Alþýðublaðið - 17.07.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 17.07.1962, Page 2
BlStjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: ■Jörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. —■ Prentemiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald lcr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgeí- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. í , Lqug Adenauer, laug Gylfi 't eða laug Þjóðviljinn? I 3 ÞAÐ ER MERKILEGT, hvernig kommúnist- ar búa sér til áróðursmál, þegar þeir þurfa á að halda. Nú hafa þeir í Þjóðviljanum birt þá fregn, að sjálfur Adenauer kanzlári Vestur-Þjóðverja hafi lýst yfir í ræðu, að ísland hefði sótt um aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Út frá þessu álykta kommúnistar, að íslenzka ríkisstjórnin sé búin að ákveða aukaaðild, og ætli að ganga fram hjá Al- þingi í þeim efnum. Gylfi Þ'. Gíslason hefur full- yrt, að ekki hafi verið sótt um neins kyns aðild, og þá spyr Þjóðviljinn: Hvor þeirra lýgur, Adenauer eðía Gylfi ? ; Nú hefur stærsta fréttastofa heims, Associated 3 Press, samkvæmt sérstakri ósk rannsakað, hvort , Adenauer hafi minnzt á ísland í umræddri ræðu. Hefur fréttastofan lýst yfir, að svo sé ekki. ísland hdfi hvergi verið nefnt á nafn í ræðunni. Þá er það mál upplýst. Adenauer hefur engu logið og Gylfi hefur engu logið. Það er Þjóðviljinn sem hefur fyrst logið ummælum upp á hinn þýzka kanzlara, og síðan á grundvelli þeirrar lýgi haft alla ríkisstjórn Islands fyrir rangri sök. Þetta er skjallega sannað mál. Svona eru marg- ar þær „staðreyndir”, sem Þjóðviljinn byggir mál- flutning sinn á. Svona er virðing þess blaðs fyrir sannleikanum. Sögufölsun Tímans TÍMINN ræðir mikið um viðburði, sem gerð- ust í desember 1958, þegar vinstri stjórnin féll. Reynir blaðið nú að falsa þá sögu til að bæta hlut Framsóknarforingjanna, sem þá spi-luðu sig frá völdum og gerðu hverja skyssuna á fætur annarri. í sambandi við þessi skrif væri fróðlegt að fá Tímann til að svara nokkrum spurningum: Af hverju vildi Herrhann Jónasson ekki leggja fyrir AÍþingi þær tillögur, sem flokkur hans þá hafði í efnahagsmálum? Er það ekki rétt, að þær hafi gert róð fyrir stórfelldu yfirfærzlugjaldi, sem er sama Og gengislækkun? Er það ekki rétt, að þær tillögur hafi gert ráð fyrir hækkun á tollum og öðrum að- flutningsgjöldum? Af bverju talaði Hermann um, að þjóðin væri að fara fram af hengiflugi, úr því ástandið var eins gott og Tíminn nú segir? Af hyerju þurfti Framsóknarflokkurinn að leggja frpn ýtarlegar tillögur um dulbúna gengislækkun, hækkun tolla og fleira, ef ástand þjóðarbúsins var : mfeð þeim blóma, sem nú er sagt? Aðalfundur Félags síldarsalt- enda á Suðvesturlandi var hald- inn í Reykjavík 12. þ. m. Formaður félagsins, Jón Árna son, alþm. flutti skjTslu um starfsemi félagsins á liðnu starfs ári og gaf yfirlit yfir síldarsölt- un á félagssvæðinu á sl. hausti og vetri. Söltunin nam alls 109.835 tunnum og er það eitt mesta sölt- unarár á félagssvæðinu. Jafn- framt gaf formaður upplýsingar um söltunina og var hún sem hér segir: Akranes 30.837 tunnur (25.881 tn. árið 1960) Keflavík og nágr. 28.448 tn. (23.036 tn. árið 1960) Reykjavík 22.287 tn. (10.812 tn. árið 1960) Hafnarfjörður 14.397 tn. (9.619 tn. árið 1960) Sandgerði 6,342 tn. (5.499 tn. árið 1960) Grindavík 5.730 tn. (4.957 tn. árið 1960) Fimm hæstu söltunarstöðvarn- ar voru: Haraldur Böðvarsson & CO., Akranesi 14.553 tn. Bæjarútgerð Reykjavíkur, Reykjavík 8.604 tn. Sigurður Hallbjarnarson hf. Akranesi 6.311 tn. ísbjörninn hf., Reykjavík 5.728 Röst hf., Keflavík, 5.589 tn. Útflutningur til einstakra landa varð sem hér segir: Sovétrikin 61.069 tn. (þar af end- urútflutt til Póllands 20 þús. tn. og til Tékkóslóvakíu 20 þús tn. Vestur-Þýzkaland 10.977 tn. Pólland 20.000 tn. Rúmenía 5.000 tn. Austur-Þýzkaland 4.000 tn. Bandaríkin 789 tn. Þá vék Jón að framleiðslu á síldarflökum fyrir markað í V- Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Á sl. ári voru gerðir samningar um sölu á rúmlega 23 þús. tunn- um af slíkri síld til þessara landa, en ekki var framlei t nema um helmingur af því magni. Er hér um nýungar í síldarframleiðslu að ræða og ekki komin fuil reynsla á þær. Óvíst er, hvað hægt muni vera að selja af hin- um nýju tegundum, framleidd- um á næsta hausti og vetri. í yíirlitsræðu sinni ræddi for- maður um söluliorfur nú. Kvað hann þær vera slæmar og ilutti í. þvi sambandi tillögu félagsstjóm ar svohljóðandi: Tillaga. Aðalfundur FSS haldinn í Reykjavík 12. júlí 1962, sam- þykkir að skora á ríkisstjórnina að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að greiða fyrir sölu á suðvesturlandssild nú og framvegis. í greinargerð fyrir tillögunni segir, að á undanförnum árum hafi lítið verið hægt að selja áf saltsíld framleiddri á Suðvest- urlandi til landa, sem greiða í hörðum gjaldeyri, og séu ekki horfur á, að í náinni framtið verði breyting á því. Meginhluti þeirrar síldar, sem framleidd hafi verið á þessu svæði, hafi verið seld til hinna svonefndu jafn- keypislanda. Breyttir og frjálsari verzlunar hættir íslendinga nú síðari árin hafi leitt til samdráttar í við- skiptum við jafnkeypislöndin og leiði það nú til erfiðleika á salt- síldarsölu til þeirra. Viðskipta- jöfnuðurinn við þau er nú þann- ig, að þau skulda öil íslandi, nema Rússland, en reikna má með, að útflutningskvótinn þang að á saltsíld verði fullnýttur, þeg ar samið hefur verið um sölu á þeirri saltsíld frá Norðurlandi, sein Rússar hafa léð máls á að kaupa í ár. Varðandi sölumöguleika í Aust ur-Þýzkalandi, Póllandi, Tékkó slóvakíu og Rúmeníu segir í greinargerð fyrir tillögunni, að nauðsynlegt sé að athuga ræki- lega alla möguleika á hagstæðum vörukaupum frá þeim í því skynl að skapa möguleika á sölu salt- Framhald á 13. síðu. HANNES Á HORNINU ★ Hætt við sumarleyfi. ★ Glaðst yfir gróðrinum í borginni. ★ Grænt teppi og ný tré við Suðurlandsbraut. ÉG STEINHÆTTI þessu sumar- leyfi. Það er alveg tilgangsiaust að vera að hanga í leyfi án þess að njóta þess á nokkurn hátt. Dag eft- ir dag hef ég hlustað á veðurfréttir, skimað eftir heiðrikjuglufu á himn um, en alveg vita tilgangslaust, ekk MAÐUR verður að láta sér nægja að fylgjast með .í Reykja- vík, sjá hvernig alls grænkar og grær, trjávöxtur meiri en nokkru sinni svo að ég sé litlu trén í mín- um garði næstum því vaxa meðan ég horfi á þau, en framar öllu öðru að horfa á grasgarða borgarinnar. sem engir voru áður fyrr, hvernig þeir verða æ hlýlegri og vinalegri, einna helzt eins og þeir breiði út faðminn og segi: „Komdu vinur, setztu hér, vertu velkominn, héi er sumar“. ÞAÐ ER GAMAN að aka eftir Suðurlandsbrautinni um þessai mundir. Fyrir mánuði fóru þeir að ryðja moldarbörðum og melum með stórum vélum, ýta saman risa- vaxna byngi uppgreftinum, aka aft ur mold á svæðið, slétta það, gera göngu- og hestamannabraut, sá í svæðið og planta þar trjám. Og nú- sér inaður grænt teppi breið- ast um svarta rholdina, eftir háíf- an mánuð verður þarna komið hvanngrænt tún. ÉG VAR HRÆDDUR UM, að kallfæri við neinn. Nú hafa trén staðið þarna í þrjár vikur og ekki sjáanlegt að skemmdarfýsn hafi skaðað þau. Það er gott og von- andi verður það þannig. En er ekki hætta á að þau svigni til falls og brotni með hauststormum og 'svéljanda þarna á bersvæöinu? ÞAÐ BRÁ SVO VIÐ þegar bær- inn fór að snyrta til þarna, þá komst hreyfing á íbúana í blokk- unum við Gnoðarvog, annars höfðu þeir hafist handa áður, en nú fór það að ganga hjá þeim. Þeir ruddu svæðið, þöktu þau og plöntuðu trjám — og nú er þarria einnig hjá þeim að verða mjög snyrtilegt og myndarskapur á öllu. Ég vil leggja til, að þeir setji ekki girðingar um bletti sína, að minnsta kosti ekkt á hækkuðu garðana meðfram Suð- urlandsbraut. Ég óttast að girðing- arnar muni reynast til lýta. SVONA verður maður að reyna að lifa sitt sumar innar fyrir and- ann þegar í öll önnur skjól fýkur. Það er líka sumar og ekki vill mað- ur vera haustsál allan ársins hring, maður reynir að halda í hlýjuna í lengstu lög — og svartsýni skal út- rýma úr huga sínum. Eða hvað finnst þér, kæri vinur? ÉG FÓR ekki neitt af því að ég var alltaf að bíða eftir sumrinu, en vinir mínir og kunningjar hafa þotið út og suður, í sumarhótel og tjaldlegur, laxveiðar og langtúra __og komið heim að vörmu spori kaldir og slæptir, veiðilausir og fullir af vonbrigðum. Betra Var þá að dvelja heima — og reýna að gleðjast við gróðurinn í görðun- um í kring. , ert að hafa annað en drunga og dimmviðri, regn og aftur regn, aur á vegum, sléttur og slúð. — Það Ifólk mundi eyðileggja trén og hefði er basta með mitt leyfi að þessu -lagt til að girt væri umhverfis þau sinni. til að byrja með, en komst ekki í 2 17- júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.