Alþýðublaðið - 27.01.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 27.01.1963, Side 7
Keflavík - Suðurnes „Rödd sannleikans meðal margra radda“, nefnist erindi, sem Júlíus Guðmundsson flyt- ur, í samkomusalnum Vík, í kvöld kl. 8,30. Garðar Cortes syngur einsöng. Allir velkomnir. Hvaða stórviðburðir eru að gerast á svíði trúmálanna? nefnist erindi, sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19, í dag kl. 5. ÁRNI JÓNSSON syngur. Allir tvelkomnir. Bátaeigendur NEWAGE/BMC SJÓDÍSEVÉLAR STERKAR ÓDÝRAR LÉTTBYGGÐAR Allar nánari upplýsingar um BMC bátavélarnar veittar á skrifstofu okkar eSa sendar þeim, er þess óska. 1.5 og 2.2 lftra vclarnar FYRIRLIGGJANDI. Kynnið ykkur BMC vélarnar áður en þið festið kaup á vél í bátinn. Gísli Jónsson & Co h.f. Skúlagötu 26, sími 1 17 40. 1.5 lítra (38 ha.) 2.2 lítra (55 ha.) 3.4 lítra (60 ha.) 5.1. lítra (90 ha.) ðl s IBSniK Þetta eru lika kjarabætur ÞEGAR rætt er um kjaramál alþýðunnar, hættir ýmsum til að nYífna aðeins kaupgjalds- samninga verkalýðsfélaga. Ekki má þó gleyma að félagslegar ráðstafanir ríkisvaldsins eru nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr og ráða úrslitum um af- komu þúsunda íslendlnga. Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð iagt megináherzlu á þessa hlið kjaramála. Þess vegna flutti hann í upphafi frumvörp um al- mannatryggingar og hefur fylgt þeim eftir æ síðan. Er óhætt að fullyrða, að þau mál væru ekki svo langt komin, sem raun ber vitni, ef flokkurinn hefði ekki staðið vörð um þau við hvert tækifæri. Tryggingakerfið flyt- ur nú um 600 milljónir króna frá hinum sterku, heilbrigðu og vinnandi borgurum til hinna, sem eru sjúkir, gamlir eða standa af einhverjum ástæðum höllum fæti í lífsbaráttunni. Þessi tekjuskipting er lang- stærsta átak, er þjóðfélag okk- ar gerir til að jafna kjör þegn- anna og sjá um að enginn búi við skort. Stórar fyrirsagnir eru í blöð- unum um hvern áfanga, sem vinnst í kaupgjaldsbaráttunni. En enginn hefur séð ástæðu til að nota stóra letrið í tilefni a‘ hækkunum, sem hafa orðið og eru að verða á almannatrygg- ingunum. Þær hækkanir hafa fengizt vegna kröfu Alþýðu- flokksins og nema milljónatug- tun. Tökum sem dæmi f jölskyldu- bætur, sem flcstir landsmcnn njóta að einhverju leyti, en barnamörgu fjölskyldurnar sér- staklega. Þær hækka og verða á þessu ári 3077.15 krónur á barn. Þessi hækkun nemur á fimmt- ánda hundrað krónum fyrir þriggja barna fjölskyldu og tæp- lega þrem þúsundum fyrir sex barna fjölskyldu. Frá upphafi trygginganna hefur landinu verið skipt í tvö verðlagssvæði. Hafa bætur trygginganna verið 25% lægri á öðru verðlagssvæði en fyrsta þ. e. í þorpum og dreifbýli landsins. Einhvern tíma kann að hafa verið ódýrara að lifa í þorpum en kaupstöðum. Svo er ekki í dag, nema síður sé. Þess vegna tók Alþýðufl. upp bar- áttu fyrir afnámi þessarar skiptingar, og er hún nú úr sög- unni. Fjölskylda með þrjú börn sem býr þar sem áður var annað ver'ðlagssvæði, fær samtals um 3400 króna hækkun, og sex bama fjö^lskylda tvöfalda þá upphæð. Svo skulum við athuga gamla fólkið. Þegar núverandi ríkis- stjórn kom til valda, var ellilíf- eyrir fyrir hjón 15.927 krónur á fyrsta verðlagssvæði, en 11.945 krónur á öðru verðlagssvæði. Þessar upphæðir hafa þrisvar sinnum verið hækkaðar síðan, og nú fá hjón, hvar sem þau búa á Iandinu, 32.824 krónur. Þetta er meira cn 100% hækkun, en framfærslukostnað- ur hefur hækkað á tímabilinu um rúm 30%. Hér er því um stórfellda breytingu til batnaðar að ræða — og hver vsll halda fram að hið nýríka þjóðfélag okkar hafi ekki skuldað gamla fólkinu þetta? Skrifa mætti langt mái um hina ýmsu flokka trygginga en það verður að bíða betri tíma. Hins vegar er rétt að nefna ann- an málaflokk, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur barizt fyrir betri kjörnum handa þeim, sem hafa Iægstar tekjur til að íifa af. Húsnæðismál er eitt mikl- vægasta kjaramál alþýðunnar. Skiptir öllu um lífskjör hjóna og þá ekki síður barna, hvernig íbúð fjölskyldan hefur, og fjár. hagurinn fer mjög eftir því, hve mikið af tekjunum fer til að greiða fyrir húsuæðið. Undanfarin ár hefur stjórn eftir stjórn keppzt um að auka lánsfé húsnæðismálastjórnar, og er það góðra gjalda vert. Þau útlán hafa aldrei meiri verií en síðastliðið ár. En til viðbótar hefur Emil Jónsson húsnæ'ðis- málaráðherra gengizt fyrir sér- stökum ráðstöfunum fyrir þá, sem hafa Iægstar tekjur eða búa í heilsuspillandi húsnæði. Verkamannabústaðakerfið nær til 10% þeirra launþega, sem hafa Iægstar tekjur. Þetta fólk á þess nú kost að fá allt að 300.000 krónu Iánum till langs tíma til að koma upp ibúð- um, og hefur 42 milljónum ný- lega verið ráðstafað til slíkra bygginga. Fyrrverandi ríkisstjórnir létu sér nægja að ætla 3,6 milljónir árlega til útrýmingar heilsuspill andi íbúða. Nú hefur hámarkið verið afnumið og ríkið greiðir sinn hlut af hverri heilsnspill- andi íbúð, sem bæjarfélög treysta sér tii að taka úr notkur: í þessu skyni varði ríkið yfir 10 milljónum síðatliðið ár. Þessi dæmi ættu að nægja a&’ sinni um þær ráðstafanir til fé- lagslegra kjarabóta, ssm Al- þýðuflokkurinn leggur megin- þunga á að koma fram, og liefur komið fram í núverandi stjórn- arsamstarfi. „Undralyfin u Framh. af 5. síðu fengu fengu meina sinna bót. En því miður varð þetta ekki venja meðal allra, og svo fór, að menn hættu að hringja, — nýjabrumið var farið af hlutunum, og síma- þjónustan lagðist niður að mestu leyti. Með því að beita kúgun eins og í Sovétríkjunum verður auðveld- ara að hindra lekanda. Þar geta menn fengið allt að þriggja ára fangelsí fyrir að aðstoða ekki heil- brigðisyfirvöldin eftir megni, og þess vegna er um 80% allra lek- andatilfella funtiin þegar og liægt er að útrýma sýklinum í flestum tilfellum. Það er annað, sem gerir mönn- um erfitt fyrir í baráttunni við þennan kynsjúkdóm. Það er svo erfitt að finna vírusinn sjálfan. Jafnvel beztu rannsóknarstofur greina ekki rétt inn 20% af þeim vírusum, sem þeim berast frá kvcn sjúklingum. Auk þess er mikill skortur á rannsóknarstofum í mörgum þeim löndum, þar sem lekandi er þekktur sem mjög mikil heilsufarslegt vandamál al- mennings. Karlsjúklingar eru um það bil fjórum sipnum skæðari smitberar en kvenfólk, og það er að einu leyti vegna þess að margir þeirra eru þess alveg óafvitandi, að þeir gangi með sjúkdóminn. Aftur á móti-er margt kvenfólk, sem geng ur með krónískan lekanda og er alls ekki' smitandi, og eftir því sem skýrslur frá vanþróuðu lönd- unum greina, eru það ekki þau, sem verst verða úti vegna lekand- ans, þó að mest beri á þeim vegna skýrslugerðar og nákvæmara eft- irlits en í hinum vanþróaðri. Það er vitað mál, að í Afríku og Asíu er mun meira um lekanda heldur en til dæmis í Bandaríkjunum, er* það er engin í þessum löndum ti.L að telja tilfellið eða reyna að kcm; í veg fyrir þau. Það er einkennandi fyrir þessí* sögu lekandans, hve heilsumenn'fc þjóða er skammt á veg komin. - Þegar visindamenn höfðu fundic- upp varnarlyf gegn kynsjúkdómrí um, álitu menn að sjúkdómurim* væri þar með úr sögunni. Að vísr« er það satt, að hin klassíska mynci. lekanda í hugum fólks, blindm,. kryppa, og sálarflækjur, á ekk t lengur við rök að styðjast, en sam: er mikið enn eftir ógert til í*'<r vinna bug á þessum sjúkdómi. WHO hefur unnið að því að gero. ríkisstjórnum viðkomandi land;i grein fyrir hinni augljósu hættu.. sem þjóðum hcims stafar af lés * anda, og á meðan eru sérfræé • ingar þessarar stofnunar önnuin kafnir á rannsólaiarstofum sínunt við að reyna að finna efni, seni getur borið sigurorð af lekandan» um áður en liann verður of víð» i tækur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. janúar 1963 y

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.