Alþýðublaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 10
Sveinameistaramót íslands:
Sveinamet og
góð þátttaka
Ritstjórí: ÖRN EIÐSSON
SVEINAMEISTARAMÓT íslands í
frjálsum íþróttum innanhúss fór
fram á Akranesi á sunnudag í
íþróttahúsinu. Keppendur voru
allmargir eða 27 frá 6 félögum og
bandalögum.
Árangur var allgóður og m. a.
var sett eitt sveinamet. Það var i
þrístökki án atrennu, en keppni í
þeirri grein var mjög skemmtileg
og spennanda. Fyrir síðustu um-
ferð voru þeir jafnir, Sigurður
Hjörleifsson, HSH og Erlendur
Valdimarsson, ÍR. Erlendur stökk
á undan og í síðustu lunferð
lengdi hann sig verulega og stökk
8í90 m. — nýtt sveinamet. Sigurð-
ur Hjörleifsson hafði samt ekki
sagt sitt síðasta og hann lengdi
sig einnig og fór fram úr Erlendi,
stökk 8,91 m. og bætti þar með hið
nýsetta sveina met um 1 sm.
í hástökki með atrennu sigraði
Erlendur aftur á móti og. Stökk
1,65 m., en Sigurður var annar
ÍR vann
£ r
Armann
74:44
UM HELGINA fóru tveir leikir
fram í meistaraflokki karla á ís-
lándsmótinu í körfuknattleik.
Á laugardagskvöld léku ÍR og
Ármann í Valshúsinu, en flytja
varð leikinn, sem átti að fara fram
að Hálogalandi, þar sem verið var
að gera við íþróttahúsið þar. ÍR
hafðl mikla yfirburði £ leik þess-
um og „tturstaði” Ármenninga með
með 74 stigum gegn 44. ÍR átti
mjög góðan leik og svæðisvörn
Ármenninga var alveg máttlaus
í Vaishúsinu, sem er mun stærra
en Hálogalandshúsið. í llði ÍR
bar mikið á 2. flokksmanninum,
Agnari Friðrikssyni, sem átti
mjög góðan leik, skoraði flest
stig ÍR-inga. Þorsteinn Hall-
grímsson var og traustur að
vanda. Einar Bollason og Jón
Oj:ti dæmdu leikinn.
KFR sigraði stúdenta örugg-
lega 65:35 á sunnudagskvöld og
tér sá leikur fram í íþróttahúsi
Háskólans.
með 1,60 m. Jón Þorgeirsson, ÍR,
sigraði í langstökki án atrennu og
Ragnar Guðmundsson, Ármanni,
í hástökki án atrennu.
Ýmsir fleiri efnilegir piltar
komu fram á mótinu, m. a. Júlíus
Hafstein, ÍR, og tveir Akurnes-
ingar í hástökki án atrennu.
Jón Þ. Ólafsson, ÍR, keppti sem
gestur í hástökki, og stökk 2,05
m. og átti góða tilraun við 2,10 m.
Halldór Jónasson ÍR keppti einn-
ig sem gestur og stökk 1,70 m. £
hástökki án atrennu, stökk Jón
7,70 m. og i þrístöfcki án atrennu
9,49 m.
HELZTU ÚRSLIT:
Hástökk án atrennu:
Ragnar Guðraundsson, A, 135 m
Júlíus Hafstein, ÍR, 1,30 m.
Skjöldur Björnsson, ÍA, 1,20 tfL
Ingi Gunnlaugsson, ÍA, 1,20 m.
Hástökk með atrennu:
Erlendur Valdimarsson, ÍR, 1,65
Sigurður Hjörleifss., HSH, 1,60 m.
Július Hafstein, ÍR, 1,55 m.
Ragnar Guðmundsson, A, 1,55 m.
Þrístökk án atrennu:
Sigurður Hjörleifsson, HSH,
8,91 m. (sveinamet)
Erlendur Valdimarsson, ÍR, 8,90
Jón Þorgeirsson, ÍR, 8,60 m.
Ragnar Guðmundsson A, 8,36 m.
Helsingfors, 18. febr.
(NTB-FNB).
PENNTI Nikula hefur verið kjör-
inn íþróttamaður Norðurlanda af
norrænum íþróttafréttamönnum.
Frakkar voru
í æfingarbúðum
fyrir leikinn
F R A K K A R undirbjuggu
landsliðið sitt mjög vel fyrir
leikinn við ísland. Höfðu liðs
menn Frakka verið í æfinga-
búðum fyrir utan París um
nokkra daga skeið undir for
ystu landsþjálfara síns. —
Voru þar ræddar leikaðferð-
ir og sýndar kvikmyndir af
andstæðingunum, sem teknar
voru á HM 1961.
ÞESSI mynd er tekin í leik
Selfyssinga og Borgensinga
í 1. flokki karla. Þeir fyrr-
nefndu sigruðu með 8 stiga
mun.
Ensk knattspyrna
Á miðvikudag fóru fram 'tveir
leikir. Liverpool sigraði Aston
villa í 1. deild með 4:0 og South-
ampton sigraði í 8. umf. bikar-
keppninnar með 5:0.
Fresta varð flestum leikjanna
á laugardaginn og er það níunda
vikan í röð, sem meirihluta leikj-
anna er frestað. Þó fóru nokkrir
leikir fram.
1. deild:
Arsenal 3 — Bolton 2
Leyton 1 — Fulham 1
Liverpool 4 — Wolves 1
Sheff. Utd. 0 — West Ham 2
2. deild:
Mlddlesbro 0 — Grimsby 1
Skotland:
Aberdeen 0 — St. Mirren 1
Arsenal og Bolton léku hörku-
leik á Highbury þrátt fyrir erfið-
an völl. í hléi var staðan jöfn
1:1, en rétt eftir hlé tókst Bolton
að sk»ra annað mark og var
staðan þannig þar til 15. mín voru
til leiksloka. Þá jafnaði mið-
framv. Arsenal, L. Brown upp úr
aukaspymu og aðeins einni mín.
fyrir. leikslok tókst Arsenal að
Framhald á 11. síðu.
ÍR ÍSLANDSMEISTARI
KÖRFUKNATTLEIK KVENNA
TVEIR úrslitaleikir voru háðir í
íslandsmótinu í körfuknattleik
um helgina. það var í 2. og meist-
araflokki kvenna, en aðeins tvö
lið tóku þátt £ hvorum flokki.
í meistaraflokki kvenna léku
ÍR og Umf. Skallagrimur, Borg-
arnesi. Leikurinn var hinn
skemmtilegastj, Borgamesstúllk-
urnar komu skemmtUega á óvart
og í fyrri hálfleik, sem var mjög
jafn höfðu liðin yfir á víxl. Stað-
an í hléi var 10:9 fyrir Skalla-
grím.
Til að byrja með í siðari hálf-
leik var leikurinn jafn, en ÍR-
stúlkumar áttu betri endasprett
og sigruðu verðskuldað með 29
stigum gegn 19. ÍR er þvi ís-
landsmeistari í körfuknattleik
kvenna.
í 2. flokki kvenna sigraði
Hafnarfjörður ÍR með 14 stiginn
gegn 12 og varð þar með sigur-
vegari í þeim aldursflokki.
Ýmsir fleiri leikir fóm fram
um helgina og koma hér úrslit
þeirra: í 3. flokki karla sigraði
ÍR (B) KR með 24:21, ÍR (A)
vann KFR með 47:8, en Ármann
vann ÍR (C) með 27:18.
Einn leikur fór fram í 4. flokki
karla, Ármann (A) vann ÍR (C)
með 28:1. í 2. flokki karia vann
Ármann (B) KR (B) með 27:17.
Tveir leikir voru háðir í 1. flokki,
KR sigraði Umf. Skallagrím með
46 stigum gegn 43 og Héraðs-
sambandið < Skarphéðinn vann
Skallagrím með 42:34.
Heimsmet
Perth, 16. febr.
(NTB-Reuter).
Á OPNA ástralska meistara
mótinu setti Satoko Tanaka
nýtt heimsmet í 110 yds bak-
sundi kvenna, hún synti á
1.10,2 mín.
WWWMfWWWWWWWWWW
> 10 19- febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐID