Austurland - 14.01.1908, Síða 3
meinalaust þótt skipstjórinn á Vestu
afli sér vina á Seyðisfirði með því að
hæla innsiglingunni þar, hún á það að
ýmsu leyti skilið, að henni sé hælt, en
hann getur það vel án þess að niðra
innsiglingu á aðra firði að ástæðu-
lausu. Það er nógur rígur inilli fjarð-
anna hér á Austurlandi þótt förukonu
hjalið milli þeirra minnki.
Eskfirðingur.
Búnaðarmál.
Það er gefið í skyn í síðasta blaði
Austurl. að lítið birtist í blöðunum
um framkvæmdir Búnaðarsambands
Austurands þetta er ekki als kostar
rétt.
Formaður sambandsins séra Einar
Þórðarson skrifar alllanga skýrslu um
sambandið í síðasta hefti búnaðarrits-
ins: en skýrslan er samt nokkuð gömul,
því fátt er þar um framkvæmdir sam-
bandsins í sumar.
Um mjólkursamlagsbú á Fljótsdals-
héraði skrifar Elliði O. Norðdal í Austra
nýlega og hvetur til þeirra. Hann segir
meðal annars að þrautin sé þyngst að
byrja. Athugavert er það hvort þraut-
in muni eigi verða sumstaðar eins þung
að halda áfram mjólkurbúunum eins
og byrja þau. Svo hefir það viljað reyn-
ast í Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu t. d.
á Möðruvöllum í Hörgárdal, Nesi í
Fnjóskadal og ef til vill víðar. f>að má
því telja hyggilegt af héraðsmönnum
að fara varlega í stofnun rjóinabúa, því
hæpið mun vera að þau þrífist þar
nema fráfærur séu aftur teknar upp.
Um baðanir á sauðfé
ritar Björn Bjarnarson í Gröf í Búnað-
arritið og Hallgrímur Þorbergsson í
Norðurland, og ber þeim báðum saman
um að bráðnauðsynlegtséað baða fé á
haustum eða fyrrihluta vetrar. Eggja þeir
bændur mjög að láta baða alt fé sitt,
kalla það slæpingsskap og leti ef eigi
sé baðað, og segja að fjárkláði geti
aldrei þrifist hjá þeim, sem baða.
Hallgrímur heldur á móti tóbaksbaði,
en meir með kreolín baði, sem ódýr-
ara sé. »Það verður varla álitin búhæf-
ur maður úr þessu, sam ekki vill baða
fé sitt á hverju hausti«, segir Björn.
Hann segir að eigi þurfi að baða
lömb á vorin undan þeim ám sem bað-
aðar eru á haustin. Slíku höfum vér
heyrt góðan fjármann á Héraði halda
fram.
Björn og Hallgrímur halda því fram
með sannfæringarfestu að það sé krónu
hagnaður á kind að baða. Báðir lýsa
þeir baðkerum og aðferðum við að
baða og Björn segist hafa 40 potta af
vatni móti 1 pott af Kreólíni í baðlög,
Þá aðferð að þrifa sauðfé með þvíað
hella ofan í það þrifalegi eða bera í
það fyrirdæmir Hallgrímur. Ef enginn
vill mótmæla, og færa rök að því að
þessir mikilsmetnu búfræðingar fari með
öfgar, er þeir telja það krónu mun að
baða frá því að baða ekki eða bera í
fé, ætti það að verða áhugamál sveit-
arfélaga að koma á altnennum böðun-
um, og þau ættu á einhvern hátt að
hvetja og styrkja bændur til þess að
koma böðuninni fram á hentugum tím-
um. Hinir nefndu herrar, sem svo rösk-
lega hafa um þetta ritað hefðu jafn-
framt átt að brýna það fyrir bændum
að nauðsynlegt sé að böðunin sé vel
af hendi leyst, baðlögurinn nógu sterk-
ur og sauðkindin höfð nógu lengi niðri
í baðinu svo hún bjórblotni öll, þótt
ullarþykk sé, það er ekki gagn að því
að böðun sé svo illa af hendi leyst að
sauðfé gangi með óþrif eftir sem áður.
Mjölner
kom hingað 4 þ. m. á útleið. Far-
þegi með honum til útlanda var Sig-
urður Helgi kaupmaður af Siglufirði.
Mislingar
hafa gengið ákafir hér á Eskifirði
það af er þessum mánuði. Þeir hafa
lagst allþungt á marga, einkuni fullorð-
ið fólk. Af afleiðingum þeirra hefur
látist ungur sjómaður hér Halldór
Sveinsson frá konu og tveim börnum.
Veðrátta.
styllingar voru þennan mánuð fram
til 12. brá þá til suðáustan áttar með
hrakviðri. Enn gengur sauðfé gjaflaust
víðast hér í fjörðunum og hefir eigi
verið hýst. Lömbum ekki kennt át.
Rekið er seman einu sinni á dag til
að hleypa til ásauðum.
SamtísisgíuII
—o—
„Samningur er samningur
og á aö standa sem stafur á bók“
er orðtak gamla Petersens.
Hann er norskur bóndi í Amenku,
allra vænsti karl og mjög áreiðanlegur,
en þykir sjá um sig í viðskiftum.
Þegar seinni konan hans veiktist
snögglega fyrir ári síðan varð hann
að leita læknis. Eftir að læknirinn
hafði skoðað húsfreyjuna, sagði hann
bónda að veikin yrði langvinn og
læknishjálpin myndi kosta töluvert.
Lækni þótti vissara að láta bónda
vita, að hann yrði að borga sérsóma-
samlega, því þeir höfðu átt saman
áður, og lækni þóttist þá hafa farið
halloka í viðskiftunum. Hann hafði
nefnilega fyrir nokkrum árum verið
sóttur til fyrri konu Petersens, og þá
höfðu þeir samið um að læknir fengi
40 krónir fyrir að lækna hana, en svo
dó konan, þótti Petersen samningurinn
eigi hafa verið uppfylltur og neitaði
að borga 40 krónurnar, en bauð frani
helfinginn, 20 kr., sem karli fannst
hæfileg borgun, og það hafði læknir
orðið að láta sér nægja. -
Nú vildi hann vera forsjálli og
sagði bónda, að ef hann ætti að stunda
konu lians fyrir ákveðið verð, yrðu
þeir að gera um það glöggan samn-
ing, svo eigi færi eins og síðast.
«Mikil ósköp,» sagði Petersen, «ég
borga yður 50 krónur, hvort heldur
þér læknið hana eða gerið útaf við
hana, og var þetta fastmælum bundið
og Petersen las upp sinn gamla for-
mála: «samningur er sanmingur og á
að standa eins og stafur á bók».
Læknirinn gerði það sem hann gat
til að lækna konuna, en það heppn-
aðist eigi, og hún dó á 15. degi frá
því lians hafði verið vitjað.
Nokkru eftir jarðarförina, þegar lækni
var farið að lengja eftir borgun fyrir
starf sitt, heimsótti hann Petersen, sem
var mjög sorgbitinn, og fór að minn-
ast á borgunina.
Bóndi tók því mjög vinsamlega, en
bað hann áður en þeir ræddu það
mál, að svara tveim spurningum sam-
viskusamlega. í fyrsta lagi: «Gerðuð
þér útaf við konuna mína sálugu?»
Læknir varð fár við og neitaði spurn-
ingunni með þykkju. í öðru lagi:
«Læknuðuð þér konuna mína sálugu?»
«Því miður bar ég eigi gæfu til þess,»
svaraði læknir mýkri í máli.
«Þér hafið þá hvorugt gert af því,
sem þér áttuð að fá 50 kr. fyrir, og
samningur er samningur og á að
standa eins og stafur á bók, og samn-
ingurinn er óuppfylltur af yður hálfu.
En af því þér hafið verið að ómaka
yður hingað minna vegna, vil ég borga
yður 25 kr. fyrir það, sem mér finnst
vel boðið gegn kvittun yðar um, að
þér hafið einkis frekar af mér að
krefjast.» Læknir beit sig í vörina og
ritaði undir slíka kvittun. Hann gat
þess við Petersen um leið og hann
fór, að ef þeir þyrftu að semja um
læknisstörf framvegis, væri bezt fyrir
þá að hafa lögfræðing við.
Tvígiftu hjénin.
Bóndinn: »Hvaða læti eru þetta
fram í baðstofunni, kona?»
Konan: «Og það er ekki annað
en að rnínir krakkar og þínir krakkar
eru að fljúgast á við okkar krakka.»
Ritgerðir
sem »Austurlandi* hafa borist um
póstgöngur í Suðurmúlasýslu, um vinnu-
fólksekluna og um starf millilanda-
nefndarinnar verða að bíða til næstu
blaða sökum rúmleysis, og biðjum vér
höfundana velvirðingar á þeim drætti.
í næstu blöðum «Austurlands» eiga að
koma myndir af öllum millilandanefnd-
armönnunum íslenzku, sem ferðast til
Danmerkur í næsta mánuði.
ÞAKKARÁVARP.
Hér með þökkum við hjartanlega hinum
heiðruðu sveitungum okkar alla þá hjálp og
gjafir er þeir hafa látið okkurí té að undan-
förnu, fyrst i sumar er þeir slóu túnblettinn
okkar fyrir ekkert, og síðan í haust, er við
urðuin fyrir því óhappi að missaeinukúna
okkar, um burðin, voru þeir óðar búnir að
skjóta samar og gefa okkur peninga meir en
fyrir aðra kú.
Þessi kærleiksverkbiðjum viðGuð aðlauna
öllum þeim, sem þar tóku þátt í, þcgar þeim
mest á liggur.
Teigagerðisklöpp 2. janúar 1908
Anna Olsen. Jens Olsen.
--------•
Brunabóta
fjelagið,
»Det kongl. octr. alm. Brandassu-
rance-Compagni« tekur til ábyrgðar
gegn tjóni af eldsvoða: hús, vörur,
innanhúsmuni, lifandi pening o. fl.
Menn snúi sjer til undirritaðs um-
boðsmanns fjelagsins, sem gefur
allar nauðsynlegar upplýsingar.
Carl D. Tulinius Efterf., Eskifirði.
Heiðruðu Austfirðingar!
Orgel oe Piano
af öllum stærðum útvegar undir-
ritaður frá Jóni Pálssyni í Reykjavík.
Gjörið svo vel og snúið yður til
mín. Príslistar til sýnis, með mynd-
um. Einum mánuði eftir að þið
pantið, getið þið fengið hjóðfærin
heim til yðar, eða á næstu höfn.
Gæði þeirra hljóðfæra er Jón Páls-
son pantar eru óviðjafnanleg.
Reynzlan sannfærir.
Eskifirði, ‘7,, 1907.
Bjarni Eiríksson.
Nýjar kvöldvökur
Stærsta sögutímarit sem gefið er út á Islandi, kostar aðeins 3 krónur
árgangurinn (36 arkir). — 2 árg. byrjar í þessum mánuði. 2 langar og
ágætar sögur ganga í gegn um hann allan.
Jón Sigurjónsson prentari á Seyðisfirði hefir stóra útsölu af Nýjum
kvöldvökum. Seyðfirðingar geta því snúið sér til hans.
BIÐJIÐ kaupmann yðar um
Edelstein, Olsen & Cos
beztu og ódýrustu
Cylinderoliu,
Vélaoliu,
Cunstvélafeiti,
Þurkunartvist,
Kardólineum,
Tjöru o. fl. o. fl
Sjóvátrygging.
Undirritaður, sem hefur aðalumboð á íslandi fyrir fjelagið Det kgl.
octr. Söassurance-Compagni i Kjöbenhavn», tekur að sér að vátryggja
gegn sjóskaða, útlendar og innlendar vörur, með öllum fyrsta flokks
skipum, hafna á milli hér á landi og til útlanda, samkvæmt regluni þeim,
sem prentaðar eru á vátryggingarskfrteinum félagsins.
Þeir, sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til mín.
Umboðsmaður minn á Norðurlandi er herra kaupmaður Otto
T u I i n i u s, Akureyri.
Virðingarfyllst
Carl D. Tulinius Efíeri Eskifirði.