Alþýðublaðið - 01.02.1962, Side 13

Alþýðublaðið - 01.02.1962, Side 13
ÉG mun alltaf verða móður minni þakklátur fvrir hve mikla hugsun og alúð hún lagði í að kenna börnum sínum að forðast slys og bæta úr því, sem skeð hafði, á eins einfaldan og skynsamlegan hátt og okkur var unnt. Með al annars lagði hún ríkt á við okkur, að kæla bruna og mar viðstöðulaust í köldu vatni. Hún sagði, að þetta hafi henni verið kennt, þegar hún var telpa í Húnavatnssýslu. Hún sagði, að kæling á bruna og mari dragi úr sviða og sárs- auka, og að miklu minna yrði úr þessum slysum við kæl- inguna. Ég man hve oft hún brýndi það fyrir okkur, að nolfæra okkur skynsamlega reynslu fyrri kynslóða, Einmitt þessi atriði lagði ég til grundvallar rannsóknum mínum á bruna árið 1928 og aftur 1954 og síðan. Ég hef leitast við að sanna gildi aðferðarinnar fram yfir önnur ráð, sem notuð hafa verið. Ekki hefur verið hægt að komast hjá því, að nota dýr, svokallaðar albinorottur, við tilraunirnar, en reynt hef ur verið að fara eins mannúð iega með þau og unnt er. Dýrin hafa verið svæfð áð- ur en tilraunin hófst. Því næst. var klippt allt hár af baki og síðum með rafmagnsklippum. Að því búnu var klippta blett inum haldið í brennheitu vatni í vissan tíma. Brenndu blettirnir á sumum dýranna voru kældir í vatni, en á öðr um ekki, svo hægt væri að bera saman útkomuna. Bnin inn var hafður svo mikill og úlbreiddur, að öll dýrin, sem enga vatnskælingu fengu, drápust af afleiðingum brun ans, flest af hitalosti. Á hinum dýrunum var brenndi blett- urinn kældur viðstöðulaust í ísvalni (0°C) í 10 mín. Þetta höfðu fáeinir vísindamenn reynt áður og komist að þeirri niðurstöðu, að kældu dýrin dæju enn þá fyrr en þau ó- kældu. Þess vegna var álitið, að kæling bruna væri ekki að eins óæskileg, heldur gæti hún verið lífshættuleg ef um meiriháttar bruna (og kæl- ingu) væri að ræða. Ég komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu, að dýr, sem hlotið hefðu mikinn bruna og væru svo kæld í ísvatni í 10 mínúlur, dæju fyrp en þau dýr sem enga kælingu fengju. Ég gerði ráð fyrir að kulda- lost í viðbót við hitalostlð flýtti fyrir dauða dýranna. En þegar ég fór að kryfja dýrin, kom í ljós að þau, sem voru vatnskæld, voru miklu minna skemmd en hin dýrin (1. og 2. mynd). Það hlaut því að vera einhver leið til að notfæra sér hin góðu áhrif kælingar- innar, en komast þó hjá hin um illu áhrifum kuldans. Ég stytti því kælingartímann í ísvatninu smám saman niður í nokkrar sekúndur og varð það til þess, að einstaka dýr lifði af tilraunina. Því næst reyndi ég kælingu með 15 stiga vatni. Þá brá svo við, að ekki drápust nema 70% af vatnskældu dýrunum á móti 100% hjá hinum, sem enga kælingu fengu. Þá var kælt með 18" vatni. Nú dóu ekki nema 30%. En við kælingu með 22° vatni lifðu öll dýrin. Margar fleiri tilraunir voru gerðar, en þeim verður sleppt hér. 'Við krufningu kom í Ijós, að hjá ókældu dýrunum ágerð ust og dýpkuðu bruna skemmdirnar því lengur sem þau liíðu, en hjá þeim vatns kældu, stöðvuðust skemmd- irnar strax á fyrsta degi, og náðu mjög sjaldan dýpra en í gegn um húðina. Þessi mun ur var alveg ótrúlega mikill, enda varð útkoman eftir því: Ókældu dýrin, sem lifðu af hitalostin, dóu öll af djúpum, sýktum sárum, en vatnskældu dýrin lifðu og sár þeirra greru tiltölulega fljótt og vel. í síðari tilraununum voru dýrin klædd í þrefaldar flíkur til að líkja eftir fötum manna. Kom þá í ljós að því lengur, sem þessar flíkur voru hafð ar á ókældu dýrunum, því fyrr dóu þau, og að bezt var að kæla dýrin með flíkun- um strax í vatni, en losa þau svo við flíkurnar undir eins og þær voru orðnar nægilega kaldar'. Síðan ég var barn, hef ég hvað eftir annað verið vitni að því hve góð áhrif vatns- kæling hefur haft á bruna hjá sjálfum mér og öðrum. Þeim, sem kæra sig um frekari upp lýsingar, skal bent á grein mína um athuganir og rann- sóknir á bruna, sem birtist í júlí- hefti Br. J. Plast. Surg. 1959 og á grein bandaríska læknisins, Dr Shulman, sem birtist þann 27. ágúst sl. í Jour nal of American Medical As- sociation. í grein sinni segir Dr. Shul man frá 150 sjúklingum, sem hann hefur læknað með vatns kælingu einni saman. Brenndu svæðin hafa verið misstór, allt upp í fimmta hluta af yfirborði líkamans. Hann fullyrðir, að sársauki og önnur vanlíðan hverfi að mestu leyti við kælinguna og að veikindatíminn og veikind in verði þrefalt styttri .og minni en með nokkurri ann- arri þekktri aðferð, þrátt fyr ir það, að sjúklingarnir fengu ekki vatnskælingu fyrr en þeir voru komnir á lækninga stofu hans eða spítala. En allt bendir til að árangur sé miklu betri ef vatnskælingin hefst viðstöðulaust eftir brunann. Dr. Shulman reyndi þessa að ferð líka á bruna af völdum rafmagns og eiturlyfja með mjög góðum árangri. Þrátt fyrir að mjög margt þarf enn að rannsaka í sam- bandi við vatnskælingu á bruna, vil ég leyfa mér að koma fram með vissar reglur fyrir almenning til að fara eftir þegar einhver brennir sig. Þessar reglur eru því þýð ingarmeiri, því meiri sem bruninn er. Ef bruninn er lítill, má gjarnan byrja með að kæla hann með of köldu vatni, t. d. undir vatnskrana (ca. 8—10°), en fara svo í hlýrra vatn þegar tími gefst til. Ef hár eða föt loga, slökkv- ið eldinn tafarlaust með hverju, sem hendi er næst — flíkum, rúmfötum, vatni eða hvaða öðrum skaðlausum ó- eldfimum vökva (sjó, mjólk, o. s. frv.), eða snjó. MINNIHÁTTAB BRUNI: 1. Setjið brunann undir kaldann vatnskrana, í mjólk, mysu, sjó, snjó, gosdrykki o. s. frv. Athugið, að þó maður grípi til hvaða skaðlausrar kælingar, sem hendi er næst fyrst í stað, á að halda áfram að kæla brunann í hreinu, hálfköldu vatni. Varast skal að nota hrá egg, allar olíur, fitu og smyrsl. þ. á. m. bruna smyrsl. Ef kælt er með renn andi vatni (kranavatni, bruna slöngum o. þ. h.), verður að forðast of mikinn þrýsting, sem getur skemmt húðina. hafið vatnið það kalt, að svið- anum sé haldið í skefjum og hættið aldrei kælingunni fyrr en allur sviði er að fullu horf inn. 2. Ef blöðrur myndazt, forð izt að opna þær svo lengi sem unnt er. 3. Notið ekki umbúðir um brunann, nema óhjákvæmi legt sé. Þær draga úr kælingu húðarinnar og auka á vanlið an sjúklings. Auk þess gróa sár án umbúða betur, en með umbúðum. BRUNI AF VÖLDUM EITURLYFJA: 1. Skolið brennda svæðið vandlega með hálfvolgu vatni. Gætið varúðar að meiða ekki sjúklinginn. 2. Náið í lækni eða sendið sjúklinginn til læknis, slysa stofu eða spítala og skýrið um leið frá hvað hefur skeð og hvað hefur verið gert. MEIRIHÁTTAR BRUNI: 1. Ef eldur er í hári eða fötum, slökkvið eldinn við- stöðulaust (sjá að framan). 2. Látið súkiinginn leggjast út af, helzt á hlýjum stað, til að draga úr ofkælingu og kuidalosti. 3. Hellið (hálf-) köldu vatni eða öðrum skaðlausum legi á brennda svæðið og rennbleyt ið brennandi föt, sem hylja brunann, með dýfingu í bað- ker, bala, fötu, þvottaskál, með hellingu úr krukku, fötu, flöskum o. s. frv., með renn andi vatni frá valnskrana, sturtu, vatnsslöngu, bruna- slöngu o. s. frv., með endur teknum dýfingum eða votum, köldum bökstrum (fyrir and- lit, háls, búk). 4. Þegar fötin eru orðin nægilega köld til að hægt sé að handleika þau, á að klippa þau strax af sjúklingnum með gætni, svo að húðin skemmist ekki og lyfta hverju stykki frá líkamanum. Forð- ist að draga föt af brenndum líkama (sokka, vettlinga bux ur o. s. frv.). Hirðið ekki um fötin, liirðið um húð þess slas aða, Sprengið ekk; blöðrur. Ef föt eru föst í brunasári, rífið þau ekki af, heldur klip pjg í burt öll föt umhverfis svæðið og skiljið pjötluna eft ir. 5. Þegar búið er að kæla húðina og klippa í burtu heit föt, skyldu menn gefa sér tíma til að hugsa hvernig haga skuli meðferðinni. a) Brennda svæðið verður að PratKhald á 14. síðu Sk,nn innanvert, 15 klst. eftir bruna. Ókælt. Skinn innanvert, 15 klst. eftir bruna Kælt í vatni strax eftir bruna. ■■ •< ■ • Ófeigur J. Ófeigsson, læknir: Lækning bruna F Alþýðublaðið — 1. febr. 1962 |_3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.