Alþýðublaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 16
Komu um langan veg
HÓPUH Vestur-íslendinga kom
liingað til lands í gærmorgun meö
ttSugrvél frá Loftleiðum. Voru þetía
44 menn og konur, sem hafa búið
« Kanada, sum nær allt sitt líf og
aðrir fæddir þar. Flest er þetta
eldra fólk, sem hingað kemur til
að skoða æskustöðvar sínar, eða
liitta vini og ættingja, sem það
jafnvel aldrei séð.
ðlikill mannfjöldi var samankom
in í vellinum til að taka á móti
fólkinu, og mun það flest dvelja á
einkaheimilum. í dag fer liópurinn
í ferð um Iteykjavík og nágrenni í
boði Þjóðræknisfélagsins, og að
henni lokinni hefur borgarstjórinn
í Reykjavík boð inni fyrir fólkið.
Þjóðræknisfélagið lieldur svo sinn
árlega gestafagnað að Hótel Borg
n.k. mánudag og þar verður allur
hópurinn, sem gestir félagsins.
Hópurinn kom hingað með tveim
flugvélum, og er þessi mynd tekin
if þeim, sem komu með seinni vel
inni.
GJALDEYRISSTAÐAN
BATNAD UM 900 MILLJ.
tslendingar eiga nú gjaldcyris-
■varasjóð, sem nemur rúmum 900
millj. króna. í J.ok apríl sl. var
Cjaldeyrisstaðan samkv. nú
verandi gengi í millj. kr.
19G0
marz
apríl
maí
júní
júlí
ágúst
sept.
okt.
nóv.
des.
19G1
jan.
febrúar
marz
apríl
maí
júní
júlí
ágúst
sept.
okt.
nóv.
des.
19G2
jan.
febrúar
marz
apríl
-=-47.1
45.9
44.6
39 3
H-57 4
-=-75.9
-=-93.1
24.7
56.5
126.9
(151.4
123.5
143,0
1.48.6
150.8
150.9
118.4
230.4
250.8
388.1
393.7
526.6
587 0
703.5
787.1
901.2
gjaldeyrisstaðan 901.2 millj. kr. t
marz 1960, er núverandi ríkis-
stjórn gerði efnahagsráðstafanir
sínar sýndi gjaldeyrisstaða bank-
anna skuld að uppliæð 47 millj. kr.
Gjaldeyrisstaðan hefur því batnað
um 948.2 millj. kr. á tímabilinu.
Gjaldeyrisstaðan er eignir og
skuldir nettó í erlendum bönkum,
verðbréfaeign, gulleign Seðlabank
ans, gullfranilag til Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, seðlar erlend mynt
ásamt víxlum og ávísunum, sem
greiðast eiga í erlendum gjald-
eyri.
A árinu 1960 batnaði gjaldeyris
staðan mn 270.7 millj. kr. En á
árinu 1961 batnaði hún um tæpar
400 millj. kr. Gjaldeyrisstaðan
batnaði á sl. ári um 561.6 millj. kr.
í frjálsum gjaldeyri en versnaði
í vöruskiptagjaldeyri um
166,9 millj. þannig, að þegar
sú upphæð hefur verið dregin frá
verður heildarbatinn uni 400 millj.
Á þessu ári hefur gjaldeyris-
staðan enn farið batnandi og hafði
hún í lok apríl sl. batnað um 374,6
millj. kr. frá lokum desember sl.
Nehru: Aðild Breta
veikir Samveldið
NYJA DELHIí 13. júní.
(NTB —Reuter).
FORSÆTISRÁÐHERRA IND-
lands, Jawaharlal Nehru, sagði í
dag, að upptaka Breta í Efnahags-
bandalagið mundi veikja tengsl
samveldislandanna, en hann vildi
ekki ganga svo langt að kalla að-
ild Breta „banaliögg”.
Forsætisráðherrann sagði á
blaðamannafundi, að Indverjar
reyndu að tryggja það, að útfluln-
ingur landsins biði eklci hnekki cf
Bretar gerðust aðilar að EBE. Og
Nehru var vongóður um, að það
mundi takast.
Indverjar cru uggandi um Iivaö
næsta skref Efnaliagsbandalags-
landa samkvæmt Rómarsáttmálan
um verður, sagði hann -- eiris
konar stjórnmálasamband — en
Indverjar munu ekki leggjast gegn
því, að þessar fyrirætlanir verði
að veruleika, sagði Nehru.
Hann kvað rétt vera, að Banda-
Framh. á 14. síðu
Á SÍÐASTA fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur voru lagðir fram
reikningar Reykjavíkurkaupstað-
ar fyrir árið 1961. Samkvæmt
rekstrarreikningi Bæjarútgerðar
Reykjavíkur lxefur tapið á útgerð
inni numið 9.9 millj. kr. árið 1961
og hcfur þá verið talin til gjalda
12 millj. kr. fyrning.
Er útkoman hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur mun betri sl. ár en
árið 1960, þar eð það ár nam tapið
14 millj. kr. en fyrningarskriftir
10.8 rnillj.
Tap hefur orðið á öllum togur-
um Bæjarútgerðar Reykjavíkur
nema á Ingólfi Arnarsyni, sem skil
aði liagnaði, 1.4 millj. kr. Á hinum
togurunum 7 hefur tap orðið sem
hér segir:
Skúli Magnússon 1.3 millj.
Hallveig Fróðadóttir 155.9 þús. kr.
Jón Þorláksson 823.5 þús kr.
Pétur Halldórsson 1.9 rnillj.
Þorsteinn Ingólfsson 2.7 millj.
Þormóður goði 2.1 millj.
Þorkell máni 1.6 millj.
Kauphækkanir
í Ólafsvík
Frá upphafi, 1946 — 1961 hafa
töp numið 45 millj. kr. en fyrn-
ingarafskriftir hafa á sama tíma
numið 67.9 millj. kr. eða 22 9
rnillj. kr. umfram töpin.
NÝIR kaupsamningar voru und-
irritaðir hinn 11. þ. m. á Ólafsvík.
Helztu breytingar eru þær, að
kaup fyrir almenna verkamanna-
vinnu hækkar úr krónum 22.84 í
24.90. Hið almenna kvennakaup,
sem ekki fellur undir karlmanns-
kaup, hækkar úr krónum 19.52 í
21.59.
Almenn liafnarvinna við út- og
uppskipun, sem ekki er tilgreind
annars staðar í samningum, greið-
ist nú með 25.39. Samningurinn
gildir frá 27. mai til 1. desember
1962.
Sýning
T úbals
Ólafs
ÞESSA dagana stendur yfir í
Listamannaskálanum málverkasýn
ing Ólafs Túbals. Sýningin var
opnuð sl. föstudag og stendur til
17. júní.
Ólafur sýnir 101 mynd, 37 olíu-
málverlj og 64 vatnslitamyndir.
Aðsókn hefur verið góð að sýn-
ingunni og hafa margar myndir
selzt en myndirnar eru allar til
sölu að 3 undanteknum.
Ólafur Túbals hefur fyrir löngu
unnið sér gott orð sem listmálari
Á sýningunni, sem nú stendur yfir
er mikið af myndum af gömlum
torfbæjum og myndirnar eru allt
frá Snæfellsnesi til Kirkjubæjar-
klausturs. Sýning Ólafs Túbals er
opin kl. 2-10 daglega.
WMMMHMMMMMMMMMMt*
9:1
Akurncsingar og Tékkar léku í
gærkvöldi og lauk leiknum með !
sigri Tékka. Þeir skoruðu 9 mörk
gcgn 1 í liálfleik var staðan 3-1.
Nánar um leikinn á morgun. |
Líf og fjör
i Eyjum
ÞAÐ er „rífandi atvinna" í
Vestmannaeyjum, hjá ungling-
unum ekki síffur en þeim full-
orðnu.
Alþýðublaðið talaði við Eyj-
ar í gær og fékk þær upplýsing-
ar, að þar væri ágætt fiskirí
þegar gæfi. Verkefni fyrir land
verkafólk — ungt sem gamalt
- eru því ærin.
Eitthvaö af Reykvíkingum
mun hafa slæðst til Eyja í
vinnu.