Austurland


Austurland - 01.01.1920, Side 4

Austurland - 01.01.1920, Side 4
AUSTURLAND 4 UmboOsverzlun S. Arngrímsson Thorsteinsson & Co. Talsími 13 a SeyOisfirOi Símnefni: Manni Útvegar kaupmönnum og kaupfélögum vörur frá ýmsum löndum með lægstu stórsölu og verksmiðjuverði, s. s. alskonar fataefni og frakkaefni mjög falleg og góð, lasting, shirting, milllfóður, tilbúin föt. Reyktóbak, munntóbak, vindla smáa og stóra. Sukkulaði, Kakao, Konfekt. Allskonar kemiskar vörum, s. s. lyftiduft, eggja- duft, citron, möndlu og vanillidropa. Hárvötn, ofnsvertu, fægi- duft, feitisvertu og skósvertuna „Cito“ m. m. fl. Margarine, sólaleður, vatnsleður og alskonar skinn. Fyrirliggj- andi byrgöir af póstpappfr og umslögum mjög ódýrum og góðum. Fljót og áreiðanleg afgreiðsla. Frá Landssímanum. Frá 1. janúar 1920 verða símskeyta- og talsímagjöld eins og iiér segir: 1. Símskeytagjald. Fyrir almenn símskeyti innanlands greiðist 1 kr. stofngjald af hverju símskeyti. auk 10 aura fyrir hvert orð. Fyrir hraðskeyti þrefalt ofangreint símskeytagjald. Fyrir innanbæjasímskeyti, 50 aura stofngjald af hverju símskeyti auk 5 aura fyrir hvert orð. Fyrir Póstávísanasímskeyti 3 kr. Gjald fyrir Tm. hækkar úr 25 aurum upp í 50 aura fyrir almenn símskeyti, og úr 50 aurum upp í 100 aura fyrir hraðskeyti fyrir hver 100 orð eða færri. Önnur gjöld óbreytt. 2. Talsímagjöld. (Fyrsta talan sýnir gjald samkvæmt gjaldskrá 1917, önnur talan nú- verandi gjald og þriðja talan gjald frá 1. janúar 1920, alt talið í aurum); 15 25 35 25 35 50 35 50 75 50 75 125 75 100 175 100 150 250 125 175 300 150 225 400 Ennfremur hækkar gjald fyrir skrásetningu á símnefnum úr 12 kr. upp í 20 kr. árlega. Frá sama tíma hækkar afnotagjöld af talsímum eins og hér segir: Árlegt afnotagjald fyrir: 1. 1 samband með 1 talfæri 52 kr. 2. 1 samband með 2 talfæri í sama húsi 88 kr. 3. Fyrir hvert talfæri fram yfir 2 í sama húsi 30 kr. 4. Fyrir eitt samband með 2 talfærum í tveim húsum 100 kr. 5. Fyrir aukatalfæri í sambandi við aðaltalfæri með lykli í sama húsi 30 kr. 6. Fyrir vanalega aukabjöllu 6 kr. 7. Fyrir stóra aukabjöllu 12 kr. 8. Fyrir aukaheyrnartól 6 kr. 9. Fyrir Tappatengil 12 kr. Uppsetningargjald. 1. Fyrir hvert talfæri 30 kr. 2. Fyrir aukabjöllu 10 kr. 3. Fyrir Tappatengil 20 kr. Ofannefnd gjöld (1—5) gilda ,þó aðeins ef sami maður eða sama firma hefur öll áhöldin og hækka gjöldin um 40°/o hjá öllum verzlun- arfyrirtækjum og hjá mönnum öðrum, sem nota símann sérstaklega mikið. Ákvæðið um 2 mánaða uppsagnarfrest er numið úr gildi fyrir 1. ársfjórðung 1920. O. Forberg. Det Kongelige Oktrojerede So-Assurance-Kompagni A. S. Köbenhavn tekur að sér allskonar sjóvátryggingar gegn fágum iðgjöldum. Umboðsmaður félagsins á svæðinu Langanes — Hornafjörður, er: Jón Jónsson í Firði. Husabyggingar. Eg undirritaður tek að mér að gera teikningar og áætlanir yfir timburhús og steinhús, mjög ódýrt. Einnig allar upplýsingar viðvíkj- andi byggingu steinhúsa. Jón Vigfússon, byggijigameistari Seyðisfirði. Laus staða. Ung og efnileg stúlka, með góðri þekkingu í almennum fræði- greinum, sem hefur góða rithönd og tungumálaþekkingu, getur nú þegar fengið stöðu við landssímastöðina hér. Meðan á námstíma stendur, Sem er 3 til 6 mánuðir, fær viðkom- andi 50 kr. mánaðarlegt kaup, og að námstíma loknum 100 kr. mán- aðarlegt kaup, auk dýrtíðaruppbótar. Eiginhandar umsóknir stílaðar til landssímastjórans Reykjavík send- ist landsímastöðinni hér. Með umsóknunum fylgi heilbrigðis og kunnáttuvottorð. (Eyðublöð undir heilbrigðisvottorð fást á símastöðinni) Umsóknarfrestur til 15. janúar. Seyðisfirði, 31. des. 1919 Ritsímastjórinn. Fiskikúttera mjög falleg, vönduð og góð sjóskip, af ýmsum stærðum (12—100 smálestir) bygða á fyrsta flokks byggingarstöð í Noregi, útvega S. Arngrímsson Thorsteinsson & Co. Seyðisfiröi. Nú eftir stríðið, vaníar allstaðar tilfinnanlega íbúðarhús, og sumstað- ar kveður svo ramt að, að fjölskyldur neyðast til að flytja úr átthög- um sínum vegna húsleysis. Til þess að ráða bót á þessu, hefi ég samið við stærstu húsabygginga verksmiðju í Noregi, „Strömmen“, um tilbúin hús af ýmsri gerð eftir óskum. Húsin eru plankahús og kosta frá 8 þúsund til 18 þúsund kr. „fob“ Kristiania. Hér er tækifæri til að verða húseigandi og fá gott hús. Komið og fáið upplýsingar og skoðið teikningar sem fylgja tilboðunum. Seyðisfirði, 31. desember 1919 St. Th. Jónsson Húslóð Grunnstæði Biofélagsins með grjóti og gömlum og góöuin lóðarrjettindum er til sölu. Semja má við uudirritaðan fyrir lok janúarmánaðar. Eyj. Jónsson. í hálfum kössum „Cito“ skósvertan er sú allra bezta sem fæst hér á landi. Aðalumboð fyrir ísland hafa Sig. Arngrímssyni. S. Arngrfmsson Thorsteinsson & Co. Seyðisfiöi. Prentsmiðja Austurlands.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.