Austurland


Austurland - 14.08.1920, Qupperneq 3

Austurland - 14.08.1920, Qupperneq 3
AUSTURLAND 3 Hér með tilkynnist öllum, í Norður- og Suður- Múlasýslu, sem eiga að greiða veðdeild- arárgjald til Landsbanka íslands, að þeir geta, ef þeir vilja, greitt gjöldin til útbúsins á Eskifirði. Eskifirði 13. ágúst 1920. Guðm. Loftsson, bankasíjóri. Kartöflur fást hjá Imslands erfingjum. Tundurdufl. Sú frétt barst hingað um síð- ustu helgi, fyrst með færeyskum fiskiskútum, að all-margt tundur- dufla hafi sézt á reki víða um sjó, einkum út af norðausturhorni Austurlands. Hefur jafnvel ein færeysk fiskiskúta tekið eitt slíkt dufl upp á þilfarið og má mega telja það hið mesta lán, að eigi varð slys að. Hét skúta sú „Ingi- rid“. Þá sögðu það einnig fær- eyskir fiskimenn, að skútan „Kar- en frá Suðurey í Færeyjum mundi hafa farist á einu slíku dufli. Sáu þeir hana nokkru eftir ■ að hún kom frá Færeyjum, en fám dög- um síðar fundu þeir ýmiss sprek úr henni, en bezta veður hafði alt af verið, þótt dimt væri nokk- uð yfir. Skútan var að sögn sterkt skip og gott og hlýtur því eitthvað óvenjulegt að hafa orðið henni að tjóni, annað en sú hin venju- lega hætta, er vakir á leiðum sjómannanna. Skipshöfnin var sögð 15 manns. Nokkur dufl hafa fundist rekin á Langanesi og eitt í Bjarnarey í Vopnafirði, en eigi vita menn til þess, að slys hafi fleiri af hlot- ist. Þórarinn Þórarinsson formað- ur hér á Vestdalseyrinni fann og sérkennilegan hlut rekandi hér úti af firðinum. Er hann kútlagaður, 34 cm. hár og 73 cm. að um- máli. Allur er hann úr viði, utan plata í botninum, sem er úr eir. Qengur í gegnum hana eirpípa, er vír liggur eftir og upp í kútinn. Bólur eru efst á hliðum hans, ein á hvorn veg og liggur í gegn- um þær vír. Segja menn að þetta sé flotholt af amerísku tundur- dufli, og hafi slitnað strengurinn er tengdi það við duflið. Annað slíkt mun hafa rekið hér líka og var það tekið í sundur og reynd- ist í gegn úr tré, en vírþræðir í miðju. Ættu menn að fara sem varleg- ast og snerta alls ekki við slíkum ókennilegum hlutum, þótt þeir finni þá rekna eða á reKi. Hitt væri góðra gjalda vert, að menn hefðu með sér rifla eins og nú tíðkast á kaupförum erlendis, og skytu duflin niður. En gæta þarf þess, að vera í svo mikilli fjar- lægð sem unt er, svo að hægt sé að liæfa. En skaöræði hið mesta er að því, að fjöldi tundurdufla sé hér á reki með fram ströndum, án þess að eitthvað sé gert til þess að draga úr hættunni. Má telja það skyldu stjórnarinnar að sjá um að eitthvað verði gert til þess að slæða upp duflin og eyðileggja, eða ef það þætti eigi fært, þá að niinsta kosti að sjá um að sett- ar yrðu varúðarreglur öllum skip- um, og láta við liggja stranga hegningu brotum gegn þeim. Ef ekkert yrði gert, gæti það leitt til mikils manntjóns og gert sigling- ar og fiskiveiðar umhverfis landið svo ótryggar að mikill hnekkir yrði að. Frá útlöndum. Frá Bolsivikkuin. Ekki er langt síðan sú fregn var hermd, að Lenin mundi hætt- ur við að framfylgja til hins ýtrasta stefnu Bolsivikka. En eftir fregn- um þeim að dæma, er nú berast frá útlöndum, virðist gengi Bolsi- vikka aidrei hafa meira veríð. Um hríð hafa þeir átt í ófriði við Pól- verja og unnið á þeim einn sig- urinn öðrum meiri. Hafa þeir hafnað öllum málaleitunum Banda- manna, pólska stjórnin er flúin til Krakau og alt í uppnámi. Vildu Rússar semja sérfrið við Pólverja án allra afskifta Bandamanna, en það vilja Bandamenn ekki fallast á, en þykja nú horfuraar all-illar. Hafa þeir leitað liðsinnis Banda- ríkjanna og fara nú daglega skeyti á milli stjórnanna í London, París og Washington. Þykir alls ekki ólíklegt að þetta geti dregið til nýrrar og ferlegrar Evrópu- styrjaldar. Hafa verkamenn í Eng- landi, Frakklandi og Þýzkalandi ótvírætt látið það í ljósi, að það sé mjög á móti vilja þeirra, að sendur sé her til Póllands. Rúmen- ar og Þjóðverjar hafa lýst því yfir, að þeir séu hlutlausir. Stað- ið hafa nú all-lengi samningar milli Finna og Rússa. Hafa þeir tvisvar hætt að semja, en byrjað á ný. Þóttu Rússum hin fyrstu boð Finna skammarboð, sem þeir vildu ekki líta við. Frá Þýzkalandi. Þjóðverjar liafa nú afnumið hjá sér herskyldu og lagt niður herskóla. Náðaðir hafa verið í Þýzkalandi allir pólitískir afbrota- menn, nema bæverskir Bolsivikk- ar og fylgismenn Kapps byltinga- foringja. Frá Græniandi. 1 vetur geysaði þar spánzka veikin og gerði usla mikinn í strjálbýlinu, þar sem fátt varð til hjálpar. Svo er sagt, að í einni sveitinni hafi menn etið alla hunda sína og tekið síðan að deyja úr hungri, fyrst börnin, síðan hinir fullorðnu. Nokkrir menn voru sendir af stað til að leita bjargar, en komust ekki til annara sveita; en er þeir komu aftur, voru flest- ir íbúar sveitarinnar dauðir. »■ Fréttir. Mannslát Látinn er hér í bænum Friðrik Jónsson í Sæbóli, maður við ald- ur. Einnig er látinn Stefán Magn- ússon, gamall maður hér í bænum. faðir Magnúsar Stefánssonar glímumanns. Skip. E. S. „Suðurland“ kom hingað síðastliðinn laugardag og fór héð- an aftur aðfaranótt þriðjudags. Með skipinu kom frá Reykjavík Guðm. Þorsteinsson læknir á Borgaríirði, Sölvi Sigfússon bóndi í Snjóholti, Einar Helgason garðyrkjustjóri, Gísli Andrésson umboðssali, og fl. Margt manna var með skipinu sunnan af fjörðum, meðal þeirra Þórhallur Daníelsson, kaup- maður á Hornafirði. Með skipinu fór til Reykjavíkur Jónas Guðmundsson kennari og eitthvað fleira manna. Suður á Firði fóru Sig. Arngrímsson kaupmaður, Þórhallur Daníelsson kaupmaður, og Jón Benediktsson stud med. — E.s. „Kora“ kom hingað að kvöldi hins 11. þ. m. Meðal far- þega var Brynjólfur Eiríksson símaverkstjóri með nokkra verka- menn. Ætla þeir að færa úr stað símalínur suður á fjörðum. — Með „Koru fór héðan ti! útlanda, áleiðis heim, frú Dagmar Bruuhn, fædd Wathne, og barn hennar. Margir kvarta um það, að skip- stjórinn á „Koru“ sé alls ekki þjáll viðfangs. Á fimtudaginn fór hann frá bryggjunni fyrir settan tíma og póstur allur í Iandi, en var þó kominn á bryggjuna þrem mínútum fyrir farartíma skipsins. Tókst með nauniindum að koma póstinum um borð. — Varðskip „íslands Falk“ kom hingað frá Reykjavík í gærmorgun. Kom hann hingað inn með Vigfús Einarsson cand. júr. sem ferJiéð- an til Eskifjarðar í erindum stjórn- arinnar. Nýlega kvað birst 'nafa all-svæsin grein í „Alþýðublaðinu“ um Sigurjón Markússon sýslu- mann Sunn-Mýlinga, en ekkert skal „Austurland" um það fullyrða, hvort ferð Vigfúsar stendur að nokkru í sambandi við það, sem á er minst í blaðinu. Með varð- skipinu voru hingað Halldór Jón- asson cand phil, og Þórarinn Níels- sen bankaritari. Til útlanda: dönsku lögjafnaðarnefndarmenn- irnir og frúr þeirra og Benedikt Jónasson, verkfræðingur. — Skip kom hér í fyrradag með kol til landsverzlunarinnar hér. Er það seglskip „Cornwall" að nafni. Afli. Ágætur afli er hér á fjörðum á smærri báta, en fiskur lítill á djúphafi. All-mikiil handfærafiskur hér í firðinum. Einar Helgason garðyrkjustjóri er hér á eítirlits- ferð. Ætlar hann að kynna sér garðrækt hér austanlands og fór héðan upp í Hérað. Skoðaði hann garða hér og kvað betri skilyrði trjáræktar heldur en syðra. Kvað hann garð Stefáns Th. Jóns- sonar konsúls prýðilegasta garð í einstaklings eign hér á landi. Trjáplönturnar í gróðrarstöðinni hér, kvað hann mundu eiga all- góð þroskaskilyrði fyrir höndum, minsta kosti birkið. Taldi hann þess enga þörf að stækk : hana að svo komnu. Vikið hefur verið frá embætli um stundar- sakir Bjarna Þ. Johnson sýslu- manni Dalamanna. Aáun það sak- ir óreglu utan sýslu sinnar, en eigi sakir þess að embættisstörf hans heima fyrir séu ekki í góðu lagi. Settur sýslumaður er nú í Dalasýslu Þorst. Þorsteinsson cand. jur. Tundurduflin. Síðan greinin „Tundurdufl,, var skrifuð, hefur „Austurland,, átt tal við þórshöfn. Er þar fuh- yrt að íæreyskir fiskimenn telji að fjórar fiskiskútur færeyskar séu týndar af tundurduflaárekstri. Sagt er að skip hafi sézt springa í loft upp á svo nefndum Heklugrunni norðvestur af Langanesi. Reynist þetta ekki orðum aukið, eru það illar fréttir og óvænlegar og sízt vanþörf þess að reisa einhverjar skorður við launmorðum tundur- duflanna. Bjögunarskipið „Þór“ iiggur nú á Reykjavíkurhöt'n ónotað. Vestmannaeyingar munu hafa boðið landsstjórninni skipiö til löggæzlu nyrðra um síldveiö- atímann, en eigi samið með þeim og stjórninni. Vilja Eyja- r#enn fá skipið löggilt varðskip og mun kostnaður áætlaður 25 þúsundir á mánuði. En það mun stjórninni þykja of mikil eyðsla. En Eyjamenn fullyrða að þeir hafi grætt mörg hundruð þúsund króna á gæzlu skipsins í vetur, þar eð botnvörpungar hafi haldið sig utan landhelgis og hvorki spilt veiðarfærum né afla, svo sem venja þeirra er. Mun „Aust- urland“ bráðum minnast á strand- gæzluna í heiid sinni.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.