Austurland


Austurland - 17.07.1920, Blaðsíða 2

Austurland - 17.07.1920, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Nathan & Olsen, S e y ð i s f i r ð i. Hafa íyrirliKgjandi: Hnífapör, Borðhnífa, Matskeiðar, Teskeiðar, Vasahnífa, Skœri, Kjóla- og kápuhnappa, Buxnatölur, Nikkeltölur, Hárgreiður, Höfuðkamba. Flugnaveiðara Káputau, Tvisttau, Kvenbuxur, Kvenbolir, Kvenkjólar og kápur VERZLUN HALLDÓRS JÓNSSONAR HEFUR FVRIRLKiöJANDI II.FSTAR NAUfiSYNJAVÖRUR.SVO SEM KORNVÖRUR, TILBÚINN FATNAÐ NIÐURSOÐIN MATVÆLI SKÓTAU HREINLÆTISVÖRUR, HÁLSLÍN NÝLENDUVÖRUR, SÆLGÆTI ÁLNAVÖRUR, TÓBAKSVÖRUR MARGT FLEIRA. - KYNNIÐ YÐUR VERt) OG VÖRUGÆÐi. SÍMI 6 SÍMNEFNI „HALLDÓR“ við því, að ekki yrði eftir því sókst að verða slík fóstra, að minsta kosti meðan ekki er meiri fólksþröng í landinu en nú er. Þá skulum vér með nokkrum orðum drepa á íslenzku sveita- heimilin, með tóvinnunni og öðr- um iðnaði, er frúin varpar frá sér sem úreltu fánýti: Ljós eru kveikt og hver gengur að vinnu sinni. Einn sezt að lestri og les upphátt fyrir alla. Á milli er hætt lestrinum og rætt um efni þess sem lesið er. Stærri börnin hlýða á, en hin minni leika sér róleg að leggjum og skeljum á gólfinu. Og móðirin situr hjá yngsta barninu, sem er í vöggu, hefur eitthvað verk í hönd og vaggar barninu. Og bóndúnn situr hjá henni, einn- ig að verki sínu. Eða heimilislíf eins og skáldið lýsir í kvæðinu „Heima“. Konan þessa skálds reiddi honum matinn og vann hvorki í skurðgrefti eða á skrif- stofu. Það sem vér eigum að stefna að, er ekki að flytja starfsvið kormnnar út fyrir heimilið á kostnað hinna beztu hvata henn- ar, heldur gera hana sem hæfasta til jvess að gegna störfum sínum sem húsfreyja og móðir. Látum hana eiga við hvers konar önnur störf og hafa full réttindi til þeirra allra, ef hún finnur hjá sér hvöt til þess og hæfileika. En kven-rétt- indakonur og byltingafrúr ættu að muna það, að draga skóna af fótum sér, er þær stíga inn á svið heimilisins í ræðu eða riti, — því að sá staður er heilög jörð. Búnaðarsambands- fundurinn 1920. Niðurl. Það má benda á það í sam- bandi við þessar tilraunabústillög- ■r, að okkar gamli góði Austfirð- ingur og vinur, Jón frá Sleöbrjót, hefur hreyft líkum eða sömu til- lögum í „Tímanum" í fyrra. Hug- myndin á |vví djúpar og víðfeðma rætur í austfirzkum hugsjónaheimi. Af þeim málum, sem eru ný á starfsskrá sambandsins, vil ég nefna heimilisiðnaö og forða- tryggingar. Undirritaður flutti svo- hljóðandi tillögu í heimilisiðnað- armálinu: „Fundurinn heimilar stjórn sam- bandsins að veita 5 mönnum styrk til að nema spuna á þand- spunavélar á væntanlegu spuna- vélanámskeiði á Akureyri á næsta vetri, — 100 kr. hverjum. Jafn- framt skorar fundurinn á fulltrú- ana, að beitast fyrir því, að ein spunavél verði keypt í hverju búnaðarfélagi". Fundurinn samþykti þessa til- lögu og ákvað að af þessum 5 mönnum skyldi 1 vera af sam- bandssvæðinu norðan Smjörvatns- heiðar, 2 af Héraði, 1 úr fjaröa- sveitum Suður-Múlasýslu oö 1 úr Skaftafel Issýsl u. Tilefnið til að ég flutti þetta mál var grein í „íslendingi“ í vet- ur um heimilisiðnað, eftir Hall- dóru Bjarnadóttur framkvæmdar- stj. Heimilisiðnaðarfél. íslands; þar sem hún getur þess, að Heimilisiðnaðarfélag Norðurlande hafi fengiö mann nokkurn til þess að smíða hér á landi spunavélar af skoskri gerð, sem farnar #ru að breiöast út um Þingeyjarsýslu. Getur hún þess einnig, að félag- ið muni halda námskeið á Akur- eyri á n. k. vetri fyrir þá se#n vilja læra að fara með þessar vélar. Að öðru leyti skal hér vís- að til greinarinnnar, en benda þó á, að liér er tækifæri til að ryðja nýju nytsömu verkfæri fljóla brapt, með því að senda mennina til að læra að fara með vélarnar og prófa þær. Sal bent á það, að hyggilegast mun að á námskeiöið fari smiðir eða vel laghentir menn, sem ef til vill gætu lært að smíða vélarnar líka. Góðir Austfirðingar! Athugið þetta mál vel. Lesið grein H. B. í 1. og 2. tbl. „ísl.“ 1920. í fóöurtryggingarmálinu bar undirritaður líka upp svohljóð- andi tillögu: „Fundurinn skorar á stjórn sambandsins að taka fóðurtrygg- ingarmálið til rækilegrar íhugun- ar og leggja tillögur fyrir næsta fund. Sérstaklega skal hún athuga hvort eigi séu leiöir til að mynda samvinnufélagsskap um fóðurkaup, er liafi fóður til sölu á þeim ííma, sem flutningur þess þarf að fara fram á“. Tími vanst eigi til að ræða þetta mikla mál nánar, enda óundirbúið að öllu leyti. Hefi ég og eigi tíma til að skýra nákvæmlega hvað fyrir mér vakir nú, en er vís að gera það seinna; að eins benda á þaö, að sam- vinnugrundvöllurinn er hið trausta bjarg sem líkindi eru til að öll framtíðarmenning verði bygð á, og samvinnan sá mikli galdur sem alla hnúta leysir; eins þann sem harðast sverfur að landbún- aðinum (fóðurleysið). Þess má geta, að mainnaskifti urðu í stjórninni. Fór séra Magn- ús í Vallanesi úr henni, en Pálf bóndi Hermannsson á Vífilsstöö- um kom í hans stað. Var nú bæði, að séra Magnús gaf eigi kost á að starfa lengur í stjórn- inni og jarðræktarflokknum þótti eigi manna vant í hana. Hefur séra Magnús veriö formaður sam- bandsins síðan það hóf göngu sína og meginstoðin í öllum fram- kvæmdum þess. Hefur hann jafn- an verið boðberi hinnar stóru stefnu í öllum búnaðarmálum, sem sambandið hefur haft með hönd- uin og jafnan stýrt öllum málum svo horfi liafa haldið, þrátt fyrir litla kjölfestu í skilningi almenn- ings á málunum og þverbelging ýmsra manna, sem reynt hafa að leika riddara og reiða stór spjót að hugsjónum lians og persónu. Austfiröingar standa í stórri þakkarskuld við séra Magnús fyr- ir starf hans í þágu sambandsins og forgöngu á ýmsum sviöum búnaðarmálanna. Honum ber heiður og þökk íyrir þaö altsaman. Egilsstöðum 30. júní 1920. tíened. Gtslason. Hitt og þetta. Minniug Jóhanns Sigurjónssonar. íslendingafélagið í Höfn hefur ákveðið að efna til almennra samskota með það fyrir augum, að reistur verði minnisvaröi á leiöi Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Jóhann hat'ði sjálfur valið sér legsteininn, sjóbarinn grástein, er lægi ofan á íslenzku hraun- grýti, en utan með leiðinu væru íslenzk blóm. Ætlast er til að gengið verði þannig frá gröfinni í sumar eða haust. Ennfremur hefur stjórn félagsins ákveðið aö kaupa grafreitinn til svo langs tíma, sem kirkjugarðurinn verður til, og stofna sjóð til viöhalds grafreitinum. Á legsteininn er að eins höggvið nafn Jóhanns, fæð- ingardagur og ár — dánardagur og ár. Og er það eftir ósk Jó- hanns. Schi llerstofn unin j}ýzka hefur skorað á erlenda mentavini að leggja eitthvað að mörkum til hjálpar andans mönn- um í Þýzkalandi, þar eð þeir eru í all-miklum nauðum staddir og þjóðinni þýzku þykir annað þarf- ara en gefa þeim gaum. Schiller- stofnunin þýzka í Weimar hefur haft það markmiö að hjálpa bág- stöddum rithöfundum, sjúkum og óvinnufærum. Lenin. Nefnd sú, er brezkir verkamenn sendu til Rússlands, hefur lýst sig andvíga Bolchevicka stefnunni, eins og hún kemur fram i Rúss- landi. Aftur á móti hefur nefndin iýst því yfir, að hún vilji að Rúss- ar verði látnir sjálfráðir um stjórnarfyrirkomulag sitt, viðskiíta- bannið skuli upphefja og Bretar viöurkenna rússnesku stjórnina. Nefndarmenn telja Lenin mikinn mann, en óþjálan og ein|íykkan og furðu fáfróðan um það sem fram fer í heiminum. Nú hefur frézt, að Lenin sé ekki fjærri því að slá hendinni af hugsjón Bolche- vicka, sem óframkvæmanlegri. Og þjóta mun í mörgum skjá, ef fregnin reynizt sönn. Mont Ilverest. Landafræðifélagið í Lundúnum hefur nokkra hríð verið að undir- búa för til Himalayafjalla og hyggst að láta klifa hæsta tind heimsins, Mont Everest. Til farar- innar hefur verið valinn C. Bruce

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.