Austurland


Austurland - 23.10.1920, Qupperneq 2

Austurland - 23.10.1920, Qupperneq 2
2 'VUSTURLAND Nathan i & Olsen, Seyðisf irði. Hafa fyrirliggjandi: Hafragrjón, völsuð Sveskjur Riisgrjón Þurkaða ávexti Bankabygg Stivelsi (Colmann) Kaffi Munntóbak Kaffibætir Rjóltóbak Kandís Vindla Rúsínur Cigarettur hjá einhverri sér æðri veru. Af þessari vanmáttartilfinningu er sprottin guðshugmynd þeirra. En er það nokkuð undarlegt, að þeir finni til vanmáttar síns? Hvað eru þeir á móti alheiminum? En hvar finna þeir traustari hjálp en í sjálfum sér, í því að styrkja vilja sinn og starfsþrek og iíta á sjálfa sig sem stoð í byggingu alheims- ins, stoð, sem hvorki megi bogna né brotna? Z. Frá Eiðum. Alþýðuskólinn á Eiðum var settur síðastliðinn miðvikudag. Setti skóla'tjóri skólann með snjallri og hjartnæmri ræðu og flutti síðan erindi um ferð sína um Norðurlönd, þá er hann fór á þessu sumri. Ferðaðist hann um Svíþjóð og Danmörku og kynti sér þar lýðháskóiafyrirkomu- lag. Kom hann til hinna helztu lýðskóla í þessum löndum. En hér skal ekki farið um ferð hans fieiri orðum, þar eð hann hefur dregist á það við „Austurland", að láta því í té eitthvað gott um ferð sína eða þau áhrif, er hann varð fyrir hjá bræðraþjóðum vor- um. En þess skal getið, að mest virtist hann hrifinn af skólafyrir- komulaginu í Svíþjóð, enda gisti hann einhvern hinn frægasta lýð- skóla Svíanna, skólann í Sigtúnum. Fjörutíu og tveir nemendur verða á Eiðaskólanum að þessu sinni. Þar af seytján nýir. Enginn af þeim frá Seyðisfirði. Einn sótti úr hreppnum, en sótti of seint. Annar sótti úr kaupstaðnum, en var of ungur. Hvort er nú heldur, að fræðslu- og menta-löngun Seyðfirðinga er lítil, eða þar býr svo fálækt fólk, að það treystist ekki til þess að kosta sig á skóla? Vitum vér eigi hvor ástæðan veld- ur, en ótrúlegt þykir oss það, að allur almenningur sé svo illa staddur efnalega, að ekki sjái hann sér fært að rísa undir kostnaðin- um. Og sé þessu svo farið, að áhugaleysi valdi, þá er bær þessi einkennilega illa staddur andleg- ur aumingi. Lízt oss svo á Eiðaskólann, kennara hans og starfsháttu, að hann megi verða Austurlandi og íslandi í heild sinni til hinnar mestu 'olessunar. Þar eru miklir og góðir hæfileikar að verki, samfara starfsáhuga og sannri mentun. Ættu Austlendingar að hlynna sem mest að skólanum og og gera alt til þess að vegur hans verði sem mestur. En fyrsta skil- yrðið til þess að skólinn blómg- ist, næst góðum kenslukröftum, er að hann hafi svo mikið og gott húsrúm, að kennarar og nem- endur geti notið sín, og eigi þurfi að vísa helming umsækjenda frá, eins og raun varð á í sumar. Hús- byggingunni þarf að fiýta sem mest. ♦ ------ Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 18/io. Kolaverkfallið hafið í Englandi, kolaútflutningur bannaður, allar eimskipaferðir bannaðar frá Bret- landi. Umræður byrja á morgun í neðri málstofu brezka þingsins um heimastjórn íra. Blöðin í Berlín farin að koma út aftur. Franska blaðið „Matin“ ásakar Lloyd Georgefyrir stjórnmálastefnu hans. Steinolíufélagið hér hefur lækk- að verð á Steinolíu samkvæmt ákvæðum verðlagsnefndar. Fund- ið lík í höfninni af manninum sem hvarf hér í haust, Guðjóni Jónssyni. Rvík 20/io. Brezka stjórnin hefur skipað Seglasaum. Eg tek að mér allskonar segla- saum, bæði viðgerðir á eldri segl- um og tilbúning á nýjum, fyrir mótorbáta eða stærri skip. Enn- fremur sel ég og bý til vatns- heldar ábreiður (Presseninger), vatnsslöngur, tjöld, drifakkeri og fleira af því tagi. Efni í þetta hef ég fyrirliggjandi hér. Jóii Arnason skipstjóri, Seyöisfiröi. þjóðhjálparnefnd, vegna kolaverk- fallsins, sem annast á framkvæmd nauðsynlegustu starfa. Öll mat- væli skömtuð; dregið hefur veriö af gas- og rafmagns-framleiðsiu. Stjórnin hefur lagt undir sig allar kolabirgðir rrtanna. Fullyrt er að fylgismenn Veneselozar ætli að koma lýðveldisstjórn á í Grikk- landi. Uppreisn í Moskva. Bylting á Ítalíu, uppreisnarmenn í blóð- ugum bardögum við lögregluna. F. R. Wendel, fyrrum verzlun- arstjóri á Þingeyri, lézt hér í fyrra- dag, 85 ára aö aldri. Snjóaði á Akureyri í gær, hvít jörð um all- an Eyjafjörð. Fréttir. Skip. E.s. „Lagarfoss“ kom hér í vik- unni og fór norður um land. Með honum var margt manna. E.s. „Villemoes" kom hér síðastliöinn fimtudag frá Kaupmannahöfn. Var ekki ákveðið.er skipið fórfrá Höfn, aö það ætti að koma hér við, en er það fór fyrir Jótlandsskaga, voru því gefin merki, er fluttu þá Kobbi gamli. Frh. En hve guð var dýrðlegur, náttúran yndisleg og mennirnir góðir. Var vonzka mannanna nokk- uð annað en ímyndun, — eða þá lýgi, sprottin af öfund og illgirni einstakra fanta, sem áttu ekki skil- ið að kallast menn. Jakob fanst nú blessun guðs og hinnar dýrð- legu náttúru hvíla yfir sér — bölv- unin var horfin. Og móðir hans, blessuð móðir hans, alt var það henni að þakka. Óbeinlínis var það hún, sem olli því, að hann kvæntist Guðrúnu. Hefði hún aldrei á banadægri sínu beðið hann að muna sig um það, að vera alt af góður við aumingja og kasta ekki steini að syndurun- um, þá hefði hann aldrei kvænst Guðrúnu, aldrei eignast með henni blessaðan litla drenginn. Já, guð var góður og mennirnir voru virkilega góðir. Alt í einu heyrði Jakob manna- mál. Hann nam staðar, skygndist um og hlustaði. Þarna sá hann tvo menn í dimmunni. Þeir leidd- ust. Annað var kvenmaður. Þau töluðu hátt og hlátur þeirra gall við, hreinn og hjartanlegur. Hjart- að barðist ótt í brjósti Jakobs. — Hvað var þetta? Var þetta virki- lega Guðrún? Á þessum tíma, og barnið eitt heima! Nú heyrði hann og sá, að karlmaðurinn var Þor- valdur formaður. Og Jakob lagð- ist niður í mölina með mestu gætni og eins og ósjálfrátt. Hann hélt niðri í sér andanum og hlust- aði. — Þau hlógu og Þorvaldur sagði eitthvað, sem Jakob heyrði ekki. — Auðvitað er hann flón, svar- aði Guðrún, og svo hlógu þau bæði. — En bezta skinn er hann, og sauðþægur, mælti Þorvaldur. — Já, en sauðirnir hafa nú stundum horn, sagði Ciuðrún. — Og þú átt við að Jakob þinn hafi þau líka. O, jæja, ekki skaðleg, skinnið. Ætli þurfi ann- að en taka í þau, ef hann ætlar að stanga, svaraði Þorvaldur. Og Guðrún hló og sagði eitt- hvað, sem Jakob heyrði ekki, því að nú voru þau komin lengra inn í fjöruna, heldur en svo, að orð- in yrðu greind. Og nóttin var fögur sem fyr — fögur, en þungbúin. —---------- — Morguninn eftir hafði skipshöfn- in beðið nokkra stund eftir Jakob, er hann loks kom. — Góðan daginn, sagði hann lágt og tók þegar að sjóklæða sig. Hinir tóku kveðju hans og Grímur gamli á Klöpp hafði orð á því, að hann hefði haft eitthvað ónæði, eftir að hann skildi við gestina. En Jakob heyrði aldrei alla setninguna, því að Grímur hafði vandlega vafið nef sitt rauð- um tóbaksklút, og fylgdu þeirri athöfn lians dunur miklar. Brátt var alt tilbúið og báturinn þaut fram fjöruna, og innan skams var hann kominn á flot. Hásetar settust undir árar, en Þorvaldur sat í skut og greiddi línu, er flóknað hafði. Logn var og rann báturinn óðfluga írá landi. Jakob reri í hálsi og sé fast á árina. Lét hann hattinn slúta, svo að lítt sá í andlitið. En undan hattinum rendi hann við og við augunum til Þorvaldar. — Róið þið ekki eins og vit- lausir menn þarna á bakborða kallaði Jón á StrönJ og stóð á öndinni af mæði. Þeir voru á borð, hann og Grímur á Klöpp. — Ekki ræ ég mikiö, sagði Þórður í Grófinni — það er þá Jakob. En Jakob þagði og linaði lítið eitt átakið. Þegar komið var á miðið, var tekið að leggja lóðina. Er því var Iokið, var orðið full-bjart. Veður var fagurt. Hægur vind- ur blés af hafi og ekki varð ský séð á loíti, utan nokkrir dökkir flókar yfir borði hafsins, yzt úti við sjóndeildarhringinn. Var nú legið um hríð hjá lóðinni og tók skipshöfnin upp mali sína. Lítt var rætt. Mennirnir hálfmóktu á þóftunum og bitu brauðið. Það

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.