Alþýðublaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 16
1 44. árg. — Fimmtudagur 17. janúar 1963 - 13. tbL Lækka Svíar gjald af ísl. freðfíski? Á FUNDI viSskiptamálaráðherra Norðurlandanna í Stokkhólmi sem haldinn var í vikunni bar Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra íslands fram ósk xim það að Svíar lækki innflutningsgjald, sem innheimt er af frystum fisk- flökum, en það nemur 45 aurum sænskum á kíló og er tvöfalt hærra en gjald það, sem lagt er á slík flök frá EFTA ríkjunum. í þeim löndum, sem ásamt Sví- um eru í fríverzlunarbandalagi sjöveldanna, EFTA, hefur inn- flutningsgjaldið þegar verið lækk að um helming eða í ZZV2 eyri. Það verður því að greiða tvöfalt hærra innflutningsgjald af ís- ★ Heilsufar Gaitskells, foringja brezka Verkamannaflokksins, er talið mjög alvarlegt. lenzkum flökum sem flutt eru til Svíþjóðar en t. d. af norskum flökum, sem þangað eru seld. Er þetta mál nú í athugun hjá sænsk- um yfirvöldum. Þessi ágæta mynd er tekisi í fyrrakvöld í leik FII og Vík- ings en þá sigraði FH með 11. mörkum gegn 8. Á myndinni sést fyriijliði Víkings í dauðafæri á línu, en FH- stúlkan horfir í átt til marlts- ins, en eftir svipnum að dæina hefur hún ótakmarkað traúst á markverðinum og hefur engar áhyggjur yfir skotinu. Annars munu leikir stúlknanna þetta kvöld, hafa þótt heldur harkalegir, og - mun harkalegri en hjá karl- mönnunum. Hver ev svo að tala um veikara kynið? Á Tilraunir til að leysa verk- <all hafnarverkamanna á austur- ftrond Bandaríkjanna hafa mis- IfclrjTlta í höíininni í New York fcorg biða um 500 skip þess, að Verkfaliið verði leyst. Prentara- verkfallið > New York hefur held- «r ekki venð leyst. Var lektor í A-Þýzkalandi: Líkaði ekki vistin eystra - er nú ráðinn í V-Berlin Tvö slys Tvö umferðarslys urðu hér í bæn ma í gærdag. Sjö ára gömul telpa Wð fyrir bíl á Hverfisgötu um hádegisbilið. Var hún flutt á Slysa varðstofima. í gærkveldi varð fullorðinn mað m fyrir bíl á Hringbraut á móts við Kennaraskólann gamla. Hann var Auttur á Landakotsspítala Blaðinu er ekki kunnugt um hversu alvar »eg meiðsli lians voru. Nokkru fyrir áramótin kom heim til íslands Árni nokkur Björnsson cand. mag, sem verið hafði íslenzkur lektor við háskól ann í Greifswald í Austur-Þýzka- landir undir handleiðslu Bruno Kress prófessors. Hafði Árni ver ið í Greifswald síðan haustið 1961 en Árni lauk prófi í íslenzku við Háskóla íslands í janúar 1961. Á stúdentsárum sínum í Háskóla íslands tók Árni mikinn þátt í starfsemi Félags róttækra denta (Stúdentafélagi kommúu- ista). Þótti það því eðlilegt, að hugur hans stæði til Austur- Evrópu að námi loknu, og að hann vildi fremur vinna við háskóla í einhverju kommúnistaríkjanna en við Vestur-Evrópu skóla. En svo virðist sem Árna hg*i ár Áframhaldandi umræður hafa átt sér stað um væntanlega aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, Ekkert markvert kom fram í þeím umræðum í gær, enda var um- ræðunum ekki komið að erfið- asta þætti þess máls, þ. e. afstöð unni til landbúnaðarmála Breta. ekki líkað vistin eystra sem bezt, þar eð nú hefur hann sótt um lektorsstöðu við Freie Universitat í Vestur-Berlín og fengið hana. Einnig sótti hann um kennara- stöðu við háskólana í Bergen og Uppsölum meðan hann var enn j Greifswald. Ekki veit Alþýðublað ið hvenær Árni fer til Vestur- Berlínar em væntanlega fellur honum betur vistin þar en auslí tjalds. Staðan á skákþingi Reykjavíkur Skákþing Keykjavíkur hófst sl. sunnudag og var þá tefld fyrsta umferð, en á þriðjudagskvöld önn ur umferðin. Eftir þessar tvær umferðir er staðan á mótinu þessB Meistaraflokkur A-riðiII. 1. Sigurður Jónsson með 2 v. 2-3 Björn Þorsteinsson og Jóhann Sigurjónsson með 1 v. og biðskák sín á milli. B-riðilI. 1. Magnús Sólmundarson IV2 v. 2. Júlíus Loftsson 1 v. og biðskák. C-riðilI Framhald á 11. síðu. MARGIR HÆITIR SiLDVEIDUM Landlega er nú hjá síldarflotan um og var enginn bátur á sjó í gærdag. Ekki var talið líklegt að bátarnir íæru út í gærkveldi eða nótt. Allmargir bátar eru nú hættir síldveiðum, eða í þann veginn að hætta, og hefja flestir þeirra réðra með línu. í fyrra hvarf síldin að mestu af miðunum í kringum 20. janúar og lét ekki sjá sig að nýju fyrr en í lok febrúar og var góð veiði frá þeim tíma og fram á vor. Það eru einkum bátar í öðrum verstöðvum við Faxaflóa, en Reykjavík, sem hættir eru síldveið um. Talið er hins vegar að Reykja víkurbátar muril halda áfram síld- veiðum um hríð, að minnsta kosti stærri bátarnir, verði einhver veiði Framh. á 11. síðu 71 árs - dauða- drukkinn við Tveir menn voru teknir drukknir við akstur í fyrri- nótt. Um kl. tvö í gærdag var svo 71 árs gamall maður tekinn ölvaður við akstur. Hafði lögreglau fylgst me honum innan úr Yogum. og þótti gamfli maðurinn aka heldur skrykkjótt. Á Lauga- veginiun var hann svo tckinn en þá hafði hann ekið utan L bifreið. Er hann stöðvaði, og kom út úr bílnum, var þann svo drukkinn að hann gat ekki staðið á fótuniun, og þurfti að styðja hann inn í lögreglubifreiðina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.