Arnfirðingur - 03.09.1902, Page 2
102
ARNFIRÐINGUR.
það að atviunu sinni að láta slátra
fje, geta ekki sjálflr horft á þetta.
Jeg hef sannspurt það að minsta
kosti um einn manninn.
Menníng okkar er nú komin í
þá mótsögn við sjálfa sig, að við
jetum með græðgi ketið af þeim
dýrum, sem vlð getum ekki horft
á hvernig iífið er murkað úr. Og
því valda þessi illu álög, að vera
hvorki úlfur nje heldur — eitt-
hvað annað en maður.
Ea í þessu tilliti er hreinn ó-
óþarfi að láta þennan gamia og
ljóta vana gera okkur alla enn
þá verri en við erum. Þeir bræð-
ur Stefán og Eyjólfur Jónssynir
á Seyðisfirði áttu litla smábyssu
(pistólu) sem þeir skutu með alt
það fje, sem þair Ijetu slátra.
kindin var skotin í gagnaugað
og hnje niður eins og þreyttur
maður eða syfjað barn. Neyðin
rekur okkur til að láta þetta
deyja fyrir okkur, en látum það
sofna sem rólegast.
Hjer ætti einhver sem slátrar
og helst allir, að láta skjóta fjeð.
Það er fljótur dauði og góður og
þángað mundu aliir koma glaðari
en þeir koma nú til skurðarhníf-
anna. Það hafa þeir sagt eem
vita, að blóð og ket sje að öllu
eins gott þó skotið sje og skotið
skostar fáa aura. En þángað
væri gott að sækja og seuda. Nú
er það neyð til allra. s.
Málefnin.
„Yfirlýsing og mótmæli“
sem hér eru prentuðfyrir framan
hefur fulitrúum Framsóknarflokks-
ins fundist ástæða til að senda
út, en þó aldrei sje of variega
farið, þá liggur við, að manni
finnist í fyrsta áliti sem þetta sje
óþarfa varkárni. Því þeir munu
nú fáir meðal þjóðarinnar, sem
trúa helmlngnum, hvað þá heldur
meiru af því, sem hvor flokkur
hefur sagt um annan. Heima-
stjórn, hafnarstjórn, framfarir og
afturhaid, mútur o. fl., er orðinn
grautur, sem fáir borða, nema
þeir sjálfir kannske, sem hræra i
honum og elda hann.
Það er auðvitað aldrei nema
rjett, að mótmæla ósanniudum og
óhróðri eins og hjer er gert, en
barátta þessara 5 ára siðustu,
ættu að vera okkur nóg, sem
horft höíum á hana, tii þess að
sýna okkur bæði stefnur og menn
og í rauninni öllum skynjandi
mönnum, sem heyrt hafa eitthvað
af því, sem sagt var á málfund-
um í vor, eða haft hafa veður
af þsssu síðasta þingi — ef ann-
ars nokkur maður nú trúir orð-
unum: „af ávöxtunum skulu þjer
þekkja þá“.
Ávöxturinn
af þinginu hefur verið mjög mik-
ill og í rauniuni fagur — á að
að líta. Stjórnarskrármálið sam-
þykkt að kalla má orðalaust með
öllum atkvæðum, og betur gat
hvorugur flokkurinn efnt orð sin.
Leynilegar kosningar samþ. sömul.
í einu hljóði. Björn Kristjánsson
hefur borið þær fram með elju
og áhuga og hann og liðsmenn
hans vakið svo eftirtekt þjóðar-
innar á gildi þeirra, að þær voru
orðnar áhugamál hennar, og það
svo ákaft, að ótti manna hlaut að
bjarga þeim lögum, þar sem ást-
in kann ekki að hafa gert það.
Þetta var nú póiitíkin:
Búnaður, samgöngur, s'ottvarn-
ir og brunabót hafa og kostað
mörg orð og mikia vinnu, og við
margt annað gott hafa báðir flokk-
ar tekið svo miklu ástfóstri, að
þeir munu aldrei geta af því séð
lífs nje liðnir ogmunu báðirminn-
ast íerfðaskrásinni þegar þeir deyja.
Þingsályktanir hafa verið samþ.
11, og er vonandi að hin nýja
þingræðisstjórn danska taki svo
tíllit til þeirra, að ástæða verði til
að tala nánar um þær áður.
Feld hafa verið:
1. Frv. um sölu á laxveiði í Lax-
á í Kjós.
2. Um gjald af hvölum.
3. Um breyting á yfirsetukvenna-
lögunum.
4. Um vinnuhjú og daglaunamenn.
5. Um afnám gjafsónka.
Þessi liefur dagað uppi:
1. Frv. um afnám framtals á
lausafje.
2. um manntalsþing.
3. um gjaldfrelsi afrjettarlands.
4. undanþága á banni gegn botn
vörpuveiðum.
5. um eftirlaun.
6. um skyldu emb.manna til að
safna ellistyrk eða kaupa sjer
lífeyri.
Fyrirspurn um presthólamálið
var hógvær og árangurslaus, bæði
umræður og ályktun.
Þingi var slitið þ. 25. f. mán.
og samþykt aður ávarp til kon-
ungs feitt og bragðmikið að vanda.
Þingið byrjar á guðsþjónustu og
endar á þessum ávörpum til kon-
ungs og er hvorttveggja trakter-
ingar, sem fáir myndu óska sjer.
Stefnuskrá „hcimastjórnar-
flokksinsu er nú líka komin og
væri það að eins til að spiila
rúmi að prenta hana, því það er
í rauninni alveg sama sem að
prenta upp aftur stefuuskrá Fram-
sóknarflokksins, því aðilkjarn-
inn í þeirri stefnuskrá er sá, að
„Heimastjórnarmenn" lýsa. því að
þeir skrifi að öllu leyti undir
stefnuskrá Framsóknarflokksins
og bæta því við, að þeir vilji
styðja að ráðgjafaábyrgð oq þing-
rœði.
Af því ráðgjafaábyrgðin er
samþykt í stjórnarskrárfrumv.,
sem nú hefur verið afgreitt, og
af því þingræðið verður lítið trygt
útyfir það, sem stjórnaiskrá ger-
ir, þá vonast maður fastiega eftir
að sjá búsetuna koma þar næst
og svo aðrar umbætur, sera sam-
þyktar eru, en þær standa þar
þó ekki.
Auðvitað er ekkert ákveðnar
sagt í þessari stefnuskrá en hinni
og var því gott að einginn vonaðist
eftir því.
Eins og allir sjá hjálpa þessar
stefnuskrár ekki til að skilja
flokkana eða greina stefnur þeirra
og ætli þeir því að halda sjer
aðskildum til næstu kosninga
verða þeir að lifa á því, að naga
hnúturnar frá síðasta þingi, nema
þá að einhvern óvæntan hval reki
eins ogríkisráðsandarnefjuna reyk-
vísku um daginn.
Það er ekki nema eðlilegt að
„Heimastjórnarflokkurinn“ kvarti
yfir því og afsaki það, að hann
gat ekki skrifað undir stefnuskrá
Framsóknarflokksins, þegar ekk-
ert ber á milli og það hefðu ailir
vorkent ef ísaf. hefði ekki gert
þann skolla að skýra frá, að flokk-
urinn hafði vitneskju um þetta
áður og gat því skrifað undir.
Nú vita íslendingar hvað stefnu-
skrár merkja. Árangurinn sjest síðar.
Mannsbeinin á Þórsmörk.
Sögn J6n9 söðlasmiðs frá Hlíöarendakoti.
Yorið 1900 fundu tveir Fljóts-
hliðingar beinagrind blásna upp
úr flagi inn á Þórsmörk, þar sem
heita Hamraskógar. Mennirnir
sem fundu voru þeir Guðmundur
í Háamúla Jónsson og Sigurþór í
Múlakoti Ólafssoc. Beinagrind
þessi lá í þrefaldri kryppunni og
var auðsjáanlegt að maðurinn
hafði verið grafinn stirnaður.
Beinin voru úr heldur stórum
manni. En hvernig á þeim stend
ur sýnir saga sú, sem nú skal
greina.
1820 fjekk Sæmundur bóndi
Ögmundsson í Eyvindarholti Þór
arinn sýslumann Öfjörð til þess
að fríða skóg allan á Þórsmörk.
Þetta sama ár fór maður búferl-
um austan úr Mýrdal, Hallvarð-
ur að nafni, og fluttist að
Neðradal undir Eyjafjöllum og
bjó þar alla ævi síðan. Þá bjó
þar í mótbýli Sigurður Pjetursson,
sem síðar fór að Stórumörk. Þeir
Hallvarður og Sigurður fara þetta
sama sumar með siáttubyrjun inn
á Þórsmörk og ætla að gera þar
til kola í óleyfi. Þeir bjuggust
við að verða þar nokkra daga,
en svo bregður við, að þeir koma
aftur um hæl með að eins örlítið
af kolum í pokahorni. Hallvarð-
ur var maður fáorður og mjög
dulur og fjekk enginn maður orð
úr honum um orsökina til þess-
arar ferðabreytni, en þegar til-
rætt var um fjallabúa var hanu
vanur að segja: „Þeir eru til?“
Meira sagði hann ekki.
En Sigurður Pjetursson sagði
svo frá Ingibjörgu konu sinni og
ís’eifi Einarssyni á Seljalandi, að
hann hafi verið að fella skóg í
Hamraskógum, en Hallvarður að
kurla og hafi leyti borið á milli
þeirra. Heyrir hann þá, að Hall-
varður rekur upp ægiorg, stökk-
ur Sigurður þá til, og sjer að
maður hefur ráðið á Hallvarð og
haft hann undir. Rífur þá Sig-
urður manninn ofan af Hailvarði,
því hann var snar, þó hann væri
ekki sterkur, en Halivarður var
karlmenni. Þeir hafa svo komu-
mann báðir undir og hrópar hann
þá á fjelaga sina: segir þá vera
10 og skamt þar frá og eigi þeir
allir heima i Jökuldalnum, og er
það dalur, sem trú manna er að
sje í austanverðum Eyjafjallajökli,
sem stundum er kallaður Mýr-
dalsjökull eða Kötlujökuil á kort-
um, en þau nöfn hafa aldrei ver-
ið til í þeim sveitum eða á lif-
andi túngum. Dalinn sagði hann
austur af Almenníngum, afrjetti
Útfjallamanna.
Það segir Sigurður, að skifti
þeirra færi svo við útilegumann-
inn að þeir handieggsbryti han í
og færi hann burt við það.
En í banalegu sinni 20 ár-
um siðar, um sumarmál 1840
segir Sigurður, að þeir hafi drep
ið manninn og dysjað hann þar
í Hamraskógunum, og er þetta
kaft fyrir satt, því engum manni
þykir það liklegt að maðurian
hafi farið að Ijúga á sig manns-
morði á bmadægri.
Það er vist, að þeir Hallvarður
voru sektaðir fyrir ólöglegt skóg-
arhögg, en að hinu var eingin
gangskör gerð.
Jón kveðst oft hafa spurt Hali-
varð um þetta en hann vildi al-
drei srgjt neitt um þetta, en það
htfa menn fundið, að þessu öllu
ber svo saman, sögusögn Guð-
rnundar og fundi beinsnna, að um
það sje ekki ástæði sð efast, að
þar hafi fundist bein útilegumanns-
ins 8om þeir Hallvarður unnu
forðum. Og iýkur þar þeirri