskarandi kurteis.“
EINU SINNI átti hann a3
skrifa mjög mikla frétt. Hann
gerði margar tilraunir, en
hringdi svo til mín og sagðist
ekki geta þaft. Eg sagfti; —<
„Hugsaðu þér aðeins að þö
sérf að yrkja kvæði um þetta
mikla slys, en hann hafði oft
birt kvæði sín. „Eg skal reyna,
sagfti hann. Nokkru síðar um
kvöldið hringdi hann og las
fyrir mig fréttina. Hún var
afbragð, enda birtist hún ekki
aðeins í blaði unga mannsins,
heldur og í blöðum vestan hafs
og austan.
Hannes á horninu.
ÞETTA ER ALVEG tilhæfu-
laust. Hann átti engan þátt í
þeim breytingum, ekki hinn
minnsta. Þar vann Gísli Ast-
þórsson að einn, stjórnaði sókn
inni og stýrfti henni í einu og
öllu. Hann hafði stúdei'að
þetta starf lengi og gekk að
því af miklum dugnaði. Vitan-
lega unnu margir með honum
af alúð og kosbgæfni, en sízt
af öllu þessi ágæti maður, því
aft hann kom að blaðinu, þeg-
ar breytingar Gísla voru
komnar í fast form.
í GAMLA DAGA var það
óhugsandi, að blaðamenn
hlypu milli blaða, jafnvel þó
að annað blað biði margfalt
betri kjör. Það var annað, sem
dró, annað sem kynnti upp
starfsáhugann. Peningar,
leyfi, aðbúnaður og þess hátt-
ar lífsins gæði, gátu ekki vegið
upp á móti því. Eg þekkti
blaðamann, sem fékk slík boð
frá öflugra blaði, en hann léði
áldrei máls á neinu slíku. Það
er líka reynsla blaðanna,
að þau hafa ekki grætt á slík-
um kaupum, ég held, að þar
sé engin undantekning. Margt
veldur þessu, en það þó fyrst
og fremst, að ef blaðamanni
þykir ekki sjálfum vænt um
„Efst á
ÞJÓÐVILJINN hefur undan-
farið verið að narta í útvarps-
þáttinn „Efst á baugi“ og hald
ið því fram, að sá þáttur væri
hlutdrægur og hallaði um of
á Sovétríkin og fylgirík; þeirra.
í tilefni af þessum fullyrð'ng-
um Þjóðviljans vil ég taka
fram efbrfarandi:
Þættinum ,,Efst á baugi“ er
ætlað að fjalla um erlenda at-
burði svo og ýmis erlend mál
efni, sem fróðleg og skemmti
leg mega teljast fyrir hlust-
endur. Af þessu leiðir að þátt-
urinn hlýtur að fjalta um bæði
þægilegar og óþægilegar stað-
reyndir fyrir stórveldiu og ým
is önnur ríkj heims. Og þannig
hefur þetta verið. Þátturinn
hefur því ekki eingöngu f.iail-
að um ástand mála í Sovétrikj
unum heldur einnig í ftestum
helztu ríkjum Vesturlanda —
Þann'g hefur þátturinn skýrt
frá efnahagsefriðleikum í Bret
landi, hermdarverkum Frakka
í Bizerte, kynþáttavandamál-
inu í Bandaríkjunum og ein-
ræði Francos og Salazar svo
baugi"
nokkur dæm; séu nefnd. En að
sjálfsögðu hefur einmg verið
skýrt frá fjölmörgum góðum
hlutum í löndum þessum. alveg
á sama hátt og ekki hefur ein
göngu verið skýrt frá þvingun-
arvinnu Rússa í Síberíu heldur
einnig frá afrekum þeirra á
sviði geimvís'.nda.
Ekkert blað hefur séð ástæðu
tl þess að taka upp hanzkann
fyrir Frakka, Spánverja,
Bandaríkjam. eða Portúgali,
vegna þeirra óþægilegu hluta,
sem þáttur nn „Efst á baugi“
hefur fjallað um meðal þess-
ara þjóða. En í hvert sinn, sem
sagt er frá óþægilegri stað-
reynd í Sovétríkjunum, rekur
Þjóðviljinn upp væl. Mér v'rð-
ist því að það séu fremur þeir,
Þjóðviljamenn, sem eru lilut-
dræg'r heldur en við sem
stjórnum þættinum „Efst á
baugi“. Þeim er nefnilega
sama þó „hallað sé á“ aiia
aðra en Rússa og fylgif'ska
þeirra.
Björgvin Gnðmundsson.