Austurland


Austurland - 19.06.1920, Page 4

Austurland - 19.06.1920, Page 4
4 AUSTURLAND Atvinna Nokkrir verkamenn óskast 0 til vinnu í Hróarstunguvegi í sumar. Upplýsingar hjá ritstj. Agra smjörlíkið er ljúffengasta og lioli- asta smjörlíkið sem flyzt til landsins Biðjið ætíð um það. Aðálumboð á íslandi hafa S. Arngrímsson Thorsteinsson & Co Seyðisfirði. RAFMAG NSTÖÐVAR A A F Indr. Helgason Seyðisí. F H L I Therma raísuðuáhöld Ý T S u eru best, seljast með 1 N þriggja ára ábirgð. N G RAFMAG NSTÖÐVAR AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 6 c. Innheimtumaður Tryggvi Guðmundsson, kaupm. Sími 16. Prentsmiðja Austurlands. í verzluu T. L. Imslands erfingja fæst nú: Fatatau: Blátt Kamgarn og fl. tegundir. Kjólatau. Flauel, brúnt. blátt og svart. Flónel. Tvisttau. Fóðurtau. Léreft. Gardinur og gardinutau. Silki. Dömuslifsi. Tilbúinn fatnaður. Regnkápur, karla og kvenna. Karlmanna nærfatnaður, Milliskyrtur. Flibbar, stifir og linir. Kvenpils. Náttkjólar. Kvenskyrtur. Lífstykki. Svuntur hvítar og mislitar. Húur. Hattar, linir ©g harðir. Myndarammar. Vasaspeglar. Greiður. Hár- kamþar. Hárspennur og ótal margt fleira. — — — — — — Emaileraðir pottar, katlar og könnur. Smíðatól. Lásar. Skrúfur og flest alt af hinni smærri járnvöru. — UUarkambar, sama tegund og áður. — Segldúkur. Manillató: U/a” 2” 2V2” og 3”. Mótortvistur. Mótorpakningar allskonar. Lanterner (leiðarljós) samsettar. Böjulugtir. Spiritus-Kompásar. Línur. Krókar. Taumar. Línubelgir. Koltjara. Hrá- tjara. Stálbik. Sí (drif). Mótorolía. Öxulfeiti og margt fleira. Vor Carl Sæmundsen & Co, Holbergs- gade 15 Kaupmannahöfn, selja vorull í umboðssölu. Hafa beztu : sambönd á ullarmarkaðinum. : Mótorbátur til sölu. Mjög fallegur mótorbátur, bygður úr eik, þéttbentur, 4x/a tonn með 4 hesta Danvél, segl, línuspil ásamt ágætis legufærum, til sölu með tækifærisverði, ef samið er strax. Davíð Júltannesson Norðfirði. Ke n n ara vantar í Fellafræðsluhérði. Umsóknir sendist sem íyrst undirrituðum formanni fræðslunefndar. F. h. fræðslunefndar Ólafur Bessason, Birnufelli. Skip til sölu. Fimtíu smálesta mótorskúta, með 60 hesta Neptun-vél, herpinót og bátum, raflýst og öll í bezta lagi, er til sölu. Sömuleiðis ,önnur 40 smálestir, með 44 hesta Avance-vél. Fylgja bátar og herpinót. Skútan raflýst og í bezta lagi. Notið tækifærið, slík skip sem þessi hefur Austfirðinga lengi vantað. Allar upplýsingar gefur Páll Jönsson, kaupmaður, Eskifirði. Nær sveltarmenn sem koma til bæjarins eru vinsamlega beðnir að vitja blaðsins á afgreiðsluna. búið að Þrastarstöðum. Þóttu all- ar hennar athafnir skörulegar og skjótar. Þótti henni eigi fara bú- skapurinn ver úr hendi en þeim, sem djarfastir þóttu búforkar þar um sveitir. En fámál var hún jafnan og eigi langförul. Gott varð henni til hjúa, því að hún var hverjum manni vel. Og aldrei sást hún óvinnandi öll þessi tíu ár. En er fregnin barst um náðun Þorgnýs, þá var henni brugðið. Löngum og löngum sat hún auð- um höndum og starði framundan sér. Og augun brugðu svo kyn- lega leiftrum, að menn urðu hræddir, er á litu. Er kvölda tók og húmið færð- ist yfir, hélt hún til sjávar og kom eigi heim fyr en liðið var á nótt. — Þessum hætti hélt hún nokkrar vikur. En svo breyttist hún alt í einu og tók upp fyrri háttu sína. Og er Þorgnýr var kominn til kauptúnsins í næsta firði, hélt hún af staö og sótti hann, Honum hafði mikið farið aftur. Hann var orðinn harðlegur og aivörumikill, hárið var orðið grátt, og varla sá í andlitið fyrir síðu og þéttu skeggi. Fáorður var hann og svarafár, þá á hann var yrt. En hátt bar hann höfuðið og djarfmannleg var framganga hans. Fátt ræddust þau við, hann og Hrafnhildur, er annað fólk var nærri, en oftlega sátu jjau á ein- tali og tíðförult var þeim til sæv- ar, er kvölda tók. Eigi höfðu þau lengi búið sam- an, áður þau eignuðust dóttur. Unni Þorgnýr mjög dóttur sinni og óx hún upp og varð væn mær og efnileg og hvers manns hugljúfi. Hét hún Hrefna. En er hún var tvítug, tók hún sótt er leiddi hana til bana. Var þá móðir hennar lögst í kör. Veturinn hafði verið harður mjög og sær úfinn. Var nú smíð- að utan um líkið, en eigi gaf að flytja það sakir brims og fárviðra. Bóndi tók sér mjög nærri dóttur- missinn. Hann varð enn þá fá- málli en áður og liyngri á brún. Fór hann einförum og var ýmist allan daginn undir fjallskarðinu fyrir dalbotninum, eða |rá að hann dvaldi í hlíðinni, þar sem farið var meö sjó fram til næstu sveitar, Eitt sinn rakst þar á hann mað- ur. Stóð hann þá á klettunum með krefta hnefa og horfði út á sæinn. Var sem eldur brynni úr augum hans, og var hver dráttur í andlitinu harð-stæltur. Var hann svo ógurlegur ásýndum, aö mað- urinn þorði eigi að gera vart við sig, en hafði sig á brott sem fljótast. En er þessu hafði v.m hríð fram farið, lagði bóndi af stað einn morgun, með kistuna á bak- inu. Vissi enginn um ferðir lians, en eigi kom hann fyr heirn, en tekið var að lýsa af nýjum degi. Var þá mjög af honum dregið, og vildi hann ekki segja af ferð- um sínum, enda urða fáir til þess að yrða á hann. En það fréttist að eigi hefði hann komiö meö kistuna til kirkju. Þóttust menn þá vita, að hann liefði mist hana fyrir hamrana. Upp frá þeim degi var hann kynlegur í háttum og látbragði, hló oft ferlega og mælti við sjálf- an sig. Stóð hann oft upp um nlætur og gekk þá út og burt frá bænum. Nl.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.