Alþýðublaðið - 06.01.1963, Síða 10

Alþýðublaðið - 06.01.1963, Síða 10
„Fram og KR hafa ekki sótt urn leyfi KSÍ til þátttöku í Evrópubikarkeppninni", f segir Björgvin Schram í stuttu viðtali viÖ Alþýðublaðið Olympíusvæðið í Tokíó 1964 EI^ÍS OG SKYRT hefur verið frá ■ í, blaðinu verður mikið um að vera'" í knattspyrnunni hér næsta sumar. Það er þátttaka í undan- keppni Olympíuleikanna, hugsan- leg þátttaka Fram og KR í Evrópu bikarkeppni meistaraliða og bik- armeistara, hinar hefðbundnu vor- og miðsumarheimsóknir er- lendra liða, nú og svo hin föstu mót, íslandsmót, Reykjavíkurmót, Bikarkeppnin o. s. frv. Nú í byrjun árs datt okkur í hug að leita upplýsinga um undirbún- ing íslenzkra knattspyrnumanna fypr þessi miklu átök og höfðum því samband við formann Knatt- sþyrnusambands Islands, Björgvin Schfám og lögðum fyrir hanh n'ókkrar spurningar. — Ætlar stjórn KSÍ að efna til sérstakra samæfinga fyrir undan- keppni Olympíuleikanna? —: Um þetta hefur enn engin á- kvörðun verið tekin í stjórninni, en trúlega þykir mér að treyst verði á félögin cins og undanfar in ár og er margt, sem mælir með því. Það fyrsta er, að fjárráð okk ar eru það lítil að við höfum tæp lega efni á að ráða sérstakan landsþjálfara. Nú, og svo telja fé lógin að slíkar æfingar trufli þeirra þjálfun. KSÍ vonar því og treystir, að félögin og knattspyrnu mennirnir bregðist ekki og æfi af kappi fyrir hina mörgu stórleiki ársins. — Hvernig er það, verður und- ankeppni OL að Ijúka á þessu ári? — Nei, henni verður að vera lokið í síðasta lagi 30. júni 1964. Það er möguleiki á því að eitthvað af leikjum okkar fari fram vorið 1964. — Ilvað verða mörg lið í hverj um riðli, er ykkur kunnugt um það? — Nei, við vitum það ekki enn þá, en raðað eða dregið verður í riðla í Kairó í lok þessa mánaðar. Eitt vitum við, það verða annað hvort 3 eða 4 lönd í riðli. — Hvað segið þið í KSÍ um Þessi mynd sýnir Olympíu- leikvanginn í Tokíó og ná- grenni hans. þátttöku Fram og KR í Evrópu- bikarkeppni? — Ennþá hafa okkur ekki borizt umsóknir frá félögunum um þetta og ég get því ekki sagt neitt á-; kveðið um málið í bili. Vonandi getur samt orðið úr þátttöku af okkar hálfu í þessari keppni. — Að lokum Björgvin, hvað viltu segja um íslenzka knattr spyrnu í dag og framtíðarmörgu- leika hennar? — Ég var mjög ánægður með landsleiki okkar í fyrrasumar, þá sýndi landsljð okkar, að það hef- ur getu til að glíma við erfið við fangsefni með sóma. Um framtíð, ina er erfitt að spá, við vonum það bezta, en skilyrðin til þess að i þær vonir rætist, er að íþrótta- mennirnir hafi tíma og vilja til að sinna íþróttinni. beztir í stökki EINS og við höfum skýrt frá hefur mikið farið fram af stökkmótum í Eyrópu nú um áramótin. Norski skíðakappinn Toralf Engan hefur borið sigur úr býtum á öllum þess- qhen hlaut Sengan 229,9 stig og chen hlaut Sngan 229,9 stig og stökk 84 og 89 m. Annar varð Georg Thoma, V-Þýzkalandi með 217,3 stig. Hann stökk 83,5 og 85,5 m. Stökk Engans voru stórkostleg í þessari frægu stökkbraut. í Oberstdorf sigraði Engan og hlaut 214,2 stig. (72,0 og 70,5). Næstur varð Max Bolkart, Vestur- Þýzkalandi með 199,3 stig. Loks Sigraði Engan í Innsbruek, lilaut 231,2‘ stig. Hann stökk 95 og 85 m. í öðjph sæti var ólympíumeistarinn Reeknagel með 215,7 stig. Rechna- egl stökk 87 og 79 m. Allir íþróttamenn fara lofsam- Iegum orðum um Engan og segja, að nú hafi Norðmenn aftur forystu í skíðastökkinu, eins og þeir höfðu áður um áraraðir. En það er ekki aðeins Engan, heldur eru ýmsir fleiri, má þar nefna Yggeseth, Brandtæg og fleiri. Finnar eru ekki eins sterkir og þeir hafa verið, en beztur er Hal- onen. Georg Thoma, sem varð ólympíumeistari í norrænni tví- keppni í Squaw Valley 1960, er mjög góður stökkmaður og sama má segja um landa hans, Max Bol- kart. 'mÓTTAFRÉTflR I STUTTU. MÁU Bikarmeistarar KR — taka þeir þátt í Evrópubikarkeppnl? I Á SKAUTAMÓTI í Munchen á nýársdag sigraði Gunther Traub í 500 m. á 42,8 sek. Knut Johannesssen hinn kunni skautakappi Norðmanna er ekki dauður úr öllum æðum. Á móti á Bislet um áramótin setti hann norskt met í 500 m. skautahlaupi, hljóp á 8.04,2 mín. Áhorfendur voru 27 þús. á mátinu. NORÐMAÐURINN Toralf Eng an sigraði glæsilega í þýzk-aust- urisku stökkvikunni og blöðin segja, að hann hafi meiri yfirburði en Rocknagel var upp á sitt bezta. Danir sigruðu Svía í körfukna .t- leik kvenna með 35 stigum gegn 31. Staðan í hálfleik var 15:10. Svíar sigruðu Japani ,í HM stú- denta í handknáttleik með 26:15, og Danir Spánverja með 24:17. Hamoud Ameur, Frakklandi sigr aði í nýárshlaupi í Sao Paulo, hann hljóp á 22.08,5 mín. Annar varð de Oliveira, Brasilíu, og þriðji O. Suarez, Argentínu. — Svíinn Ove Karlsson varð 15. og Finninn Olavi Salonen 27. ]£ 6. janúar 1963 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.