Alþýðublaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 13
Verzlunarfólk vill ekki lengja vinnufímann í nýjasta blaði Verzlunartíðinda, scm gefin eru út af Kaupmanna- samtökum íslands er löng grein eftir Pál Líndal hæstaréttarlög- mann, um verzlunartima i Keykja- vík. Rekur Páll í megindráttum sögu þeirrar skipunar, sem höfð hefur verið á verzlun hér svo að segja frá öndverðu og lýkur máli sínu með tillögum að nýjum regl um um afgreiðslutíma, sem bornar vorp fram í bréfi til bæjarráðs Reykjavíkur, sem dagsett var 23. nóvember 1962. Bréfið var undlr- ritað af Páli Líndal og Slgurði Magnússyni formanni Kaupmanna samtaka íslands. Hinar nýju regl ur miða að því að lengja afgreiðslu tímann tU hagræðis fyrir neytend ur og er gert ráð fyrir því, að verzl anir séu framvegis opnar einu sinni í viku til kl. 22.00 til þess að gefa þeim, sem erfitt eiga með að komast í verzlanir á venjulegum sölutíma, tækifæri til að verzla. Páll bendir á það í upphafi grein arinnar, að ýms 'gildandi lög um sölubúðir séu frá árinu 1744, þótt lögin væru aukin og endurbætt árið 1855, en núgildandi lög sem eru nr. 45/1962 eru töluvert í sama anda, þótt ýmislegt hafi þó verið fært við hætti nútímans. Segir Páll að það megi til nefna sem dæmi um það, hvað lögin séu úrelt, að samkvæmt lögum sé bannað að selja dagblöð úr söluturni eftir kl. 12 á sunnudegi, að ekki sé tal að um sælgæti eða gosdrykki. 23. nóvember 1962 rituðu Páll Líndal og Sigurður Magnússon fo> maður Kaupmannasamtaka ís- lands borgarráði bréf, þar sem þeir gera grein fyrir þeim tillögum, sem þeir gera til breytingar á nú verandi ástandi í þessum wiálum. Aðalinntak þessara tillagna er það, að auka eigi þjónustu við neytend ... þegar ég las auglýs- inguna frá emiðnum í Vísi í gær. Hún var svona: „Trésmið- uf um þrítugt vantar her- b.ergi með' skáp. Vanur úti á landi.’’ ■ ur með lengdum afgréiðslufcíma' verzlana. í öðru lagi: Reynt sé að skapa sæmilega glögga verksskipt ingu milli almennra verzlana, sölu tuma og veitingahúsa. í þriðja lagh Leitast verið við, að því leyti sem það er hægt með lögum og: reglum að spoma við hangsi barna og unglinga á sölustöðum, þ.e. í verzlunum og söluturnum. í fjórða lagi: Gerðar eru tillög ur um almennan lokunartíma kvölc sölustaða XVí klst. íjtt en nú er. Gert er ráð fyrir að samþykktin taki til hvers konar smásöluverzl- ana í Reykjavík, þar á meðal sölu turna, svo og einnig brauð- og mjólkurbúða. En jafnframt er gert ráð fyrir, að borgarstjóm geti með samþykki ráðherra ákveðlð, að fyr irmæli þessarar samþykktar taki að nokkru eða öllu leyti til af- greiðslutíma annarra fyrirtækja, sem bein viðskipti hafa við almenn ing, t.d. rakarastofur, hárgreiðslu- stofur, ljósmyndastofur o.s.frv., eti en undanþegnar ákvæðum sam- þyktarinnar verði þó lyfjabúðir, bifreiðastöðvar og benzínstöðvar. Samkvæmt hinum nýju tillögum ætti daglegur afgreiðslutími ,:imá söluverzlana og annarra sölúsfcaða er samþykkt þessi tæki til, aðyera sem hér segir, nema öðru vísijVæri ákveðið i samþykktinni. „Virka daga skal heimilt að opna sölustaði kl. 8.00 og loka skal þeim ekki síðar en kl. 18.00 Á föstudögum skal hein^f að halda sölustöðum opnum tlt kl. 22.00 Á laugardögum skal lieimiít að halda þeim opnum til kl. 14:00 á tímabilinu frá 1. maí til 30. sept., en til kl. 16.00 á tímabilinu l^ okt. til 30. apríl. Samkvæmt hinum nýju tillögum ættu mjólkur- og brauðbúðir að vera opnar kl. 8.00-18.00 dagleg. alla virka daga nema laugardaga, en þá skal loka eigi síðar en kl. 16.00. Gert er ráð fyrir því, að borgar- ráð jafnframt Ieyft að sala fari selja um söluop eingöngu smurt brauð og annan tilbúinn mat inn- pakkaðann ásamt mjólk, megi vera opin til kl. 23.30. Að fengnum með mælum lögreglustjóra geti borgar ráð jtafnframt leyft a ðsala íari þar fram eftir kl. 23.30, en þá skul ákveðið hvenær lokað skuli. Þetta er aðeins fátt eitt' af því sem tekið er fram í tillögum Páls Líndals og Sigurðar Magnússonar. Þar er einnig komið fram með breytingartillögu við lögreglusam þykkt Reykjavíkur og er þar t.d. lagt til að upphaf að 79. gr. lög- reglusamþykktarinnar orðist svo: „Veitingastaöi, þar sem fram fer sala heitra máltíða, heitra sérrétta eða fjölbreyttra kaffiveitinga, skal heimilt að hafa opna frá kl. 6.00 til 23.30, enda sé slík sala meginhluti rekstrarins að dómi heilbrigðis- nefndar, og þar fari ekki fram al- menn sala sælgætis. Allir gestir sem eigi hafa þar nóttstað o.s.frv.” Niðurlag greinar Páls Líndals hefst með þessum orðum: „Aukinn afgreiðslutími verzlana þýðir að sjálfsögðu aukna vinnu og þar af leiðandi aukinn kostnað. Með framanskráðum reglum er alls ekki ætlunin sú að rýra kjör þeirra, sem að vörudreifingu vinna Eitt af skilyrðum þess, að þær geti komið til framkvæmda, er að samkomulag takist milli kaup- manna og verzlunarfólks um starfs tilhögun, hvort sem það yrði með aukagreiðslum, vaktaskiptum eða breyttri vinnutilhögun 6 annan hátt Mér er mjög til efs, að kaupmenn telji slg geta tekið á sig aukinn tll kostnað án þess að fá hann bætt an. Ekki er ósennilegt, að einhver aukin vörusala fylgi auknum af- greiðslutíma, en þá er spurningin hver borga eigi það, sem á vantar Það mál verða verðlagsyfirvöld að meta, ef til kemur.“ Blaðið átti í þessu sambandi tal við Guðmund Garðarsson, forman.i Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur og spurði hann um álit verzlun- úrmanna á tiflögdnum. Honum fannst þróunin miðast í ranga átt, ef að þetta ætti að fela í sér aukna vinnu fyrir verzlunarfólk, þegar allt miðast að því nú á dögum að stytta vinnutímann. Hann taldi til efs, að verzlunarfólk vildi skipta vinnutímanum þannig, að það yrði að vinna lengur frameftir, og það jafnvel, þótt það fengi eitt hvað meiri greiðslu. Guðmundur spurði hver ætti að greiði „hin naukna kostnað" — hvort neytandinn fengi ekki að greiða hann með aukinni álagn- ingu? Þegnarhennar hátignar Framh. af 4. síðu allt eru Englcndingar í dag betux klæddir, betur nærðir og búa við betri húsakost, en áður, Fullyrða má, að fátæktinni sem herjaði landið á árunum 1930 — 1940, verði ekki boðið aftur heim. llinn venjulegi borgari hefur í dag mikilvægra hagsmuna að gæta. Hann hefur lagt í fjárfestingu fyr ir framtíð sína á einn eða annan liátt. Miðstéttar-maðurinn er yfir- leitt orðinn húseigandi. Sérhver Englendingar er staðráðinn í þcim ásetningi að horfa ekki hlutlaus á þá þróun mála, að lát nýja eymdartima þoka núverandi góð- æri til hliðar. Frá SÞ Frh. af 4. síðu. Sjóðurinn lagði fram 3P0.000 doll- ara. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að niðurstöðumar höfðu ver- ið birtar, fékk Argentína 300.000.- 000 dollara einkafyrirtækjum og alþjóðastofnunum til að hrinda í framkvæmd fyrsta hluta áætlunar- innar, sem mælt hafði verið með. LEIKRIT Framh. úr opnu. sama hátt og da Vinci, en hann synir áhorfanda, hvemig konuand- lit er byggt upp, þótt það virðist við fyrstu sýn sem kassalagaður ferhyrningur. Ég fæ ekki betur séð, en sama meginreglan komi fram í íslenzku dróttkvæðunum. Þar er aldeilis ekki verið að lýsa hlutunum á ein- faldan og venjulegan hátt. Allt úir og grúir af kenningum og lík- ingum. Dróttkvæðin tala ekki ein- faldlega um konu eða kvenmann. Þau myndu frekar minnast á EIK- INA FRÆNINGS ,TÚNA. Já. Faulkner var mikill rit- höfundur. Persónur hans eru að vísu oftast skuggalegar og auð- vitað afskræmdar. Hin sama kem- ur fram hjá Strindberg, Lager- quist og að nokkru leyti hjá Kilj- an. — Hvert er álit þitt á síðasta verki Kiljans? | — Öll leikrit Kiljans eru mis- ! heppnuð, nema e. t. v. íslands- klukkan. Það leikrit hef ég hvorki . séð né lesið. Það væri ekki I minnzt á leikrit eins og Silfur- J tunglið, Strompinn og Prjóna- j stofuna, ef einhver annar væri höfundurinn. Hæfileikar Kiljans til skáldsagnagerðar eru hafðir yfir deilur, en hann ætti ekki að fást við leikritagerð. — Hver voru aðalverkefni þín hér heima auk námsins? — Ég vann m. a. að orðabók Blöndahls og bar ábyrgð á hljóð- merkjunum í bókinni. Saga Eiríks Magnússonar, prófessors í Cam- bridge, er samin hér á landi að mestu leyti á árunum 1924—26, þótt hún kæmi ekki út fyrr en 1933. — Hvað viltu segja um gagn- rýni þá, sem fram hefur komið á Bókmenntasögu þína? — Bók þessi var fyrst skrifuð á ensku og var fyrst og fremst ætluð amerískum lesendum. Var bókinni vel tekið vestra. Síðan þýddi ég hana á íslenzku. og gaf Snæbjörn Jónsson hana út. Það er rétt, að bók þessi hefur fengið misjafna dóma. Athyglisvert er það, að sú gagnrýni hefur ein- göngu beinzt að þeim köflum, er varða núlifandi rithöfunda. Ýmsir af þessum rithöfundum hafa tjáð rhér, að galli bókarinnar væri aðeins sá, að of litlu rúmi væri varið til að geta þeirra sjálfra. Sér staklega minnist ég eins þessara manna, sem jafnframt er dálkarit- höfundur eins dagblaðsins, er hann réðst að mér persónulega fyrir þessa bókmenntasögu á ó- sanrigjarnan' og ruddalegan hátt. Það var e. t. v. vanhugsað lijá mér að greina frá núlifandi mönn- um í bókinni. Ég mátti vita, að samkvæmt lögmálinu dregur slíkt ávallt dilk á eftir sér. — Hvað er að segja um næstu verkefni þín? — Ég lief styrk frá vísindastofn- un, sem kennd er við John Simon Guggenheim. Þau viðfangsefni, sem ég nú fæst við að rannsaka á vegum þessarar stofnunar, eru tvö. Hið fyrra varðar áhrif kristn- innar á íslenzkar bókmenntir í fornöld. Hitt fjallar um Primi- tívismus í íslenzkum bókmennt- um. — Þar sem þú hafðir samfleytt starfað í Baltimore í 35 ár, kom mörgum það á óvart, að þú skyld- ir flytjast aftur heim til íslands til rannsóknarstarfa, þegar þú varst leystur undan starfsskyldu. Hvaða ástæður lágu til þess? — Þrátt fyrir hinn langa starfs feril í Bandaríkjunum hef ég á- vallt haft meira samstarf við ís- lendinga en ameríska háskóla- menn. Þó skal tekið fram, að í alla staði kunni ég mjög vel við ailt samstarf við hina bandarísku vísindamenn. Samvinnan við þá gat ekki verið ákjósanlegri. Banda rískt fólk er einnig mjög geðþekkt að öllu ieyji. Fræðigrein mín hefur hins veg- ar valdið þýí, að hugurinn hefur á- vallt verið austanmegin Atlants- hafsins. Vinir og venzlamenn eru og flestir hérlendis. Aðstaðan til fræðiiðkana er mjög sæmiieg hér í Reykjavík. Þó skortir mikið á, að Landsbókasafnið og Háskóla- bókasafnið sé þeim bókkosti bú- in, sem æskilegt væri. Virðist mér einkum tilfinnanlegur skortur á erlendum umsögnum um ísland og íslenzkar bókmenntir í söfnun- um hér. En þrátt fyrir ágæt starfsskil- yrði í Baltimore er ég ánægður með heimkomuna. Þrátt fyrir ómerkilega gagn- rýni á bókmenntasögu mína met ég miög mikils þá viðurkenningu, sem fslendingar hafa sýnt mér í orði og verki bæði nú og áður. Sérstaklega þótti mér vænt nm þann heiður, sem Háskóli íslands sýndi mér á fimmtíu ára afmæli Við kveðjum þennan lífsreynda og áfkastamikla prófessor, sem hlotið liefur víðfeðma frægð í tveimur hcimsálfum fyrir fræði- mennsku sfna. Þeim kveðjum fylgja þær von- ir, að dr. Stefáni Einarssyni auðn- ist að leysa þau tvö athyglisverðu verkefni, sem hann nú vinnur að, og mörg önnur með þeirri vísinda- legu nákvæmni, er einkennt hafa öll störf hans. J. P. E. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. janúar 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.