Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 11
• • Saga Akureyrar Framh. af 3. síð'u koma þessu fyrirtæki á fót. Prent smiðjan var síðan kennd við Norð ur og Austur-umdæmið 1853 var byrjað að gefa út blaðið Norðra sem kom út tvisvar í mánuði. Björn gekkst skömmu síðar fyrir stofnun annarrar prentsmiðju og rak hana um nokkurt skeið Björn Jónsson, yngri, keypti síðar báðar þessar prentsmiðjur og er prent- smiðja enn starfandi undir hans nafni á Akureyri. Árið 1901 var stofnuð ný prentsmiðja á Akureyri. Prent- smiðja (síðar Prentverk) Odds Björnssonar. Oddur innleiddi margar nýjungar í prentiðn hér á landi og einnig hafði hann um- fangsmikla útgáfustarfsemi með höndum. Hann mun hafa verið fyrsti atvinnurekandinn hérlend is, sem innleiddi átta stunda vinnudag. Nú eru gefin út á Akureyri fjögur vikublöð. Elzt þeirra er ís lendingur, sem byrjaði að koma út árið 1915. Dagur og Verkamað urinn komu fyrst út árið 1918, og Alþýðumaðurinn byrjaði að koma út árið 1931. Skömmu fyrir síð- ari heimsstyrjöldina var hafizt lianda um útg. dagblaðs á Akur- eyri. Nefndist það Kvöidblaðið, og var síðdegisblað eins og nafn ið gefur til kynna. Ekki varð það þó langlíft. Félagsstarfsemi alls -konar hef ur jafnan staðið með mikium blóma á Akureyri. Nægir í því sambandi að minna á að fyrsta stúkan á landinu var stofnuð á Akureyri árið 1881, var það ísa- fold nr. I. Vagga ungmennafé- lagshreyfingarinnar stóð einnig á Akureyri. Ungmennafélag Akur- eyrar var stofnað árið 1906. Breiddust þessar hreyfingar síð an ört út um landið. Söngstarf- semi hefur alla tíð verið mikil á Akureyri, þar hafa starfað bæði margir og góðir kórar. Leikstarf semi hefur einnig verið þar líf- ieg og leikfélag starfað lengi. Friðrik Gudmand gaf Akureyr- ingum spítala árið 1873 til minn ingar um föður sinn Johan. Var spítalinn nefndur Gudmands Minde. Húsið sem spítalinn var í stendur að mestu leyti ennþá. og er það eitt af elztu húsunum í bænum. Það var byggt árið 1836 og var upphaflega læknisbústað ur. Árið 1898 tók til starfa sjúkra hús á Undirvelli og var það eink um fyrir tilstilli Guðmundar Hannessonar þáverandi héraðs- læknis. Árið 1953 tók svo fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til starfa. Spítalinn við Undirvelli hefur nú verið rifinn, en var bygður að nýju og er nú notaður sem skíðahótel. Fram til ársins 1863 áttu Akur eyringar kirkjusókn að Hrafna- gili, en það ár var byggð kirkja á Akureyri. Stóð sú kirkja inn 1 Fjörunni, alveg niður undir sjó. Presturinn sat þó á Hrafnagili fram til ársins 1881. Núverandi kirkja á Akureyri, sem sumir kalla Matthíasarkirkju, var vígð árið 1940. Framan af þessari öld var Ak- ureyri þekkt fyrir það meðal landsmanna að vera eitthvert „argasta brunabæli á Jandinu“, enda varð þar hver stórbruninn öðrum geigvænlegri og stundum með fárra ára millibili. Sumir liverjir af þessum eldsvoðum voru taldir stafa af mannavöldum Árin 1901, 1906 og 1912 urðu stór brunar á Akureyri, og í brunan um í október árið 1906 var tjónið talið nema 200 þúsundum Icróna, sem ekki var lítið fé á þeirra tíma mælikvarða. Framan af var frekar erfitt með vatn á Akur- eyri, en þegar vatnsveitin 1913 kom, batnaði öll aðstaða til að hefta útbreiðslu elds. — „Slökkvitól“ komu til Akureyr- ar árið 1906. Ekki er svo hægt að rita fáein orð um sögu Akureyrar, að ekki sé minnst á einhver af skáldun um, sam þar hafa alizt upp eða alið aldur sinn. Matthías Jochumsson fékk veit- ingu fyrir Akureyri árið 1886 og dvaldi þar síðan til dauðadags, ár ið 1920. Séra Matthías gaf um tíma út blað á Akureyri, sem hét Lýður. Minjasafn um Matt- hías er nú á Akureyri, Jón Sveinsson, — Nonni, — var uppalinn á Akureyri. Hann hefur borið hróður ísiands víða um heim. Safni hefur nú verið komið upp til minja um hann, i húsinu þar sem hann ólst upp. Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi hefur lengi verið bú- settur á Akureyri og var lengi bókavörður Amtsbókasafnsins. Þessir þrír menn hafa allir verið gerðir heiðursborgarar Akureyr- ar. Skrúðgarðar setja mjög svip sinn á Akureyrarbæ. Áhugi fyrir garða- og trjárækt er þar mjög mikil. Lystigarðurinn á Akur- eyri, sem Akureyringar geta sannarlega verið stoltir af, á hálfr ar aldar afmæli á þessu ári. Það var einkum fyrir forgöngu frú Margarete Schiöth, sem nú er ný- látin, að garðurinn komst upp. Lystigarðurinn hefur verið stækk aður töluvert undanfarin ár„ og er hann sannkallaður unaðsreit- ur í vinalegum bæ. Stofnað var á Akureyri árið 1937 Flugfélag Akureyrar. Hluta fé þess var síðar aukið og nafninu breytt í Flugfélag íslands. Sam göngur við Akureyri eru nú eins og bezt verður á kosið. Á sumrin er vanalega flogið þangað þrisv- ar sinnum á dag. Auk þess eru bílferðir þangað kvölds og morgna að sumarlagi. Á vetrum eru samgöngur nokkuð háðar færð og veðri, en verða þó reglu legri með hverju ári. Árið 1922 var Glerá virkjuð til Ijósa; 1939 fengu Akureyringar fyrst rafmagn frá Laxá, sú virkj un var aukin árið 1944. Ný Laxár- virkjun tók svo til starfa árið 1953. Útgerð hefur jafnan verið frá Akureyri og mun hafa byrjað til tölulega snemma. Hákarlaskip voru gerð út við Eyjafjörð og þil skipaútgerð hófst snemma á Ak- ureyri Smásíld var allmikið veidd á pollinum og róið var til fiskjar út á Eyjafjörð. Nú eru fimm tog arar gerðir út frá Akurevri. Þeir eru eign Útgerðarfélags Akureyr- ar, en Akureyrarbær er stór hlut hafi í því. Útgerðarfélagið hefúr einnig með höndum umfangs- mikla fiskverkun og hefur margt manna atvinnu þar við. Síldar- verksmiðja er í Krossanesi. Eeistu Norðmenn hana í upnhafi en nú er liún eign bæjarins. Árið 1955 1. janúar var Glerár þorp sameinað Akurevri. er” nú mörg og glæsileg íbúðarhús í smíðum þar. Á Gleráreyrum er iðnaðarhverfi mikið. Það er kunnara en frá þurfi Bæjarbragur Framhald af 9 síðn. Þarna er nú bílastæði Húsið á þessari gömlu og fallegu En svæðið þar sem bændur standa stæði fyrir Hótel KEA, sem stendur Akureyrarmynd stendur ennþá. lijá hestum sínum, er nú bíla- rétt til hægri við myndina. að segja, að iðnaðurinn á Akur eyri stendur nú með miklum blóma. Er það einkum fyrir til- stilli samvinnuhreyfingarinnar þótt margir einstaklingar hafi að sjálfsögðu einnig lagt hönd á plóginn. Ullariðnaður hófst á Ak ureyri um aldamótin og var það upphafið að hinum mikla ullar- og vefnaðariðnaði sem nú er þar Lengi vel var verzlun aðalatvinnu vegur á Akureyri, en nú er svo komið að iðnaðurinn er orðinn verzluninni meiri. Akureyri hefur verið nefnd höfuðstaður Norðurlands, og er það réttnefni. Akureyri er einnig menningarmiðstöð Norðurlanris því þar er eins og fyrr segir skóla hald mikið, og setur námsfólk mjög svip sinn á bæinn á vetrum. íbúar Akureyrar munu nú vera um níu þúsund. Þeim er sannar lega óhætt að líta björtum aug- um til framtíðarinnar. verði vöxtur og viðgangur bæjarins jafnmikill næstu hundrað ár eins og hann hefur verið þau síðustu. E.G. á Vatnsnesi og Skaga. Stúdent- amir fjölmenna ungir og gamlir á dansleik, en fólkið, sem þarf að vakna árla í fyrramálið, þokast heim á leið af Ráðhústorgijiu. Akureyri er ekki aðeins fóstra þeirrar glöðu og liraustlegu æsku, sem er á förum út í lífs- baráttuna og erfir landið eftir nokkur ár. Hér er vettvangur starfs og annríkis. Höfuðstaður Norðuriands speglar íslenzkt þjóð líf í gleði hátíðarinnar og um- svifum hversdagsins. Ungir elsk endur leiðast hönd í hönd upp tröppurnar að Matthíasarkirkj- unni. Vinnuklæddir sjómenn koma neðan frá höfn, þar sem rennilegir bátar bíða síldarvertíð arinnar. Og bílarnir aka í lest eftir Hafnarstræti, ökuþórarnir veifa hver öðrum og kallast á, konurnar sitja við hlið manna sinna og njóta þess að sýna sig og sjá samborgarana áður en far ið er heim í háttinn að liðnum góðum degi. Ekki mun Ægir kon ungur vekja mig með særoki á glugga í nótt eins og okkur Þór- leif Bjamason að Hótel Villa Nova á Sauðárkróki. Akureyrar- pollur er orðinn lygn og eins og ísi frosinn eða dúki lagður á að sjá. En úti á Eyjafirði leika sér hvítgrænar öldur, sem ætla að klappa póstskipinu Drang £ næstu áætlunarferð. Mér væri ljúft að una stund og sýn miklu lengur, en ég fer að dæmi þeirra, sem heldur kjósa næturhvíldina en mannfagnaðinn á Hótel KEA. Nú mun nóg komið að sinni, og ég fer inn á Hótel Varðborg að sofa. Helgi Sæmundsson. Eftirtaldar verzlanir selja ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á AKUREYRI Bókabúð Rikku Borgarsalan Blaða- og sælgætissalan Verzlunin Höfn Vilhelm Hinriksson Þórshamar h. f. Bjarnabúð ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. ágúst 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.