Austurland


Austurland - 23.10.1920, Page 4

Austurland - 23.10.1920, Page 4
4 AUSTURLAND „Faust“. Mörgum mun það kunnugt, að meðal heimsbókmentanna þykir „Faust“ eftir Goethe eitthvert allra mesta snildarverkið. Enda er þar samfara stórfenglegt efni og snild- arleg meðferð þess. Er þar svo djúpt kafað f djúp mannlegrar sálar, dulardóma mannlegs eðlis og lögmála þeirra, er þar ríkja, að inikinn skilning og þroska þarf til þess að fylgja skáldinu. Og höfundur „Fausts“ er og kunnur sem einhver mesti spekingur og skáld heimsins. Auk þess var hann vísindamaður svo mikill að frægt er orðið. Vér íslendingar höfum ekki átt snildarverkið „Faust“ á vorri tungu. En vera mun það á vitorði manna, að alþingismaður Bjarni Jónsson frá Vogi hefur unnið að þýðingunni undanfarin ár. Hefur hann um hríð haft styrk til þess úr landssjóði. Ennfremur mun það vitanlegt, að leit mundi verða meðal þjóðar vorrar að manni, sem betur er fær um að leysa þetta vandaverk af hendi. Hefur Bjarni sýnt snilli sína við slík störf á þýðingu sinni á „Hul- iðsheimum“ og „í Helheimi“ eftir norska stórskáldið Árna Garborg. Bækur þessar eru á norskunni frábærar að málfegurð og rímsnild og mun það allra dómur, að Bjarni hafi öllum vonum framar tekist að snúa þeim á íslenzkt mál. Sá, er þetta ritar, hefur bor- ið saman þýðingu hans og frum- kvæðin og þótt það gegna mestu furðu hve nákvæmt er þýtt að efni, anda og rími. Nú er svo komið, að Bjarni hefur lokið þýðingu á fyrri hluta „Fausts" og er ætlað að gefa hana út, ásamt æfisögu skáldsins, skýringum og formála, fyrir næstu RAFMAG NSTOÐVA A F H OSRAM lampinn er áreiðan- lega bezti lampinn. — Fœst hjá Indr. Helgasyni Seyðisf. RAFMAG NSTOÐVA AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 6 c. Innheimtumaður Einar Blandon, kaupmaður. Prentsmiðja Austurlands. Allskonar stimpla frá » TELF- 354 • 3*. BYEN 324-X * Signeter - Dorplader - Haandtrykkerier Brændejern - Numeratorer - Perforérer. i Kaupmannahöfn útvegar HANSSCHLESCH cand. pharm. SEYÐISFIRÐI umboðsmaður á Austurlandi. jól. Á bókin að vera myndum prýdd og hin prýðilegasta að öll- um frágangi. En útgáfan er dýr og því dýrari sem færri eru kaup- endurnir. Er því mikið undir því komið, að menn taki vel bókinni. Tekur undirritaður á móti áskrift- um og kemur þeim áleiðis til út- gefanda. Quðm. G. Hagalín. ♦ Uppboðsauglýsing. Samkvæmt beiðni Jóns Ásbjörnssonar lögfræðings í Reykjavík, fyr- ir hönd útflutningsnefndarinnar, verður opinbert uppboð haldið hér á Seyðisfirði miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi, á circa 460 skpd. af saltfiski, eign firmans Helgi Zoéga & Co. í Reykjavík, en út- flutningsnefndin hefur fisk þenna að handveði. Fiskurinn er geymdur hér á Seyðisfirði hjá H/f. „Framtíðin“, H/f. Sameinuöu íslenzku verzl- unum og kaupmanni Wathne. Uppboðið hefst nefndan dag kl. 12 á hádegi hér á bæjarfógeta- skrifstofunni og verða söluskilmálar þá birtir. Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 8. október 1920. Ari Arnalds. A9 forfallalausu hefi ég í hyggju að koma til Austurlands- ins eftir miðjan nóvember í haust, og dvelja um tíma á Seyðisfirði og jafnvel Norðfirði og Eskifirði ef ástæður leyfa. Vœri þá æskilegt, aö þeir, sem vildu hafa gagn af dvöl minni, létu undirbúa það í tíma. Akureyri, 12. september 1920. r' Friðjóii Jensson. UppboðsaugEýsing. Samkvæmt kröfu málafærslumanns, Jóns Ásbjörnssonar í Reykja- vik, fyrir hönd útvlutningsnefndarinnar, verður opinbert uppboð sett og haldið á Eskifirði 10. nóvember næstkomandi kl. 1 e. hádegi og verða þá seld 250 til 260 skpd. af fiski, eign firmans Helga Zoéga & Co. Reykjavík, en sem geymdur er hjá Sameinuöu ísl. verzlununum Eskifirði og kaupmönnunum Andr. Figved og G. Jóhannessyni, Eski- firði. Fisk þenna hefur útflutningsnefndin að handveði fyrir víxilskuld nefnds firma. — Söluskilmálar verða birtir á undan uppboöinu. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, 11. október 1920. Sigurjón Markússon. Hásetarnir gripu austurtrogin og hömuðust við austurinn, en Jakob og Þorvaldur héldu bátnum upp í vindinn. — Hættið þið nú! kallaði Þor- valdur, er þeir höfðu minkað sjó- inn í bátnum. — Komdu og taktu árina Þórður. Jón og Grímur rif- ið þið seglið. Þórður tók árina og Þorvaldur hraðaði sér aftur eftir bátnum og setti stýrið fyrir. Eigi leið á Iöngu unz alt var til reiðu. Hálsinn á seglinu var settur fastur í fremstu þóftuna og skautið tók Þorvaldur. Síðan var siglan reist og seglið dregið upp. Þórður settist við dragreipið en Grímur gamli tók skautið. Jakob og Jón áttu að vera viðbúnir ef taka þyrfti seglið saman. Báturinn þaut af stað. Hann skar sig ofan í öldurnar, svo að þær freyddu fjaliháar á báða bóga. Hann lék í höndum Þorvaldi, var sífelt á iði fram og aftur, eins og hann væri lifandi vera. Himinhá holskefla æddi á eftir bátnum. Skipshöfnin fann kaldan gustinn leggja af henni og heyrði hvæsandi gný hennar yfirgnæfa stormdyninn og stynjandi smásæv- ið umhverfis bátinn. — Hækkið þið seglið! hrópaði Þorvaldur, en skipunin kafnaði í brakandi gný, er báran skall yfir bátinn. Grímur gamli gaf eftir á skautinu og alt hvarf í sjó. Að lokum skaut bátnum aftur upp og rann hann fleytifullur af sjó undan storminum, seglið hafði rifnað frá ránni og siglan brotn- að í þóftunni. — Losaðu brotið úr þóftunni Þórður og sker þú Grímur snæri úr lóðinni og reyrðu seglið við rána. Ausið’ þið á meðan Jakob og Jón, kallaði Þorvaldur. Skipunum var hlýtt, höfuðbönd- in stytt og siglan reyst á ný. Síð- an var dregið upp seglið og bát- urinn þaut af stað með sama hraða og áður. Umhverfis æddu öldurnar, freyddu og hvæstu og keyrðu bát- inn hnýttum hnefa, svo að hann fleytti kerlingar áleiðis til Iands. Ált í einu sá skipshöfnin bát á hvolfi ríða á öldu rétt hjá borð- stokknum. Hann velkist í sjónum, snerist við og fór á hvolf aftur, stakk niður stöfnunum og hvarf í öldubrot. En innan skams skaut honum upp á ný og þar fleygðist hann fram og aftur, stjórnvana í storminum og æðisgangi öldu- brotsins. Mennirnir mæltu ekki orð, þeg- ar þeir sáu þessa sjón, en svipur- inn varð þyngri og drættirnir í andlitinu skarpari. Þeir litu eins og ósjálfrátt til Gríms gamla og svo var sem meðaumkvun skini út úr saltdrifnum andlitunum. Þeir höfðu ailir þekt bátinn. Það var bátur Bergs á Stapa, sem elzti sonur Gríms reri hjá. En Grímur gamli hóstaði ofur lágt og var sem hann reyndi að renna ein- hverju niður.* Jakob starði á bátinn, unz hann hvarf. Hann brosti lítið eitt og horfði niður í kjölinn á hátnum. Síðan togaði hann hattinn enn þá betur ofan á ennið og varð al- varlegur og þungur á svip sem áður. Nú rofaði til og var skamt ti lands. — Á undan bát Þorvaldar sigldi annar bátur. — Brimgnýr- inn úr landi barst móti stormin- um, ógnandi og heiftþrunginn og löðurtungurnar sáust bera hátt við loft, er öldurnar brotnuðu með dunum og dynkjum á skerj- unum. Alt loftið var hulið þykkri snjóþoku, að eins á stöku stað sáust rof, er stormurinn reif á skýin öðru hvoru og byrgði þau svo á ný. Öldurnar umhverfis bátinn öskruðu og hvæstu, typtar hvítum faldi; úrkaldar og ömur- legar læstu þær klóm sínum uin skut bátsins, en seglið skaut hon- um úr greipum þeirra, og hend- inni, er um stjórnvölinn hélt, skeik- aði aldrei hið minsta. Við og við gaf á bátinn framan við skutinn, er hann skar sig dýpst í ferleg- ustu öldurnar.------[Nl. ♦

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.