Alþýðublaðið - 01.02.1962, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 01.02.1962, Qupperneq 5
 Ung móðir iýkur guð- TUTTUGU og fjögurra ára* gömul kona, Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Iauk í gæj,- guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands. Kapella háskólans var full af fólki í gær kl. 5 síðd., þegar Auður flutti prófpredikun sína. 12 áteksfrar i gærdag Hún er önnur íslenzkra kvenna, sem lokið hefur guðfræðiprófi. Hin er Geirþrúður Hildur Bernhöft, sem Iauk prófi 1945. Hún er nú húsfrú í Beykjavík. Kapella háskólans var troð- full í gær, þegar predikun Auð- ar hófst, og urðu margir að standa. Einkum bar mikið á konum á ýmsum aldri. í kapellunni voru m. a. for- eldrar Auðar, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, og Inga Árnadóttir kona hans. Þar voru einnig Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, biskup- inn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, Ásmundur Guðmundsson, fyrrv. biskup, Bjarni Jónsson vígslubiskup, Jón Auðuns dómprófastur og ýmsir aðrir kennimenn og ættingjar Auðar. 1 predikun sinni fjallaði Auður um kærleikann og þær ýmsu myndir, sem hann birt- ist í. Á undan og eftir voru sungnir sáimar. MIKIL HÁLKA og nofekur* ófærð var á götum bæjaríms £ gær. Umferð íafðist oft mikið vegna keðjulausra bíla, scm stöðvuðust £ miðjum brekk- um. Klukkan sex í gærkvöMi höfðu orðið tólf árekstrar í feæn um, og þar af eitt slys, þó ekkl alvarlegt. Slysið varð með þeim hætti, að ungur piltur á skellinöðru sem kom hjólandi niður Lauga veginn, hjólaði undir vörubíts- pall skammt fyrir neðan Mjólkurstöðina. Drengurinn sem heitir Þór Guðiaugsson, fékk töluvert högg á andlitið, en mun hafa sloppið með blóð- nasir og nokkrar hruflur. Þá fór bifreið út ef Sléttu- vegi í Fossvogi, en þar er veg- kanturinn nokkuð hár. Bifreið in skemmdist furðulítið og engin slys urðu á mönnum. Aðrir árekstrar voru fremur smávægilegir, en þó urðu nokkrar skemmdir á bifreið- um. Auður lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1956. Um haustið giftist hún Þórði Erni Sigurðssyni, sem varð stúdent frá MR þá um vorið. Auður dvaldist með manni sínum erlendis um tíma, í Edinborg og á Spáni. Þau hjónin eiga eina dóttur, hún er þriggja ára og heitir Dalla, Þórður, maður Auðar, kennir latínu og ensku við MR. Heimili þeirra er að Bi’aga- götu 29. Auður skýrði Alþýðublaðinu frá því í gær, að hún hefði ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún vígist til prests, en kvaðst mundu gera það, ef starf hennar krefðist þess. Auð ur hefur starfað mikið innan KFUM og K í Reykjavík. MYNDIRNAR; Efri myndin sýnir Auði í predikunarstóln- um í kapellu háskólans. Sitj- andi eru Jóhann Hannesson prófessor, og Jón Auðuns dóm- prófastur. Neðri myndin er tekin að prófinu loknu. Talið frá vinstri er Þórður, eiginmaður Auðar, Auður sjálf, Herra Sigurbjörn Einarsson biskup, óg loks Dalla dóttir Auðar. Enn er síld í Jökuldjúpinu VARÐSKIPIÐ ÆGIR ,lá í vari innan við Garðskaga í gærkvöldi, er Alþýðublaðið hafði tal af Jakobi Jakobssyni, f’skifræðing, sem er um borð í skipinu. Hann sagði, að eng inn síldarbátur hefði nú kom- ið á miðin í rúma viku vegna veðurs, og i gærkvöldi var ekkert útlit fyrir að það myndi batna. Ægir leitaði í Jökuldjúpinu í nótt, þrátt fyrir slæm skil- yrði, og fann nokkrar stórar og góðar torfur. Hefur síldin. nú faert sig nokkuð innar í djúpið, um 5—6 mílur í ncrð austur. Sagði Jakob, að auðséð væri, að sildin myndi nú halda sig á sömu slóðum um nokkúrn KLUKKAN 20.40 í gærkvöldi var slökkviliðið kvaít um bor® í togarann Þorkel mána, cn þar hafði kviknað í út frá olmhííun i við hásetaklefa. Var eltlurinn snarlega slökktur og hiutast i litlar skemmdir af. Alþýðublaðið — 1. febr. 1962 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.