Austurland - 23.01.1908, Side 2

Austurland - 23.01.1908, Side 2
hann; en eg man ekki eftir, að hann færi fram á það nokkurstaðar, að ísland yrði talið sérstakt ríki að öllu leyti. Krafan um að ísland verði viðurkent sérstakt ríki er svo ný, lítið útskýrð og illa undirbúin, að eg tel ótímabært að berjast fyrir henni í þessari ferð. En vér eigum að berjast fyrir því að verða sérstakt þjóðfélag, ekki einasta í orði heldur og á borði. Þjóðin eða fulltrúar hennar eiga að hafa öll ráðin í landi voru með konungi eða fulltrúa hans. Landamerkin milli þjóðfélaganna þurfa að vera glögg og. ákveðin, og eingin ítök vii eg að hvorir um sig hafi í annars landi. Eingu að síður, heldur miklu fremur ætti góð sanivinna og félagsskapur fyrir það að geta þrifist milli þessara þjóðfélaga. > Það skal vík á milli vina, og fjörð- ur á milli frænda«, segir máltækið. Ekki vantar fjörðinn á milli dönsku og íslensku þjóðarinnar. í sumar var sungið um að brúa hann með bróðurliug, látum svo vera að það lánist. En það má als eigi brúa hann með ágengni og ásælni hvorir á annars fjöru eða land. Þeir Danir sem eitthvað vilja reyna landkosti vora og atvinnuvegi verða að flytja til vor og búsetja sig hjá oss eins og annara ríkja menn mega gera, og þá eru þeir velkomnir, en strandhögg eigum vér ekki að þola þeim fremur en öðrum utanþjóðfélags- mönnum. íslendingar ættu heldur ekki að hafa innborinna maima rétt í Dan- mörku, og betl og sníkjur íslenskra lausgan’gara þgr um styrkveitingar hjá Dönum ættu að leggjast niður: Þótt millilandanefndarmennirnir ís- lenzku gerðu aldrei annað í vetur en að setja glögg landamerki milli danska og íslenzka þjóðfélagsins og stryka út öll hlunnindi og ítök þar á milli á báðar hliðar; kallaði eg betur farið en heima setið. Eg hefi haldið því fram, að Dönum mundi veita erfitt að sjá það og skilja að vér íslendingai; erum að engu leyti undir dönsku þjóðina gefnir, þessi skoðun mín byggist á því, að eg og margir íslendingar hafa kynnst fjölda- mörgum dönskum mönnum, sem ganga með þá meinloku í höfði, að danska þjóðin hefði eitthvað yfir okkur íslend- ingum að segja, þótt þeim hafi oft verið óljóst í hverju þau yfirráð væru eða ættu að vera fólgin, slíkar ójafn- réttishugmyndir verður að reyna að losa þá við. En svo getum vér búist við þeirri spurningu frá Dönum: »Eru íslendingar þa aftur ávalt fyllilega réttsýnir gagn- vart þeim og konunginum?« Ekki skal eg draga dulur á það, að svo hefir mér ekki ávalt fundist vera. Skal eg fyrst minnast þess, sem hendi er næst, að mér virðist ó'neppilegt að vera að ympra á þeim kröfum nú, að konungur gefi meira eftir af valdi sínu á íslandi en í Danmörku, t. d. að fara frani á að afnema alla þá konungkjörnu á þingi voru, rneðan konungkjörnir menn sitja á þingi Dana. Þetta vildi eg biðja nefndarmenn að athuga, þótt það sé ekki beint nefndarmál. Þá hefir tölu- vert verið um það talað, að ráðaneytis- forseti konungs, og ef til vill fleiri ráðherrar, vilja sjá lög vor áður en konungur staðfestjr þau. Eg lít svo á, að til þess hljóti þeir að hafa stjórnarfarslega kröfu, sem leiðir af því, að íslenska þjóðfélagið hefir eigi ábyrgð á löggjöf sinni gagn- vart öðr.uni ríkjum; heldur hefur ráða- neytisforsetinn, utanríkisráðherrann og ef til vill allir ráðherrarnir ábyrgð fyrir konunginn gagnvart öðrum ríkjum á löggjöf vorri, og því vilja þeir vita um löggjöf vora, ekki sem fulltrúar dönsku þjóðarinnar, heldur sem fulltrúar konungsins, sem yrðu að taka á móti umkvörtunum, og svara til ef vér settum eitthvað það í lög- gjöf vora, sem stjórnum annara ríkja mislíkaði stórlega. Þetta atriði man eg að þeir tóku eitt sinn fram við mig Páll heitinn Briem og Þorvarður heit- inn Kerulf þegar þeir skýrðu það fyrir mér, að ekki væri ósanngjarnt að setja afturköllunar ákvæði í landstjórafrum- varpið. Vér Islendingar verðum að gæta þess að þegar vér krefjum jafnréttis, réttlætis, og írjálsræðis af dönsku þjóðinni, konunginum og ráðherrum hans, að sýna þessum þrem málsaðilum fullt réttlæti og sannsýni á móti. Að endingu óska eg hinum hátt- virtu nefndarmönnum allra heilla. Á hræðramessu 1Q08 Porgeir í Vík. Atvinnumál ágreiningur um hvaiveiðár. —O— (Niðurl.) Frá hlið landsjóðs er hvalveiðabann einnig mjög viðsjált, því þótt B. M. S. telji föðurlandsást og ósérplægni fiski- manna mikla (sbr. Austurl. nr. 9), þá myndi þeir tæpast vilja bæta á sig þeim tekjuhalla, sem landsjóður biði af livalveiðabanni. Hér er að ræða um 100,000 kr. eða meira,*) en B. M. S. segir þessar tekjur 50-60 þúsundir. Að svipla landsjóð hastarlega þessari upphæð, mundi leiða til kyrstöðu á mörgum umbótafyrirtækjum, sem nú eiga fullerfitt uppdráttar. Enn er hér á fleira að lita. Hval- veiðamenn eiga talsverðan þátt í efling atvinnuvega þeirra héraða, sem þeim eru næst, og ómögulegt er að neita. því, að vaxandi menning hér í landi á þeim og öðrum Norðmönnum, sem hér stunda atvinnu, mikið að þakka. í þessu sambandi má nefna vélabáta útveginn. Við vélaverkstæði hvalveiða- mannanna hér hefir verið gjört við fjölda bilana á gangvélum fiskibáta frá Seyðisfirði, Mjóafirði og Norðfirði. Án þessara verkstæða hefði útvegurinn beð- ið stóran hnekki. Eigi allfá gufuskip hafa og leitað hingað til viðgjörða á vélum og fargögnum, bæði innlend og útlend, og þannig komist hjá tjóni og tímatöf. — Ekki má heldur vettugi virða þann styrk, sem hvalveiðamenn hafa veitt þjóðlegum og þarflegum fyrir- tækjum. Eg nefni af handahófi: Síma- lagningu, heilsuhælisstofnunina ogfjár- söfnun til ekkna drukknaðra sjómanna syðra fyrir 2 árum. En ótilhlýðilegt er að metast um, þótt einstök héruð eða einstaklingar beri þar meira frá borði en aðrir. Þessir einstaklingar eru þó hluti af þjóðfélagsheildinni, sem hér verður að miða við. Vér erum enn svo smávaxin þjóð, að vér verðum því nær í hvívetna að styðjast við útlent fé og fyrirmyndir. Verzlun landsins er í fjötrum útlends *) Frá Mjóafirði einum eru landsjóðs- tekjur frá hvalveiðamönnum í ár yfir 40,000 kr., og þó ótalinn tollur af aðfluttri, toll- skyldri vöru til hvalstöðvanna. auðvalds. Aðallánstofnun landsins hvílir á útlendri gullhrúgu. Póstgöngur og siglingar eru í höndum útlendinga. Jafnvel hinar innlendu fiskiveiðar hvíla sumpart á útlendum herðum. Það er eigi Ijósinu lýst að rentum þeim, sem vér greiðum þessum útlendu auð söfnuni, en líklegt þykir mér, að dýr- keyptari sé hlunnindi þeirra, en hval- veiðanna. — Eg á þó hægt með að skilja, að B. M. S. og öðrum sjómönn- um sárni, hve Iítill er hlutur vor ís- lendinga af þeirri veiði, sem á miðum vorum er dregin, og víst væri ánægju- legra að sjá fiskiveiða og hvalveiða- flotann mannaðan innlendum mönnum og rekinn með innlendu fé. B.M.S. segir skoðun sína meirihluta skoðun og álasar alþingi þunglega fyrir afskifti þess af hvalveiðamálinu 1903, en kveður tæpast hægt að halda óskertri virðingu fyrir því síðan. Hann segir þingið Itafa vantað alla þekkingu á þessu máii frá báðum hliðum og þess vegnci hafi það dtt að verða við óskum fiskimanna um hvalveiðabann. Þessi kenning er kátlega tyrfin, svo ég segi sem fæst um hana. En hvar er nú sönnunin fyrir því, að skoðun B. M. S. sé meiri hluta skoðun? Vest- firðingar hafa borið hana fyrir borð. Sunnlendingar láta hana lítið til sín taka. Norðlendingar eru blendnir í trúnni á hana, þótt sumir hallist að henni. Á Austfjörðum niunu stuðn- ingsmenn hennar flestir, einkum í Suður-Múlasýslu og ganga þó margir undan merkjum. Það er jafnvel víst um suma Austfirðinga, sent studdu þessa skoðun í fullri alvöru 1902 og 1903, að þeir hafa horfið frá lienni við tiánari kyntti málsins. Ég tel því mjög hæpið, að skoðun þessi sé meirihluta skoðun, og þó enn hæpnara, að meiri liluti alþingis hafni fyrir hönd landsjóðs þeim tekjum, sem hvalveiðar veita. Annars Itefir B. M. S. nokkuð fyrir sér, er hann ámælir þingintt 1903 fyrir meðferð hvalveiðatnálsins. Ýms þing- mannaefni leituðu sér þá fylgis hjá kjósendum með því að gefa hvalveið- unum olbogaskot, og ögra með útrým- ingu þeirra. Sjómenn ginu við þessari flugu; en þegar þingmenn voru sloppnir úr klömbrttm kjósenda og kornnir á þing, þá rann af þeim allur vígamóður, og hegðuðu þeir sér þaðan af eins og gætnum og ráðsettum þingmönn- um sæntir, en gleymdu þó ýmsu, sem gjöra þurfti í þessu máli. Annað mál var það, að sumum kjósendum brugð- ust þar vottir, og er það ein bending af mörgunt um, að kosningabrellur eru viðsjálar og að krosstré geta brostið. Ég veit að B. M. S. metur eigi mikils tillögur mínar í þessu máli. Þó verð ég að hreyfa þeim. Þær eru í aðalatriðunum hittar sömu og 1902 —3. Ég vil nota hvalveiðar landinu sem bezt í Itag meðan þær haldast, og tak- marka þær á ýntsan veg, en eigi lög- banna, né útrýma þeim með afar- gjaldi í svip. Takmörkun ætti eink- um að vera fólgin í þessu fernu: Að fyrirbjóða lýsisframleiðslu eina og vanhirðingu úrgangs, kjöts og beina. Að ákveða hámark skotbátatölu. Að lögbjóða hæfilegt landsjóðsgjald af hverri steypireyður (Finhval - Balen- optera musculus), sem að landi væri flutt. Og að banna að skjóta hval, nema í ákveðinni fjarlægð frá síld- veiðarfærum. Þetta síðast talda atriði verður, ef til vill talið óframkvæmanlegt utan landhelgi, en svo mun eigi vera. Sérhver veiðispjöll, sem gjörð eru utan landhelgi af samþegni, munu geta sætt ábyrgð, en að skjóta hval í síldarvöðu, sem verið er að herpa eða króa í net, getur vitanlega valdið veiðispjöllum. Þegar þess er gætt, hve kappsam- lega ýmsar þjóðir hervæðast til hval- veiða, t. d. Norðmenn, Bretar Japan- ar*) og fleiri, þá verður það Ijóst, að hvalafriðun á langt í land. Nú er veiðunum einkum stefnt til Kyrrahafsins norðan til og Atlantshafsins bæði að sunnan og norðan. Hvervetna er veitt frá landi, þar sem hægt er með hinni norsku aðferð, en annars með flot- stöðvum, og eingöngu þannig eru búrhvalsveiðar stundaðar frá Ameríku. Meðan hvalveiðar eru stundaðar frá íslandi, má þess vænta, að eigi þyki tilvinnandi að senda hingað flotstöðvar, og er þá hægra að halda veiðunum innan lögskipaðra takmarka en ella mundi. Hér er þráttað um skaðsemi hval- veiða fyrir fiskiveiðar, en litið sem ekkert gjört til að takmarka veiðina og tryggja landinu réttmætan hag aj henni. Einstakir hvalveiðamenn stunda með ófullkoninum stöðvum og hirða að eins meirihluta fitunnar, en vanhirða allt annað, og sukka þannig með verð- mæt veiðidýr um skör fram, en ræna landið þeim tekjum, sem það gæti haft af framleiðslu hvalmjöls**) og áburðar, ef réttilegu væri á haldið. Á næsta sumri er ráðgjörð mikil aukning hval- báta hér við land, og auðvitað eigi síður frá hinum ófullkomnu stöðvum, seni vanalega eru ábatavænlegri og vitanlega miklu kostnaðarminni. Eg hefi séð því hreift, að útrýming hvalveiða með tollhækkun mundi geta leitt til þess, að hvalstöðvunum yrði breytt í annarskonar verksmiðjur, t. d. áburðarverksmiðjur, og vér mundum þannig hafa not af þeim atvinnurekstri og auðmagni þeirra. Þessi tilgáta er I sprottin af misskilningi á rekstri lival- veiða og mun eigi rætast. Ég býst eigi við að tnér verði sungið lof fyrir línur þessar, sfzt af fiskimönnum; jafnvel hvalveiðamenn munu telja þær óalandi. Á þetta verður að hætta eins og hitt, að mér verði eignaðar óhreinar hvatir og málflutn- ingur fyrir hvalveiðamenn. Ég hefi heyrt þessar vingjarnlegu tilgátur áður og hirði eigi um. Með sjálfum mér veit ég, að ég legg það eitt til, er ég álít réttast og hyggilegast í þessu máli og helzt oss öllum í hag, svo físki- mönnum sem öðrum. Firði 23. desember 1907. Sv. Ólafsson. V erkmannasamband íslands. Hinn 29. f. m. var fyrsta þing verk- mannasambandsins sett i Báruhúsinu í Reykjavík og var því slitið 5. þ. m. Samband þetta er stofnað af ýmsum verkmanna- og iðnaðarsveinafélögum hér í bænum, og er ætlast til þess, að það síðar meir nái yfir alt landið. Hvatamenn *) Næstl. ár voru veittar af ríkisfé í Japan nær 300,000 kr. til verðlauna duglegum hvalskyttum. **) í ár hefir hvalmjöl verið flutt héðan víða um sveitir og reynzt ódýrara en út- lent kraftfóður.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.