Austurland


Austurland - 01.01.1920, Page 2

Austurland - 01.01.1920, Page 2
2 AUSTURLAND Haía umboð íyrir íjiilda mörg Dönsk, Norsk, Sœnsk, Ensk, Þýzk, Hollenzk og Amerísk verzlunarhús. (ieía því úívegaö alíar vöruíegundir. Sýnisíiorn og verölistar íyrirliggjandi. málum þeim, sem þingiö haföi til meðferðar, eöa kynst aö nokkru starfsemi þess. Stjórnarskrármálið olli þirigrof- um. Það var varla nefnt á nafn og sum þingmannaefni virtust sem minst vilja um það tala. — Slíkt mun vera einsdæmi í hvaða landi sem er. — Stjórnarskráin hafði þó í sér fólgnar breytingar þær, sem samfara eru fullveldj voru. í henni voru ákvæði um stórlega rýmkun kosningarréttar og auk þess 5 ára búsetuskilyrðið, sem mjög voru skiftar skoðanir um á þinginu í sumar. En það virtist ekki valda miklu hafróti i hugum manna viö kosningarnar. Atkvæðagreiðslan um það á þing- inu virðist þó gefa góðar bend- ingar um það, hvern veg þeir þingmenn, er sátu á síðasta þingi, munu snúast í stóriðnaðarmálinu. Sem menn vita, var höfundur bú- setuskilyrðisins sá hinn sami og mest gerir úr hættunni, sem er- lenda auðvaldinu og fossaiönað- inum sé samfara. Hver forystu- maður verður hinnar stefnunnar er eigi unt að slgja, en líklegt er, að það verði einmitt einhver þeirra manna, sem atkvæöi greiddu á móti 5 ára búsetuskilyrðinu. Fossamálið, sem nú hefur verið á drepið í sambandi við stjórnar- .skrána, er anriað stórmáliö, sem búast má við að útkljáð veröi á þinginu í vetur. Ýmsir fiafa þar freistað að gera eignarréttinn að aðalatriði, en um hitt mun bar- áttan standa: á að veita nokkurt leyfi til erlends fossaiðnaðar, á að veita takmarkað leyfi — og þá hversu takmarkaö — eða á að ieyfa takmarkslausa virkjun fossa. All-stóra flokka munu allar stefnurnar hafa til fylgis sér — öllum hlýtur aö þykja mikils um vert hvað sigrar, því að „innilok- unarmenn“ telja virkjun hiö mesta skaðræði og bölvun þjóðerni voru og menningu, og „opingáttar- menn“ telja oss að henni hina mestu blessun og framför. Þetta mál eitt hefði því átt aö nægjá; til þess að kosningunum yrði frestað um hæfilega langan tíma. Þá eru fjármálin, skattamálin, atvinnumálin, skilnaður ríkis og kirkju og loks bannmálið — alt mál, sem einmitt nú eru á því stigi. að öllum ber saman urn að eitthvað þurfi að gera, sem úr bæti, ef eigi skal ver fara. Hvað finst mönnum? Eru 5—6 vikur í haustönnunum nægur tími til umhugsunar þjóðinni, þegar svona er mikið í húfi? Menn munu ef til vill segja, að eigi sé unt að bíða eftir þeim mönnum, sem eigi geti áttað sig á þessum tiina, en gæti þeir gööu menn þess,' að þaö eru einmitt hugs- andi mennirnir, sem þurfa tíma til þess að átta sig, áöur en þeir taka afstööu í svona rnálum, en hinir sigla oft í kjölfar þeirra. Og er þá við góðu að búast, þegar svona er þeim í haginn búið? — Hvert þing ræður iniklu um örlög þjóðarinnar og þá mestu, er það sker úr þeim mál- um, sem miklu varða. Sé þingiö vel skipað, verða úrslit málanna og afleiöingar þjóðinni ti! ef til vill ómetanlegrar blessunar, sé þessu öfugt farið, þá veröur aftur á móti ill-fært að gera sér í hug- arlund, hversu nrikla bölvun það hefur í för meö sér. Því ætti þjóðin eigi aö láta sér það oft lynda að ganga óvitandi að kjör- borðinu um sitt eigið fjöregg. En að ýmsu leyti má þó segja að kosningarnar Rafi vel tekist, þótt það sé trúa vor, aö Aust- firðingar og ef til vill fleiri muni þeirra áð ýmsu iöra. — Margir hinna beztu þingmanna vorra voru endurkosnir og ýmsir hafa bæzt við nýir, áem mikils má af vænta. Og þóít erfitt sé að sjá, hverjar stefnur þingsins verða, þá er eigi ótrúlegt, eftir kosningunum að dæma, að eigi verði það aft- urhaldssamara, en fyrri þing. Flókkaskiftingin er enn |)á gáta, en trúlegt er að dagar gömlu flokkanna séu nú taldir, þar eð enginn þefrra hefur fleiri en 10 menn, en eigi væri ólíklegt, að sjálf- stæðismenn langsum- og þeir, sem þeim fylgdu að málum á síöasta þingi, þeir úr Heimastjórn, sein fjærstir standa „Tímanum“ og auk þess allmargir hirina nýkosnu myndi nú meirihlutaflokk og ráði skipun hinnar nýju stjórnar. En hversu sú flokkaskiíting verður heilbrigð, er eigi unt að segja, ekki ólíklegt að ýms stórmálin — svo sem fossamálið — geti kornið þeirri sundrung á það lið, að eigi fáist samfeldur meiríhluti til stjórnarmyndunar, En nauðsýn heilbrigðari og fastari flokkaskip- unar, en er og hefur veriö, er auðsæ, og munuin vér taka það til athugunar í næsta blaði. y Útlönd. Ástandið út um heiminn fer lítt batnandi. Svo á aö heita, að ó- friðnum sé lokið, en víða er enn þá barist og virðist eigi enda nær. Enda láta fáar þjóðir friðlega og sízt þær, sem með hæstum rödd- um hjöluðu um hinn góða mál- stað sinn og friöarviðleitni, er ó- friðurinn var í algleymingi. Banda- menn herða ávalt kröfur sínar og Þjóðverjar sjá sér eigi annað vænna en ganga að öllu skilyrð- islaust að heitið geti. Því að hinir benda á hermennina eins og Bjelke forðum. Nýlega hafa þeir heimtað af Þjóðverjum, að þeir gangi taf- arlaust að öllum skilyrðurn, sem þeim hafa verið sett. Þá fyrst geti komið til mála tilslakanir. Eigi alls fyrir löngu kröfðust Bandamenn þess, að Þjóðverjar létu af hendi við þá 400,000 smá- lestir hafnartækja fyrir skipin, sem sökt var í Scapaflóa, enníremur að Frakkar fengju að fara rneð her um Þýzkaland, er þá lysti og nú síöast, að Þjóðverjar láti af hendi 90,000 smálestir ýmsra tækja í Danzig. Hefur þangaö ver- ið send rannsóknarnefnd. Bandaríkjastjórnin hefur farið frarri á það við þingiö, aö það gefi henni heimilcl til þess að veita Bandamönnum tveggja ára greiðslufrest á afborgunum af her- lánum þeirra. Bandaríkin hafa lýst því yfir, að ófriðarástandinu mifli þeirra og Þýzkalands sé lokið uin áramót. Annars láta þau ekki friölega, segjast munu auka svo flota sinn, að han’n veröi stæsti floti í heimi 1925. Bretar, ítalir, Frakkar og Belgir hafa stofnað' metf sér bandalag, sem ef til vill má skoða einskon- ar aðra útgáfu af „Bándalaginu heilaga", þar sem afturhaldsmaö- urinn, harðstjórinn og frelsisfjand- inn Metternich, forsætisráðherra Austurríkis, var æðsti prestur. Öil framkoma sambandsins var í anda hans, en sambandsskjalið byrjaöi á því að ákalla heilaga þrenningu, og framháldiö var í samræmi viö byrjunina. Er líkt bragð af því og friðar- og mannúöar-gjálfri ófriö- arhöfðingjanna mú, — enda verk þeirra í samræmi við framferði þjóhöfðingja „Bandalagsins helga“. Verzlunarmálaráöherrann brezki liefur gefið til kynna, að kolaút- flutningur verði gefinn frjáls til allra ríkja rrema Miðveldanna og Tyrklands. Nýlega hefur brezka þingið samþykt óbreytt’stjórnar- skipunarlög Indlands, og Lloyd Oeorge lagt til að sett verði á stofn Ivö löggjafarþing á Irlandi, annað handa Ulsterbúum, en hitt handa öðrum landsmönnum. Sagt að nýjar kosningar fari fram í febrúar vegna krafa verkamanna. í Austurríki er inesta neyð íyrir dyrum, og hefur ríkískanzlarinn farið nýlega til Parísar og leitað á náðir Bandamanna, þar eð Austurríki sé bjargarlaust að inán- uði liðnum, en áður er því lýst yfir, að það sé gjaldþrota. í Rússlandi gengur alt á tré- fótum sem fyr, og Koitsotok hers- höðingi hefur leitað aðstoöar Jap- ana. En Denekin hersliöfðingi hefur eigi falls fyrir löngu unnið stórsigur á Bolsivikuin og tekið 10 þúsund fanga. Prússar hafa leitast við að sámeina öll þýzku ríkin í eina ríkisheild, en það hefur mistekist sakir andstöðu suður-þýsku ríkj- anna. Síðasta iántaka Erzbergers hefur misheppnast. Símfregn segir Friedberg þingmann hafa falsað yfirlýsingu í nafni dómsmálaráðu- neytisins. Búist við hneyxlismáli. Er eigi gott aö segja hvern veg muni á endanum fara fyrir Þýzka- landi, framleiðsla þess eykst óðum, var í ár nærri því eins mikil og fyrir styrjöld, en Banda- menn koma með eina kröfuna annari ósanngjarnari. Ný símfregn skýrir frá því að þýzka stjórnin hafi fengiö leyfi þingsins til þess aö banna úíflutning á öllum vör- um. Hugur Þjóðverja virðist al- gjöriega snúast að íriðsamlegum störfum og endurreisn Iandsins. Meöal annars hefur Krupps verk- smiðjum veriö breytt í eimreiða- verksmiðjur. Símað er. að ástralska sýkin sé komin til Kristianíu, Stokkhólms og Múlmeyjar. Ennfremur aö næturstrandferöir í Noregi hafi orðiö að stöðva sakir tundur- duflareks. Minning Eggerts Ólafssonar. Eins og kunnugt mun vera Ies- endum blaðs þessa, þá eru, áriö 1926, 200 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. íslenzka nátt- úrufræðafélagið í Reykjavík ákvað á íundi 5. febr. 1916 að safna fé til þess aö rninnast að veröleik- um þessa merka inanns. Fjöldi inanna var beðin aðstoðar, en því miöur hefur því ekki veriö eins vel tekiö og skyldi. Eftir beiðni gjaldkerans, Dr. phil. Helga Jónssonar, hef ég ákveöiö að safna tii þessa fé hér á Austur- landi, og bið hvern þann, sern áhuga hefur fyrir málinu, að leggja til svo sem liann sér sér fært — litla eða stóra uppliæð, í eitt skifti fyrir öll eða árlega; — öliu mun tekiö með þÖkkum, og þakklæti og greiðsluviðurkenning birt hér í blaðinu jáfnóðum. Lyfjabúð Seyðisfjarðar Virðingarfylst Ilaiis Schlesch, cand. pharm., meðlinrur „Hins íslenzka náttúrufræðafélags". 4“

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.