Austurland


Austurland - 01.01.1920, Síða 3

Austurland - 01.01.1920, Síða 3
AUSTURLAND 3 AUSTURLAND kemur út vikulega. Aukablöð þegar ástæða þykir. Verð 5 kr. árgangurinn. Ið'tstjóri, ábyrgöar- og afgreiðslu- rnaður Guðm. G. Hagalín. Sími 6 c. Innlieimtumaður Tryggvi Guömundsson, kaupm. Sími 16. Orðsending. Allir þeir, sem fyrstu blöð biaðs jjessa eru send, eru beðnir að gera sem fyrst aövart afgreiðslum. um það, livort þeir ættli að ger- ast kaupendur blaðsins. Fréttir. Tuítugu og finim ára kaupstaöaraímæli Seyöis- fjarðar er nú um nýjár. Mun þess niinnst hér síðar í blaöinu. Jún Laxdal kaupmaöur í Reykjavík gaf barnauppeldissjóðnum 10,000 kr. jólagjöf. Símað er að íslandsbanki hafi neitað aö innleysa seðla nleð gulli. Hefur vakið inikið umtal. Komið út flúg- rit um málið Nýtt botnvörpiingshlutafclag hefur veriö stofnað í Reykjavík, „Atlanta" að nafni. Félagið hefur keypt botnvörpung í Englandi. Sterling bjargaði á austurleið um daginn bát með -1 mönnum, undan Keflavík. Villenioes koin til Reykjavíkur 21. þ. m. frá Vestmannaeyjum. Hrepti ofsa- veður, stjórnpallurinn brotnaði, stýriskeðjur slitnuðu og skipið var nærri strandaö á Reykjarnesi. Botriía heíur fengiö loítskeytatæki. Eggcrt Júnsson heíur selt Gufunes við Reykja- vík á 375 þúsund krónur og keypt aftur Reykhóla vestra. Dönsk skónnorta strandaði nýlega á Skerjafirði. Enginn mannskaði. Var að koma með salt frá Spáni. I Vart hefur oröiö við einkennilegan sjúkdóm í Reykjavík. Er jafnvel búist við að það sé ástralska sýkin. Jarðbönn eru nú mikil hér í ýmsum sveitum sýslunnar, einkum hinum eystri. llt útlit með fénað. Hvar er bezt að verzla? Uar sem mest er úr að velja. Þar sem flest er til í sömu sölubúð- inni. Þar sem vörurnar eru fjölbreyttastar, og þar sem vörurnar eru údýrastar. Engin verzlun uppfyllir betur j^essi skilyrði en verzlun: St. Th. Jónssonar á Seyðisfirði. Bæjarbúar, útgerðarmenn og bændur! Gjörið yður ávalt að reglu að kaupa engan hlut, fyr en þiö hafið fengið að vita hvað hann kostar þar. Hringið upp í talsíma nr. 1 og 51, þið fáið strax svar. Auk allrar venjulegrar matvöru, nýlenduvöru, vefnaöarvöru og jdrn- vöru, hefur verzlunin ýmsar sérvörur, sem seldar eru með verksmiðju- verði að viðbættum kostnaði, svo sem: prjónavélar, saumavélar, skilvindur og strokka, hjólhesta, utanborðs bensínmótora í smáa báta og einnig stærri rnótora. Byssur og allskonar skotáhöld. Ofna, elda- vélar, vasaúr, klukkur, baromet og fleira og fleira. Biðjið um sérstök tilboð og verðlista. St. Th. Jónnsson. Hjónaefni Gestur Jóhannsson, verszlunar- maöur og Hólmfríður Jónsdóttir, sírnamær. Ketill Bjarnason, smiöur og ungfrú Sigríður Sigurðardóttir. Ennfremur Ólafur Bessason, bóndi að Birnufelli í Fellum og Björg- heiöur Pétursdóttir, Ijósmóðir Egilsseli sömu sveit. ———— Hann á að vera lnisbóndi þinn. Saga eftir Paul Heyse, þýzka skáldiö heimsfræga. Efst á turninum á göinlu kaup- staðarkirkjunni stóð Michael erki- engill. Gömul og guöhrædd pipar- mey haföi látið gyila hann fyrir nokkrum árum, og hafði hún sjálf kostað gyllinguna. En nú var tekið að nátta, svo að hann leit út eins og hver annar garnall og ryðgaður vindhani úr járni. Venjulega voru ekki margir á ferli um þetta leyti dags í litla bæ-verska setuliösbænum. Karlarnir sátu þá venjulega við ölkolluna sína og konurnar í barnaherberg- inu eða baðstofunni og íhuguðu með sjálfum sér, hvort ekki væri annars réttast af þeim að tara svo sem klukkutíma fyr en vant væri að hátta, til þess aö spara Ijósmeti, og skytist einhver um dauflýstar götumar, eða hvíslað væri í poi tuin eöa skugga- legum múrskotum, þá nutu þeir sem þar voru í fullum friði nætur- æfinlýra sinna, sem ávaxtanna Ijúfengu ,og — forboðnu. En þótt komið væri fram yfir háftatíma þetta kvöld, var svo mikið fjör á ferðum, úti og inni, að erkiengillinn, sein fyr er um getiö, verndari þessa góða bæjar, mundi ekki dæmi til þess aö liann hefði heyrt neitt, sern gat viö það jafnast, jafnve! ekki áöur en pipar- inærin lét gylla hann. Allar þær liðssveitir, sem þarna höfðu herbúðir, tvær fótgönguliðs- sveitir og ein riddaral iðssveit, virtust vera komnar á kreik. Sverðin glömruðu viö steirilagða götúna, er hermennirnir gengu fram og aftur. í hverri knæpu sátu þeir í þéttum hópum og meðal þeirra nokkuö annara manna, og varla var til það port í bænum, að ekki hefðu þar skot- ist inn einhverjar tvær lifandi verur. Var þar spjallað saman og stundum grátið hástöfum, kyst eða hlegið, og gaf þaö til kynna tóntegundirnar í tvísöngnum þar. Eigi var íengist hiö minnsta uin það, þótt krökt væri af fólki til hægri og vinstri, enda átti það fult í fangi með sjálft sig. Ljós voru í öllum gluggum. Ungbörn sátu á dyraþrepunum á nærldæð- unum og liorfðu ýrnist undrandi á himininn stjörnum stráðan, eða þá á fólksfjöldann, sem altaí var á ferðinni fram og aftur, einkum á kirkjutorginu, og á rnilli hlust- uðu þau á bumburnar og pípurn- ar, sem hljómuðu í ráðhúsinu. Þar léku herleikararnir fööurlands- söngva. í ráðhúsinu höfðu helztu menn bæjarins boð inni handa fyrirlið- unurn. Ófriðurinn við Frakka var hat'inn, og menn höfðu verið boð- aðir í herinn, og snemma næsta dag skyldu allir hermenn og varn- arskyldir borgarar fara með járn- brautarlestinni til höfuðstaðarins, og þaðan tif Rínar. Þar eð ntargir þeirra, sem í dag sátu glaöir og fráir með félögunt sínum, áttu ekki fyrir höndum að koma aftur í þenna virðulega sal, eða bragða hinar göfgu guðaveigar, þá voru jafnvel verstu daufingjarnir orðnir góðglaðari en venja var til, og gleðin varð að þeirri ofsakæti, sem einmitt hugsunin um dauðan vekur — og veldur því að menn veita enga mótspyrnu lystisemdum tilverunnar, og þegar svo hver einstakur tekur að hugsa um skyldu og heiður, föðurland og frelsi, þá lítur hann á líf sitt aö eins sem örlitla og sjálfsagða fórn. Hálftími var liðinn frá því hátíð- in hóíst. Boðsgestirnir voru eigi mjög margir, en ella vantaði enn á meðal þeirra tvo, seni ann- ars voru vanir að láta sig aldrei vanta, þar sem um var að ræða heiður herflokksins. Var annar jæirra kafteinn í fótgönguliðinu, en hinn undirforingi í riddaralið- inu. Báða tafði hið sama. Framh. Aukaútsvðr í Seyðisfjarðarkaupstað áríð 1920. Jafnað var niður 32,000 á 359 manns. Eru því tæpar 90 krónur aö meðaltali á mann. 2 gjaldend- ur greiða 9500, eða tæpan ljt Rammalistar og tilbúnir rammar til sölu á Ljósmyndastofu Seyðisfjarðar. Skófatnaður Allan skófatnað kaupið þér bestan og ódyrastan hjá Olfari Karlssyni. Saitaðar gellur fást í verzlun St. Th. Jónssonar. Bezta skósvertan er „Cito“ fæst hjá Úlfari Karlssyni. upphæðar þeirrar, sem jafnað var niður, 5 nálægt helmingi og 52 7/«. Útsvör 25 krónur og hærri: 5500: H. f. Framtíðin. 4000: StefánTh. Jónsson, konsúll. 1500: Nathan & Olsen, heildsala. Hinar íslenzku sameinuðu verzl- anir. 1350: T. L. Imslands Arvinger. 850: Friðrik Wathne, kaupm. Þórarinn Guðmundsson, kaupm. 700: Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri. 575: P. L. Mógensen, lyfsali. 550: KnudChristiani, ritsímastjóri. 500: Tanke Hjemgaard, kaupm. 475: Jóhann Hansson (Véla- smiðjan), N. C. Nielsen, kaupm.. Sigurjón Jóhannson, kaupm. (Nýjabúðin). 400: Mb. Aldan, Eyjólfur Jóns- son, bankastjóri. Framh. m

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.