Alþýðublaðið - 14.06.1962, Page 8
verið lagt niður, og ]>ar yfir
stendur einfaldur og óbrotinn
trékross. Skammt fyrir innan
inngang kirkjunnar ar eitt af
þeim listaverkum, sem bjarg-
aðist út úr loftárásunum. hin
fræga höggmynd myndhöggV-
arans Epsteins af St Mikael
og djöflinum, þar sem St. IY'i-
kael stendur sigri hrósandi
með spjót í hendi yfir ill-
hyrndum djöflinum, sem ligg-
ur fjötraður fyrir fótum hans.
Þegar lengra er gengið blas
ir við risastór spegill. sem
speglar dauft kirkjurústirnar
að baki, en svo tekur við sjálf
nýja kirkjan, þar sem stærsta
veggteppi heims skartar fyrir
altarinu. Málverkið er eftir
Graham Sutherland, en frar.sk
ir vefarar voru í 5 ir að full-
gera það sem teppi. og þykir
það gefa kirkjunni mikinn
svip með hinum skæru litum
sínum. Gólfið er lagt svörtum
og hvítum marmava, en loftið
er klætt ómáluðum viðarbjálk
um, sem gera kirkjuna sér-
lega stílhreina og einfalda í
sniði.
Smíði kirkjunnar var geysi-
kostnaðarsöm, og er talið að
fullgerð muni hún kosta um
27 milljónir danskra króna.
En hún er fagurt merki nú-
tíma byggingarlistar, einföld
en svipsterk, henni hefur ver-
ið gefið heitið virki trúarinn-
ar.
SÁ STAÐUR í Englandi, sem
einna harðast varð úti í síð-
asta stríði var borgin Coven-
try. Nazistar réðust oftsinnis
í loftárásum á borgina og
eyðilögðu öll helztu mann-
virki þar. Má segja ao þessi
borg hafi orðið tákn allrar
eyðileggingar stríðsins á Eng-
landi og um leið tákn allrar
þeirrar þrautseigju og viija-
þreks, scm Englendingar
sýndu á þessum tímum
Ein af þeim frægu bygging-
um, sem nazistar eyðilögðu
að mestu í loftárásum sínum,
var dómkirkjan á staðnum.
Hún var forn og fögur bygg-
ing og geymdi fjölda lista-
verka, sem flestöll eyðiicgð-
ust.
Nú hefur þessi dómkirkja
verið byggð á ný, og var hún
vígð þann 26. maí sl. að við-
stöddu mörgu stórmenni, þar
á meðal Elísabetu Englands-
drottningu, og Margréti syst-
ur hennar. ásamt fjölda aðals-
manna og sendiherra frá 25
löndum.
Sá sem teiknaði kirkjuna í
núverandi mynd, heitir Sir
Basil Spence, og er hann
frægur enskur arkitekt. Mikl-
ar deilur risu þegar upp, þeg-
ar ljóst var hvernig hin nýja
kirkja átti að verða. Menn
risu öndverðir gegn hinum
nýja byggingarstíl á dómkirkj-
unni og fannst hún verða van
helguð. Fólk talaði um að
hún væri á milli þess að vera
risabíó og sláturhús. En Sir
Basil sannaði að hann hafði
ekki farið of langt, þvíáð nú,
eftir að kirkjan er risin, eru
flestir á einu máli um að
snilldarlega hafi tekizt til að
tengja saman nýtt og gam-
alt í byggingunni, og hinn
raunverulegi helgiblær gömlu
kirkjunnar haldist enn, þrátt
fyrir miklar breytingar á um-
hverfinu.
Hin nýja kirkja er reist á
sama stað og sú garnia stóð á
o,e er hún tengd því sem
uppi stóð af þeirri gömlu, eins
og sjá má á myndinni. Þegar
gengið er upp að kirkjunni,
ganga menn yfir rústir gömlu
kirkjunnar, sem eru grasi
grónar, en minna samt á Jiönn
ungar liðinnar tíðar.
Altari gömlu kirkjunnar
stendur ennþá, en það hefur
mmHHHHMHHMMW
Á þessari mynd má
gerla sjá hvernig hin-
um snjalla húsateikn-
ara hefur tekizt að
tengja hið gamla hinu
nýja svo að vel fari, það
er svipaður blær yfir
báðum hlutum bygg-
ingarinnar, þeim nýja
og hinum gamla.
KÚAMYKJA
AFLGJAFI
INDVERSKA landbún-
áðar rannsóknarstofnunin
hefur fundið aðferð til
þess að láta fimm hestafla
aflvél ganga fyrir mykju-
gasi. Eftir því sem stofn-
unin segir á að vera hægt
að nota þessa vél, bæði til
að mala hveiti og þreskja
kom.
Fram til þessa hafa
mykjugas eldavélar víða
rerið notaðar til sveita í
tndlandi. Gasið er fram-
leitt þannig að kúamykja,
vatn og laufblöð eru sett
í geymi, og síðan er þjöpp
uðu lofti dælt inn í geym-
inn. Við þetta myndast
hreint og litlaust gas. Slík
eldavél kostar sem sam-
svarar 2500 ísl. krónum og
er feikinóg fyrir stóra
fjölskyldu.
■MMWWVVWMVMM
Bjössi litli: Hvað ertu að
gera?
Jón snáði: Eg er að skrifa
honum litla bróður mínum
bréf.
Bjössi litli: En þú kannt
ekki að skrifa.
Jón snáði: Það er allt í
lagi. Litli bróðir minn kann
hvort sem er ekki að lesa.
_____ _____ að prestarnir
ættu að hafa það eins og bíl-
stjórarnir, — neita að lana
kirkjurnar nema að fá að
messa sjálfir, sagði kai-linn.
ALÞÝÐUBLABIl
pistill, þar sem möi
gróðursetja plöntur
stjóri opnunnar vei
inlegt að gróðursetj
þeirra lifa, fannst
beiningar á góðum
hagnýti sér er þeir
Engin verk eru s
legri en að gróðursí
Tré geta lifað 10
aldra eða meira. R
að planta trjám
menn verk, sem
langt fram í frai
og með þvi gjöld'
ættjörðinni fósturli
Ekkert verk er
minna en að gróc
tré. En ef það er ek
ið af nákvæmni og
alúð, er það fyrir |
Af þeim sökum
menn að hafa það, í
fer á eftir, ætíð í h
gróðursetningu.
1.
Allar plöntur eru
verur. Lifsstörf þei
ekki síður flókin
störf manna og dýr
plöntur þurfa bæ
og næringu, og þa
Að auki breyta þæ
efnum jarðar og k
efni lofts í lífræna
Fyrir því verður
með trjáplöntur
hátt og allt annat
ungt og lífi gæt
urnar mega ald
lengi án vatns og
að ræturnar þorn
Næringarskort þ
lengur en vatnsk
þær eru án næi
lengi í senn kip
úr þroska og vex
geta verið lengi
★
EINS og þú veizt, vina
sagði maðurinn við konu
sína, — að þegar ég raka
mig á morgnana, finnst mér
ég vera orðinn 10 árum
yngri.
Konan horfði á hann og
sagði skjótt: Af hverju reyn-
ir þú þá ekki að raka þig á
nóttunni?
★
KYRR, sagði ræninginn,
og beindi skammbyssunni að
prófessornum. Ef þú hreyfir
þig, þá ertu dauður.
— Maður minn, sagði pró-
fessorinn ótruflaður, þér ætt-
uð að vera heldur nákvæm-
ari i áætlunum yðar. Ef ég
myndi hreyfa mig, væri það
öruggt merki um það að ég
væri ennþá á lífi.
8 9. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ