Alþýðublaðið - 30.08.1962, Page 4

Alþýðublaðið - 30.08.1962, Page 4
GUÐMUNDUR GISSURARSON 95 ÁRA: GUÐMUNDUK GISSURAR- SON, fyrrverandi fiskimatsmaður dvelur á Hrafnistu. Herbergið ♦ians er á annari hæð, mjög vist- :legt og bjart en lítið. Húsgögnin hans úr Vaktarbænum voru flutt *neð honum. Þau eru þarna: Gömul húsgögn og nokkuð slitin en itraustleg. Tvö borð, kommóða, fitólar, einn legubekkur og forn- ■tfálegt rúm með rúmstólpum og tiúnar á stólpunum. Þegar hann *ús upp af rúminu sínu og geng- ur að glugganum, sem snýr í vestur, sér hann yfir borgina tiafnarmegin, allt Skuggahverfið, sjóinn og Örfirisey. Þarna var starfssvið hans langa æfi. Þar fæddist hann og ólst upp og starfaði sleitulaust í meira en ’fiíutíu ár. í dag er hann níutíú og fimm ára gamall. Ég heimsótti hann og rabbaði við hann góða stund. Vlð höfð- tini þekkzt lengi og alltaf verið tnjög hlýtt á milli okkar. Hann sótti alla fundi í Dagsbrún og alla fundi í Jafnaðarmannafélag- inu og síðan Alþýðuflokksfélag- inu. Hann heimsókti oft rit- stjórnarskrifstofu og afgreiðslu Alþýðublaðsins. Hann kom og borgaði blaðið alltaf sjálfur, sama dag, næstum á sama klukku tíma árum og áratugum saman. í>eir voru nokkrir, sem vildu hafa þetta svona og liánn var einn af þeim. Þetta er táknrænt um allt hans líf: Alger reglusemi um alla skapaða hluti, órofa tryggð og liollusta, hárnákvæm samvizku- semi og orðheldni í hvívetna. — liann var alltaf liraustmenni, vel fcyggður, karlmannlegur, hress í •ínáli og svo Ijúflyndur á hverju sem gekk. að orði hallaði aldrei. t>að er sagt að góðlyndi og jafn- aðargeð sé einhvér bezti lækn- ♦rinn og þeir eldist vel, sem þannig eru af guði gerðir. Þetta hefur l»ka sannast á Guðmundi Gissurarsyni. ALUTAF í skuggahverf- INU. L|ann sagði: ,,*Ég er fæddur í Skuggahverf- inu; og átti þar heima alla tíð. Faðir minn hét Gissur Guðmund^ son og var sunnan úr Vogum og tnófíir mín hét Guðbjörg Guð- mi^idsdóttir. Ég er farinn að law minni, en það man ég að Viðjjlifðum við skort í æsku. Við voFum fiögur systkinin, og þó að laðír minn væri vinnusamur og tnólir mín myndarkona, þá fcuaftu þau að þiggja af sveit óg þess vegna voru tvö systkini -wíá tekin af þeim. Annar bróð- 4r Aiinn, sem þá fór að heiman •íór‘ með foreldrum sínum vest- ur til Utah, til mormónanna. Ég fékk bréf og sagt var í því, að hann hefði farizt í „trein“-slysi, mér er sagt að það þýði járn- brautarslysi. Hann hafði verið tryggður á tveimur stöðum fyrir háum upphæðum. Hannes heit- inn Þorsteinsson, ritstjóri og Þjóðskjalavörður skrifaði mörg bréf vestur um haf til þess að grennslast fyrir um þetta, en ekkert hafðist upp úr því. Hálf- bróðir minn af föðurnum, sem búsettur var vestra mun hafa náð því öllu saman. Ég lærði lítið í æsku, enda ekki fengizt um slíkt og eingöngu 'nugsað um það, að komast sem fyrst í gagn, það er að fara að vinna. Enda byrjaði ég svo að segja um leið og ég fór að geta staðið uppréttur. En þegar ég var 16 ára fór ég að róa suður í Garði og þaðan réri ég í ellefu vertíðir. Allt vann ég for- e’drum mínum fram eftir árum og sá varla eyri. Þannig var þetla í þann tíð. Þá gerðu foreldrarnir kröfurnar til barnanna. Þau skyldu borga uppeldi sitt. Nú gera krakkarnir kröfur tii for- eldranna og þau eiga að borga með þeim fram á fullorðinsár. Ég veit ekki hvort er betra, hvort tveggja jafn bölvað. FALLEG OG GÓÐSTÚLKÁ. . Ég kynntist fallegri og góðri stúlku í Skuggahverfinit: Mar- gréti Tönnesdóttur. Faðir hennar var keyrari, dálítið stór upp á sig gamli maðurinn, enda ríkt fólk í nálægðinni, sem átti stór svæði í Skuggahverfi. En við átt- umst samt, Magga mín og ég, og héldum alltaf saman. Við fengum af mikilli náð leigt hjá Jarðþrúði ömmu hennar á Steinsstöðum. Ekkert áttum við til og líkast til mesta fásinna að byrja á þann hátt. Ég seldi karli jakkann minn daginn, sem ég gifti mig og við keyptum okkur fyrsta kaffið og fyrsta sykurinn í heimilið fyrir andvirðið. Okkur langaði að fá soildu hjá Jarðþrúði og koma okkur einhverju upp, en við það var ekki komandi hjá henni. Hún seldi Einari Finnssyni allt af því að hann átti peninga. Guðmundur Stefánsson, vak! ari átti Litlabæ. Bærinn var síð- ar Lindargata 13, en nú er hann Lindargata 35. Þetta var stein- bær, allra myndarlegasti bær á þeirra tíma mælikvarða. Guð- mundur hugsaði burt úr bænum og vildi selja. Ekki datt okkur Möggu í hug að við gætum keypt Vaktarabæinn, en svo var það einn sunnudag, að Magga segir við mig: „Ég ætla nú að bregða mér út í Litlabæ og heyra hvernig þeim gengur að selja“. , Hún var þar góða stund og þegar hún kom sagði hún, að hún hefði spurt um verðið og sagt að það gæti vel verið að við mundum vilja kaupa og að Guðmundur hefði sagt, að hann Guðmundur Gissurarson skyldi láta vita næsta sunnudag. Svo kom sá sunnudagur og Guð- mundur vildi selja. Fétur Hjalte- sted bjó til samning og ég varð «ð skrifa undir. Aldrei á æfi minni hef ég verið eins bíræfinn, en það var Margrét. Hún var svo bjartsýn. Það hefði líka orðið lítið úr mér án liennar. Ég vildi fara varlega, en það var rétt sem hún sagði alltaf, að sá nær aldrei langt sem engu víll hætta. Ég átti svo sem ekkert til að setja á hættu, nema skilvísina og orðheldnina og mér hefur allt- af verið ákaflega annt um hvort tveggja. En það skilur enginn nú orðið. HVERGI SKIKA AÐ FÁ Ög við fluttum inn. Tryggvi gamli hjálpaði um lán. Ágætur maður Tryggvi. Ég kaus hann Afmælisviðtal 4 30. ágúst 1962 4 ALÞÝÐUBLAÖIÐ einu sinni eða tvisvar. Það var áður en hann veitti mér lánið. Jæja, nú var um að gera að vinna. Ég réri og réri og vann og hún tók upp mó næstum næt- ur og daga og hún verkaði fisk. Ég 'réri úr Klapparvör og tók fisk minn sjálfur og við verkuð- um hann heima, en áttum hvergi athvarf . með stakkstæði, gátum hvergi breitt fiskinn til þerris. Við báðum Jarðþrúði um ein- hvern bansettan skika, melbarð eða móa og nóg var þá til af þessu öllu í Skuggahverfinu, en hún neitaði. Hvað gerðum við þá? Magga fann ráðið. Þar sem nú er Laugavegur 42 og 44 var ber klöpp. Við bárum allan fiskinn á börum þangað upp eftir og þurrk uðum hann þar, vöktum yfir honum og verkuðum hann vel. Það var fyrsta flokks fiskur hjá^ okkur Margréti. Hann rétti okkur | svolítið við. Mér féll aldrel verk ! úr hendi ef nokkuð verk var j annafs að hafa. Og svo árið 1904, j gerðist ég fiskimatsmaður og stundaði þá atvinnu eins lengi og kraftarnir leyfðu. Margrét mín dó í Vaktarabænum og ég flutti ekki úr honum fyrr en 1959. Eftir að ég var orðinn einn fékk ég mér ráðskonu, en svo gát- um við ekki aðstaðið í Litlabæ, og þá var ekki annað en að leita hingað og svo dó ráðskonan mín hér — og ég er á hraðri ferð orðinn nuitíu og fimm. Já, Kvöldúlfur vildi endilega kaupa Vaktarabæinn. Það var aðallega lóðin, sem hann var að sælaSt eftir. Hann bauð mikið fé, en hvað hafði ég að gera við pen- inga? Peningarnir voru mér ekki mikils virði. Vaktarabærinn, Litlibær, hafði verið okkur Mar- gréti minni svo mikils virði. En svo seldi maður bæinn fyrir mig. Ég veit ekkert um það hver hreppti hann eða ég man það ekki; skiptir heldur ekki miklu máli. ÞAÐ GENGUR NÆST BARNALÁNI AÐ EIGNAST EKKI BARN. Við Magga mín eignuðumst ekki börn. Sumir segja, að það gaiigi náest barnaláni að eignast ekki barn. Það getur vel verið, en einmanalegt er það í hárri elli að eiga ekkert barn eða barnabarn. Ég er einn á lífi syst- kina minna, en þau áttu börn og þau börn og börn þeirra líta til manns. Það gleður hjartað. V. S. V. Ég hef alltaf verið fastur fyrir. Ég hef þó verið nokkuð uppreisn argjarn. Ég gerðist einn af stofn- endum Dagsbrúnar og ég var með í því að stofna Alþýðuflokk- inn. Ég hef alltaf fylgst með þess- um samtökum og ég reyni enn að lesa blaðið mitt. Hérna sérðu er það. Ég hef stækkunargler. Hefði ég átt kíki hefði ég getað séð skipin, þegar þau koma og fara, en það var ekki venja manns, að eyða fjármunum í glingur — og óinhvern veginn hefur ekki orðið af því að ég keypti mér kíki. Finnst þér, að ég ætti að gera það?“ Guðmundur Gissurarson, er orðinn ellimóður. Sjónin hefur mjög daprast, en heyrnin er heil eða næstum því heil. Hann fer á fætur á hverjum degi og fer jafn vel fram á gang. Hann er hress í máli og dómvægur um samtíðarmenn sína eins og hann hefur alltaf verið. MINNINGARNAR MARGAR SÖGUR. ,,Ég átti marga góða vini og félaga. Ég bið þig að færa þeim öllum kæra kveðju mína. Þeg- ar ég ligg' hér einn á herbergi mínu hugsa ég um þá og atvik bundin við þá; Stundum reiðist ég svolítið. Annað sinn brosi ég góðlátlega og stundum skelli- hlæ ég . . . Þannig lifum við gömlu mennirnir á minningun- um, njótum þeirra í viðburða- fátækt liárrar elli“. Og Guðmundur tekur um háls mér og vefur mig að sér. Það er hlýtt við hið breiða brjóst þessa aldna verkamanns og mikla Ijúfmennis. V. S. V. Háskólabíó: Stúlkan bak við járntjaldið. Karl Heins Böhm og Anouk Aihée í aðálhlutverkum. Ástarsögur fólks, sem býr sitt hvoru megin járntjaldsins, eru afar vinsælt efni kvikmynda- gerðarmanná. Ein slík er á tjaldinu í Háskólabió. Amerísk- ur blaðamaður verður ástfanginn af rússneskri stúlku — og gagn- kvæmt. Samband þeirra endar með þeim ósköpum, að af hljót- ast manndráp á báða bóga. En að loknum miklum hörmungum söguhetjanna ná þau saman að lokum — sem sagt gott. Myndin gerist í Austurríki árið 1955, skömmu áður en það land hlaut að nýju frelsi sitt undan her- setu austur og vesturvelda. Saga sú, er myndin er gerð eftir, er sögð afar vinsæl og engin ástæða er til að efast um það. Ekki er heldur ástæða til að draga úr þeim boðskap hennar að engin landamæri, séð eða óskað, eigi að geta skilið elskendur að, en þá er líka komið að annmörkum mynd arinnar — og um of fljótt. Mér virðist, að engan veginn hafi nógu vel til tekizt um val sögu hetjanna. Bæði eru þau óneitan- lega glæsilegar manneskjur og Karl Heins Böhm þar á ofan, góður leikari. En hlutverk ame- ríkanans í myndinni fer honum ekki vel úr hendi Aumari er þó hlutur Anouk Aimée. Hún er sérkennilega fögur kona, en leik Framh. á 12. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.