Austurland


Austurland - 18.09.1920, Page 3

Austurland - 18.09.1920, Page 3
AUSTURLAND 3 AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 6 c. Innheimtumaður Einar Blandon, kaupmaður. Prentsmiðja Austurlands. slfkar póstgön ,ur komist á, verða aldrei góð c'ia fljót skil á pósti. Leiörétting. Slæmur misgáningur var það í síðasta blaði, er sagt var að skip- ið „Svalan“ væri eign Hinna sam- einuðu íslenzku verzlana. Sem kunnugt er eiga samvinnufélögin skipið. „Beskytteren“ var það, en ekki Fálkinn.er tók hér færeysku sjómennina. Þá hafði og af vangá fallið úr nafn ábyrgðarmanns blaðsins. Jarðsíminn. Þess var getið í síðasta blaði, að leggja skyldi hér jarðsíma. Er nú það verk hafið, en eigi er kom- inn nema nokkur hluti símans, en á því, sem vantar, er bráðlega von. Virðist verkið ganga fljótt og byzt verkstjórinn, Brynjólfur Eiríksson, við því, að eigi þurfum við mjög lengi að bíða símans, ef alt gengur eins og horfur eru og það, sem vantar, keniur í tæka tíð. Síminn á að koma upp á fjórum stöðum í bænum. Mun það öllum símanotendum hér gleðiefni að fá jaenna síma, þar eð ástandið hefur verið ótækt undanfarið. Hitt og þetta. Taugaveikin í Póllandi geysar nú afskaplega, svo að búist er við að allri álfunni geti stafað hætta af. Árið 1916 voru í Póllandi og Galizíu 34 þús. til- felli af taugaveiki, 1917 44 þús., 1918 97 þús. og 1919 231 þús. í janúar—febrúar þetta ár voru tilfellin orðin 46,500. Nú er sagt að vart muni meira ,en einn lækn- ir fyrir hver 150 þús. í landinu. 60°/o kvað deyja úr þessari tauga- veiki, þrátt fyrir það að stjórn Póllands gerir sitt ýtrasta til að stemma stigu fyrir veikinni á all- an hátt — með bólusetningum, sjúkrahúsum og fl. Rabindranath Tagore, föðurlandsvinurinn og þjóð- skáldið indverska, sem hefur feng- ið Nobelsverðlaun, ætlaði í þess- um mánuði að sjá sig um á Norðurlöndum, ásamt syni sínum og tengdadóttur. Hann vill meðal annars kynna sér samvinnufélags- skap Dana, sem hann hefur heyrt í VERZLUN T. L. IMSLANDS ERFINGJA er nýkomið mikið af allskonar Hollenzkri vefnaðarvöru, svo sem: Tvisttau, Morgunkjólatau, Flonel, Skyrtutau, Léreft bleiað og óbleiað, Kamgarn blátt, Peisufataklœði, Sjöl, Herðaklútar, Lök, Tilbúnir karlmannsfatnaðir og m. fl. Herm. Þorsteinsson, Seyðisfirði hefur fyrirliggjandi í heildsölu: Tilbúin föt, Sjóföt: Sjóhatta, Nærföt, Milliskyrtur, Ullarpeisur, Cigarettur (Three castle, Capstan o. fl. tegundir), Reyktóbak (Old English, Waverly Mix. o. fi. teg.). Smábrauð í blikkkössum, margar teg. Átsúkku- laði, margar teg. Kaffi, ágætis teg. — Aðeins selt kaupmönnum og kaupfélögum. látið mikið af — en ekki þó af því að hann álíti hann tímabær- an á Indlandi, þar sem ekki er nema rúmlega fimti hver maður læs og skrifandi. Það liggur ekki fyrir löndum mínum, segir Rabin- dranath Tagore, að verða Boise- vikkar eða sameignamenn, en sjálfstjórn, innan brezka alríkisins viljum við fá í líkingu við Canada. Þessari sjálfstjórn ætlum vér að ná fyrir eigin andans kraft, en ekki með vopnum. Rabindranath Tagore er annálað ljúfmenni, en þegar berast í tal afskifti Evrópu- manna af Asíu, þá hitnar gamla manninum: „Þið Vestmenn hafið fært óhamingju yfir Asíu. Þið er- uð nú að reyna að murka sálina úr Kína. Japan er eyðilagt og andlaust. Þið flytjið með ykkur ruddaskap og blóðsúthellingar. Af fótsporum ykkar vex hvervetna ófriður og hatur....“ og margt fleira satt sagði hann. Verðgengi peninga. Nú er kominn „kúrs“ á íslenzka krónu, sem er alls ekki til. Vinur vor Dani ætlar að græða á sinni krónu fyrir það, að hún hefur gengið gegn um íslenzkan banka. Verðgengi peninga er víða lágt nú á tímum. T. d. er þýzka mark- ið vanalega um 15 aura virði. En sami vasaklútur sem kostar í Berlín 10 mörk, kostar 150 mörk í Warschau. Pólska markið er fyrst og fremst miklu lægra en hið þýzka, en Pólverjar heimta toll borgaðan í gulli ella nífaldan í seðlum. — Víða er pottur brot- inn. — Á stríðsdrunum 1914—19 mistu Norðmenn 804 skip á 1,218,584 smálestir, Danir 233 skip á 259,864 smálestir og Svíar 177 skip á 206,864 smálestir. / smíðum eru hjá Norðmönnum (1. júlí) 107 skip á ca. 110000 smálestir, hjá Svíum 69 skip á ca. 115000 smál. og hjá Dönum 85 skip á ca. 130000 smálestir. Verzlunarfloti Norömannna var í árslok 1919 1697 skip (yfir 100 smál.) á sam- tals 1946416 smálestir, en það var 22,5°/u minni smálestatala en fyrir stríðið. Til 1. júlí 1920 höfðu bæzt við 59 skip á 180000 smál. og eiga þeir því sem stendur 1536 skip á samtals 2126000 smálestir. Danir áttu í árslok 1919 708 skip á 749,020 smálestir, eða 4,6°/o minna smálestatal en fyrir ófriðinn. Við- bót á fyrra helmingi þessa árs er 21 skip á 28000 smálestir. Eiga þeir því nú 729 skip á 777000 smálestir. Svíar áttu í árslok 1919 1253 skip á 994037 smáleslir eða 9,5°/o færri smálestir en 1913. Bæzt hafa við á þessu ári 9 skip á 29000 smál. Eiga þeir því nú 1262 skip á samtals 1023000 smálestir. Omar Lockleas, ameríski flugmaðurinn, sá sem lék það að fara úr einni flugvél í aðra uppi í loftinu, fórst nýlega við annan, mann á flugvél; var að láta kvikmynda 1000 feta fall vélarinnar. Kannske kvikmyndin hafi aftur tekisf. Forstjóri grænlenzku nýlendanna vill draga úr hungrinu í Grænlandi, sem um var getið eigi alls fyrir löngu hér í blaðinu. Telur sögurnar ýkt- ar og segir alt gert sem hægt sé til að afstýra hallæri. — Líklega þykir engin nýlunda þótt einstaka Græniendingur hrökkvi upp af úr sulti á veturna norður þar. Roald Amundsai Lagði loks af stað 6. f. m. frá Nome (Alaska) til norðurheim- skautsins, sem hann ætiar sér að finna. En ekki býzt hann við að koma heim fyr en eftir 5 ár. Hið danska karltöflurœktunarfélag (Dansk Kartoffeldyrkerforening) vill koma á danskar kartöflur sama orði og danski svínkjöt, smjör og egg hafa hvervetna afl- að sér erlendis, en það verður með því móti að nékta að eins góðar tegundir og hafa eftirlit með öllum aðfluttum kartöflum, að þær séu ósjúkar og óskemdar og vel hæfar til manneldis. Danir flytja út ógrynni af kartöflum, einkum til Englands og Ameríku. Pianó, afar vandað og gott, til sölu hjá Herm. Þorsteinssyni. Vátryggingar Brunatryggingar Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar Sigurður Jónsson Sími 2 og 52. Auglýsing. Hér með lýsi ég því yfir að ég er hætt öllum þvottum. Stefanía jónsdóttir. Sveitamenn! Hér með tilkynnist að vaðmál aílflestra (sem sent hafa fyrir ágústm. síðastl.) eru nú komin. pr. Klæðaverksmiðjuna „Álafoss" J. E. Waage. NÆRSVEITARNENN sem koma til bæjarins, eru beðn- ir að vitja blaðsins á afgreiðsluna. Ofangreint félag hefur umboðs- menn um heim allan og þeir sem panta hjá því þurfa ekki að ótt- ast að þeir fái skepnufóður, þeir fá beztu tegund af kartöflum. Adam og Eva voru þeir fyrstu Bolsevikkar en Djöfullinn var sá fyrsti Lenin, segir franskt blað. Bannlögin í Finnlandi. Af því að innflutningur áfengis (löglegur) fer stöðugt vaxandi, en smyglun um alt land óviðráðan- leg, er nú helzt í ráði að afnema bannlögin þar fyrst um sinn til 10 ára og sjá svo hverju fram vindur. Roskinn lœknir biður ungrar stúlku: Hún: Mér þykir sómi að til- majlum yðar, góði læknir! — en aldursmunurinn ------- Harin: Jú — en ég held ég treysti mér til að lækna hann á stuttum tíma. Bolsivíkkar í Noregi. Orðið hefur það uppvíst, að ritstjórinn norski, Alfred Madsen, hafði í fórum sínum 70 þúsund rússneskar gullrúflur, er hann ætl- aði að flytja inn. Handsamaði lög- reglan ritstjóraskepnuna og hefur líklega komið svo ár sinni fyrir borð, að rúflurnar verði ekki að tilætiuðum notum. En er ekki betra að liafa gát á vissum mönn- um hér á landi líka? » i

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.