Austurland - 14.01.1908, Blaðsíða 1
«Austurland» telur 36 blöð í ár-
gangi. Verð árgangs 3 kr. inn-
anlands. erlendis 4 kr. Borgist
fyrir nýár. Uppsögn bundin við
árgangamót, ógild nema skrifleg
komi til útgefanda fyrir nýár.
Auglýsingar verða teknar í
«Austurland» fyrir 1 kronu þuml-
ungurinn af venjulegri dálkbreidd.
Þeir sem mikið auglýsa fá all-
mikinn afslátt, Engin auglýsing
kostar minna en 50 aura.
I. ár.
Eskifirði, 14. janiiar 1908.
16. “blað.
«Austurland» hefir fyrir skömmu
flutt myndir af þremur íslenzkuni stór-
kaupmönnum og umboðssölum i Kaup-
mannahöfn. Fjórði íslenzkur umboðs-
sali er þar, Fr. Chr. Nielsen, og' höf-
um vér en ekki getað fengið mynd
hans.
Þegar verzlun íslands var leyst
úr læðingi um m-iðja öldina sem leið,
var hún öll í höndum Dana, eins og
kunnugt er, og hún hélt áfram að vera
það fyrstu áratugina. Menning ís-
lendinga var þá ekki svo mikil, að
þeir gætu þá sjálfir brotist í að fara
að reka verzlun sína til útlanda. Eftir-
tekt og þekking hinnar miklu verzl-
unarþjóðar sem næst oss líggur, Breta,
á högum vorum og landsafurðum hér
var heldur eigi svo mikil franian af,
að þeir færu að brjótast í að hafa hér
færandi verzlun, þó leið ekki á löngu
frá því verzlunin var gefin frjáls að
þeir gerðu tilraunii í þá átt, líklega i
fyrstu mest fyrir milligöngu íslend-
ingsins Sveinbjarnar Jakobsens, en þeirra
fyrstu tilraunir misheppnuðust flestar
og hættu. Um 1870 voru mikil uni-
brot í landi hér að koma á innlend-
um bændafélaga verzlunum, og eftir
þann tíma fara íslendingar að nafninu
til, að hafa ofurlítið meiri afskifti af
verzlun sinni, og síðan fram að
þessum tíma fært sig meira og nteira
upp á skaftið í því efni. 1873 fékk
Tryggvi Gunnarsson stórkaupmann
Slimmon f Leith til þess að kaupa hér
sauðfé og hesta og hélt hann þeirri
verzlun áfram nteira og ntinna í 12
eða 14 ár. — 1882 byrjar kaupfélags-
skapurinn í Pingeyjarsýslu og breiðsti
svo smátt og smátt út unt landið.
Kaupfélögin höfðu og hafa aðallega
haft viðskifti sín við Breta, að því
leyti, að aðalumboðsmaður þeirra og
framkvæmdarstjóri erlendis hefir átt
heima á Bretlandi.
Eftir 1890 fer hinum svo nefndu
innlendu sntákaupmönnnm ntjög að
fjölga víðsvegar um landið, og höfðu
þeir flestir untboðsmenn erlendis bæði
til að kaupa og selja vörur fyrir sig.
Það hafði mikla þýðingu fyrir þessa
smákaupmenn, sem sumir uxu upp í
það að verða stórir kaupmenn, að
umboðsmenn þeirra væru kunnugir
verzlun hér og varningi þeim, er hér
væri sótst eftir eða hér framleiddur,
því sumir þeirra voru lítt verzlunar-
fróðir. Til Kaupmannahafnar var því
helzt leiðin fyrir þá, að fá sér umboðs-
menn. í Leith í Skotlandi fóru þó
sumir að fá vörur, helzt í gegnum
danska konsúlinn þar, sem stundum
hafði íslending á skrifstofu sinni. En
enginn varanlegur kaupmanna umboðs-
maður er kunnugur var hér á landi
var á Englandi nema Zölner og ef til
vill Coperland & Berrie fram að 1901.
Það ár bauð Garðar Gíslason, sem þá
var búsettur í Leith, sig fram sem um-
boðsmann íslenzkra kaupmanna. Það
má því telja hann sem landnámsmann
frá íslandi í þeirri grein þar í landi,
og í mikið þótti þá ráðist af korn-
ungum og lítt reyndum verzlunar-
rnanni. Hann hefir nú í 6 ár rekið
umboðssölustarfann í Leith og áunnið
sér traust og vinsældir sinna viðskifta-
manna. Þessi ár hefur hann meir en
rpörgum er kunnugt greitt fyrir sölu
ýmsra íslenzkra afurða í Englandi, og
hefir hann mikinn hug á að gera það
framvegis, og getur slíkt orðið íslenzkri
verzlun til stórgagns. Oss íslendinga
vantar eigi nú orðið framboð á erlend-
um vörum, eifikum margskonar iðnað-
arvörum og óþarfa. Vörubjóðarnir
fyrir erlend verzlunarhús eru hér á
sveimi kringum landið meiri hluta árs-
ins til þess að jaga varningi sínum
út í íslenzka kaupmenn, sem síðan á
að borgast í peningum. En tilfinnan-
lega hefir oss vantað og vandar en
duglega umboðssala eða erindisreka til
þess að bjóða fram og mæla með
varningi vorum á erlendum mark ði.
Væri það meiÞ sómi íyrir unga menn
og efnilega, er eitthvað vilja sér ti!
frama vinna, að fara til útlanda og
reyna að selja þar íslenzkar afurðir og
koma þeini þar í álit, heldur en flækj-
ast hér um landið fyrir útlenda auð-
kýfinga til þess að selja fyrir þá ýmsan
óþarfa fyrir peninga. Hver góður
drengur á heiður og sæmd skilið, sem
vinnur að því að koma íslenzkum
varningi í meira álit erlendis og auka
með því verðmæti hans þar. Að þessu
hefir Garðar Gíslason meðal annars
unnið fyrirfarandi ár. Hann er því
verzlun íslands þarfur maður. Hann
er enn á bezta aldri, og því vonandi
og óskandi að hann verði það mörg
ár enn, og því fretnur má vænta þess, sem
hann mun nú vera búinn að fá langtum
víðtækari þekkingá verzlunarvörum vor-
um, og gildi þeirra og göllum, en
þegar hann byrjaði umboðssölu sína.
Garðar Gíslason er fæddurá Þverá í
Dalsmynni 1876. Foreldrar hans voru
Gísli Ásmundsson og Þorbjörg Olgeirs-
dóttir er bjuggu þar þá góðu búi.
Ásmundur faðir Gísla föður Garðars
var Gíslason frá Nesi í Höfðahverfi.
Systkini Gísla í Nesi voru Páll faðir
Þórðar á Kjarna og Herdís á Stóru-
völlum og er margt fólk á Norður-
og Austurlandi frá þeim komið. Gísli
faðir Garðars tók við búi af föður
sínum á Þverá í Dalsmynni, hafði
hann fengið góða menntun í æsku,
enda var faðir hans fræðimaður og vel
að sér, en Gísli námfús. Hann var
ágætur búmaðurog bjó mörg árrausnar
búi á Þverá. Kostaði hann þrjá syni
sína í lærðaskólann og einn systurson
sinn að mestu. Sýnir það bezt hver
dugnaðar maður hann var, og bjó
hann þá á hlunnindalausri dalajörð.
Ekki var það heldur búbót fyrir liann,
að hann gengdi oddvita, hreppstjóra
og sýslunefndarstörfum í mörg ár f
Hálshreppi, sem er víðlendur og strjál-
byggður.
Garðar Gíslason ólst upp hjá for-
eldrum sínum þar til 1892, þá fór
hann á Möðruvallaskólann og var þar
í tvo vetur. Var hann síðan tvö ár
barnakennari á vetrum, en eitthvað við
verzlun á sumrum. Vorið 1897 fór
hann að Grund í Eyjafirði til Magnúsar
kaupmanns Sigurðssonar og var við
verzlun hans þar til um haustið 1899.
Þá sigldi hann til Kaupmannahafnar
og var þar í verzlunarskóla einn vetur.
En réðist þaðan til verzlunarfélagsins
Coperland & Berrie á Skotlandi. Síðan
byrjaði hann uinboðsverzlun upp á
eigin spýtur 1901 eins og áður er
sagt. 1903 tók hann ungan Englend-
ing í félag með sér. Umboðsverzlun
þeirra hefir stöðugt aukist ár frá ári
síðan. í hitt eð fyrra Iétu þeir byggja
stórt hús í Reykjavík, sem þeir liafa í
sýnishorn af útlendum vörum, sem
þeir útvega kaupmönnum. Þurfakaup-
menn á Suðurlandi nú eigi að renna
blint í sjóinn með vörupantanir sínar,
þar sem þeir eiga kost á að skoða
sýnishorn Garðars Gíslasonar í Reykja-
vík.
Þó þykir oss meira umvert að hann
mun vera á góðum vegi að ná ágæt-
um verzlunarsamböndum við sölu á
ýmsum íslenzkum vörum í Skotíandi,
og væri óskandi að honum yrði sem
mest ágengt í því efni, og til þess
ættu íslenzkir kaupmenn, sem bezt að
styðja hann.
Garðar Gíslason er kvæntur Þóru
Sigfúsdóttur frá Varðgjá í Eyjafirði og
eiga þau hjón 1 barn.
Atvlnnumál
ágreiningur um hvalveiðar.
Inngangsorð. — Ólíkar skoðanir. — Kyn-
leg fyrirbrigði. — Oremja sjómanna. — Hálf-
sögð saga. — Rannsókn hafsins. — Líkinda-
rök. — Óskoðaðar hliðar. — Meirihluta
skoðanir. — Ályktar orð. — Niðurlag.
Ýmsir hafa mælst til þess, aðegrit-
aði nokkur orð um þetta mál; einn þeirra
mun vera ritstjóri Austurlands. Sakir
búsýslu og margvíslegs annríkis verð
eg þó að fara fljótt yfir og sneiðahjá
tímafrekum tilvitnunum. Tilgangi mín-
um er náð, ef málið verður skoðað frá
fleiri hliðum og gætilegar en formæl-
endur fiskimanna virðast hafa gjört
undanfarið í Austurlandi. Eg veit að
þeim er óljúft að líta á það annan veg,
og sést það bezt af svari til útvegs-
bóndans Mjófirzka. Hann reit ljósa og
staðgóða hugvekju um rnálið í 12. nr.
blaðsins, en varð það á um leið að
stíga ögn á stórutá mótstöðumannsins
enda varð svarið til hans mestmegnis af-
gæðingur. Hins sama get ég vænst, en til-
gangur minn er eigi að fara í skatt-
yrðingar um þetta má'i, og ósæmilegt
tel eg að gjöra það að rógsmáli.
Segja má að 2 ólíkar skoðanir ríki
í þessu máli og skipi landsmönnum í
flokka, þó er eigi örgrant að fleiri séu
til. Sjómenn margir, einkum hér eystra,
halda því fram, að hvalaveiðar séu átu-
mein als annars sjávarúthalds, eyðileggi
göngu síldar og fisks og baki landinu
ómetanlegt tjón beint og óbeint. Höf-
undur einn í Austurlandi, sem nefnir
sig B. M. S., hefir einkum tekið aðsér
að sýna, hvernig þetta megi verða.
Síðar skal eg athuga nánar kenningu
hans; hér nægir að taka fram,að hann